Morgunblaðið - 09.03.1983, Page 12

Morgunblaðið - 09.03.1983, Page 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 Hefur stjórnarskrárneftid lesið tillögur sínar? — eftir Benedikt Jóhannesson Fyrir nokkru voru lagðar fram hygmyndir og tillögur stjórn- arskrárnefndar um breytingar á stjómarskrá Islands. Ekki verður séð að sérstakar ástæður liggi til þess að gera þessar breytingar nú, nema ef vera skyldi hugmyndir sem komið hafa upp um að ein- stakir nefndarmenn hyggist reisa sér óbrotgjarnan minnisvarða. Að vísu virðist á kynningu á hug- myndum í fjölmiðlum helzt mega kenna þessa útgáfu af stjórn- arskránni við dr. Gunnar (G. Schram, starfsmann nefndarinn- ar), en samt væri slíkt álíka frá- leitt og að íslenzkukennari eignaði sér ritgerð, sem hann hefði leið- rétt fyrir nemanda sinn. Margar breytingar horfa til bóta þótt smávægilegar séu, en hinar vega þó þyngra, sem gefa verður betri gaum. Hortitti og rökleysur má víða sjá í tillögum nefndarinnar. Menn verða að athuga sinn gang afar vel, þegar hróflað er við svo mikilvægu skjali sem stjórn- arskráin er. Sízt af öllu má taka ákveðnar greinar sem sjálfsagðan hlut, jafnvel þótt forsætisráð- herra hafi slegið þeim þannig fram í áramótaávarpi sínu. Stjórnarskráin er grundvallarlög ríkisins og engan þátt hennar má samþykkja nema að vandlega yfir- lögðu ráði, þar með taldar greinar um kjördæmaskipan og fjölda þingmanna. Grundvallaratridi stjórnar- farsins eða Stalín hafði líka fyrirmyndar stjórnarskrá í fyrstu grein tillagna nefndar- innar segir að grundvallaratriði stjórnskipunar landsins séu lýð- ræði, þingræði og jafnrétti. Þetta eru falleg orð, en sem slík eru þau ekkert nema orðin tóm. Lýðræði hefur aldrei ríkt á íslandi nema sem fulltrúalýðræði, þ.e. fólk kýs sér stjórnendur öðru hvoru, en þeir eiga svo að stjórna sam- kvæmt eigin sannfæringu. Að vísu verður ekki annað séð en að marg- ir þiugmenn hafi brotið núverandi stjórnarskrá í atkvæðagreiðslu um hvalveiðibann með því að láta undan þrýstingi erlends valds, gegn eigin sannfæringu, en það er blettur sem hvorki verður af þeim né Alþingi máður. Seinna í tillög- um nefndarinnar er svo talað um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem ekki séu bindandi. Hvers konar lýðræði er verið að tala um hér? Á íslandi hefur frá fyrstu árum þessarar aldar ríkt þingræði í raun með örfáum undantekning- um. Ráðherrar hafa langflestir komið úr röðum þingmanna, þannig að þingmenn hafa haft bæði löggjafar- og framkvæmda- vald. En athyglisverðasta tillagan um breytingar á stjórnarskránni og raunar sú eina sem er annað og meira en stílfæring á núverandi stjórnarskrá, stefnir hins vegar í allt aðra átt. Þingflokkur Banda- lags jafnaðarmanna hefur lagt til að löggjafarvald og framkvæmda- vald séu aðskilin og forsætisráð- herra kosinn beinni kosningu. Hér er um verulega skerðingu á valdi þingsins að ræða og verður því alls ekki séð að þingræði i núverandi mynd sé svo sjálfgefið, að það beri að festa í stjórnarskrá. Þriðji hornsteinn stjórnarfars- ins er að sögn nefndarinnar jafn- rétti. Margir hafa þegar bent á það, að í öllum þeim hugmyndum sem komið hafa frá Alþingi um kosningarétt og kjördæmaskipan er gert ráð fyrir misvægi kosn- ingaréttar. Um réttmæti slíks verður ekki fjallað í þessari grein, en öll lög verða að vera sjálfum sér samkvæm. Það á auðvitað ekki síður við um stjórnarskrá en önn- ur lög, þannig að misvægi kosn- ingaréttar og greinin um jafnrétti eiga ekki heima í sömu stjórn- arskrá. Um Gunnarana tvo, bráða- birgðalög og fleira Fyrir nokkru var birt í Velvak- anda bréf frá K. nokkrum. Hélt K. þessi því þar fram að þeir Jónas Pétursson og Árni Helgason, góð- kunningjar Velvakanda, væru í raun og veru ekki annað en höf- undarnöfn Gunnars Thoroddsens. Ekki verður með góðu móti séð, hvers vegna K. vildi þannig ráðast að þessum ágætismönnum, en Velvakandi leysti hins vegar snariega úr öllum vafa um þessi mál með því að birta myndir af öllum þremur, Árna, Gunnari og Jónasi. Því rifja ég þetta upp, að þar til skýrsla stjórnarskrár- nefndar kom út hafði ég talið, að Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra væri einn og sami maður og Gunnar Thoroddsen formaður stjórnarskrárnefndar. Af lestri skýrslunnar sést þó að svo mun ekki vera, enda vandséð hvernig einn og sami maður gæti sinnt tveimur svo mikilvægum störfum samtímis þannig að nokkur mynd væri á. Sannast sagna virðist stjórnarskrárnefnd, og þá vænt- anlega líka formaður hennar, full fyrirlitningar á stjórnarháttum undanfarinna ára. Jafnvel er varla of djúpt í árinni tekið að segja að hún hafi „hleypt út hatri og heift" á athöfnum stjórnarinnar svo not- uð séu orð úr einu fjölmargra ágætisbréfa Árna frá Stykkis- hólmi. Má í því sambandi minna á að þegar tillögurnar voru lagðar fram þótti einum nefndarmanna tilhlýðilegt að rifja upp að stjórn- arskrá Stalíns hefði verið til mik- illar fyrirmyndar. Hverju barni er ljóst að ekki vakti fyrir þeim, er svo mælti, að likja forseta vorum við félaga Stalín, heldur skeytinu beint annað. Af einstökum atriðum ber að nefna að tímafrestur til þess að mynda ríkisstjórn skal í framtíð- inni vera 8 vikur. Hefðu þessar reglur gilt árin 1979—1980 hefði núverandi ríkisstjórn aldrei verið mynduð. Frá síðari kjördegi 3. des. 1979 og þar til Gunnar Thorodd- sen myndaði stjórn sína þann 8. febr. 1980 liðu 66 dagar eða um það bil 9Vi vika. Stjórnarskrár- nefnd virðist því með tillögu sinni vera að benda á, að utanþings- stjórn hefði þó orðið skárri en sú, er þá tók við stólum. Að vísu segir í tillögugreininni ekki berum orð- um að forseta beri að skipa ríkis- stjórn heldur segir hún orðrétt: „Hafi viðræður um stjórnarmynd- un skv. 2. mgr. ekki leitt til mynd- unar nýrrar ríkisstjórnar innan 8 vikna, er forseta heimilt að skipa ríkisstjórn." Hér er að vísu nokkr- ar rúnir að ráða, því greinin segir ekki frá hverju þessar 8 vikur eru taldar. Sá skilningur að það sé frá kosningum er frá mér kominn, en alveg má hugsa sér aðra upp- hafspunkta, til dæmis frá því að viðræður hefjast. Menn gætu því neitað að talast við i langan tíma, en hefðu svo átta vikur frá því að mönnum þóknaðist að setjast til skrafs. Taka skal fram að 2. mgr. varpar engu ljósi á þetta. En lát- um það liggja milli hluta að for- seti megi skipa ríkisstjórn eftir 8 vikur frá einhverjum óskilgreind- um atburði. Segir greinin nokkuð samt? Ekkert stendur um að for- seti megi ekki skipa ríkisstjórn „innan 8 vikna". Og hefur hann ekki vald núna til þess að skipa ríkisstjórn, ef honum sýnist það vænstur kostur? Hér er því verið að setja inn í stjórnarskrána grein sem segir akkúrat ekki neitt. Menn verða að muna að hér er verið að semja stjórnarskrá en ekki áramótahugleiðingu. Vilji Al- þingi gefa forseta ákveðnar við- miðunarreglur um stjórnarmynd- un getur það gert það með þings- ályktun. Athygli vekur að ekkert er fjall- að um afgreiðsluhraða dómsmála, þar sem veruleg þörf er á endur- bótum. En nefndin hefur þrátt fyrir margra ára störf hliðrað sér hjá öllum meiriháttar málum. Vald til bráðabirgðalagasetn- ingar er einnig þrengt í orði og svo kveðið á að þau skuli lögð fram í upphafi þings. Hér kemur fram afar bitur ádeila á núverandi rík- isstjórn, sem taldi það ekki eftir sér að bíða rúman mánuð með að leggja margumtöluð bráðabirgða- lög sín fram. Hefðu legið leyndar- þræðir milli ríkisstjórnarinnar og stórnarskrárnefndar hefði slíkt að sjálfsögðu aldrei gerzt. Sér því hver maður að formaður nefndar- innar er að senda forsætisráð- Benedikt Jóhannesson „Margar breytingar horfa til bóta þótt smávægilegar séu, en hinar vega þó þyngra, sem gefa verður betri gaum. Hortitti og rökleysur má víða sjá í til- lögum nefndarinnar. Menn verða að athuga sinn gang afar vel þegar hróflað er við svo mikil- vægu skjali sem stjórn- arskráin er.“ herra skeyti sem lesa má út úr að slíkir stjórnarhættir séu ekki bara forkastanlegir nú, heldur megi slíkt aldrei gerast. Einnig má benda á, að þing- rofsréttur forsætisráðherra er verulega þrengdur og þar með gef- ið sterklega til kynna að ekki velj- ist ætíð til þess embættis menn er valdi þeirri ábyrgð er lögð sé þeim á herðar með þingrofsréttinum. Hér er hnútunni ekki bara beint gegn Gunnari Thoroddsen forsæt- isráðherra, heldur líka sam- starfsmanni hans ólafi Jóhann- essyni. Sannast sagna sætir undr- um, að ríkisstjórnin sitji þegjandi Verður okkur stjórnað betur í framtíðinni? — eftir Vigfús B. Jónsson, Laxamýri Ég hef alltaf verið mjög illur út í það, þegar fólk hefur leyft sér það að líkja Alþingi, þessari æðstu stofnun okkar Islendinga, við leikhús. Ég hef líka verið illur út í það, þegar fjölmiðlamenn neyta allra bragða til að lítillækka stjórnmálamenn frammi fyrir al- þjóð. Það er stórhættulegur hlutur, ef virðing þjóðarinnar fyrir sinni æðstu stofnun brotnar niður. Eng- inn skyldi halda það, að hið svo- kallaða „Alþingi götunnar" geti komið í stað Alþingis. Auðvitað ætti ekki að þurfa að minna á það, að það er fyrst og fremst skylda alþingismanna að gæta virðingar Alþingis. Því síður ætti að þurfa að minna á það, að það er líka skyida alþingismanna að gæta fyrst og fremst þjóðarhagsmuna og bregðast fljótt við, ef illa horfir í því sambandi. Eftir að hafa fylgst með störf- um Alþingis í vetur, get ég því miður ekki neitað því að stundum hefur mér dottið leikhús í hug. Leikurinn með hin margumtöluðu bráðabirgðalög hefur verið lítt skiljanlegur á köflum og allavega ekki stórsniðugur. Hitt er aftur á móti gleðiefni, að alþingismenn- irnir skuli hafa náð jafn góðri samstöðu um stjórnarskrármálið og raun ber vitni. Nauðsynlegt getur verið að breyta stjórnar- skránni, þegar um það er að ræða að aðlaga hana þeim aðstæðum, sem fyrir hendi eru. Það er ekki nema gott eitt að segja um jöfnun kosningaréttar- ins í landinu því slíkt tilheyrir auðvitað lýðræðinu. Um jöfnun kosningaréttarins hefur verið mikil umræða að undanförnu og nokkuð einsýn á stundum svo það hvarflar að manni, að víðar sé kannski smá skortur á sanngirni en í hinu háa Alþingi. Mjög hefur verið hrópað um of marga þing- fulltrúa úr Vestfjarðakjördæmi en minna talað um, hver sé hlutur Vestfjarða í íslenskum þjóðar- búskap eða hver aðstaða Vestfirð- inga sé gagnvart hinum ýmsu stofnunum í Reykjavík. Þá hafa greindir menn látið sér það um munn fara að við íslendingar höf- um á undanförnum árum búið við meiri og minni óstjórn, sem rekja megi til misvægis kosningaréttar- ins í landinu, og það sé ómöguiegt að stjórna hér almennilega nema að það sé lagað. Rökstuðning fyrir þessari fullyrðingu hef ég engan heyrt, en hana ber e.t.v. að skilja svo að hinir, að því að talið er of mörgu þingfulltrúar utan af landsbyggðinni, séu ekki nógu góðir menn. En nóg um það. í sambandi við alla þessa um- ræðu vaknar sú spurning, hvernig Alþingi verði skipað þegar blessað réttlætið verður komið til fram- kvæmda. Það er ljóst að við jöfnun kosningaréttarins breytist hlut- fall dreifbýliskjördæmanna þeim mjög í óhag gagnvart Reykjavík- ursvæðinu, hvað tölu þingmanna snertir. Úti í dreifbýliskjördæm- unum hafa margir þungar áhyggj- ur af þessu og er það þeim ekki láandi. Hins vegar finnst mér það meira en lítið furðulegt undir þeim kringumstæðum, sem fyrir hendi eru, að fræðingar og fjöl- miðlamenn úr Reykjavík skuli rennna út eins og heitar lummur í þingsæti dreifbýliskjördæmanna bara ef þeim dettur í hug að koma sér á þing. Hvaða ástæður liggja þessu að þaki er ekki gott að segja. Varla er það fyrir það að dreifbýl- ismenn telji si^ hafa of marga fulltrúa á þingi. Hitt er kannski sönnu nær að þessir menn koma almenningi kunnuglega fyrir sjón- ir, kunna góð skil á áróðurstækni og auk þess sumir svo heppnir að geta flaggað því að vera fæddir og jafnvel meira og minna uppaldir í viðkomandi kjördæmum. Nú hef ég engan áhuga á því að auka spennu á milli landsbyggðar- innar og Reykjavíkursvæðisins né segja nokkuð misjafnt um um- rædda menn. Samt sem áður finnst mér ástæða fyrir fólk út um land að velta því fyrir sér, hvort það vill nota sína eigin menn til þingsetu eða hlýta forsjá Reykvík- inga að mestu eða öllu leyti hvað það snertir. Mér er sem ég sjái blessaða Reykvíkingana, ef við utan af landi færum að sækjast eftir þing- sætunum þeirra. Það væri ábyggi- lega betra að þeir væru ekki að Vigfús B. Jónsson „Þad má Ijóst vera að þótt þingmannatala dreifbýliskjördæmanna sé fallandi, þá á fólkið í þeim kjördæmum enn- þá nokkuð undir sjálfu sér, hver áhrif þess verða á Alþingi.“ mála húsþökin sín, þegar þeir heyrðu það. Það er útbreidd skoðun meðal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.