Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 39 Hreinar flugvélar — minni eyðsla Það er ekki ný speki meðal þeirra sem vel þekkja til flug- mála að hreinar flugvélar eyði minna eldsneyti en þær sem skítugri eru. SAS-flugfélagið hefur komist að þeirri niður- stöðu eftir að hafa látið hreinsa eina af DC-9 vélum félagsins rækilega að innan, að þyngd vél- arinnar hafi minnkað nóg til þess að eldsneytiskostnaður á einu ári lækkaði um 18 þúsund dollara eða sem svarar tæpum 375 þúsund íslenskum krónum. Hreingerningin fólst i aðalatrið- um í því að teppi í farþegarými voru ryksuguð eftir nákvæmri aðferð og reynt var að hafa sem minnst af „drasli" í farangurs- lestum vélarinnar. SAS áætlar einnig að smá rispa eða skeina á frambrún flugvélarvængs kosti félagið 8 þúsund dollara í auka- eldsneytiseyðslu á ári hverju, það samsvarar 166 þúsund ís- lenskum krónum. En það fyndn- asta er, að samkvæmt útreikn- ingum þeirra SAS-manna geta áhafnarmeðlimir sparað félag- inu 3500 dollara með því einu að hver og einn fari í smá megrun og grenni sig um eitt pund (0,453 kg.). Þannig gæti sú megrun sparað félaginu 73 þúsund ís- lenskar krónur á ári. Klúbbfélagar vinna í grunni nugskýlisms. HoltahverfiA og (llfarsfell í baksýn. ekki. Þetta skilyrði hefur þýtt að það hefur ekki verið stöðugur straumur flugvéla frá Reykjavík um völlinn. í þessu sambandi má það einnig koma fram, að æfinga- svæði fyrir kennsluvélar var í ára- tugi yfir Mosfellssveit og Korp- úlfsstöðum en fyrir þó nokkru var æfingasvæðið fært til og er nú fyrir norðan Leirvogsá, inn að Esju og út á Víðines og Kjalarnes. Þessi breyt- ing var til mikilla bóta fyrir íbúana hér.“ — Hvernig hefur starfið gengið í vetur og hvað er framundan hjá klúbbnum? „Flugvöllurinn hefur verið mikið notaður í vetur af klúbbfélögunum, en því miður er að fara í hönd erfið- asti árstíminn, því brautin þiðnar og verður ónothæf um tíma af þeim sökum. í Flugklúbb Mosfellssveitar Ljósm.: Jón Karl Snorrason eru starfandi félagar tuttugu og fimm. Við ætlum að einbeita okkur að því á næstunni að leggja raf- magn og síma að vellinum, svo og að bæta fjarskiptaaðstöðuna. Við erum bjartsýnir, því við höfum unnið allt í sjálfboðavinnu, t.d. þeg- ar við reistum flugskýlið, þá var um 98% af allri vinnu við það verk unn- ið af klúbbfélögunum sjálfum." Flug komið út Flug, tímarit um flugmál er nýkomið út. Er það fyrsta tölublað þessa árgangs. Burð- arefni Flugs er að þessu sinni helgað pílagrímaflutningum Flugleiða undir yfirskriftinni „Hadj — 1402. Pílagrímaflutn- ingar Flugleiða hf.“ Um þetta efni skrifar ritstjóri blaðsins, Pétur P. Johnson, og greininni fylgja mjög margar skemmti- legar myndir. Af öðru efni Flugs má nefna grein eftir Ragnar J. Ragnarsson sem fjallar um mismun á nef- hjóls- og stélhjólsflugvélum. Þessar tvær flugvélagerðir eru í grundvallaratriðum ólíkar og dregur Ragnar fram kosti og galla beggja gerðanna í grein- inni. „Fallinn frumherji" heitir grein sem Örn Ó. Johnson skrifar í minningu Agnars Kofoed- Hansen, fyrrverandi flugmála- stjóra. í Flugi er athyglisverður þáttur sem kallaður er „Það kenndi mér“. Þar segir einka- flugmaður frá reynslu sinni af mistökum í flugi og hvernig hann siapp með skrekkinn. Slíkir þættir eru mjög þarflegir og geta orðið öðrum flugmönnum víti til varnaðar. Þá eru greinar um keppni í smíði og flugi fjar- stýrðra eftirlíkinga flugvéla; um þrjár gamlar herflugvélar sem höfðu viðdvöl hér sl. sumar; um íslandsmeistaramót í svifdreka- flugi 1982; um starfsemi Flugklúbbs Selfoss; og loks er í blaðinu þátturinn „í vindpokan- um“ sem er byggður upp á ör- stuttum flugufréttum sönnum og hálfsönnum. Tímaritið Flug er án efa í flokki glæsilegustu tímarita hérlendis. Útlit blaðsins ber vott um smekkvísi aðstandendanna, hluti þess er litprentaður, pappír vandaður og fjölmargar myndir prýða blaðið. Aðstandendur segj- ast ætla að gefa út fjögur tölu- blöð á þessu ári og lofa jafnframt umbótum á efnisvali og fjöl- breytni. Flugsíðan tekur undir þá skoðun sem kemur fram í leið- ara blaðsins, en þar segir m.a.; „Þeir, sem að flugmálum starfa, eru flestir þeirrar skoðunar að fluginu beri að eiga gott og vand- að málgagn og er það von okkar að flugáhugamenn sameinist um það að halda þessu eina málgagni okkar á lofti.“ Ljósmynd Henning Finnbogason. NÝFAXI — Þessi mynd var tekin í Syðri-Straumsfirði á Grænlandi árið 1%2. Flugfélag íslands var með talsverða starfsemi þar ( fjögur ár. Flugvélin á myndinni er leiguflugvél sem FÍ var með á leigu hjá banda- rískum aðilum og bar einkennisstafina N49529, en var í daglegu tali einfaldlega kölluð Nýfaxi. Flugvélin var af gerðinni Douglas DC-4 (C-54) Skymaster. Á myndinni sést að vélin er ekki í hinum hefðbundnu litum FI, en hún var máluð f þeim og skráð hér á landi árið 1963, hlaut nafnið Straumfaxi og einkennisstafina TF-FID. Árið 1967 var fiugvélin síðan seld til Khodesíu. FÍ notaði um tíma tvær DC-4 vélar á Grænlandi, Nýfaxa (Straumfaxa) og Sólfaxa. Nýfaxi var staðsettur í Syðri-Straumsfirði, en þar var aðalbirgðastöð bandaríska hersins og var vélin aðallega í birgðafiutn- ingum til Kulusuk og til Baffinslands í Kanada. Sólfaxi var staösettur í Narssarsuaq og var aðallega notaður í ískönnunarfiug vegna siglinga Dana fyrir suðurodda Grænlands. Að lokum má geta þess til gamans, að myndin var tekin í 35 stiga frosti. Einar L. Gunnarsson, formaður ís- lenska fiugsögufélagsins. „Sýningin tókst mjög vel og var mikil aðsókn að henni. Hún var haldin í samvinnu við Árbæjar- safnið og sýningargripirnir sýndir í húsakynnum þess. Þessi fyrir- hugaða sýning er mun stærri og þess vegna æskilegt að reyna að halda hana einhvers staðar í landi Reykjavíkurflugvallar. Aðsóknin að sýningunni í Árbæjarsafni var góð og sýnir ásamt því að félaginu vex stöðugt ásmegin, að áhugi fyrir varðveislu íslenskra flug- minja er mikill." — Hvað með fundi, útgáfumál og þess háttar, sem virðist vera fastur liður í starfsemi flestra fé- laga hér á landi? „Á hverju ári kemur út vandað ársrit sem heitir FLUGSAGAN. Nú þegar eru komin út þrjú hefti og það fjórða kemur væntanlega út fyrir aðalfundinn. Þá er það stefnan að gefa út fréttabréf sem er dreift til félagsmanna, a.m.k. fjórum sinnum á ári. Hvað varðar fundahöld, þá kemur stjórnin allt- af saman einu sinni í mánuði, stundum oftar, og svo erum við með félagsfundi fimm til sex sinn- um á ári. Þar koma fram helstu brautryðjendur flugmála og rifja upp minningar sínar. Sem dæmi get ég nefnt að á síðasta ári héld- um við fundi þar sem Þorsteinn Jónsson flugstjóri sagði frá göml- um minningum, Ingimar Svein- björnsson sagði frá Grænlands- flugi Flugfélags fslands og sýndi jafnframt myndir, og á einn fund- inn mætti Sigurður Ingólfsson, fyrsti íslendingurinn sem fékk fíugvélstjóraréttindi." — Hvernig gengur að fjár- magna starfsemina? „Eini fasti tekjustofninn sem við höfum eru félagsgjöldin og svo reynum við að vera með í ýmsum verkefnum sem gefa af sér ein- hverjar tekjur, t.d. höfum við tek- ið þátt í flugdeginum, þegar hann hefur verið haldinn. Áuðvitað eru myndaalbúminu". Verður leitast við að hafa í þættinum skemmti- legar ljósmyndir, sem eru í eigu einstaklinga og birtast þess vegna sjaldan eða aldrei í fjölmiðlum. Ef þú, lesandi góður, hefur í fórum þínum einhverjar áhugaverðar myndir sem tengjast flugmálum, væri gaman að þú hefðir samband við umsjónarmann Flugsíðunnar, því það vill því miður alltof oft verða þannig að góðar og skemmtilegar ljósmyndir rykfalla í myndaalbúmum sem sjaldan eru opnuð. Þvf ekki leyfa fleirum að sjá þær? þessi verkefni sem við höfum ráð- ist í mjög fjárfrek og við hefðum aldrei getað ráðið við þau nema vegna þess að við höfum góðan kjarna félagsmanna sem vinnur mikið starf í sjálfboðavinnu. Þá höfum við mætt miklum skilningi hjá ýmsum frammámönnum í flugmálum og getum yfirleitt leit- að til þeirra ef við þurfum aðstoð. Sjálfboðavinnan er ómetanleg til fjár.“ — Eigið þið einhver drauma- verkefni sem hægt yrði að ráðast í á næstunni? „Það er verulegur áhugi innan félagsins á því að smíða frá grunni AVRO 504K-flugvél til að eiga í safninu. Fyrsta flugvélin hér á landi var AVRO 504 og var hún keypt frá breska flughernum fyrir milligöngu dansks flugfélags. Þetta var árin 1919 og 1920. Þá hefur sú hugmynd komið fram, að félagið myndi reyna að eignast líkan af hverri flugvélagerð sem hefur flogið á íslandi í gegnum tíðina." Þau geta sparað eldsneyti með þvf að fara f smi megrun. Zlr myrtdhcLlfiÚMí Flugsíðan hyggst f framtíðinni hafa fastan þátt sem heitir „Úr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.