Morgunblaðið - 09.03.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.03.1983, Qupperneq 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 Ekki þarf að hafa mörg orð um þá staðreynd, að við miðum varnir okkar ekki við það, að þær stand- ist árás verulegs hluta heiidarher- afla annarrar hvorrar valdablokk- arinnar. Við teljum það ekki nauð- synlegt. Herafli hernaðarbanda- laganna er samtvinnaður. Aðeins litlu broti hans yrði beitt gegn Skandinavíu. Auk þess takmarka landfræðilegar aðstæður og sam- göngur það sóknarafl sem and- stæðingurinn getur beitt gegn okkur. Landslag og veðurfar er einnig í hag þeim sem verst. Varnir hljóta auðvitað að taka mið af þeirri árás sem við er búist. Erfitt er að komast að öruggri niðurstöðu í því efni. Báðir aðilar ráða yfir kjarnorkuvopnum og miklu magni þeirra. Ekki er unnt að útiloka kjarnorkustríð. Stór- veldin gera sér glögga grein fyrir því hve hörmulegar afleiðingar slíkt stríð mundi hafa og hve erf- itt yrði að hafa taumhald á gangi styrjaldar eftir að til kjarnorku- vopna hefði verið gripið, þótt í litl- um mæli væri. Þetta hlýtur að halda mjög aftur af ráðamönnum stórveldanna þegar þeir íhuga hvort grípa eigi til kjarnorku- vopna eða ekki. Kjarnorkuátök í orðum mínum felst ekki, að við útilokum beitingu kjarnorku- meðal annars rekja það, að sænska þingið ákvað 1982 að auka fjárframlög til almannavarna. Svíar leggja mikla áherslu á alla þætti allsherjarvarna, það er að segja varna sem byggjast í senn á hervörnum og almanna- vörnum. Við gerum okkur til dæmis góða grein fyrir hættunni af hagstyrjöld, sem fælist til dæmis í því að hafnir okkar lokuð- ust og við gætum ekki flutt inn nauðsynjavörur á hættu- eða stríðstímum. Af kostgæfni er hug- að að hagvörnum. Til dæmis er lagt kapp á að nægar birgðir séu í landinu, svo að við gætum komist af án innflutts varnings. Birgða- söfnun á friðartímum er forsenda skynsamlegra hagvarna. Skipan heraflans Svíar leggja höfuðkapp á að vera sjálfum sér nógir við fram- leiðslu á hergögnum. Um 80% hergagna okkar eru framleidd í Svíþjóð. Þetta hefur einnig þann kost að vopnabúnaðurinn er snið- inn eftir sænskum aðstæðum: veð- urfari, landslagi, bardagaaðfe- rðum og mannafla. Við verðum að taka mið af því hve stór hluti sænska heraflans gegnir her- skyldu, bæði foringjar og óbreytt- ir hermenn. f Sænsk herþyrla af Vertol-gerð. Á hlið hennar eni djúpsprengjur sem notaðar eru gegn kafbátum. Sænskir fótgönguliðar; að baki þeirra er landgönguprammi sem notaður er til að flytja liðsafla til eyja í skerjagarðinum. vopna. Við framkvæmd öryggis- málastefnu okkar leggjum við mikla áherslu á að draga sem mest úr þeirri vá sem af kjarn- orkuátökum myndi leiða. Svíar eru þeirrar skoðunar að það sé mjög brýnt að takmarka kjarn- orkuvopn og fylgja fram gagn- kvæmri afvopnun, einkum á sviði kjarnorkuvopna. Við erum þeirrar skoðunar að stríð í Evrópu muni að líkindum verða háð með venjulegum vopn- um, að minnsta kosti byrja þann- ig. Yrði síðan gripið til kjarnorku- vopna er mjög líklegt að átökin magnist mjög hratt. Vafalaust ræður úrslitum hve hart helstu andstæðingarnir takast á. Takist Svíum að halda sér utan bardaganna sem háðir eru með venjulegum vopnum minnka lík- urnar á því að þeir dragist inn í kjarnorkuátökin sem reiknað er með að standi yfir í stuttan tíma. Með venjulegum varnarviðbúnaði gætum við því kannski forðað okkur frá þvi að lenda í kjarn- orkustríði, ef til þess kæmi þrátt fyrir allt sem heldur aftur af mönnum. Helsta markmið allsherjar- varna Svíþjóðar er að geta staðist árás sem gerð er með venjulegum vopnum. En auk þess eiga alls- herjarvarnirnar að veita það skjól, að yrði á okkur ráðist með fáum kjarnorkusprengjum — eða okkur hótað með slíkri árás — neyddumst við ekki til að gefast upp. Einnig höfum við búið þannig um hnúta að við höfum hæfilega vernd gegn afleiðingum kjarn- orkuárásar á staði utan landa- mæra okkar. Við verðum einnig að vera í stakk búnir til að verja okkur gegn árás með annars konar vopnum sem ekki teljast venjuleg, eins og efnavopnum. Til þessara viðhorfa við skipu- lag sænskra allsherjarvarna má Skipan herafla okkar er sér- sænsk bæði að því er varðar vopn, tæki, bardagaaðferðir og skipulag. Stórveldin sníða hersveitir sínar að verulegu leyti eftir aðstæðum í Mið-Evrópu. Þess vegna kæmu þær ekki að fullum notum á Norð- urlöndum. Við getum á hinn bóg- inn sérhæft okkur í hernaði við norrænar aðstæður, sem gerir varnarmátt okkar meiri en ella. Vegna þess að við viljum að vopn okkar henti sem best sænsk- um aðstæðum og viljum auk þess ekki vera háðir neinum öðrum við vopnakaup höfum við lagt gífur- lega fjármuni í vopnaframleiðslu í Svíþjóð, svo að við getum fram- leitt okkar eigin vopnakerfi s.s. orrustuþotur, bryndreka, eld- flaugar o.fl. Við teljum að með því að setja okkur þetta mark og leggja fram svo mikið fé sýnum við öðrum þjóðum heims, að við erum staðráðnir í að geta varið land okkar ef nauðsyn krefst. Ég tel að með þessu aukum við lík- urnar á því að okkur takist að vera hlutlausir í Evrópustríði. Enn eitt dæmið um staðfastan vilja okkar til að verja land okkar er herskyldukerfið sem nú nýtur almenns pólitísks stuðnings. Kerf- ið gerir okkur fært að kalla marg- ar þjálfaðar sveitir til vopna. Um það bil 800 þúsund landhermenn, sjóliðar og flugmenn mynda her- afla okkar á stríðstímum. Allur þessi liðsafli er nauðsynlegur til að verja víðáttumikið yfirráða- svæði okkar, sem er stórt í hlut- falli við þéttleika byggðar, og varnirnar miðast við það að geta mætt árás hvaðan sem hún er gerð. Unnt er að kalla alla her- mennina til vopna á fáeinum dög- um. Fjöldi þeirra sem herskyldu gegna er hlutfallslega mestur í landhernum, atvinnuherrnenn eru fleiri í flotanum og flughernum. Stafar þetta einkum af því að vopnabúnaður flotans og flughers- ins er flóknari en hjá landhernum og krefst því lengri og samfelldrar þjálfunar. En flotinn og flugher- inn eru einnig viðbragðsfljótari fyrir bragðið, einnig á friðartím- um, eins og nauðsynlegt er vegna legu Svíþjóðar. Enginn fastaher er í landhern- um. Fljótvirkt herkvaðningarkerfi er mikilvægur þáttur í sænskum vörnum. Víðs vegar um landið eru þúsundir vopnabúra og tækja og það tekur því stuttan tíma að kalla menn til vopna. Sveitir land- hersins eru ekki allar eins. í Norður-Svíþjóð eru þær þjálfaðar og búnar tækjum til að berjast í fjöllum og skógum í kulda og snjó. f Suður-Svíþjóð eru vélaherdeildir og fótgönguliðar tilbúnar til að berjast á flatlendi. Herskip eru smíðuð með það fyrir augum, að þau geti athafnað sig í og utan við skerjagarðinn. í fjallabyrgjum við ströndina eru stórskotaliðssveitir. Um 400 flugvélar eru í sænska flughernum, og eru þær næstum allar smíðaðar í Svíþjóð. Á stríðstímum getur flugherinn ekki einungis athafnað sig frá stöðvum sínum heldur einnig á fjölmörgum vegaköflum, sem á friðartímum eru hluti þjóðvegakerfisins. Af þessum sökum er flugherinn sveigjanlegri en ella og ekki eins skeinuhætt. Ásókn á friðartímum Nauðsyn þess að efla viðbragðs- flýti herja okkar hefur aukist til muna og tekur það einnig til frið- artíma. Okkur hefur orðið þetta ljóst meðal annars vegna þess að brotum á fullveldisrétti okkar yfir sænsku landi hefur fjölgað undan- farin ár. Víðtækar heræfingar og eftirlitsferðir á vegum Varsjár- bandalagsins og NATO, einkum á og yfir hafinu undan ströndum Svíþjóðar, auka hættuna á því að land- og lofthelgi Svíþjóðar sé rof- in. Við teljum að í mörgum tilvik- um sé það fyrir tilviljun að erlend- ir aðilar rjúfi friðhelgi sænskra landamæra. En hvort sem um til- viljun eða ásetning er að ræða verðum við að bregðast við í hvert sinn sem brot er framið. Við leggj- um þunga áherslu á að sýna öðr- um þjóðum fram á, að við séum færir um að gæta friðhelgi sænsks yfirráðasvæðis. Til þess hefur þó komið síðustu ár, að erlendir kafbátar sækja inn í landhelgi okkar, þau brot hljóta að vera framin af ásetningi. Skýr- asta dæmið um að kafbátur hafi siglt óboðinn inn í sænska lögsögu er strandið í skerjagarðinum við Karlskrona haustið 1981. Atburð- irnir sem gerðust síðar, 1982, sýna ótvírætt að enn á ný var brotið gegn okkur af ásetningi. Ekki hefur reynst unnt að skýra með afdráttarlausum hætti hver er tilgangurinn með þessum að- gerðum hinna erlendu aðila. Njósnir í víðasta skilningi hljóta að koma til álita og ekki er unnt að útiloka að jafnvel annað hafi vakað fyrir hinum óboðnu aðilum. Við gripum til víðtækra ráðstaf- ana gegn þessum aðgerðum. Bæði sænska ríkisstjórnin og herstjórn- in eru staðráðnar í að neyða þessi aðskotaskip upp á yfirborðið og að stöðva þessar ögranir. Olof Palme, forsætisráðherra, sagði í október 1982, að erlendir kafbátar yrðu að búa sig undir að við kynnum að nota vopn í því skyni að sökkva bátunum. Gefið hefur verið í skyn, að sænsk yfirvöld hafi vísvitandi leyft kafbáti að komast undan. Þetta er alrangt. Menn verða að hafa í huga, að frá tæknilegu sjónarmiði er mjög erfitt að veiða kafbát, einkum í Eystrasalti, þar sem aðstæður í sjónum eru sérstaklega erfiðar í sænska skerjagarðinum og á frið- artímum, þegar til dæmis verður að leggja ríka áherslu á öryggi skipa okkar og manna. Ég veit ekki til þess, að herafla nokkurs lands hafi tekist að neyða kafbát erlends ríkis upp á yfirborðið á friðartímum. Við erum nú að rannsaka síð- ustu atburði gaumgæfilega og kanna hvernig við getum eflt var- nir okkar í tilvikum sem þessum. Víðtækar aðgerðir eru í undirbún- ingi. Öryggi Norðurlanda Varnarstefna Svía miðar eink- um að því að tryggja frið í Svíþjóð. Við getum því aðeins staðið utan hernaðarátaka, að við séum færir um að sýna árásaraðila að hann muni ekki hafa neitt upp úr því að ráðast á okkur. Við erum einnig þeirrar skoðun- ar, að hæfilega öflugar allsherjar- varnir í Svíþjóð geti stuðlað að stöðugleika á Norðurlöndunum öllum. Hvorug stórveldablokkin þarf að óttast, að andstæðingur- inn geti auðveldlega náð sænsku landsvæði á sitt vald og þar með breytt öryggismynstrinu á Norð- urlöndum sér í hag. Enginn ætti heldur að álíta, að unnt sé að ljúka hernaði gegn okkur með auðveld- um hætti og á stuttum tíma. Inn- an ramma þeirrar öryggisstefnu sem við fyigjum — að vera utan bandalaga á friðartímum í þv{ skyni að vera hlutlausir á stríðs- tímum — geta varnir okkar einnig stuðlað að friði í löndunum um- hverfis okkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.