Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 83 manna strengjasveit Tónmcnntaskólinn efndi til tónleika í Háskólabíói laugardag- inn 19. mars, þar sem hljómsveitir skólans léku. Hófust tónleikarnir með því að 83 manna strengjasveit yngri og eldri nemenda skólans lék undir stjórn Gígju Jóhannsdótt- ur. I sveitinni voru 71 fiðla, 10 selló og 2 víólur. Var leik sveit- arinnar vel tekið af gestum sem fylltu sal bíósins, ekki síst eftir að hún lék lagið Ljúfa Anna í annað sinn og þá án stjórnanda. Gígja Jóhannsdóttir stjórnaði einnig hljómsveit Tónmennta- skólans, eldri deild, en með henni lék Heiðrún Gréta Heið- arsdóttir einleik á fiðlu. Eftir hlé stjórnaði Sæbjörn Jónsson lúðrasveit Tónmennta- skólans, fyrst yngri deild og síð- an hinni eldri og lék þá Tryggvi Baldvinsson einleik á píanó. Ragnar Axelsson tók þessar myndir áður en Gígja Jóhanns- dóttir gekk inn á sviðið og sjást félagar í strengjasveitinni búa sig undir tónleikana og bíða eft- ir stjórnandanum. Tölvari að starfi. 3.200 manns á tölvu- sýningu í Tónabæ FÉLAG tölvunarfræðinema í Háskóla íslands stóð fyrir tölvusýningu í Tóna- bæ um sl. helgi. Á sýningunni voru öll helstu tölvufyrirtæki landsins með sýningar- bása, auk þess sem tölvunarnemarnir höfðu sérstakan bás þar sem þeir kynntu nám í tölvufræðum við Háskóla íslands. Um 3.200 manns sóttu sýninguna. í Háskóla íslands stunda um 80 manns nám í tölvunarfræð- um, en það er þriggja ára nám. Litið inn í IBVl-básinn. Þrjár línur um sjávarútvegsmál — eftir Björn Dagbjartsson (Pési barst inn um póstlúguna um síðustu helgi. Voru það „Drög að málefnagrundvelli", prentuð í Borgarprenti, gefin út af Banda- lagi jafnaðarmanna og væntan- lega dreift af sama aðila.) Það má eflaust deila um það hversu ítarleg drög að málefna- grundvelli eiga að vera. Nýr póli- tískur flokkur sem er að kynna stefnuskrá sína hlýtur þó að þurfa að gera nokkru ítarlegri grein fyrir sínum baráttumálum en þeir „gömlu“. Annars vita kjósendur ekkert hvað flokkurinn vill. Þeir eru blekktir með þögninni. í fyrrnefndum drögum eru rúm- ar 3 línur helgaðar sjávarút- vegsmálum sérstaklega. Að visu má finna orðið sjávarútvegur víð- ar í plagginu. Þannig stendur á einum stað: „Hin misheppnaða breyting verðjöfnunarsjóðs sjáv- arútvegsms". Flestir stjórnmála- flokkar hafa fyrir flestar síðustu alþingiskosningar haft það á sinni stefnuskrá að þennan sjóð megi aldrei misnota til að halda uppi óeðlilega háu fiskverði, en ekki er létt að skilja hvaða „breytingu" Bandalag jafnaðarmanna á þarna við. Af línunum þremur er aðeins ein sem hugsanlega mætti túlka sem eitthvað nýtt, einhverja breytingu frá ríkjandi ástandi eða stefnu. 1 fyrstu línunni er sagt að hagkvæmni skuli gætt í rekstri og um það eru jú allir sammála, í orði a.m.k. Síðasta línan segir að fleiri aðilum en nú skuli gert kleift að flytja út sjávarafurðir. Nú þegar eru tugir ef ekki hundruð einstakl- inga og fyrirtækja, sem flytja út sjávarafurðir, í misjafnlega stór- um stíl að sjálfsögðu. Einkum hafa skreiðarseljendur löngum verið fjölmennir. Um þessar mundir eru líklega einir 7—10 að- ilar að selja skreið og mér er til efs að fleiri sölumenn næðu þar betri árangri. Það getur vel verið Björn Dagbjartsson. „Nú þegar eru tugir ef ekki hundruð einstakl- inga og fyrirtækja, sem flytja út sjávarafurðir, í misjafnlega stórum stfl að sjálfsögðu. Einkum hafa skreiðarseljendur löngum verið fjölmennir. Um þessar mundir eru líklega einir 7—10 aðilar að selja skreið og mér er til efs að fleiri sölumenn næðu þar betri árangri.“ að Sölusamtökin, sem eru félög framleiðenda, ekki stjórnmála- samtök, þurfi á einhvern hátt að endurbæta sínar starfsaðferðir, en fjölgun sölufélaga ein sér bætir ekkert. Miðlínan um sjávarútvegsmál I þessum margnefndu drögum er sú sem raunverulega boðar breyt- ingu. Höfundar vilja það sem þeir kalla frjálsa samninga um fisk- veró. Nánar er ekki farið út í þá sálma í pésanum. Það hefur margt verið rætt og ritað um Verðlagsráð sjávarút- vegsins að undanförnu. Sjómenn hótuðu m.a. úrsögn en sáu sig þó um hönd, þegar þeir hugsuðu mál- ið án þess að koma auga á betri aðferð. Nú er þingskipuð nefnd að endurskoða lögin um Verðlagsráð, hvort sem sú endurskoðun verður nú Bandalaginu að skapi eða ekki. En til að forða misskilningi þá er rétt að undirstrika það að það fara fram frjálsir samningar um fiskverð í Verðlagsráði sjávarútvegsins og þeir takast oft, oftar en hitt að leitað er úrskurðar yfirnefndar og þar fyrst kemur fulltrúi ríkisvaldsins inn sem oddamaður. Hann verður að finna einhverja lausn því annars stöðvast flotinn, fiskvinnsla og þar með gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Samningafrelsinu hlýtur eigin- lega að vera fullnægt með því að leggja niður yfirnefnd Verðlags- ráðs. Ekki trúi ég því að þeir sem sömdu drögin séu að hugsa um samninga í anda hnefaréttar og Sturlungaaldar þar sem fiskiskip- in koma að landi og hver reynir að selja sinn afla hæstbjóðanda. Það er óvíða um marga kaupendur að ræða og ef ekki tekst að selja fiskinn þá eyðileggst hann og sjó- mennirnir fara heim án launa. Þess háttar aðfarir eru varla „stfll“ hins nýja flokks. Þegar svo slitnað hefur upp úr samningum milli fiskkaupenda og seljenda sem hlýtur að gerast ann- að slagið, t.d. vegna þess að gengið er vitlaust skráð, og áfrýjunar- réttur er enginn lengur, hvað vill Bandalagið þá gera? Reka sjó- menn á sjó eða láta 10—12 þúsund manns missa atvinnu við fisk- vinnslu? Hvað um markaðina, sem hinir nýju Bandalagssölumenn væru búnir að útvega? Hvað gerist ef þjóðin hefur engar gjaldeyris- tekjur í mánuð eða svo? Er þess háttar Bandalagsfrelsi ekki of dýru verði keypt? Er kannski ekki búið að hugsa Bandalagshugsjón- ina til enda?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.