Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Mhwing: Valtýr Bjarnason yfirlœknir Fæddur 6. mars 1920 Dáinn 10. mars 1983 „Rédi sá er rædur rökum alda ..." (Jónas Hallgrímsson) Hann lést í Reykjavík 10. mars sl., aðeins 63ja ára að aldri eftir langvarandi vanheilsu. Valtýr Bjarnason var fæddur í Meiri-Tungu í Holtum 6. mars 1920. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Þórðardóttir, Guðmunds- sonar hreppstjóra og alþing- ismanns á Hala og Bjarni Jónsson, bóndi og jafnframt oddviti Holta- hrepps. 21 árs gamall lauk Valtýr stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og hóf þá nám í Lækna- deild Háskóla fslands og lauk hann prófi þaðan árið 1952. í þennan tíma hafði orðið svæf- ingalæknisfræði enn ekki fæðst i íslenskri tungu, enda greinin svo ung að fyrsti sérfræðingurinn á Norðurlöndum, Torsten Gordh, hafði þá nýlega hafið sitt merka brautryðjandastarf í Svíþjóð. Þá var rúm öld liðin síðan William T.D. Morton á Massachusettes General Hospital í Boston fram- kvæmdi það sem nefnt hefur verið fyrsta svæfingin. Á íslandi voru þá svæfingar þegar best lét fram- kvæmdar af kandidötum og yngstu aðstoðarlæknum. Svo var einnig á Landspítalanum, þegar Valtýr hóf þar störf að loknu há- skólanámi. Þannig voru fyrstu kynni hans af svæfingalæknis- fræði. Fljótlega kom í ljós lagni hans og hæfileikar í þessu starfi og jafnframt vaknaði hjá honum áhugi á að afla sér frekari þjálf- unar og sérþekkingar í svæfing- um. Var þá flestum orðin ljós nauðsyn þess að sérþjálfaðir læknar stjórnuðu jafnmikilvæg- um þætti skurðaðgerðarinnar og svæfingin var, bæði með tilliti til öryggis sjúkiinganna og til léttis fyrir skurðlækninn. Árið 1955 hélt Valtýr utan til Bandaríkjanna til sérnáms í svæf- ingalæknisfræði við Mayo Clinic í Minnisota. Hlaut hann til þess styrk frá alþingi og Mayo Found- ation. Meðan á sérnámi hans stóð, kom fram í Bandaríkjunum nýtt svæfingalyf, sem olli straum- hvörfum í þróun svæfinga. Valtýr kom með þessar nýjungar heim til íslands, þegar hann hóf störf á Landspítalanum. Valtýr Bjarnason var einn af fyrstu sérmenntuðu svæfinga- læknum hér á landi, yfirlæknir við svæfingadeild Landspítalans og dósent í þeirri grein við Háskóla íslands á annan tug ára. Hann var einn af stofnendum Svæfinga- læknafélags íslands, 'engi formað- ur þess og fulltrúi í stjórn félags Norrænna Svæfingalækna. Hann var kosinn heiðursfélagi í Svæf- ingalæknafélagi íslands 1974. Hann var framfarasinnaður dugn- aðarmaður og brautryðjandi í nú- tíma svæfingalæknisfræði á ís- landi. Hann byggði upp svæfinga- deild Landspítalans og var frum- kvöðull að stofnun gjörgæslu- deildar þess spítala. Hann var að- alkennari í sérgreininni hér á landi og stoð og stytta okkar, sem hjá honum unnu, sífellt til taks að hjálpa og leiðbeina, hvort sem var að nóttu eða degi. Sá, sem þessar línur ritar, kynntist Valtý fyrst sem nemandi hans í læknadeild. Fyrsta kennslustundin var þó aðeins 10 mínútur. Þá var hann sóttur til að fara á skurðstofu. Þær voru marg- ar kennslustundirnar, sem af þessum ástæðum urðu styttri en kennsluskráin mælti fyrir um. Hann var eini svæfingalæknirinn og því alltaf á vakt eða bakvakt, vinnandi oft um nætur jafnt sem daga. Okkur nemendum hans þótti furðu sæta, hvernig han komst yf- ir allt, sem hann gerði og hafði auk þess þolinmæði til að miðla okkur af þekkingu sinni og reynslu. Hann átti það til að leita að okkur til þess að við misstum ekki af einhverju lærdómsríku at- riði. Valtýr Bjarnason var einn af þeim fáu mönnum, sem var gefinn sá hæfileiki að nýta hverja stund til gagnsemi. Hann var ötull og sívinnandi afkastamaður. Hann var afburða hagur maður hvort sem um var að ræða viðgerðir og viðhald á tækjum deildarinnar, eða að finna æðar á sjúklingum, sem þuftu á að halda vökvagjöf í æð, enda var hjálpar hans jafnan leitað þegar annarra ráð þrutu. Var gott að eiga hann að at- hvarfsmanni ef við lá, enda var hann boðinn og búinn til aðstoðar. Má nærri geta hvílíkt vinnuálag var á þessum manni, næturhvíld óviss og stundum engin. öllu má ofgera, enda fór svo, að Valtýr veiktist skyndilega vorið 1973 og varð að láta af störfum aðeins 53ja ára að aldri. Enda þótt lífs- starf hans hafi ekki verið langt, var það þeim mun meira að vöxt- um og væri vel ef fleiri létu eftir sig jafnmikið lífsstarf. Oft átti hann þungróið um sjó örlaganna, en ekki hélt hann uppi árum eða lét undan síga svo ég viti. Árið 1956 kvæntist Valtýr eftir- lifandi konu sinni Sigríði Jó- hannsdóttur, hjúkrunarfræðingi frá Akureyri. Hún er hlý kona í viðmóti og býr yfir óvenjulegu andlegu þreki og jafnvægi, sem hefur komið svo vel í ljós í veik- indum Valtýs. Börn þeirra eru: Bjarni f. 1957, Jóhann f. 1959, Valtýr f. 1960 og Sigríður Þórdís f. 1966. Öll eru þau hin mannvæn- legustu. Á síðustu vikum ævi sinnar varð Valtýr þeirrar hamingju að- njótandi að eignast sitt fyrsta barnabarn og viku fyrir andlát sitt var hann við giftingu elsta sonar síns. Voru þær stundir hon- um til mikillar ánægju, því hann unni fjölskyidu sinni mjög. Nú þegar hann er horfinn út yfir sjónvídd vora vil ég með þessum línum senda fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur frá okkur öllum, sem eigum honum og starfi hans svo mikið að þakka. „Flýt þér vinur í fejjr* heim krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa pids um geim.“ Þorsteinn Svörfuður Stefánsson „Og guð var ekki í stormin- um“ „Munið þið ekki eftir sögunni um Elía á fjallinu. Það gerði storm sem molaði fjöllin, og guð var ekki í storminum; það geisaði eldur og jarðskjálfti, en guð var ekki í hamförunum og óveðrinu. En svo kom blíður vindblær, og guð var í blíða blænum; það sýnir að þetta var skoðun þess höfund- ar, sem skrifaði þetta. Það sama er í dæmisögum Es- óps, þegar þau voru að þrætast á sólin og stormurinn. Munið þið ekki eftir því? Það var ferðamaður — þau ætl- uðu að sýna styrkleika sinn á ferðamanninum, og hann var í kápu; og eftir þvi sem óveðrið og stormurinn varð sterkari, eftir því vafði hann betur að sér kápunni. En svo fór sólin að skína með blíðu og hægviðri, og þá varð hann að fara úr kápunni. Þetta sýnir að sterkasta aflið í heiminum er góð- vildin og hógværðin." Svo mælti faðir Valtýs sáluga læknis, Bjarni Jónsson bóndi í Meiritungu í Holtum, við tvo gesti fyrir 25 árum. Hógværðina og góð- vildina hlaut hann Valtýr í vöggu- gjöf, og hann kaus sér að lífsstarfi að lina þjáningar annarra, en hlaut sjálfur að búa við örkuml síðustu árin. Þá naut hann ein- stakrar hjúkrunar konu og barna. Þessi kyrrláti, listfengi og ljúfi skólabróðir hafði hlotið dýrmætt vegarnesti í vöggugjöf og ávaxtaði það ríkulega. Við hittumst þrír sveitamenn vorið 1941, ég, Friðjón Þórðarson og Valtýr, og lásum saman undir stúdentspróf utan- skóla. Fjölhæfastur okkar var Valtýr, mikill málamaður, tónlist- arunnandi og drátthagur vel. Að loknu prófi fór hver sína leið. Valtýr gerðist læknir, og guð var aldrei í storminum í nálægð hans, heldur í brosinu og starfinu í ann- arra þágu. Megi góðvild og hógværð þeirra feðga frá Meiritungu verða drottnandi afl. Undir því er komin öll okkar framtíð. Ég votta aðstandendum djúpa samúð og þakka ljúf kynni. Björn Þorsteinsson Mér þú sýnir manndóm þinn, mjög hann skín, þá kynnist. Alltaf hlýnar hugur minn, hvar sem þín ég minnist. B.F. (Björgvin Filippusson, Ljóó Rangæinga, Goóasteinsútgáfan, Skógum, 1968.) Ég vil hér í örfáum orðum minnast tengdaföður míns Valtýs Bjarnasonar, þó kynni okkar hafi verið stutt. Það var fyrir einu ári síðan, að ég kom fyrst í heimsókn á heimili hans. Þar tók hann á móti mér opnum örmum, með hlýju handtaki og sínu blíðasta brosi, sem einkenndi allt hans við- mót gagnvart mér síðan. Mig setti hljóða aðfaranótt 10. mars sl., er okkur var tilkynnt lát hans. Helgina áður var hann svo hress og ánægður heima. Áttum við saman ógleymanlega gleði- stund ásamt fjölskyldum okkar. Engan óraði fyrir að hann ætti þá svo stutt eftir ólifað. Reyndar hafði hann átt við langvarandi veikindi að stríða og kannski var honum kærkomið að fá hvíld og frið. Þó kynni okkar hefðu verið alltof stutt, þá lifir minningin um Valtý og tel ég mig vera ríka af henni. Eg kveð því tengdaföður minn með virðingu og þökk fyrir stutt en því ánægjulegri kynni. Að lokum vil ég senda tengdamóður minni og öllu mínu tengdafólki mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Dóra Valtýr Bjarnason fæddist í Meiri-Tungu í Holtum 6. marz 1920 og var því nýorðinn 63ja ára er lann lézt. Valtýr var ráðinn svæfingayf- irlæknir við Landspítalann árið 1957 og jafnframt forstöðumaður Blóðbankans í Reyi.javík. Þá var lítið um sérhæfingu, sem til er á Landspítalanum í dag. Einnota hlutir voru ekki til og engum datt í hug að vélar og tæki þyrfti að endurnýja á fárra ára fresti. Það kom sér því vel, að Valtýr var ekki aðeins góður læknir, sem fjöldi sjúklinga leitaði til jafnt á helgum dögum sem virkum. Hann var völundur f höndunum og hélt svæfingavélum vel við og slíkt orð fór af Valtý, að ýmsir komu með bilaða hluti til hans til viðgerða. Valtýr var mjög liðtækur frí- stundamálari, en tómstundir hans voru oft fáar. Jafnvel sumarfríin voru ekki ör- ugg og fyrir kom að hann var kall- aður úr sumarleyfi til að sinna erfiðum sjúkratilfellum á Land- spítalanum. Þá þekktust heldur ekki námsfrí eða yfirvinnu- og gæzluvaktafri. Valtýr kenndi ýms- um starfsstéttum og var dósent við Háskóla fslands. Hann vann mikið og óeigin- gjarnt starf við stofnun gjör- gæsludeildar Landspítalans. Valt- ýr starfaði mikið að félagsmálum og fékk hingað til lands víðkunna lækna frá Bandaríkjunum og Norðurlöndunum. Hann var heið- ursfélagi í Svæfingalæknafélagi fslands. Þó að fámenni sérfræð- inga gerði það að verkum, að ofurmannlegt starf hvíldi á Valtý, gaf hann sér tíma fyrir fjölskyldu sína. Hann reisti einbýlishús við Stigahlíð, en áður en það var full- gert brast heilsan og Valtýr varð að láta af störfum aðeins 53ja ára gamall. Þá sýndi kona hans, Sig- ríður Jóhannesdóttir hvað í henni bjó, ásamt börnum þeirra. Sigríð- ur er lærður hjúkrunarfræðingur og hóf hún þá störf að nýju utan heimilisins. Einnig unnu börnin vel eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg. Nú er húsið við Stigahlíð full- byggt, dóttirin Sigríður Þórdís í menntaskóla, Valtýr yngri við ís- lenzkunám í H.f. Jóhann, hálfnað- ur við læknadeild H.I. Bjarni, verður læknir á þessu ári. Erfitt hefir verð jafn vinnusöm- um og duglegum manni og Valtý, að vera kippt út úr hringiði at- vinnulífsins aðeins 53ja ára að aldri, en huggun að sjá, að fjöl- skyldan spjaraði sig þrátt fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Guðjón Sigurbjörnsson. Kveöja frá handlækninga- deild Landspítalans Það var Landspítalanum mikil gæfa, að Valtýr Bjarnason réðst þangað til starfa, er hann kom heim að loknu sérfræðinámi í svæfingum og starfsemi blóð- banka. Hann hafði stundað nám og starfað við hina frægu Mayo- stofnun í Bandaríkjum N-Amer- íku og aflað sér ágætrar menntun- ar. Valtýr heitinn var einn af fyrstu sérfræðingum hér á landi í þessum greinum og vann hér brautryðjandastarf. Góð þjónusta og eðlilegar framfarir í svæfingu, gjörgæslu og starfsemi blóðbanka eru algjörar forsendur þess, að skurðlækningar geti þróast eðli- lega. Árangur skurðaðgerða stendur og fellur með því, að vel sé til svæfinga vandað og eftirmeðferð- in bregðist ekki. Það varð fljótt aðaláhugamál Valtýs heitins að efla starfsemi Blóðbankans og koma á fót gjörgæsludeild á Landspítalanum. Þetta tókst og tók deildin til starfa árið 1974 og markaði það tímamót í þessari þjónustu á Landspítalanum. Hlutur Valtýs í þessari þróun var stór og ómetanlegur. Þekking hans, dugnaður, framsýni og at- orka ruddu öllum hindrunum úr vegi. Afköst hans og starfsorka voru með ólíkindum á frumbýlis- árum sérgreina hans á Landspít- alanum. Störf brautryðjandans eru oft ótrúlega erfið. Þá reynir á hæfileika, úthald, fórnarlund og skapstyrk. Þau eru sjaldnast met- in að verðleikum né auðvelduð sem skyldi af ábyrgum stjórnun- araðilum eða ráðamönnum fjár- mála. Það hefur verið sagt, að þeir einir unni ekki starfinu, sem kunni ekki að vinna. Hinum, sem það kunna, er vinnan kærari en nokkur leikur. Það var aðall Val- týs heitins að telja ekkert verk svo smátt eða neinn þátt í starfinu svo lítilfjörlegan, að hann kastaði til þess höndum. Um störf hans eiga vel við þau spöku orð, að fullkomnunin felst ekki eingöngu í því að gera ein- hverja eða eintóma frábæra hluti, heldur hinu að gera hversdagslega hluti frábærlega vel. Það sem mér er þó minnisstæð- ast úr okkar samstarfi er alúðleg og elskuleg framkoma hans við sjúklinga. Þrátt fyrir langa og er- ilsama vinnudaga og -nætur þá brást heldur aldrei umhyggja hans, samviskusemi og nærgætni gagnvart hinum sjúku. Við sem unnum með Valtý heitnum á handlækningadeild Landspítalans þökkum langa og hnökralausa samvinnu í gegnum súrt og sætt. Við kveðjum góðan dreng og hugprúðan með þökk og virðingu fyrir því ótrúlega mikla og heilladrjúga starfi, sem hann skilaði á allt of stuttri starfsævi. Fjölskyldu hans og öðrum ástvin- um sendum við einlægar samúð- arkveðjur. Hjalti Þórarinsson Þrír kærir starfsbræður, sem allir hafa gegnt störfum sem for- stöðumenn Blóðbankans, hafa lát- ist á fáum árum: Elías Eyvinds- son, Guðmundur Þórðarson og nú síðast Valtýr Bjarnason, fyrrver- andi yfirlæknir. Á árunum milli 1960—1970 þurfti ég oft að leita aðstoðar Valtýs vegna sameigin- legra áhugamála okkar og rann- sóknarstarfa. Hann var alltaf boð- inn og búinn til að greiða úr vand- ræðum manns og samfagnaði með uppörvandi hlýju hverjum góðum áfanga, sem náðist í læknisstarfi og rannsóknum. Það má óhikað segja að hann var ósérhlífinn dugnaðarforkur, sem vildi hvers manns vandræði leysa. Eftir á að hyggja er það ekki undarlegt, þótt heilsa hans tæki að láta undan eftir 15 ára óslitið uppbyggingarstarf á eril- samri spítaladeild. Það er um- hverfi, sem oft er æði hlífðarlaust við þá, sem taka á sig ábyrgðar- mestu störfin. Valtýr kom miklu í verk meðan heilsa hans leyfði. Meðal merkra áfanga í blóðbankarekstrinum, sem Valtýr stóð fyrir, má nefna, að 1968 gekk plastöld í garð í Blóðbankanum, þegar hætt var að nota glerflöskur, sem umbúðir fyrir blóð sem safnað var úr blóðgjöfum, en þess í stað notaðir plastpokar. Þetta var hið mesta framfaraspor, sem opnaði leið fyrir nútímalegri blóðbankaþjón- ustu. Undir stjórn hans varð Blóð- bankinn 1969 miðstöð Rhesus- varna fyrir allt landið og hefur verið síðan. Þær varnir miða að því að koma í veg fyrir sérstaka tegund gulu hjá nýfæddum börn- um, sem orsakast af ósamræmi í Rhesus-blóðflokkakerfinu milli móður og barns. Sem þátt í Almannavörnum samdi Valtýr Bjarnason bækling ásamt Árna Björnssyni, lækni, um skipulag á móttöku vegna hóp- slysa fyrir Landspítalann. Hann vann ásamt innlendum og erlend- um vísindamönnum að rannsókn- um á blóðflokkum íslendinga síð- ustu 3—4 árin, sem hann starfaði í Blóðbankanum. Meginefniviður þeirra rannsókna voru blóðflokka- greiningar, sem gerðar höfðu ver- ið í Blóðbankanum 1953—1967. Niðurstöður þessara rannsókna voru birtar í hinu þekkta enska tímariti Annals of Human Genet- ics 1973 og er mjög oft til þeirra vitnað nú síðasta áratug. í sömu grein birtist einnig árangur sam- starfs Valtýs á þessum árum við Dr. A. Mourant, hinn heims- þekkta, enska vísindamann á sviði blóðflokka- og erfðamarkarann- sókna. Valtý entist ekki heilsa til að vinna úr öllum þeim efniviði og gögnum, sem hann lagði hart að sér við að safna. En dugnaður hans, áhugi og verklagni við þess- ar rannsóknir skilaði góðum árangri, sem nýtast mun lengi. Við Blóðbankafólk, sem nutum þess að starfa með Valtý og eiga hann að kunningja og ráðgjafa þökkum sérstaklega frú Sigríði Jó- hannsdóttur allan þann hetjuskap og mannkosti, sem hún hefur sýnt í veikindum manns síns, sem ná yfir heilan áratug. Við sendum allri fjölskyldunni samúðarkveðj- ur. Ólafur Jensson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.