Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 68. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Áfall fyrir Begin: Forsetinn úr röðum stjórnarandstöðunnar Jerúsalem, 22. mars. AP. MENACHEM Begin, forsætisráð- herra ísraels, og stjórn hans biðu Báru kennsl á lík sonarins — en hann kom svo sprelllifandi heirn Inverness, 22. mars. AP. ANGUS Clunas og eiginkona hans Ethel, hnigu næstum í öngvit af undrun og skelfingu er þau sáu hinn 24 ára gamla son sinn, Stephen, ganga inn um húsdyrnar, aðeins fáum klukkustundum eftir að þau höfðu borið kennsl á hann á líkbörum líkhússins í Inverness í gær. „Mér leið eins og ég væri að horfa á draug,“ sagði Clunas. Lík ungs manns fannst í Caingorm-fjöllunum og töldu kunnugir manninn líkjast Stephen Clunas. Síðast er frétt- ist var lögreglan í Inverness í hinum mestu vandræðum, því enn liggur tvífari Stephen Clun- as á líkbörum hjá þeim og eng- inn veit hver hann er. hnekki í gær, er þingið kaus Haim Herzog til forsetaembættisins í land- inu. Herzog var fulltrúi stjórnar- andstöðunnar og kom kjör hans því mjög á óvart. Fékk Herzog 61 at- kvæði gegn 57 atkvæðum Menach- em Elons, sem var frambjóðandi stjórnarinnar. Tveir atkvæðaseðlar voru auðir. Herzog er 64 ára gamall fyrr- verandi hershöfðingi og diplómati. Hann er þingmaður fyrir Verka- mannaflokkinn. Hann var ekki staddur í þingsalnum er úrslit voru lesin upp. Sjá mátti Begin gretta sig vonskulega og ráðherrar hans flykktust að hon- um mikið niðri fyrir, enda úrslitin áfall fyrir stjórnina. Haim Herzog, t.v., skálar fyrir sigrinum við Shimon Peres, foringja stjórnarandstöðunnar. Lengst til hægri er Menachem Savindor. símamvnd APjsj Ný stjórn í Frakklandi París, 22. mars. AP. Pierre Mauroy, forsætisráðherra Frakklands, gekk í gærkvöldi á fund Mitterands, forseta landsins, og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Veitti Mitterand stjórninni lausn, en fól Mauroy hins vegar að mynda nýja ríkisstjórn. Það gerði hann svo seint í gærkvöldi. Hann lagði fram ráðherralista og var emb- ættum þar fækkað talsvert frá því sem áður var. Þessi tíðindi gerast aðeins níu dögum eftir sveitarstjórnakosn- ingarnar þar sem stjórnarflokkarnir fóru halloka og í beinu framhaldi af gengislækkun franska gjaldmiðils- ins. Uppstokkun í stjórnarliðinu hef- ur legið í loftinu í margar vikur, en eftir úrslitin í kosningunum á dög- unum var ljóst að aðgerðirnar voru óumflýjanlegar. Mitterand kemur fram í franska sjónvarpinu í kvöld og greinir þjóð- inni frá stöðu mála, stjórnarmyndun og efnahagsaðgerðum sem á döfinni eru. Dró Strauss sig í hlé til að halda friðinn? Bonn, 22. mars. AP. Fregnir í gærkvöldi hermdu, að Franz Josef Strauss, formaður Kristilega Sósíalsambandsins í Bæjaralandi, hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér til ráðherraembættis í samsteypustjórninni vestur-þýsku undir stjórn Helmuts Kohl, til þess að koma í veg fyrir að flokkur Frjálsra Demókrata gengi úr stjórnarsamstarfinu. Seint í gærkvöldi var stjórn- armyndunarviðræðum sigurflokk- anna úr kosningunum ekki end- anlega lokið og ráðherralisti því ekki fyrirliggjandi. Ljóst var þó, að Hans Dietrich Genscher myndi halda sæti sínu sem utanríkis- ráðherra og varakanslari. Það voru embætti sem Strauss hafði gert kröfu til, en það er mál manna að Kohl hafi synjað Strauss þegar í upphafi viðræð- anna. Skoðanaágreiningur milli flokks Strauss og flokks Genschers er fyrir hendi í ýmsum málum, til dæmis vill flokkur Strauss skerða réttindi innflytjenda til Vestur Þýskalands og setja reglugerðir um hömlur á mótmælaaðgerðir af hvers kyns tagi. Frjálsir demó- kratar eru mótfallnir skoðunum Kristilega Sósíalsambandsins í þessum málum og fleirum. Tals- menn Frjálsra Demókrata, sem létu nafna ekki getið, fullyrtu í gær, að flokkurinn hefði ekki hik- að við að slíta stjórnarsamstarfið ef Strauss hefði velt Genscher úr sæti utanríkisráðherra. Strauss sagði í gær að ráðherrastóll skipti ekki höfuðmáli, hann hefði skilið svo við stjórnarmyndunarviðræð- urnar, að Kristilegi Demókrata- flokkurinn myndi halda á lofti ýmsum veigamiklum kröfum og stefnum Kristilega Sósíalsam- bandsins. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, fordæmir stefnu fsraels, á leið- togafundi EBE. Til hægri er Hans Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands. símamrnd ap. EBE-leiðtogarnir fordæmdu ísrael Brussel, 22. mars. AP. LEIÐTOGAR landanna tíu sem aðild eiga að Efnahagsbandalagi Evrópu, luku tveggja daga fundi í Brussel í Belgíu í gær og var það samdóma álit þeirra að mikið áhyggjuefni væri hversu stirðlega friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs ganga um þessar mundir. Svíþjóð: Enn eltingaleikur við kafbát í skerjagarðinum Stokkhólmi, 22. mars. AP. SÆNSKA varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær, að leit standi yfir í sænska skerjagarðinum, að óþekktum erlendum kafbáti sem sást I gærmorgun. Það voru verktakar á smá- eynni Malsten sem sáu kafbát- inn. Eyjan er 60 kílómetrum fyrir sunnan Stokkhólm. Að- skilur eyjan tvö sund sem sigla má um til Mysingflóa, en þar er að finna Musko-flotastöðina stóru. Sáu verktakarnir sjón- pípu og ólgu bátsins þar sem hann var á suðurleið, að því er virtist á leið út úr Mysing-flóa. Var sænska hernum strax gert viðvart, en varnarmála- ráðuneytið opinberaði ekki í gær hversu umfangsmikil leit- in væri. Síðast í október spurð- ist til ferða óþekktra kafbáta og var það einnig á þessum slóðum. Öruggt var talið að um austur-evrópska kafbáta væri að ræða og það er talið nær öruggt í þessu tilviki. Þá fór fram viðamikil leit og vörpuðu tundurspillar og þyrl- ur miklu magni djúpsprengja í hafið, kafbátunum til viðvör- unar. Þeir náðust ekki, en talið var að að minnsta kosti annar þeirra hefði laskast. Eftir leit- ina tilkynnti sænska ríkis- stjórnin að stórveldin skyldu ekki freista þess að njósna við strendur Svíþjóðar. Gaf stjórnin í skyn að sprengjum yrði varpað á óboðna gesti og væru líf og limir áhafnarmeð- lima þá á ábyrgð viðkomandi þjóða. Leiðtogarnir fordæmdu allir ísraelsmenn fyrir þá stefnu þeirra að stuðla að búferlaflutningum gyð- inga til vesturbakkans og búsetu þeirra þar. „Það stríðir gegn alþjóð- legum lögum og spillir fyrir raun- hæfum friðarviðræðum," sagði í sameiginlegri yfirlýsingu foringj- anna. Þeir hvöttu einnig til þess að ísraelskar, sýrlenskar og palestínsk- ar hersveitir yrðu á brott frá Líban- on eins fljótt og auðið væri og ísra- elsmenn og Palestínumenn tækju upp ákveðnar friðarviðræður. Mar- grét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði við fréttamenn: „Við verðum að gera okkur ljóst, að tíminn er að verða naumur ef endar eiga að nást við samningaborðin." Þessar yfirlýsingar EBE-leiðtog- anna komu á sama tíma og Philip Habib, sérlegur sendifulltrúi Bandarikjanna í Miðausturlöndum, fór á fund Amin Gemayels, forseta Líbanon, með nýjar tillögur um friðargrundvöll. Ef yfirlýsingar ráðherranna um málefni Miðausturlanda eru undan- skildar, var fundurinn fremur tíð- indalítill. Þó voru teknar til með- ferðar beiðnir Spánar og Portúgals að ganga í bandalagið. í tilkynningu sem gefin var út í fundarlok, sagði að málið væri í athugun, en nefndir væru að athuga hvaða hagur væri í að stækka bandalagið og hvaða af- leiðingar það kynni að hafa t för með sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.