Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
5
Hreinn Loftsson einn af stofnendum
„Samtaka lýðræðissinna“:
Ekki hefðbundinn
stjórnmálaflokkur
— að minnsta kosti ekki enn sem komið er
„ÉG TEL að ekki sé unnt að halda því frara, að nýstofnuð „Samtök lýðræð-
issinna" séu stjórnmálaflokkur í hefðbundinni merkingu þess orðs, að
minnsta kosti ekki enn sem komið er. Samtökin eru til orðin vegna megnrar
óánægju með afgreiðslu þingmanna á kjördæmamálinu þar sem hagsmunir
flokka voru settir ofar hagsmunum einstaklinga — sjálfsögðum rétti þeirra
til sömu áhrifa á stjórn landsins, óháð búsetu," sagði Hreinn Loftsson einn
af þeim er sæti eiga í bráðabirgðastjórn „Samtaka lýðræðissinna“ sem
stofnuð voru nýverið, en Hreinn var að því spurður hvort samtökin væru
sjálfstæð stjórnmálasamtök sem bjóða myndu fram til kosninga síðar, en
fram hefur komið að samtökin bjóði ekki fram fyrir kosningarnar 23. apríl.
Hreinn sagði einnig: „Þingmenn
Sjálfstæðisflokksins hafa tekið
þátt í þessu og látið sér nægja að
færa klukkuna til baka í stað þess
að standa einarðlega um jafnrétti
einstaklinganna — sem þeim ber
þó að gera sem fulltrúum flokks er
kennir sig við einstakling og frelsi
hans. Það fer ekki hjá því þegar
þetta gerist að menn athugi vel
sinn gang. Ljóst er að óréttlætið í
kjördæmamálinu á að viðgangast
áfram á ábyrgð allra þingflokka
— einnig Sjálfstæðisflokksins.
Það kann þó að vera að ekki sé öll
von úti enn um viðgang frjáls-
hyggju innan Sjálfstæðisflokksins
og því tel ég að rétt sé að flana
ekki að neinu. Æskilegast er vita-
skuld að Sjálfstæðisflokkurinn
riðlist ekki og koðni niður í ein-
hverri moðsuðu misskilins um-
burðarlyndis. Ef sú raunin verður
ofan á tel ég hins vegar rétt að
ígrunda vel stofnun flokks, sem
raunverulega berst fyrir einstakl-
ingsfrelsi og framtaki í anda
grundvallarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Allt veltur þetta á
þróun næstu vikna og mánaða.
Sem stendur tel ég þó „Samtök
lýðræðissinna" fyrst og fremst
vera einskonar hagsmunasamtök
sem setja á oddinn ýmis mál, eink-
um atkvæðisréttinn, er mega alls
ekki verða undir á þeim óvissu- og
upplausnartímum sem „hinir
frjálslyndu og umburðarlyndu" í
Sjálfstæðisflokknum hafa ekki
hvað sízt átt þátt í að skapa síð-
ustu misseri og ár.“
Hreinn, sem sæti á í stjórn
Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna, sagði í lokin, að hann
hefði alls ekki sagt skilið við
Sjálfstæðisflokkinn, og að hann
myndi styðja hann í komandi
kosningum.
Stjórn og framkvæmdastjóri Hárgreiðslumeistarafélags íslands. Talið
frá vinstri: Jan Even Wiken, Guðrún Sverrisdóttir, Sólveig Leifsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir, formaður, Guðrún Júlíusdóttir, Rannveig Guð-
laugsdóttir og Kristjana Milla Thorsteinsson, framkvæmdastjóri félags-
ins.
Morgunblaðið/KEE
Dagarhársins 1983
Hárgreiðslumeistarafélag íslands hefur í sambandi og samráði við
Landssamband iðnaðarmanna ákveðið að ráðast í kynningarherferð
vegna hárgreiðslugreinarinnar, vikuna 24,—30. mars, undir heitinu
Dagar hársins 1983. Verður leitast við að ná til almennings með ýmsum
hætti, t.d. í fjölmiðlum með auglýsingum og greinum, með veggspjöld-
um og fleiru. Þá verður hárþvottur á hárgreiðslustofum ókeypis meðan
á Dögum hársins stendur, meðal annars til að undirstrika mikilvægi
hans fyrir alla hirðingu hársins. Kynningarherferðin beinist ekki ein-
göngu að almenningi, heldur einnig að félagsmönnum og stjórnvöldum.
„Þannig verður eftir því leitað að stjórnvöld reyni að takmarka svarta
atvinnustarfsemi og fúsk í hárgreiðslu, eins og þeim raunar ber að gera
lögum samkvæmt," segir meðal annars í fréttatilkynningu frá félaginu.
í Hárgreiðslumeistarafélagi ís- Vinnuveitendasambandi íslands
lands eru 96 félagar um allt land. Landsambandi iðnaðarmanna
Árið 1981 voru ársverk í greininni ~ ^tntökum atvinnurekenda í
talin 250 og er félagið aðili að *um ‘•'nt(r<‘inum.
Bandalag jafnaðarmanna:
Framboðslisti í
Suðurlandskjördæmi
Eftirtaldir skipa lista Bandalags
jafnaðarmanna á Suðurlandi: 1.
Sjöfn Halldórsdóttir, ráðskona,
Hátúni, Ölfusi. 2. Hanna María
Pétursdóttir, sóknarprestur,
Kirkjubæjarklaustri. 3. Gylfi
Harðarson, vélstjóri, Vestmanna-
eyjum. 4. Magnús Halldórsson,
ráðsmaður, Brekkum, Hvolhreppi.
5. Þór Hafdal Ágústsson, sjómað-
ur, Eyrarbakka. 6. Bergljót Ara-
dóttir, kennari, Selfossi. 7. Bolli
Þóroddsson, vélvirki, Búrfelli. 8.
Guðríður Valva Gísladóttir, tón-
listarkennari, Mýrdal. 9. Þröstur
Guðlaugsson, Vestmannaeyjum.
10. Sighvatur Eiríksson, tækni-
fræðingur, Selfossi. 11. Jón
Vigfússon, bóndi, Brúnavöllum,
Skeiðum. 12. Bárður Guðmunds-
son, kennari, Selfossi.
Má bjóða þér í
10 ÁRA AFMÆLI ÚTSÝNAR
í LIGNANO?
ítölsk heloi
í Reykjovík
25.-27morz
á vegum Feröamálaráðs Lígnano og Útsýnar.
H0LLYW00D föstudag 25. marz:
Nýja Hollywood opnar formlega meö ítölsku kvöldi kl. 21.00.
ítalíukynning meö Ijúffengri pizzu og rauðu Valpolicella á aðeins kr. 100.
Happdrættismiöi handa öllum, sem koma fyrir kl. 22:00 — ferðavinningur.
Tízkusýning: Model 79
Danssýning: Reynir og Kara frá dansskóla Siguröar Hákonarsonar.
Hárgreiösla: Salon Ritz
Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson
Aðgöngumiðar í Hollywood kl. 1—5 e.h. sími: 81585.
RR0ADWAY sunnudag 27. marz kl. 14.00.
Kynnir: Bryndís Schram, ritstjóri og fararstjóri.
Kynning á hinum afburöavinsæla fjölskyldustaö LIGNANO meö glæsilegri aöstööu á „gullnu
ströndinni" fyrir börnin, foreldrana og ótal tækifærum fyrir ungt fólk á öllum aldri til aö njóta
lífsins í sumarleyfinu.
Ströndin í Lignano sett upp á sviöi Broadway.
Lína langsokkur kemur í heimsókn.
Garðabæjarkórinn syngur, undir stjórn Guöfinnu D. Ólafsdóttur.
Hin unga söngstjarna Ingunn Gylfadóttír, kynnir nýútkomna plötu sína.
Danshópur frá Dansskóla Heiöars Ástvaldssonar, sýnir dans og margt fleira til skemmtunar
en að lokum veröur stórfenglegt gjafa-happdrætti meö ítölskum leikföngum, og ítalskir vinir
okkar leysa aö lokum öll börnin (sem aöeins fá aögang meö fullorðnum) út meö itölskum
páskaeggjum.
Stórbingó - aöalvinningur^“Erð,',U9nan<’
Aögöngumiðar á kr. 25.00 í Broadway í dag sími: 77500. Húsiö opnað kl. 13.30.
BR0ADWAY sunnudag 27. marz kl. 19.00
Kynnir Þorgeir Astvaldsson.
Fordrykkur í boöi Feröamálaráös Lignano.
Gjafahappdrættismiöinn býöur upp á margs konar lukkuvinninga.
Á boröum veröa kræsingar s.s. súpa og gratineraöir, gómsætir sjávarréttir á ítalska Lign-
ano-vísu, meðan Big Band Birgis Sveinssonar innleiöir lauflétta suö-
ræna stemmningu, því á þessu kvöldi er ekki dauður punktur.
italska hátízkan er útfærö í sýningu Módelsamtakanna
og hársnyrti- snyrti- og danssýning
frá SALON RITZ er sannkallaö augnayndi.
Og ekki vantar músíkina —
„gulltenórinn,, Hjálmtýr Hjálmtýsson syngur vinsælustu
itölsku lögin beint inn í hjörtu ykkar,
frægur rokksöngvari tekur lagiö í Elvis-stíl á mini-rokkhátíö
meö úrvalshljómsveit Björgvins Halldórssonar, sem heldur dunandi fjöri i dansin-
um og spilar einnig meö nýju söngstjörnunni Ólöfu Ágústsdóttur.
Hinar frábæru fimu og stæltu
Jazz-sportstúlkur fá þig til aö grípa andann á lofti
aö ógleymdri feguröarsamkeppninni — síðasta tækifæri
aö bætast í keppnina Ungfrú og Herra Ótsýn '83,
eina eftirsóttustu fyrirsætukeppni landsins,
þar sem stór-ferðavinningar eru í boöi
— freistiö gæfunnar í stórferða-bingói,
meö glæsilegum vinningum fyrir alla fjölskylduna!
ÞAÐ ER Á HREINU þetta er skemmtun í sérflokki — bæjarins bezta — sem þú hefur ekki
ráð á að láta fara fram hjá þér.
Boröapantanir og aögöngumiðar í Broadway sími: 77500.
Verið velkomin^í^^
á ítalska helgi ^^
Feröaskrifstofan
í Reykjavík \\
r
Góða skemmtun!