Morgunblaðið - 09.03.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983
35
..Byggjum eftir
efnum og ástæðum
— ætlum ekki að
kollkeyra okkur“
- segja Sigurjón Ingólfsson og Sigurrós Sverris-
dóttir, sem eru að byggja við Foldarhraun
Sigurjón Ingólfsson og Sigur-
rós Sverrisdóttir í Vestmanna-
eyjum eiga fjögurra herbergja
íbúð í fjtílbýlishúsi við Folda-
hraun. Sigurjón starfar sem
skrifstofustjóri hjá Rafveitu
Vestmannaeyja og Sigurrós
starfar í Útvegsbankanum í Eyj-
um. Þau eiga tvtí börn. Og nú
ætla þau að stækka við sig og
eru byrjuð á byggingu liðlega
230 m2 einbýlishúss við Smára-
götu á einni og hálfri hæð með
bflskúr.
Sigurjón og Sigurrós tilheyra
því unga fólki sem þrátt fyrir allt
hefur trú á framtíðinni og telur
því ekki eftir sér að hella sér út í
byggingarframkvæmdir með allri
þeirri vinnu og öllum þeim fórnum
sem slíkri framtakssemi fylgja. Er
þetta mögulegt? Hvernig þá? Þarf
ekki töluverða bjartsýni til þess að
ráðast í svona byggingarfram-
kvæmdir við ríkjandi ástand í
þjóðfélagi okkar? Þessar og fleiri
spurningar komu upp þegar tíð-
indamaður Morgunblaðsins hitti
Sigurjón Ingólfsson að máli nú
nýlega.
„Þegar við hjónin komum úr
skóla réðumst við í það að kaupa
okkur íbúð í Verkamannabústöð-
um, það var þægilegt að eignast
slíkar íbúðir og þetta hentaði
okkur vel þá, heldur félítil eftir
skólagönguna. Við höfðum ekki
hugsað okkur að búa í þessari íbúð
til frambúðar heldur komast yfir
eigið hús síðar meir. Við höfum
síðan verið að leita eftir kaupum á
húsi en það er hálfgert happdrætti
að fá hús sem manni líkar. Eftir
nokkra leit ákváðum við síðan að
ráðast frekar í að byggja hús snið-
ið eftir okkar þörfum og hug-
myndum.
Miðað við þær spár sem maður
hefur heyrt um efnahagsástandið
skal ég viðurkenna að það er erfitt
að vera bjartsýnn en það hefur svo
sem áður verið talað um slæmt
ástand hjá okkur Islendingum en
samt hefur fólk haldið áfram að
byggja og dæmið gengið upp hjá
flestum. Við erum ekki langt kom-
in, svona rétt upp úr jörðinni og
því ekki farin að horfast í augu við
stærstu kostnaðarhliðina, þetta á
eftir að verða þyngri róður þegar
frammí sækir, við gerum okkur
ljósa grein fyrir því. Við höfum
ákveðið það að taka þetta frekar
MorgunblaSið/Sigurgeir.
Sigurjón og Sígurrós við sökklana að húsi sínu og framtíðarheimili.
rólega, sníða okkur stakk eftir
vexti. Menn verða að gera ein-
hverjar skammtímaáætlanir og
vinna eftir þeim, það er erfiðara
að gera áætlanir langt fram i tím-
ann eins og ástatt er.,
Við eigum reyndar íbúð sem
stendur fyrir sínu og andvirði
hennar rennur í nýja húsið þegar
að því kemur að selja hana. Við
erum bæði í góðum stöðum og ætl-
um að nota eigið fé að mestu til
þess að gera húsið fokhelt. Síðan
munum við grípa til þeirra lána-
möguleika sem fyrir hendi eru.
Við vitum alveg hvernig kjörin eru
á lánamarkaðnum og munum
reyna að taka eins lítið af lánum
og við mögulega getum því pen-
ingarnir eru dýrir í því verðbólgu-
báli sem hér snarkar. Annars ligg-
ur okkur ekkert á, við eigum okkar
íbúð og byggjum því eftir efnum
og ástæðum, ætlum ekki að koll-
keyrajjkkur á þessu.
Annars verð ég að segja það, að
mér finnst það ekki réttlátt að
svona fasteign, sem mun ekki bara
nýtast okkur heldur einnig okkar
afkomendum, borgist upp á til
þess að gera fáum árum eins og
núgildandi lánakerfi býður upp á.
Þá vil ég geta þess að húsbyggj-
endur hér í Vestmannaeyjum
þurfa ekki að byrja á því að snara
fram stórum fúlgum í kaup á lóð-
um og til greiðslu gatnagerðar-
gjalda eins og sumstaðar er. Það
er frumskilyrði þess að yngra fólk
geti ráðið við svona framkvæmdir
að bæði leggi hart að sér og eigi
góða að, sem eru tilbúnir að rétta
þeim hjálparhönd. Við erum
kannski ekki komin það langt að
við séum farin að rekast á þær
hindranir sem kunna að vera í
veginum en það er um að gera að
ætia sér ekki um of. Þá er betra að
gefa sér aðeins lengri tíma til að
koma húsinu upp.“
hkj.
LJÓSRITUNARVÉLAR
★ SF 750 ★ Sú smæsta á markaðinum
Skilar út 10 stórkostlegum
Ijósritum á mínútu — á hvaða
pappír sem er — allt frá
fínasta bréfsefni uppi í karton
Gerð fyrir ca 8000 eintaka
notkun per. mán.
SF-750
Með vélinni kaupir þú fría
þjónustu fyrstu 8000
eintökin.
Verð aðeins
kr. 58.640
Gjaldfrí |
þjónusta
fyrstu
10.000 eintökin
★ SF 780 ir með smækkun
í megindráttum sama vélin og SF 771
auk þess er þessi vél búin tveimur
smækkunarlinsum,
í hlutföllunum 1:07 og 1:08
Verð: 106.920-
★ SF771
Tekur 15 eintök þr. mínútu á
allan pappír m.a. glærur— karton —
lögg. skjalapappír.
Gerð fyrir 10.000 eintaka notkun
á mánuði.
Verð kr. 89.300,-
Gjaldfrí þjónusta
fyrstu 10.000
eintökin.
i'&Tr'
j Auk hinna alkunnu góðu
| kjara, sem við bjóðum á
g SHARP-ljósritunarvélunum bjóðum
I við samning um viðhald vélanna.
>Það eina sem þú þarft að
gera er að hringja og panta viðgerð,
og síðan greiðir þú eftir teljara
sem er innbyggður í vélarnar.
I þessu felst verulegur sparnaður,
k þar sem þú greiðir fast gjald á eintak, y
\ en ekki fullan reikning. +
ULLLU^- ----
HUÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI ÍJY5R.fJ2S?TU 103
SIMI 25999
Gjaldfrí
þjónusta
fyrstu 20.000
eintökin
★ SF 820 með smækkun
Skilar út 24 eintökum á mínútu.
2 kassettur, sem skipt er á milli
með einum rofa.
Gerð fyrir 20000 eint. og yfir
Verð 142.800-