Morgunblaðið - 09.03.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 09.03.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 39 Þjónustuhöfnum Eimskips hefur fjölgað undanfarið UM ÁRABIL hefur Eimskip rekið þjónustuhafnir í samvinnu við um- boðsmenn sína í Bretlandi. Hér er um að ræða vörumóttökustöðvar, þar sem umboðsmenn taka á móti vöru, aðstoða viðskiptamenn við að fylla út öll farmskjöl og tryggja þannig sem einfaidasta flutninga- þjónustu. Þessar hafnir þjóna ekki cingöngu innflytjendum, því ís- lenskir útflytjendur eiga með þessu móti kost á að koma vöru sinni sem næst viðskiptavinum sínum á sem lægstum tilkostnaði. Fjórar þjónustuhafnir eru nú í rekstri í Bretlandi; í London, Birmingham, Leeds og Hull. Þær eru í tengslum við vikulegar ferðir frá Felixstowe, en auk þess hafa skip félagsins komið við í Weston Point hálfsmánaðarlega. Þessar upplýsingar koma fram í síðasta fréttabréfi Eim- skips. Þar segir ennfremur: Viðskiptavinum Eimskips er nú boðið upp á vikulega flutn- inga frá þjónustuhöfnum félags- ins í Dublin og Belfast á frlandi. Vikulegar ferðir eru auk þess frá Helsinki í Finnlandi. Á síð- astliðnu hausti var opnuð ný þjónustuhöfn í Mílanó á Ítalíu. Viðskiptamenn Eimskips geta tekið á móti vöru þar, eða afhent hana, og er hún síðan sett í gáma og flutt til íslands um Rotterdam. Þar var nýlega opnuð markaðsskrifstofa Eim- skips, þar sem viðskipta- mönnum er veitt ráðgjöf um flutninga á meginlandinu. Starfsmenn skrifstofunnar þar eru auk þess að kanna hinar ýmsu leiðir, sem til greina koma til lækkunar á heildarflutn- ingskostnaði. I öllum þessum þjónustuhöfn- um er um að ræða vikulega flutninga og flutningstími til Is- lands er um það bil 10 dagar. Flutningar þessir eru ekki ein- göngu bundnir við gámavöru, heldur er hér um að ræða al- hliða flutningaþjónustu á stykkjavöru. gildi ríkisframlaga ÞETTA línurit um breytingar á raungildi ríkisframlaga til nokkurra mála- flokka samkvæmt fjárlögum hvers ár, er aó finna í skýrslu fjármálaráðherra um ríkisfjármála á árinu 1982. Eins og sjá má hefur heldur hallað undan fæti hjá fjárfestingarlánasjóðunum, en Byggingarsjóður verkamanna hefur tekið kipp upp á við. Hagnaður ASEA jókst um 53% á síðasta ári Sala fyrirtækisins jókst um 34,6% og verðmæti pantana um 56,5% TAISMAÐUR ASEA, sænska stór- fyrirtækisins, sagði nýlega á blaða- mannafundi, að hagnaður fyrirtækis- ins fyrir skatta hefði verið um 53% meiri á síðasta ári en hann var á árinu 1981, en hann væri liðlega 1,3 milljarðar sænskra króna. Hagnaður fyrirtækisins á hlut er nú um 1,35 dollarar, en var til samanburðar um 1,08 dollarar á árinu 1981. Sala fyrirtækisins var 3,5 millj- arðar dollara á síðasta ári borið saman við 2,6 milljarða dollara á árinu 1981. Aukningin milli ára er því liðlega 34,6%. Pantanir fyrir- tækisins frá viðskiptamönnum á árinu 1982 voru að verðmæti um 3,6 milljarðar dollara, borið sam- an við 2,3 milljarða dollara á ár- inu 1981. Aukningin milli ára er því liðlega 56,5%. Gausdal 1983, 3. pistill Blómaskeið byrjunar Ef þú, lesandi góður, vilt finna skák með kóngsbragði þá ættir þú að leita í gömlum bókum, sem hafa að geyma skákir frá liðnum öldum. Blómaskeið kóngsbragðs- ins er nefnilega löngu liðið. Hins vegar eru aðrar byrjanir komnar á vinsældalistann í staðinn. Sem dæmi má nefna Semi-Tarrasch, sem Karl Þorsteins bregður fyrir sig í skákinni hér á eftir. Hvítt: Daniel King Svart: Karl Þorsteins Semi-Tarrasch 1. c4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. g3 — c5, 4. Bg2 — Rc6, 5. 0-0 — Be7, 6. d4 — d5, 7. cxd5 — Rxd5. Eftir 7. — exd5 er fram komin Tarr- asch-vörn. Á undanförnum árum hefur svörtum reynst betur að drepa með riddara á d5 en peði hvernig sem á því stendur. Vin- sældir Semi-Tarrasch hafa því aukist um allan helming og virð- ast ekki í rénun. Byrjunin er í tísku. 8. Rc3 — 0-0, 9. Rxd5 — exd5, 10. dxc5 — Bxc5. Svartur hefur stakt peð á d5, en í staðinn verða brátt allir menn hans virkir. 11. Bf4? Leikið án markmiðs. Rökrétt var 11. b3 ásamt 12. Bb2. 11. — Bf5,12. Hcl — Bb6, 13. Rel — Be4, 14. Rd3 — De7,15. a3 — Hfe8,16. Hel — a5. Svartur hindrar hvítan í að stækka yfirráðasvæði sitt með 17. b4. 17. Db3 — Ba7, 18. Dc3 — Rd4, 19. Be5 — Rc6, 20. Bf4 — Bd4. Karl hefur mjög þægilega stöðu, og því freistar hans ekki að þráleika. 21. Dd2 — h6, 22. h4 Skák Guðmundur Sigurjónsson — f6! Nú vofir 23. — Bxg2, 24. Kxg2 — g5 yfir. 23. h5 — Bb6, 24. Be3 — d4, 25. Bf4. Hvítur veit ekki sitt rjúkandi ráð, en svartur bætir hins vegar stöðu sína með hverjum leik. 25. — Bxg2, 26. Kxg2 — Df7, 27. Hhl - Dd5+, 28.f3 — He7, 29. g4 — Hae8. Svartur er kominn með yfir- burðatafl. 30. Hc2 — a4! Rýmir a5-reitinn. 31. Bg3 — Db3, 32. Hfl — Ra5. Góður leikur, en tæplega var hægt að gagnrýna 32. — Dxc2, 33. Dxc2 — Hxe2+. 33. Rcl — De6, 34. Dd3 — Rb3, 35. Rxb3 — Dxb3, 36. Kf2? Lengri mótspyrnu veitti 36. Hf2 — He3, 37. Dxb3 — Hxb3 (hótun 38. — d3), 38. Hfl - Hbe3, 39. Hf2 - He3-e6 (hótun 40. — d3), og veik- leikinn á e2 verður hvítum að aldurtila. 8 H 7 jp + H ± 6 m m * ± 5 m £ 4 m m tiiit 3 4* #■ £ A 2 48 4® 1 Íp 'M,; s abcdefgh 36. — Dcx2! Þar féll hrókur í val- inn og King gafst því upp. En hver er þessi Daniel King kann einhver að spyrja? Því er til að svara, að þessi alþjóðlegi meist- ari er einn af efnilegustu skák- mönnum Englands, og hann varð t.d. fimmti á Evrópumeistara- móti unglinga í Groningen um síðustu áramót. Skákmótinu í Gausdal lauk þannig, að Kudrin, Margeir og de Firmian urðu allir jafnir og efstir með sex vinninga af níu mögulegum. Margeir tefldi vel og er skák hans við Wedberg gott dæmi um það. Hálfum vinn- ingi neðar kemur höfundur þessa pistils ásamt Ögaard, Karlsson, Wedberg, Ornstein, Binham og King. Karl Þorsteins fékk fjóra og hálfan vinning og áfanga að FIDE-meistaratitli í kaupbæti, en Sævar Bjarnason þrjá og hálfan vinning. Þetta var tuttugasta og þriðja alþjóðlega skákmótið í Gausdal. Arnold Eikrem hafði allan veg og vanda að því eins og fyrr og fórst honum allt vel úr hendi. Þetta var enn ein rósin í yfirfullt hnappagatið. Og hér með lýk ég þessum síðasta pistli frá Gaus- dal. Það besta Laila er vandaö leöursett bólstraö á níösterkar límtrésgrindur — dökkar eöa Ijósar. Leöur í háum gæöaklassa. 3ja sæta sófi lengd 185 cm. MUNDU AÐ KAUPA PAÐ BESTA. PAÐ B0RGAR SIG TIL LENGDAR. BÍSIIHNIBÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.