Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
ÞORARINN RAGNARSSON
AFINNLENDUM
VETTVANGI
íþróttafólkið vinnur
mikið landkynningarstarf
Undanfarnar vikur hafa borist góðar fréttir af íslensku íþróttafólki sem dvalið hefur erlendis við æfingar, keppni
og ýmis störf. Atvinnuknattspyrnumenn okkar standa sig með miklum ágætum og frjálsíþróttafólk okkar vinnur góð
afrek í Bandaríkjunum og okkur berast fréttir um íslandsmet og sigra í stórum mótum. Við megum ekki gleyma því
að íbúatala íslands er á við íbúatölu lítillar borgar í flestum þeim löndum sem við erum að etja kappi við og það er því
með ólíkindum hversu marga góða íþróttamenn og -konur þessi fámenna þjóð eignast. Hér á landi er mjög almennur
áhugi á íþróttum og útilífl og mikill áhugi er á afrekum íþróttafólks okkar, og fylgst er með þeim af athygli.
Afreksmenn í íþróttum eru æskunni gott fordæmi og fyrirmynd. íslendingar hafa átt marga slíka sem veitt hafa
okkur ómælda gleði og aukið hróður þjóðarinnar. Iþróttafólk okkar hefur unnið sigra sem hlýja þjóðinni um
hjartarætur og eru okkur mikils virði.
Og það sem meira er, íþrótta-
fólkið er mikil og góð land-
kynning. Nú leika þrettán
knattspyrnumenn erlendis. Að
undanförnu hefur Ásgeir Sigur-
vinsson vakið mjög mikla athygli í
V-Þýskalandi fyrir frammistöðu
sína. Það er reyndar ekki í fyrsta
sinn sem hann stendur sig vel í
íþrótt sinni. Ásgeir er í fremstu
röð í Evrópu og nú nýverið birtist
opnugrein um hann í íþróttatíma-
ritinu Kicker, einu virtasta
íþróttablaði í Evrópu. Það segir
meira en mörg orð. En Ásgeir vek-
ur ekki aðeins athygli fyrir
frammistöðu sína á knattspyrnu-
vellinum. Hógværð hans, kurteisi
og góð framkoma, jafnt innan sem
utan vallar, vekur mikla athygli.
óhætt er að fullyrða, að það
sama gildir um annað íslenskt
íþróttafólk, sem kynnir land sitt
og þjóð á erlendri grund. Nafn fs-
lands er sjálfsagt nefnt oftar í er-
lendum blöðum vegna íþrótta-
fólksins og afreka þeirra en vegna
nokkurra annarra atburða og er
framlag þeirra til landkynningar
ómetanlegt.
Ásamt Ásgeiri í V-Þýskalandi
leikur Atli Eðvaldsson, sem nú er
einn markahæsti leikmaður í
þýsku deildinni. f Frakklandi leika
Teitur Þórðarson og Karl Þórðar-
son með liðum sem eru í fremstu
röð. í Belgíu leika sex fslendingar.
Þar hafa afrek Arnórs Guðjohn-
sen og Lárusar Guðmundssonar
verið mjög til umfjöllunar í blöð-
um. Pétur Pétursson, sem nú leik-
ur betur en nokkru sinni fyrr, var
um tíma einn markahæsti leik-
maðurinn í Evrópu og vakti mikla
athygli í Hollandi sem og í Belgíu.
Lið hans er nú í öðru sæti í deild-
arkeppninni þar. Lárus Guð-
mundsson varð bikarmeistari með
liði sínu í fyrra, og nú er lið hans
komið í undanúrslit í Evrópu-
keppni bikarhafa. Svona mætti
halda áfram.
Nú nýverið vann Þórdís Gísla-
dóttir það glæsilega afrek að
sigra í hástökki á bandaríska há-
skólameistaramótinu í frjálsum
íþróttum. Þetta mót er eitt það
stærsta sem haldið er þar í landi.
Er þetta í annað sinn sem Þórdís
vinnur þetta afrek. Ágúst Þor-
steinsson sigraði í miklu
maraþonhlaupi sem fram fór í
Texas og fékk Islendingurinn
mikla umfjöllun í blöðum þar.
Óskar Jakobsson hefur verið í
fremstu röð íþróttamanna f Há-
skólanum í Austin í Texas þar sem
hann stundar nám og hefur hann
unnið góð afrek og fengið lofsam-
lega dóma fyrir framkomu sína og
afrek. Þar stunda líka nám Oddur
Sigurðsson og Einar Vilhjálms-
son, sem báðir hafa unnið góð af-
rek og var Einar að setja stór-
Leikfélag Reykjavíkur
frumsýnir nýtt íslenskt leik-
rit um Gudrúnu Ósvífursdóttur
á fimmtudagskvöldið frumsýnir
Leikfélag Reykjavíkur nýtt ís-
lenskt leikrit, GUÐRÚNU, eftir
Þórunni Sigurðardóttur, en hún er
jafnframt leikstjóri. Leikritið bygg-
ir á Laxdælasögu og fjallar einkum
um Guðrúnu Osvffursdóttur, ævi
hennar og ástir. Það gerist á ís-
landi og í Noregi um og skömmu
eftir kristnitöku. Hin fræga ástar-
og harmsaga Guðrúnar og þeirra
fóstbræðra Kjartans Ólafssonar og
Bolla Þorleikssonar er að sjálf-
sögðu meginhluti verksins en miili
20 og 30 persónur koma við sögu.
Með hlutverk Guðrúnar fer
Ragnheiður Arnardóttir, sem leik-
ur nú í fyrsta skipti hjá Leikfé-
laginu en hefur áður leikið ýmis
hlutverk í Þjóðleikhúsinu, hjá
Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi
Akureyrar og Gránufjelaginu.
Hún lauk prófi frá Leiklistar-
skóla fslands 1978. í hlutverki
Kjartans er Jóhann Sigurðarson,
hann lauk prófi frá Leiklistar-
skólanum 1981 og hefur leikið
hjá Leikfélaginu m.a. titilhlut-
verkið í JÓA og Arnald í Sölku
Völku. Bolli Þorleiksson er leik-
inn af Harald G. Haralds, sem
hefur verið í hópi yngri leikara
LR um árabil og farið með ýmis
veigamikil hlutverk, meðal
þeirra titilhlutverkið í Hemma
og Natan Ketilsson í Skáld-Rósu.
Sex aðrir leikarar leika önnur
hlutverk. Þeir eru Jón Hjartarson
(m.a. Ólafur konungur Tryggva-
son), Soffía Jakobsdóttir (m.a.
Ingibjörg konungssystir), Val-
gerður Dan (m.a. Hrefna, kona
Kjartans), Jón Júlíusson (m.a.
ólafur, faðir Kjartans), Aðal-
steinn Bergdal (m.a. Þorvaldur,
fyrsti eiginmaður Guðrúnar) og
Hanna María Karlsdóttir (m.a.
Bróka-Auður).
GUÐRÚN er fyrsta leikrit
Þórunnar Sigurðardóttur, sem
fram að þessu hefur einkum ver-
ið þekkt sem leikari og leikstjóri.
Hún hefur þó iðulega tekið þátt í
samningu leiksýninga, hjá Litla
leikfélaginu, Leikfélagi Reykja-
víkur og Þjóðleikhúsinu. Þórunn
lauk prófi frá Leiklistarskóla
Leikfélags Reykjavíkur 1967 og
tók fljótlega að leika hjá félag-
inu. Hefur hún leikið þar ýmis
hlutverk svo og í Þjóðleikhúsinu.
Hún hefur á síðari árum snúið
sér í æ ríkari mæli að leikstjórn
og er Guðrún 10. leikstjórnar-
verkefni hennar. Hún hefur áður
sviðsett hjá LR Söguna um litla
krítarhringinn, einnig sýningar
hjá Leikfélagi Akureyrar, Al-
þýðuleikhúsinu, Leiklistarskóla
Islands og í sjónvarpi.
Um leikritið sagði Þórunn:
„Ég fylgi atburðarásinni í Lax-
dælu að mestu leyti, en hef þó
ekki komist hjá því að skera
niður og geta í eyðurnar. Sam-
tölin í sögunni eru víða það
knöpp að nauðsynlegt var að
auka við þau og jafnvel bæta við
samtölum sem eiga sér enga stoð
í bókinni. En ég hef reynt að
breyta orðalagi sem minnst."
Messíana Tómasdóttir gerir
leikmynd og búninga. Hún hefur
áður unnið nokkur verkefni fyrir
LR, en hefur gert leikmynd og
búninga við fjölmörg verkefni í
Þjóðleikhúsinu, hjá Alþýðu-
leikhúsinu og víðar. Má þar
nefna Don Kíkóta, Við borgum
ekki, söngleikinn Gust, Olíver
Twist og Súkkulaði handa Silju.
Messíana sagði að búningarnir
væru frekar einfaldir og alls
ekki sniðnir með það í huga að
reyna að endurskapa klæðnað
þessa tíma eins og hann raun-
verulega var. „Enda er það varla
hægt, þar sem Laxdæla lýsir at-
burðum sem gerðust 200—300
árum áður en sagan er skráð.
Allar klæðalýsingar í bókinni —
og þær eru margar — eru því að
miklu leyti getgátur," sagði
Messíana.
Höfundur tónlistar í Guðrúnu
er Jón Ásgeirsson. Hann er löngu
landskunnur fyrir tónsmíðar
sínar og má þar m.a. nefna óper-
una Þrymskviðu og ballettinn
Blindisleik, hvort tveggja flutt í
Þjóðleikhúsinu. „Þetta er músík
fyrir strengjakvartett," sagði
Jón, „að mörgu leyti ekki ólík
Þarna eru Ragnheiður Arnardóttir og Harald G. Haralds í hlutverkum
Guðrúnar og Bolla.
Sviðsmynd á æfingu.