Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 Aldís Arnardóttir óskar sigurvegaranum í kvennaflokki, Steinunni Agnars- dóttur (t.h.), til hamingju með árangurinn. Vaxtarræktarkeppni á Akureyri: Jöfn keppni Vaxtarræktarmenn héldu keppni í vaxtarrækt í Sjallanum á Akureyri sl. sunnudag. Keppt var í fjórum flokk- um, unglingaflokki, tveimur flokkum karla og kvennaflokki. íslandsmeist- ararnir tveir, Guðmundur Sigurðsson og Hrafnhildur Valbjörns, kepptu ekki að þessu sinni. Keppnin í Sjallanum var ekki eins lífleg og íslandsmeistara- keppnin, sem haldin var viku áður í Reykjavík. Stemmningu vantaði meðal áhorfenda sem er mikilvæg fyrir keppendur og getur skipt sköpum um velgengni þeirra. En spennan var engu að síður mikil meðal keppenda. í kvennaflokki sigraði hin glæsilega Steinunn Agnarsdóttir, en önnur varð Aldís Arnardóttir. Rósa Ingólfsdóttir varð þriðja og hreppti jafnframt verðlaun fyrir bestu „posurnar", þ.e. frjálsar æfingar við músík. Mikil keppni var í kvennaflokknum og má sem dæmi taka að Elín Við- arsdóttir komst ekki í úrslit þrátt fyrir góða frammistöðu. í ungl- ingaflokki sigraði Sigurður Páls- son, en hann hafði viku áður sigrað þyngri unglingaflokkinn i Islands- meistarakeppninni. Júlíus Á. Guö- mundsson náði öðru sæti, en Einar Guðmann varð þriðji. í karlaflokki skiptust keppendur í tvo flokka, undir og yfir áttatíu kg að þyngd. I léttari flokknum sigraði Sigurður Gestsson, Gísli Rafnsson varð ann- í Sjallanum Sigurður Gestsson sýnir hér vöðv- ana, sem m.a. tryggðu honum sigur í léttari karlaflokknum. Ljósm. Mbl. Gunnlaugur R. ar, en hann hlaut aukaverðlaun fyrir bestu „posurnar" hjá körlum. Þriðji varð Sævar Símonarson. Þyngri karlaflokkinn vann Magnús Óskarsson, Sigmar Knútsson nældi í annað sætið og þriðji varð Sigurð- ur Guðjohnsen. Islandsmeistararn- ir, þau Guðmundur Sigurðsson og Hrafnhildur Valbjörns, kepptu ekki í mótinu. Að sögn forráðam- anna þess var það til þess að gefa öðrum vaxtarræktarmönnum tæk- ifæri á að sigra. Er það örugglega fátítt í íþróttum að sigurvegarar íslandsmeistarakeppni sleppi keppni til þess að aðrir eigi mögu- leika á sigri. G.R. „Upprisan — blekking?“ Fundur á vegum Kristi- legs stúdentafélags KRISTILEGT stúdentafélag gengst fyrir fundi í Félagsstofnun stúdenta flmmtudaginn 24. mars klukkan 17.15. Yflrskrift fundarins er „Uppris- an — blekking?" Á fundinum mun Jónas Gfslason dósent flytja erindi um upprisuna og trú íslendinga. í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu hefur borizt segir m.a.: „Við búum í landi, sem byggir að meira eða minna leyti á kristinni trú. Grundvöllur þeirrar trúar hlýtur að varða hvern hugsandi íslending. Nú þegar pásk- ar eru framundan væntum við þess að þú gefir þér tíma til að líta við á áðurnefndan fund. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. — Af öðru starfi KSF er það að nefna að föstudaginn 25. marz verður fundur að Freyjugötu 27, 3. hæð klukkan 20.30. Þar mun Páll Skúlason pró- fessor fjalla um efnið trú og vísindi. Að loknu erindi hans verða umræð- ur, sem öllum er velkomið að taka þátt í.“ Á fundinum 24. marz mun söng- flokkur, er nefnist Saltkorn, syngja tvö til þrjú lög. Fyrirlestur um hækkun olíuverðs Fimmtudaginn 24. mars flytja tveir hagfræðingar frá Stokk- hólmsháskóla fyrirlestur í boði viðskiptadeildar Háskóla Islands. Fyrirlesararnir eru íslendingurinn Birgir Björn Sigurjónsson og Sví- inn Dag Lindskog og nefnist erindi þeirra, sem flutt verður á ensku: Hækkun olíuverðs og efnahags- þróun: Samanburður á Norður- löndunum fimm. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Lög- bergi og hefst kl. 17.15. Öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla fslands) Gestkvæmt var við vígslu nýja flskiðjuvers Þormóðs Ramma. Ljósm. Steingrímur Kristinsson. Nýtt fiskiðjuver Þormóðs ramma Siglunrði, 21. marz. Þormóður Rammi hf. á Siglu- firði tók nýtt frystihús í notkun um helgina og voru um 300 manns viðstaddir hátíðlega at- höfn. Frystihúsið hefur verið áratug í byggingu. Vígsluathöfninni stjórnaði Hinrik Aðalsteinsson formaður stjórnar Þormóðs Ramma, og f ræðu sem hann hélt við þetta tækifæri lýsti hann smíði hússins. Ýms fyrirtæki hafa komið við sögu þessarar byggingar, en pípu- lagningamaður var Helgi Magn- ússon Siglufirði, alla rafmagns- vinnu vann Rafbær, uppsetningu frystivélar vann vélsmiðjan óðinn Keflavík, Bútur sá um trésmíða- vinnu, og Jón og Erling önnuðust uppsetningu fiskvinnsluvélanna. Meðal þeirra sem héldu ræður við vígsluathöfnina voru Ragnar Arnalds fjármálaráðherra, en hann setti vinnsluna formlega í gang, Páimi Jónsson landbúnað- arráðherra, Páll Pétursson alþing- ismaður, Stefán Guðmundsson, Kolbeinn Friðbjarnarson og Sverrir Sveinsson rafveitustjóri. Við athöfnina kom fram að Ragnar Árnalds fjármálaráðherra setur vinnsluna í hinu nýja flskiðju- veri Þormóðs Ramma formlega í gang. Ljósm. Sceimjrímur Kristinsson. þetta nýja fiskiðjuver kostar um þriðjung af verði skuttogara. Fiskiðjuverið er sérstaklega vand- að að öllum tæknibúnaði og vinnu- skipulagi og vinnuskilyrði allt önnur en á gamla staðnum. Þegar vinnsla verður komin í fullan gang verður hægt að vinna milli 40 og 50 smálestir af fiski daglega í húsinu. Matti. Kiwanismenn aðstoöa við byggingu sjónstöðvar: Efna til happdrættis og fjölskylduhátíðar Kiwanisklúbburinn Esja í Reykjavík er um þessar mundir að ráðast í fjársöfnun til stuðnings byggingar sjónstöðvar í viðbótar- byggingu Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17. Þetta er viðamesta verkefnið á sviði líknarmála, sem Kiwanisklúbburinn Esja hefur ráð- ist í. Sjónstöðin verður fyrsta stofnun sinnar tegundar hér á landi, en að sögn talsmanna Blindrafélagsins er þörfin brýn fyrir þá þjónustu, sem sjónstöðinni er ætlað að veita. Liður í þessu verkefni klúbbs- ins er happdrætti, sem verið er að hleypa af stokkunum þessa dagana. Gefnir hafa verið út 12 þúsund miðar og er vinningur Nissan Cherry að verðmæti 220 þúsund. Dregið verður í happdrættinu á mikilli fjölskylduhátíð, sem Esja gengst fyrir í Laugardals- höllinni á annan í páskum. Á há- tíðinni verður fjöldi lands- kunnra skemmtikrafta, flutt verður tónlist af ýmsu tagi, farið með gamanmál og efnt til bing- ós. Hápunktur fjölskylduhátíðar- innar verður þegar dreginn verð- ur út happdrættisvinningurinn, Nissan-bíllinn. Ef hinn lukkulegi vinningshafi verður viðstaddur mun hann aka út úr Laugar- dalshöllinni á nýjum bíl. Drætti verur útvarpað þannig að ef ein- hver úti í bæ er með vinnings- miðann hefur sá hinn sami möguleika á því að mæta í höll- ina og taka við vinningnum. Um kvöldið verður siðan ungl- ingadansleikur þar sem Grýl- urnar sjá um stemmninguna. Allur ágóði af fjölskylduhátíð- inni og unglingadansleiknum rennur til tækjakaupa í sjónstöð Blindrafélagsins. Sjónstöð er stofnun sem sjón- skertir geta leitað til. Þar fá þeir skoðun hjá augnlækni, gler- augnasmiður útvegar viðeigandi Frá blaðamannafundi i Kiwanisklúbbsins Esju. húsakynnum sjónstöðvarinnar. Á myndinni eru Datsun Nissan, happdrættisbfllinn, sem dregið verður um á fjölskyldu- hátíðinni í Laugardalshöll. sjónhjálpartæki og augnþjálfi þjálfar fólk til að nýta sem bezt sjónleifar sínar við iestur og jafnvel vinnu. Einnig annast stofnunin úthlutun sérhæfðra hjálpartækja, svo sem sjón- glerja, lessjónvarpstækja o.fl,- Stofnuninni er ætlað að annast ferðir starfsmanna sinna og annarra sérfræðinga til aðstoðar sjónskertum úti á landsbyggð- inni. Af hálfu forvígismanna Blindrafélagsins er gert ráð fyrir að viðbótarbyggingin í Hamrahlíð verði tilbúin næsta vetur og að hægt verði að taka stöðina í notkun í byrjun næsta árs. Miðað við núverandi verðlag er áætlaður kostnaður vegna tækjakaupa 4,6 milljónir króna, og sögðu forráðamenn Blindra- félagsins að það væri félaginu mikið fagnaðarefni að Kiwan- ishreyfingin í landinu skyldi á þessu starfsári vinna að málefn- um blindra. Án aðstoðar góðra Morgunblaðíð/Kristján. manna og hinna ýmsu félaga- forvígismcnn Blindrafélagsins og samtaka yrði seint hægt að gera sjónstöð að veruleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.