Morgunblaðið - 09.03.1983, Side 16

Morgunblaðið - 09.03.1983, Side 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 Iss!, Hazk og Haugur Tónleikar af betra taginu ættu aö verða uppi ó teningn- um annað kvöld á Veitinga- húsinu Borg. Mæta þar þrjár sveitir til leiks: Hazk, Issl og Haugur. Haugur hefur vakið mikla at- hygli að undanförnu fyrir góða og frumlega tónlist og menn þurfa ekki að bera kvíöboga fyrir þeim sveitum, sem Einar Örn Benediktsson treöur upp með. Um Hazk vitum við næsta lítið, en kannski þeim mun meira eftir tónleikana á morg- un. Samkvæmt upplýsingum Hallvarðs Þórssonar, umba meö meiru, hefur verið ákveöið fast verð á tónleika á Borginni. Verður þaö kr. 120 hverju sinni fyrir 18 ára og eldri. Á laugardagseftirmiðdag er ætlunin að fara af staö með nýjung, sem eru tónleikar ætl- aðir unglingum. Ekki lá Ijóst fyrir hvaða sveit myndi ríöa á vaðið á þeim vettvangi, en að- eins mun kosta kr. 80 á þá. Ef vel tekst til veröur þetta fastur liður á Borginni. Shy boy — Einar örn. Breski vin- sældalistinn 1 ( 2) Billie Jean/ MICHAEL JACKSON 2 (14) Total Ecliþse of the Heart/BONNIE TYLER 3 ( 1) Too Shy/ KAJAGOOGOO 4 ( 3) Africa/TOTO 5 (—) Sweet Dreams/ EURYTHMICS 6 ( 8) Never Gonna Give You Up/MUSICAL YOUTH 7 ( 4) Change/ TEARS FOR FEARS 8 ( 9) Tomorrow’s Just An- other Day/MADNESS 9 (12) Love on Your Side/ THOMPSON TWINS 10 (11) Tunnel of Love/ FUN BOY THREE 11 ( 7) Up Where We Be- long/JOE COCKER OG JENNIFER WARNES 12 (—) Rock the Boat/ FORREST 13 (—) Get the Balance Right/DEPECHE MODE 14 (10) Wham Rap/WHAM 15 (—) Communication/ SPANÐAU BALLET 16(5) Sign of the Times/ BELLE STARS 17 (17) Hey Little Girl/ ICEHOUSE 18 (19) Baby Come to Me/ PATTI AUSTIN OG JAMES INGRAM 19 (—) She Means Nothing to Me/CLIFF RICHARD OG PHIL EVERLY 20 (16) Shiny Shiny/ HAUSI FANTAYZEE „Að flutningi Taugadeildarinn- ar loknum tók viö hljómsveitin Q4U. Það er erfitt aö hafa mörg orð um þá hljómsveit, hreint og beint lélegir hljóðfæraleikarar, stefnulausa tónlist og hræöilega „mónótóniska". Ekki bætti það þeitt þótt tvær mjög svo skraut- legar söngkonur bættust í hóp- inn. Þrátt fyrir íburöarmikla máln- ingu, önnur gat reyndar sungið aðeíns, tókst þeim ekki að veita Q4U þá andlítslyftingu, sem til þurfti." Þannig skrifaöi umsjónarmaöur Járnsíðunnar um Q4U í fyrsta skipti sem hann baröi sveitina aug- um á Hótel Borg fyrir tæpum tveimur árum. Reyndar var hann þá blaöamaöur á Dagblaðinu, en ummælin eru engu aö síöur góö og gild. Frá því þetta var fest á þrent hefur ansi mikiö vatn runniö til sjávar og eitt og annaö undan rifj- um meðlima Q4U. Heilmargt hefur á daga þeirra drifiö, en merkasti áfanginn á ferlinum er vafalítið um þessar mundir er fyrsta plata flokksins lítur dagsins Ijós. Járn- síöan hitti fjórmenningana aö máli fyrir skömmu. „Hljómsveitin hefur verið í nú- verandi mynd frá því í haust er Árni Daníel gekk til liðs við okkur. Hann var áöur í The Swinging Zombies, en sú sveit hét reyndar Tea For Two í fyrsta sinni sem hún kom frarn." Þau Gunnþór, Danny, Ellý og Árni Dan taka strax til viö aö leysa frá skjóöunni. Árni Dan er reyndar þeirra þöglastur, en þegar hann opnar munninn hefur hann ætíö eitthvað djúphugsaö aö segja. Ekki svo að skilja, aö ummæli hinna séu eitthvert innihaldslaust hjal, síöur en svo. Árni hefur lag á aö tjá sig á sannfærandi hátt. Á tæplega tveggja ára ferli hafa ýmsir gist hljómsveitina í lengri eöa skemmri tíma. Skötuhjúin Steinþór og Linda voru lengi vel í slagnum, en þeir Kormákur Geir- harösson og Óöinn, sem báöir voru eitt sinn saman í Taugadeild- inni, gistu sveitina um skemmri tíma. Reyndar lét umsjónarmaöur Járnsíöunnar þau orð falla eftir aö Q4U haföi komiö fram á Melarokk- inu í sumar, aö hljómsveitin væri mun betri án Kormáks trommara, sem þá var á sjúkrahúsi, en með hann innanborðs. Hvort örlög hans voru þá þegar ráöin, eöa hvort þessi ummæli voru e.t.v. kveikjan aö brottför hans skal ósagt látiö, en hann átti aldrei afturkvæmt í flokkinn. Fjórmenningarnir voru sammála um þaö, aö þegar vesl- ings Kommi var loks oröinn frískur á ný haföi svo margt breyst í hljómsveitinni, að hann átti enga samleið meö henni lengur. En vindum okkur í spjalliö. — Hvernig var þaö, var Q4U ekki bara „djók“ í byrjun? „Nei, ég held ekki,“ segir Gunn- þór. „Ástæöan fyrir því aö t.d. þér fannst viö vera svo léleg þarna á sínum tíma og var reyndar alveg laukrétt, viö vorum drulluléleg, var aöallega sú, að viö áttum engin tæki til aö spila á. Þaö segir sig sjálft, aö á meðan maöur á engar græjur er ekkert hægt aö æfa. Viö komum fram í 11 fyrstu sk'iptin án þess aö hafa æft nokkuö. Þaö er kannski ekki skrýtiö að viö höfum verið litin hornauga af sumum. Okkar rætur liggja í pönkinu, allra saman. Pönkiö er ekki dautt eins og margir eru aö halda fram, þaö hefur bara breyst mikiö.“ — Hvaöa stefnu hefur tónlist ykkar tekiö á ferli sveitarinnar og hvernig tónlist er þaö, sem að- dáendur ykkar mega eiga von á á þessari fyrstu plötu ykkar? „Tónlistin hjá okkur þróaöist ansi mikiö á meöan Kommi var á sjúkrahúsinu. Smám saman fór hún aö taka á sig nýrómantíska mynd í breiðum skilningi þess orös. Áhrifin koma héöan og þaö- an og einhverjir kunna e.t.v. aö Q4U-flokkurinn eins og hann stillti sér upp fyrir Ijósmyndarann, öll sæt og hugguleg. „Við eigum eftir að gefa al- mennilegt högg frá okkur“ heyra brot af Joy Division eöa Simple Minds í okkar lögum.” — Hver ykkar semja lögin? „Strákarnir sjá um aö semja lög- in,“ segir Ellý og bætir svo viö: „Ég sé um textana. Dæmiö er einfalt. Þeir sjá um að semja þaö sem þeir spila og ég sem þaö sem ég þarf að syngja.“ — Hvernig gengur að setja saman lög? „Þaö er svakalega misjafnt. Stundum semjum viö 3—4 lög í einni skorpu og stundum ekki neitt. Stundum rífumst viö bara svakalega.“ — Er slæmur mórall innan sveitarinnar? „Nei, nei. Hann er alls ekki slæmur, þetta er bara allt saman ákveðið fólk og hefur sínar fast- mótuöu skoöanir. Þegar þær rek- ast á er ekkert eölilegra en menn rífist. Hérna áöur fyrr áttum viö þaö til aö grýta hljóöfærunum á milli í æsingi, en viö erum hætt því núna því græjurnar eru svo dýrar. Sennilega höfum við brotið meira en viö höfum keypt í gegnum tíö- ina.“ — En ef viö víkjum aftur aö plötunni, hvaö veröa mörg lög á henni og hvaö voru þiö lengi aö vinna hana? „Þetta eru sex lög og við vorum ekki nema um 50 tima aö taka þetta upp. Um leiö tókum viö eitt og annaö upp á segulband til þess aö nota meö á tónleikum, þannig aö við erum vel i stakk búin til þess aö flytja þessi lög „live“. Viö erum á því, aö flest laganna séu þess eðlis, aö fólk þurfi aö leika þau 3—4 sinnum áöur en þau falla í kramiö. Ætli viö veröum ekki stimpluö „commercial“-band ef Fréttir af breska vinsældalistanum — og eitt og annaö úrvals góömeti Hinn 24 ára Michael Jackson náði í vikunni efsta sætinu í Bret- landi, en mun þó varla halda því lengi því Bonnie gamla (?) Tyler er komin á skrið með hálfrar sjöttu mínutu langt lag, samið af Jim Steinman. Hann er þekktast- ur fyrir að semja lög Meatloaf. Rétt fimm ár eru síðan Tyler sást síöast á listanum, en þá komst hún í 4. sæti með lagið „It’s a Heartache’. í 4. sæti breska listans er Toto- flokkurinn, en þeir félagar unnu sér þaö til frægöar á dögunum, aö krækja í fimm Grammy-verölaun í samnefndri útnefningu í Bandaríkj- unum. Á meðal þeirra voru þrenn þau eftirsóttustu; besta hljóm- sveitin, besta lagið og besta smá- skífan (Rosanna). Toto er skipuö sex þaulreyndum session-hljóö- færaleikurum og er taliö aö þeir hafi til samans leikið á um 900 breiöskífum. Þetta er vissulega ótrúlegur fjöldi, en ekki met samt. Herbie Flowers í Sky er sagöur hafa kom- iö viö sögu á yfir 500 breiöskífum og ööru eins af smáskífum og aö sjálfsögöu nægir þaö m.a. til þess aö skapa Sky algera sérstööu. Fjörkálfarnir í Madness eru komnir í 8. sæti breska vinsælda- listans meö sína 15. smáskífu á ferlinum. Sú fyrsta þeirra kom út áriö 1979, já, þaö er svona langt síöan. Allar hafa smáskífur þeirra komist inn á topp-20, þrettán þeirra inn á topp-10 og ein í efsta sætiö. Breiöskífurnar hafa hins vegar ekki gengiö eins vel, ef frá er talin safnplatan „Complete Mad- ness“, sem kom út síöasta sumar og varö þriöja mest selda breiö- skífan í Bretlandi á síðasta ári. Á hæla Madness koma Thomp- son-tvíburarnir, Thompson Twins, i 9. sætinu. Þrátt fyrir nafniö er sveitin skipuö tveimur karl- mönnum og einni konu. Fróöir menn segja okkur, aö þessir krakkar eigi vafalítiö eftir aö gera stóra hluti í framtíöinni. Musical Youth hefur slegið í gegn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.