Morgunblaðið - 06.03.1983, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
43
kom aðeins endrum og eins fram á
sjónvarsviðið til þess að fylgjast
með hernaðaraðgerðum skæruliða
á Saigon-svæðinu, allt þar til
stríðinu lauk.
Viet Cong-skæruliðasveitir
suður-víetnamskra komm-
únista auðmýktar af
norðan-kommúnistum
„Við frelsun landsins árið 1975,“
rifjar Lai upp aftur, „eftir tuttugu
og eins árs hernaðaraðgerðir, hélt
ég, að friður væri loksins kominn
á, og að nýtt líf væri að hefjast."
En þegar herdeildir Norður-
Víetnama höfðu haldið innreið
sína í Saigon, skipaði miðstjórn
Kommúnistaflokksins í Hanoi svo
fyrir, að Viet Cong-herliðið skyldi
afvopnað og leyst upp. Fáni þjóð-
frelsishreyfingarinnar, Viet Cong,
sem yfirleitt blakti alls staðar við
hún við hlið fána Norður-Víetnam
á opinberum byggingum og torg-
um, var nú dæmdur úr leik af for-
ystuliði Kommúnistaflokksins, og
herinn var látinn fjarlægja fán-
ann með valdi. Byltingarmenn á
borð við Lai voru lækkaðir í tign
og þeim gert að ganga í „Her al-
þýðunnar".
Viet Cong-liðar skildu alls ekki
þessa afstöðu norður-víetnamskra
kommúnista. Lai minnist sárra
vonbrigða þeirra: „Við lögðum
fram svo stóran skerf í stríðinu,
og allt í einu megum við ekki
gegna neinni ábyrgðarstöðu og
flokkurinn treystir okkur ekki.“
Eins og flestir framámenn Viet
Cong átti Lai ættingja, sem höfðu
verið opinberir starfsmenn í tíð
hinna sigruðu suður-víetnömsku
stjórnvalda. „Eftir að hafa barizt
gegn þeim árum saman," segir
hann, „tók ég aftur upp náið sam-
band við ættingja mína. Ég átti
bræður og mág, sem höfðu barizt í
suður-víetnamska hernum, og föð-
urbróður, sem var landeigandi.
Tengslin milli mín og þessa fólks
urðu aftur mjög náin. En á
flokksfundum, þar sem borin var
fram sjálfsgagnrýni, fordæmdu
harðlínumennirnir frá Norður-
Víetnam kommúnistaforsprakka
frá Suður-Víetnam fyrir að um-
gangast kapítalíska ættingja eins
og ég gerði."
Lögregluríki veröur til
Þótt Lai hafi verið lækkaður í
tign, var hann samt útnefndur yf-
irmaður öryggisþjónustunnar og
gagnnjósna í suð-vestur hluta
Víetnam. í þessari stöðu komst
hann brátt að raun um, að hann
var þar með gerður aðstoðarmað-
ur við að koma á fót hreinræktuðu
lögregluríki. Sérhver landsmaður
lá undir grun um að vera andbylt-
ingarmaður, og því þyrfti að fylgj-
ast með honum, senda hann í
fangelsi eða í hinar pólitísku
„endurhæfingarbúðir", sem í
reynd eru þrælkunarbúðir. Meðal
þeirra þúsunda, sem sendir voru á
brott frá heimkynnum sínum,
voru margir fyrrverandi bylt-
ingarmenn, sem haldið var föngn-
um, af því að þeir höfðu sýnt and-
úð sína á hörkulegum aðgerðum
norður-víetnamskra kommúnista
og eins á nærveru Sovétmanna
alls staðar í Víetnam.
Lai varð enn vonsviknari, þegar
hann var skipaður yfirmaður
„endurhæfingabúðanna" við Long
Tan, og fékk auk þess fyrirmæli
um að herða að mun allt leynilega
öryggis-eftiriitið með almennum
borgurum. En það sem að lokum
knúði hann til að hverfa af landi
brott voru innrásirnar í Kamp-
útseu og í Laos.
„Ég er ekki hræddur við að
deyja eða að fórna mér fyrir land-
ið mitt,“ segir Lai, „en ég var á
móti þessum aðgerðum okkar í
Kampútseu. Sem meðlimur
flokksins var ég nauðbeygður til
að hlýða skipunum. En margir
suður-víetnamskir flokksmenn ef-
uðust stórlega um réttmæti þess
og ávinning af að halda inn í
Kampútseu. Margir okkar voru
þeirrar skoðunar að þetta væri
gert vegna bandalags þess, sem
var á milli Kampútseu og Kína, og
vegna þeirrar skilyrðislausu
hlýðni, sem kommúnistaflokkur
okkar sýndi sovézkum fyrirmæl-
um. Eftir tuttugu og eins árs
styrjöld, voru önnur hernaðarátök
í uppsiglingu. Mér fannst, að þetta
myndi ekki verða heppilegt fyrir
endur-uppbygginguna í Víetnam.
Því var það, að jafnvel þótt ég
væri óviss um, hvort hinir fyrrver-
andi fjandmenn mínir á Vestur-
löndum myndu veita mér viðtöku,
þá ákvað ég samt að flýja land.“
Einn af stofn-
endum Viet Cong
Truong Nhu Tang kom einnig
beint frá aðalstöðvum Viet Cong í
frumskógunum, þegar síðustu
bandarísku þyrlunni var flogið frá
Saigon árið 1975. Núna er hann 59
ára að aldri og býr í París, þar
sem hann er að skrifa endurminn-
ingar sínar; kona hans vinnur sem
lyfjafræðingur til að afla heimil-
inu tekna. Truong Nhu Tang er
lágvaxinn, hvítur fyrir hærum,
velkiæddur á dálítið gamaldags
vísu, og talar mjúkum rómi. Það
er heldur erfitt að hugsa sér hann
sem hinn fyrrum eldheita bylt-
tilkynna, að um 500 Viet Cong-
skæruliðar hefðu verið drepnir.
En við höfðum alltaf flutt okkur
um set, áður en sprengjuflugvél-
arnar komu.“
Þegar hann hafði verið útnefnd-
ur dómsmálaráðherra í bráða-
birgðaríkisstjórn suður-víet-
namskra byltingarmanna, tók
hann að stjórna hinum sálfræði-
legu hliðum hernaðaraðgerðanna í
suður-víetnömskum þorpum. Að-
ferðirnar voru ýmist í því fólgnar
að beita íbúana einkar vingjarn-
legum fortölum, og líka að gera
þá, sem sýndu hinum kommúníska
boðskap og hugmyndafræði
greinilegan mótþróa, höfðinu
styttri.
Hann lagði einnig fram sinn
skerf við að móta og semja tillög-
ur hinnar suður-víetnömsku þjóð-
frelsishreyfingar kommúnista í
„áætlun í tíu liðum, er stuðli að
sættum með þjóðinni allri".
Kommúnistaleiðtogarnir í Hanoi
féllust á þessa áætlun, en hún
varð síðar þungamiðja friðar:
samkomulagsins frá 1973 í París. í
þessari áætlun var meðal annars
gert ráð fyrir samsteypustjórn í
hinu sameinaða Víetnam, frjáls-
um, lýðræðislegum kosningum, og
að engin erlend íhlutun í stjórnar-
aðgerðir yrði þoluð.
Sovétríkjunum, reyndust alveg
ófærir um að gera það á réttan og
skynsamlegan hátt að sögn Tang.
„Lífskjör manna í Suður-
Víetnam. hafa aldrei verið eins
slæm og þau eru núna, “ segir
Tang. „Kommúnistaflokkurinn í
Hanoi hefur selt völdin í Suður-
Víetnam í hendur fámennri skrif-
finnaklíku, gjörspilltri og fákunn-
andi og einnig hinum hrotta-
fengnu liðssveitum öryggislög-
reglunnar. Sú kúgun sem nú á sér
stað í Víetnam, er langtum harð-
ari og víðtækari en í stjórnartíð
Nguyen Van Thieu forseta (þ.e. á
árunum 1967—1975); og svo er
heldur næstum því ekkert matar-
kyns að fá. Hanoi-stjórnin kennir
Bandaríkjamönnum og Kínverjum
um þessi vandamál, en hin raun-
verulega ástæða þeirra er stjórnin
sjálf.
„Til dæmis hefur hin víðtæka og
kerfisbundna eyðilegging Banda-
ríkjamanna á gróðri í Víetnam á
styrjaldarárunum verið stórlega
ýkt og orðum aukin, til þess að
kommúnistar geti þannig þvegið
hendur sínar af því skelfilega
ástandi sem núna ríkir í víet-
nömskum landbúnaði. Hin raun-
verulega orsök þessa er hins vegar
sú, að víetnamskir bændur hafa
tekið upp andspyrnu og mótmæli
ing er litið sem hlutagreiðslu á
skuldum Víetnam við Sovétríkin,"
segir Tang. Hann álítur að flestir
þessara þræla hafi verið sóttir í
pólitískar „endurhæfingarbúðir"
kommúnista eða í hin fjölmörgu
fangelsi, sem hýsa pólitíska fanga
í Víetnam.
ingarfrömuð í grimmilegri borg-
arastyrjöld.
Samt var það þessi fransk-
menntaði sykuriðn-tæknifræðing-
ur, kominn af einni virðulegustu
ættinni í Suður-Víetnam, sem var
einn hinna 60 þjóðernissinna, er
stofnuðu þjóðfrelsis-baráttusveit-
irnar Viet Cong á plantekru einni
nálægt Bein Hoa í desembermán-
uði árið 1960. Þegar upp komst um
byltingarstarfsemi hans, var hon-
um varpað í fangelsi af ríkisstjórn
Suður-Víetnam, en síðar fram-
seldur til Viet Cong árið 1968 í
skiptum fyrir þrjá bandaríska
undirforingja.
Hann gerðist einn af forystu-
mönnum Viet Cong-skæruliðanna
í frumskóginum. Meðan á stríðinu
stóð, segir hann, að herflokkur
sinn „hafi venjulega verið í um 300
metra fjarlægð frá bandaríska
herliðinu og fylgst náið með öllum
þeirra hreyfingum". Hann bætir
við: „Jafnvel bandarísku þyrlurn-
ar, sem flugu rétt fyrir ofan trjá-
toppana fundu aldrei verustaði
okkar. Oftast höfðum við um það
bil fimm klukkustunda forskot,
þegar bandarísku B-52 sprengju-
flugvélarnar ætluðu að gera árás.
Eftir sprengjuárásirnar mundi
bandaríska leyniþjónusta hersins
Fólk í Malasíu
hjálpar aldraöri
flóttakonu
frá Víetnam
á land
Gripdeildir
norðan-kommúnista
Tang rifjar það upp, hvernig
pólitískir útsendarar norður-
víetnamska kommúnistaflokksins
þyrptust við stríðslok til Suður-
Víetnam í kjölfar hinna sigursælu
hersveita. Þessir norður-víet-
nömsku kommúnista-kumpánar
börðust innbyrðis um að fá kastað
eign sinni á beztu húsin, arðvæn-
legustu plantekrurnar eða þá
sjaldgæfustu munaðarvörurnar á
svarta markaðnum; stundum kom
jafnvel til skotbardaga milli þess-
ara manna. A meðan rænt var og
ruplað, yfirgáfu þúsundir flótta-
manna landið. Efnahags- og at-
vinnulífið í landinu fór fljótlega í
kaldakol, einkum sökum þess, að
norður-víetnamskir flokksbrodd-
ar, sem skipuleggja áttu iðn-
framleiðsluna samkvæmt þeirri
þjálfun, sem þeir höfðu hlotið í
gegn Hanoi-stjórnarfarinu með
því að halda mjög að sér höndum
við framleiðslustörfin." Að sögn
Truong Nhu Tang neituðu bændur
harðlega að gerast aðilar að ríkis-
reknum samyrkjubúum að sov-
ézkri fyrirmynd, vegna þeirra
óréttlátu lúsarlauna, sem þeir
áttu að fá í sinn hlut fyrir erfið-
isvinnu sína, og eins vegna þess
hvernig farið hafði verið á bak við
vétnamska bændur, með því að
kommúnistar í fyrstu höfðu sam-
þykkt að bændur skyldu fá eign-
arrétt á jörðum sínum en svo svik-
ið öll þau loforð.
„Mikill hluti af þeim hrísgrjón-
um, sem ræktuð eru í Víetnam,"
segir Tang, „er fluttur út til Sovét-
rikjanna eða látinn ganga til hers-
ins til þess að hann geti haldið
áfram að heyja hinar óvinsælu
styrjaldir í Kampútseu og Laos.
Eins og málin standa núna eru
íbúar Víetnam hafðir í svelti.
Hanoi-stjórnin sveik okkur“,
segir Tang, „því að þeir hleyptu
Rússum samstundis inn í Suður-
Víetnam, og núna eru þeir bók-
staflega út um allt land. Ríkis-
stjórn Víetnam samþykkti nýlega
að flytja út 500.000 manna víet-
namskt vinnulið til þrælkunar-
vinnu í Síberíu; á þennan útflutn-
Hlutskipti hinna
„frelsuðu“ Suður-
Víetnama: eignasvipt-
ing, ánauð og svik
Tang var það fullljóst, að þau
völd og áhrif, sem hann á sínum
tíma hafði sem dómsmálaráð-
herra í byltingarstjórn suður-
víetnamskra kommúnista voru í
reynd meira í orði en á borði og
ekkert til að byggja á. Hann hafði
safnað að embætti sínu ýmsum
starfsmönnum, sem höfðu sér-
þekkingu á sviði víetnamskra laga
og réttarhefða, en þeir, sem ekki
fundu náð fyrir hinum rauðu póli-
tísku augum norður-víetnamskra
kommúnista, voru sendir í „endur-
hæf i ngarbúði rnar“.
Sú stefna kommúnista að smala
fólki í pólitískar „endurhæf-
ingarbúðir" jók mjög á andúð Tru-
ong Nhu Tang. Skömmu eftir að
Suður-Víetnam hafði verið „frels-
að“, ráðlagði hann bróður sínum,
sem verið hafði læknir í stjórn-
arher Suður-Víetnam, að gefa sig
fram við hina nýju kommúnísku
stjórnendur og taka á sig það, sem
embættismenn Hanoi-stjórnar-
innar höfðu hátíðlega lofað að yrði
aðeins tíu daga dvöl til endurhæf-
ingar í pólitískum viðhorfum. Eft-
ir að einn mánuður var liðinn, án
þess að bróðir hans sneri aftur úr
búðunum, kom Tang að máli við
háttsetta embættismenn komm-
únistastjórnarinnar og spurðist
fyrir, hvers vegna engum hefði
ennþá verið sleppt aftur úr búðun-
um. Hann segist muna, að hann
hafi sagt við þá: „Þetta brýtur í
bága við loforð okkar um fullar
sættir með mönnum innan þjóðar-
innar, sem við gáfum fólkinu.
Núna er valdastaða okkar sterk,
við höfum öll völdin í okkar hönd-
um. Af hverju þurfum við þá að
koma fram við fólkið eins og út-
lendir landvinningamenn?" Hann
ber, að þeir hafi ekki svarað sér
neinu.
Tang minnist þess, hve vonsvik-
inn almenningur var. „Fólk var að
stanza mig á götunni og krefja
mig sagna um, hvað ég væri að
gera í málum vina þess og ætt-
ingja, sem höfðu verið sviptir
eignum sínum, væru að hverfa í
„endurhæfingarbúðirnar" eða
væru neyddir til þess að flytjast
til „nýrra efnahags-þróunar
svæða“. Ég fann, hversu hjálpar-
vana ég var, því ég gat ekkert að
gert.“
Tang sagði af sér embætti
dómsmálaráðherra í mótmæla-
skyni. Kommúnistastjórnin hafi
til þess að láta líta svo út sem allt
væri með felldu, að sögn Tang —
fengið honum nýtt aðsetur á fal-
legu stórbýli, þekktu fyrir gróður-
sæld sína og frjósama, vel rækt-
aða jörð. Þarna hafi hann haft allt
til alls í þægindum, einnig þjón-
ustulið og verði, og honum hafi
verið boðin staða upp á punt sem
aðstoðar-matvælaráðherra.
Hann segist ekki hafa getað un-
að þessari málamiðlun til lengdar,
og eitt stormasamt rigningarkvöld
í ágúst 1979 slóust þau Truong
Nhu Tang og kona hans í hóp sex-
tíu og tveggja annarra Víetnama
um borð í bát, sem lagði frá landi
á vit storma og ölduróts, slapp
fram hjá strandgæzluskipum víet-
namska sjóhersins og lánaðist að
komast hjá árásum blóðþyrstra
sjóræningja. Viku eftir brottför-
ina frá Víetnam bar hina sæbörðu
SJA NÆSTU SÍÐU