Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Hæstaréttardómur vegna þyrluslyssins á Kjalarnesi árið 1975: FYRIR nokkru gekk f Hæstarétti dómur í máli sem skapaðist vegna þyrluslyss sem varð á Kjalarnesi þann 17. janúar árið 1975, en þar fórst þyrlan TF-LKH. Varð niðurstaða Hæstaréttar sú að ættingjum flugmannsins voru dæmdar bætur og taldi meirihluti Hæstaréttar að flugmaðurinn hafi ekki sýnt gáleysi, sem leiddi til niðurfellingar bóta. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr hæstaréttardómnum. Sýknukrafa Almennra trygginga Svo sem reifað er í héraðsdómi, reisa Almennar tryggingar hf. enn fremur sýknukröfu sína á því, að þyrlan hafi verið bæði ofhlaðin og ranghlaðin, er hún hóf sig til flugs að morgni 17. janúar 1975 og verði flugslysið rakið gagngert til þessa. Sé þar fyrir að fara stórkostlegu gáleysi flugmannsins, er leysi félagið undan skyldu sinni og greiðslu vátryggingarverðs þyrlunnar. Þessari staðhæfingu andmæla aðaláfrýjendur og stefndu. VI. 1. Frumgagnið um orsakir flugslyssins er skýrsla rannsókn- arnefndarinnar, sem að framan greinir. Þessi skýrsla er samin og unnin og rannsókn leyst af hendi vegna fyrirmæla í 141. gr. laga nr. 34/1964, og er hún ekki samin út af fyrir sig til þess að vera sönnunargagn í einkamáli slíku sem þessu. Rannsóknarnefnd gegnir opinberu starfi, og þeir menn, sem leyst hafa af hendi starfið, eru sérfróðir menn með mikla starfsreynslu á sviði flugmála, þ.á m. er einn þeirra maður með allmikla reynslu með þyrluflugmaður. Þeir hafa allir staðfest skýrsluna fyrir dómi í máli þessu, þar sem lögmenn málsaðilja hafa lagt fyrir þá margvíslegar spurningar um störf þeirra, rannsóknarhætti og ályktanir. VI. 2. í lok skýrslu rannsóknar- nefndar segir svo: „Nefndin telur líklega orsök slyssins vera þá, að þyrluna hafi skort afl og flugmanninn reynslu til þess að komast mætti í gegn- um sviptivindasvæðið við Hjarð- arnes, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að þyrlan var yfir- hlaðin og þungamiðjan aftan við leyfð rnörk." í niðurstöðum 2.2.a. VIII. segir svo: „Samkvæmt út- reikningi nefndarinnar, mun þyrlan hafa verið yfirhlaðin um 868 lbs. og þungamiðjan um 3,5 þumlunga aftan við leyfð mörk við flugtak í Reykjavík." Áætlað- ur þungi yfir slysstað nam 7.988 enskum pundum, þ.e. 788 pundum umfram hámark, 7.200 pund, og þungamiðja 3,76 þumlungar aftan við leyfð mörk. I héraðs- dómi er þyrlan talin ofhlaðin yfir slysstað að því er virðist um 788 + (222 + 44) = 522 pund og þunga- miðja 2,6 þumlunga aftan við leyfð mörk. Svo sem rakið er í héraðsdómi, hafa aðaláfrýjendur og hinir stefndu gagnrýnt ýmis atriði i forsendum rannsóknarnefndar, og skulu þau nú tekin til athug- unar í sömu röð og í héraðsdómi. VI. 3. Fallast verður á það mat héraðsdóms, að leggja beri til grundvallar, að Lúðvík heitinn Karlsson hafi vitað, að leyfð heildarþyngd þyriunnar væri 7.200 pund og hafi borið að haga hleðslu þyrlunnar í samræmi við það. Breyta hin nýju gögn, sem lögð hafa verið fyrir Hæstarétt, eigi þeirri niðurstöðu. VI. 4. Fallist er á forsendur og niðurstöður héraðsdóms varðandi þá gagnrýni aðaláfrýjenda og stefndu, er lýtur að eftirfarandi atriðum í skýrslu rannsóknar- nefndar flugslysa: a) þunga farþega, b) eldsneyti innifalið í tóma- þunga og um áhrif hraðfyll- ingar og c) af hvaða geymi eldsneyti var tekið. Eigi þykja fullnægjandi gögn fram komin um það hvernig niðurskipun manna í þyrlunni var háttað. Hér að framan er lýst álits- gerðum tveggja manna, sem dómkvaddir voru á bæjarþingi Reykjavíkur 8. desember 1982 til að semja matsgerð um efni þau, er þar getur. Matsmennirnir skil- uðu ekki sameiginlegri matsgerð, og verða álitsgerðir þeirra eigi lagðar til grundvallar dómi í máli þessu. VI. 5. Engin ástæða er til að bera brigður á, að 250 lítrar af bensíni hafi verið settir á þyrluna 17. Þyrlan TF-LKH Ekki sannað að þyrlu- flugmaðurinn hafi sýnt gáleysi eða vangá — segir í sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar hæstaréttardómara janúar 1975 og eins og mál þetta horfir við þykir verða að stað- festa niðurstöðu héraðsdóms um eldsneytisþáttinn í hleðslu þyrl- unnar, en það athugast, að í skýrslu rannsóknarnefndar eru 30 pund vegna eldsneytis, sem eytt var í „uppkeyrslu" tvídregin frá. Með gögnum þeim, sem fram eru lögð í málinu er eigi hnekkt þeirri niðurstöðu héraðsdóms, sem skipaður var sérfróðum mönnum, að þyrlan hafi verið ofhlaðin, þegar hún fórst 17. janúar 1975, og að slysið verði rakið m.a. til þessa. Flugmaður- inn bar ábyrgð á hleðslu þyrlunn- ar og sýndi hann af sér vangá að því er til hleðslunnar tekur. VI. 6. í málinu nýtur við nokk- urra gagna um veðurfar í grennd við þann stað, er þyrlan fórst. Eru það bæði skýrslur almennt um veðurlag á þessu svæði og svo skýrslur um veðrið þann dag, er slysið varð. Má af þeim ráða, að misvindasamt sé á þessum slóð- um. í bréfi Páls Bergþórssonar veðurfræðings 29. janúar 1975 segir m.a. svo um veðrið á þeim stað, er þyrlan fórst 17. janúar s.á. „Allt bendir til þess, að þenn- an dag, 17. janúar 1975, hafi verið mjög misvinda í lofti á svæðinu kringum Hjarðarnes; vindhraði frá nærri logni og upp í 40—50 hnúta snöggar hviður." í þessu sambandi er einnig vert að benda á umsögn Páls Halldórssonar flugmanns, sem greind er í skýrslu rannsóknarnefndar, en Páll flaug að Hjarðarnesi á þyrlu um kl. 12.00—12.12 hinn 17. janú- ar 1975. Reyndist misvinda á þessari flugleið og færðist vindur í auka því nær sem komið var Hjarðarnesi, og var þar mjög ókyrrt. Svipað kemur fram í skýrslu Páls Kristjánssonar fyrir rannsóknarnefnd. Hinn 13. júní 1975 ritaði þáver- andi lögmaður „Þyrluflugs hf.“ rannsóknarnefnd flugslysa, er þá hafði skilað skýrslu sinni, bréf, þar sem spurst er fyrir um, hvort nefndin telji „að þyrlan TF-LKH hefði komist af miðað við þau veðurskilyrði, er hún lenti í þann 17. janúar sl., ef vélin hefði verið innan hleðslumarka". Svarbréf formanns rannsóknarnefndar fh. nefndarinnar er ritað 16. júní s.á. og er svo að efni til: „Með hliðsjón m.a. af þeim staðreyndum, sem komu í ljós við rannsóknir Veðurstofu íslands á veðurskilyrðum við Hjarðarnes og kafla 1.7. í skýrslu nefndarinn- ar um flugslysið þann 17. janúar sl., telur nefndin, að miklar líkur séu á því, að slysið hefði getað skeð, þótt hleðsla þyrlunnar hefði verið innan marka". VI. 7. Með vísan til þessara gagna ber að staðfesta þá niður- stöðu héraðsdóms, að flugslysið verði öðrum þræði rakið til óhagstæðs veðurs yfir slysstaðn- um. Af gögnum máls verður þó ekki ályktað, að misvinda veður- lag hafi verið eina orsök slyssins, heldur ber að telja, eins og hér- aðsdómur greinir, að ofhleðsla og ókyrrð í lofti vegna misvinda séu samvirkar orsakir þess, að þyrlan fórst. VII. Að vísu verður að telja það mikla vangá hjá flugmanninum að gæta ekki réttra hleðslu- marka, svo sem að framan er rak- ið. Eigi verður þó talið, að Al- mennar tryggingar hf. hafi með málsgögnum og málsreifun sýnt fram á, að flugmanninum hafi orðið á stórkostleg vangá, svo sem lögskýra ber það orðalag í 2. mgr. 18. gr. laga nr. 20/1954. Er þess m.a. að gæta í því sambandi, að það var flugmaður sá, er stjórnaði þyrlunni, sem bar ábyrgð á hleðslunni. Annars kon- ar vangá en sú, sem stórkostleg verður talin, leysir tryggingarfé- lagið eigi undan skyldu til að greiða vátryggingarverð þyrlunn- ar, sbr. 20. gr. laga nr. 20/1954. Samkvæmt þessu og án þess að gefa þurfi gaum að öðrum ástæð- um ber að dæma Almennar tryggingar hf. til að greiða Hrafnhildi Helgadóttur f.h. dán- arbús Lúðvíks Karlssonar jafn- virði 35.000 bandaríkjadala í ís- lenskum krónum eftir gengi á greiðsludegi ásamt vöxtum svo sem segir f dómsorði, en upp- hafstíma vaxta hefir eigi verið andmælt sérstaklega. Af þessum málalokum leiðir þegar dæma ber Almennar Tryggingar hf. til að greiða Guðríði Friðriksdóttur f.h. dánarbús Kristjáns Helga- sonar jafnvirði 35.000 banda- ríkjadala í íslenskum krónum eft- ir gengi á greiðsludegi ásamt vöxtum svo sem segir í dómsorði, en upphafstíma vaxta hefir eigi verið andmælt sérstaklega. Dæma ber Almennar tryggi ingar hf. til að greiða Hrafnhildi Helgadóttur f.h. dánarbús Lúð- víks Karlssonar málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals 80.000 krónur. Staðfesta ber ákvæði héraðsdóms um máls- kostnaðargreiðslu til Guðríðar Friðriksdóttur f.h. dánarbús Kristjáns Helgasonar, enda hefir málinu eigi verið áfrýjað af hálfu dánarbúsins, en hæfilegt þykir að Almennar tryggingar hf. greiði henni vegna dánarbúsins 60.000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Almennar tryggingar hf. greiði Sigrúnu Jóhannsdóttur vegna Jó- hanns Kristjánssonar 6.000 krón- ur í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Málskostnaður vegna per- sónulegra krafa Hrafnhildar Helgadóttur, Sólveigar Krist- jánsdóttur og Guðríðar Friðriks- dóttur á hendur Almennum tryggingum hf. í máli þessu þykir eiga að falla niður. VIII. Hæstaréttardómararnir Sigurgeir Jónsson og Þór Vil- hjálmsson taka fram, að þeir hafi greitt atkvæði með því, sem segir um vexti fram til 1. júní 1980, vegna fordæmisreglu, sem meiri- hluti Hæstaréttar hefur mótað. Sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar, hæsta- réttardómara Hæstiréttur klofnaði um niður- stöðu í máli þessu og fer hér á eftir sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar, hæstaréttardómara: Ég er ósammála umfjöllun og niðurstöðu meirihluta dómenda Hæstaréttar í máli þessu um þær sýknuástæður gagnáfrýjanda, sem byggðar eru á gáleysi flug- mannsins og um orsakir slyssins. Gagnáfrýjandi reisir þennan þátt kröfugerðar sinnar á því, að Lúð- vík Karlsson flugmaður hafi of- hlaðið og ranghlaðið þyrluna TF-LKH fyrir hið örlagaríka flug 17. janúar 1975. Gagnáfrýjandi styður mál sitt við niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa, sem grein er gerð fyrir í héraðs- dómi, en í honum var fallist á þá skoðun rannsóknarnefndarinnar, að þyrlan hafi verið ofhlaðin og ranghlaðin. Útreikningar rannsóknar- nefndar flugslysa eru á því byggðir, að ákveðið magn elds- neytis hafi verið í eldsneytis- geymum þyrlunnar fyrir áfyll- ingu hinn 17. janúar 1975 og geymarnir nær fullir eftir áfyll- inguna. Um það efni eru engar óyggjandi upplýsingar. Eina eldsneytið, sem sannað er að var í geymum þyrlunnar við flugtak, eru þeir 250 lítrar, sem dælt var á rétt fyrir flugtakið. Líklegt er, að eitthvert eldsneyti hafi verið í geymum þyrlunnar fyrir þá áfyll- ingu, en um það er ekki vitað. Sönnunarbyrði er hjá gagnáfrýj- anda og verður allur vafi í því efni aðaláfrýjanda og stefndu til hags. Matsmennirnir Benóný Ás- grímsson og Þorsteinn Þorsteins- son urðu ekki sammála um það, hvort ráðið yrði af gögnum máls þessa um eldsneytiskaup og flug- tíma þyrlunnar, hvert hefði verið líklegt eldsneytismagn í henni, er hún fórst. Svar Benónýs var af- dráttarlaust nei. { héraðsdómi er frá því greint, að niðurstaða hjá rannsóknarnefnd flugslysa um þetta atriði hafi verið áætlun, sem er þó í héraðsdómi lögð til grundvallar í aðalatriðum. Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja var lágmarks heildar- þyngd þyrlunnar, er slysið var sem hér segir: 1. TómaþunKÍ (lítilsháttar eldsneyti innifalið) 5.632 Ibs. 2. Flutfmaður ok 6 farþegar 7x165 Ibs. 1.155 Ibs. 3. 01 ía 70 Ibs. 4. Eldsnpytiö, þaö sem dælt var í geyma þyrl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.