Morgunblaðið - 09.03.1983, Page 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983
f 196? Umvrul Prm SyndiciU
lo-5
5lol elclcí <xb rtokkcjr skyli Qetc*. \jerib
hrœdcíur \j\& hur»oía."
Sérðu nú bara, það er kominn
köttur í ból bjarnar.
Er besti vinur mannsins orð-
inn að óæskilegu meindýri?
Hundavinur skrifar:
„Velvakandi!
í útvarpsfréttum hinn 2. mars
sl. var vikið að hundahaldi á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Kom
þar m.a. fram að í því efni yrðu
tökin hert til muna og reynt að
framfylgja lögreglusamþykkt
Reykjavíkur.
Þar með getur Reykjavíkurborg
státað af þeim vafasama heiðri að
telja hundaeign til afbrota og
glæpa, gagnstætt öðrum borgum,
allavega á Norðurlöndum. Skýtur
þar skökku við, að hundurinn, sem
fyrr á tímum var oft nefndur besti
vinur mannsins, skuli nú teljast
óæskilegt meindýr í augum yfir-
valda.
Einnig kom fram í fyrrgreindri
frétt, að ákveðinn skattur yrði
lagður á hundaeigendur og þeir
því gerðir að enn einni féþúfu
kerfisins.
Hví skyldu reykvískar fjölskyld-
ur eigi hafa rétt til að veita sjálf-
um sér og hundinum sínum hlut-
deild í þeirri hlýju og vináttu, sem
veitir hamingju og gleði í lífsins
önn og streði?
Nú kann að skella í gómi hjá
einhverjum þröngsýnum sam-
borgara eða kaldlyndum yfirvöld-
um um að velvild gagnvart dýrun-
um sé í því fólgin, að þau geti
hlaupið um móa og mýrar úti í
frjálsri náttúrunni. í því sam-
bandi vil ég benda á, að hundi,
sem er vel haldinn, líður best ná-
lægt húsbónda sínum, þar sem
klapp á kollinn og vináttu er að fá,
hvort sem það er uppi í sveit eða í
íbúð í Reykjavík.
Ég tel einnig, að þau börn, sem
ekki vaxa upp og þroskast með
góðum heimilishundi, fari á mis
við mikið. Traust og sönn vinátta
er eigi auðfundin nú á dögum og
svo mikið er víst, að vinátta hunds
á sér engan líka.
Til er kjörorð sem hljóðar svo:
„Með lögum skal land byggja."
Með þetta í huga hlýtur að vera
eðlilegt að semja lög og reglur
með skilningi.
Ef við víkjum að umhverfismál-
um, þá vita flestir sem þekkja til
hunda, að þeir eru mjög meðfæri-
legir í uppeldi. Það er því algjör-
lega á valdi eigenda þeirra, hvort
óþægindi eða óþrifnaður stafa af
hundahaldinu. Þá þarf ekki að
hafa áhyggjur af sjúkdómum, þeg-
ar hundar eiga í hlut, ef vel er
fylgst með heilsufari þeirra. Þar
sem innflutningur flestra dýra er
óheimill, er engin hætta á alvar-
legu fári meðal hunda, svo sem
hundaæði. Algert frjálsræði
hundaeigenda er þó ekki rétta
lausnin; reglur um þrifnað, um-
gengnishætti og heilsugæslu eru
ómissandi þáttur í hundahaldi.
Lögum og reglum eiga ekki að-
eins að fylgja kvaðir, heldur einn-
ig réttindi."
Vöruskortur á
Flóamarkaði
Velvakandi góður!
Sem dýravinur gegnum tíð-
ina skrifa ég þér til að biðja
um aðstoð við Samband dýra-
verndunarfélaganna, sem rek-
ur Flóamarkað í kjallaranum í
Hafnarstræti 17, hér í bænum.
Þar er ástandið þannig, að
vegna þess að varnings- og
fatalagerinn er í lágmarki,
verður þakksamlega tekið á
móti hverskonar varningi, sem
til fellur og heima á á slíkum
markaði. Sá tími fer í hönd
sem fólk kannar hirslur sínar
og kemur þá oft í ljós að þar er
ýmislegt sem vel yrði þegið á
flóamarkað SDÍ.
Allt það starf sem unnið er á
vegum SDÍ er unnið í sjálf-
boðavinnu og er þessi flóa-
markaður helsta fjáröflunar-
leiðin.
Dýravinir og aðrir velunnar-
ar málefnisins hafa áður, þeg-
ar líkt hefur verið ástatt í
markaðs- og sölumálum flóa-
markaðins, hlaupið duglega
undir bagga og ég vona að svo
verði einnig nú. Flóamarkaður
SDÍ í Hafnarstræti er opinn
mánudaga — fimmtudaga kl.
14-18.
Dýravinur.
jr
Það er stjórn SI sem ræður
söngvara og hljóðfæraleikara
— Athugasemd frá stjórn Sinfóníuhljómsveitar íslands
Eftirfarandi hefur borist þættin-
um frá stjórn Sinfóníuhljómsveitar
íslands:
„1 tilefni af bréfi Guðrúnar Á.
Símonar, söngkonu, sem birtist í
dálkum Velvakanda í Morgunblað-
inu sunnudaginn 6. mars, vill
stjórn Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands taka þetta fram:
Það er stjórn SÍ sem ræður
söngvara og hljóðfæraleikara til
að koma fram á tónleikum
hljómsveitarinnar. Það er allsend-
is ómakleg ásökun og fjarri öllum
sanni, að Sigurður Björnsson,
framkvæmdastjóri hljómsveitar-
innar, hafi misnotað aðstöðu sína
til að „koma sér og sínum áfram“,
eins og söngkonan tekur til orða.
Hvorki framkvæmdastjóri né
stjórn Sí geta svarað fyrir það,
hvað blaðamenn birta úr viðtölum
sem við þá eru höfð, og hlýtur að
vera undir hælinn lagt hvort
blaðamönnum sýnist þörf á að
rifja upp sögulegar staðreyndir
um fyrri flutning tónverka, þegar
sagt er frá væntanlegum viðburð-
um í tónlistarlífinu eins og flutn-
ingi Sinfóníuhljómsveitarinnar á
óperunni Toscu um þessar mundir.
Stjórn SÍ er vel vitandi um þau
grettistök sem lyft hefur verið í
óperu- og öðrum tónlistarflutningi
hér á landi á síðustu áratugum.
Þeir sem nú eru ungir standa
vissulega í mikilli þakkarskuld við
það fólk sem þau afrek vann. Og
stjórnin harmar það, ef frásagnir
af nýjum atburðum á þessu sviði
vekja óánægju og beiskju með
þeim ágætu listamönnum sem
brautina ruddu og eru sannarlega
alls góðs maklegir.
7. mars, 1983
Stjórn Sinfóníu-
hljómsveitar fslands
Hákon Sigurgrímsson
formaður
Guðmundur Jónsson
Haukur Helgason
Gunnar Egilson
Jón Þórarinsson.**