Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 23 Ný tækni hjá lögreglunni í Daytona Beach í Flórída: Afbrotamennirnir vistaðir í lögreglustöð á hjólum Davtona Beach, Klórída, 22. mars. AP. FÆRANLEGT fangelsi með öllum nauðsynlegum búnaði hefur verið sett upp steinsnar frá ströndinni í Daytona Beach og er það nú til reiðu fyrir þá, sem gerast brotlegir við lögin á staðnum. Þetta ferðafangelsi hefur á fimmtán árum þróast úr því að vera nánast ekkert annað en lítill skúr ofan á tveimur ruslatunnum í það að vera nú fullkomin lögreglu- stöð í tveimur tengivögnum með fimm fangaklefum og tveimur sal- ernum, sem hægt er að færa til innan vagnanna. Lögreglumenn hafa allt til alls í þessu litla fangelsi. Borð og stólar eru fyrir hendi, ljósmyndabúnað- ur svo og tæki til þess að rannsaka fingraför manna. Séu menn grun- aðir um brot á eiturlyfjalöggjöf- inni er fullkominn tölvubúnaður í tengslum við móðurtölvu ríkisins til staðar og veitir upplýsingar um afbrotaferil viðkomandi á því sviði samstundis. Átök í Afganistan kostuðu 36 lífíð í síðustu viku Islamabad, Pakistan, 22. mars. AP. AÐ MINNSTA kosti 36 hermenn og meðlimir frelsissveitanna létu lífið í átökum á ýmsum stöðum í Afganistan í síðustu viku, að því er vestrænir diplómatar í Islamabad hermdu í dag. Þann 15. þessa mánaðar réðust frelsissveitirnar til atlögu gegn stjórnarhernum í borginni Kanda- har og myrtu þar 12 menn úr röð- um hans og tóku aðra 12 til fanga. Nokkrir meðlimir frelsissveitanna hlutu sár í þessari árás, en ekki lágu fyrir nákvæmar tölur um fjölda særðra. Átökin í Kandahar eru þau alvarlegustu, sem vitað er um á þeim slóðum í nokkurn tíma. Frelsissveitirnar létu einnig til skarar skríða gegn flutningalest- um á vegum stjórnarhersins þann 16. mars við Tagao í Logar-héraði. Þar létu ellefu stjórnarhermenn lífið. Tveimur dögum áður höfðu frelsissveitirnar ráðist að her- flutningalest í sama héraði og eyðilögðu þar tvo skriðdreka og tvo flutningabíla. Þá létust alls 12 manns úr röð- um beggja þegar til átaka kom þann 19. mars skammt frá Sal- ang-jarðgöngunum, þar sem mik- ill fjöldi manna kafnaði fyrr í vet- ur þegar umferð var stöðvuð um göngin. Voru átökin svo hörð, að loka varð göngunum í nokkra daga á eftur vegna viðgerða. FBI vildi losna við Lennon úr landinu Los Angcles, 22. mars. AP. í LJÓS hefur komið, að Edgar J. Hoover, fyrrum yfirmaður banda- rísku alrikislögreglunnar, hugðist árið 1972 fá John Lennon fram- seldan til Englands vegna brota á eiturlyfjalöggjöf landsins. Ástæðan var sögð sú, að hann taldi að Lenn- on gæti haft áhrif á landsþing repúblikana það ár. Upplýsingar þessar koma fram í bók sem Jon Wiener, sögukennari við háskólann í Kaliforníu, er að setja saman um Lennon. Krafðist hann að fá af- rit af skýrslu FBI um Lennon í skjóli laga, sem heimila aðgang almennings að opinberum gögn- um. FBI vonaðist til að geta hand- tekið Lennon eftir að hafa fylgst grannt með honum um skeið og þá helst vegna misnotkunar hans á eiturlyfjum. Hann hafði sig mjög í frammi í ýmsum mót- mælaaðgerðum, sem stjórnin leit hornauga, og barðist einnig á þessum tíma gegn því að verða framseldur til Englands vegna marijuhana-ákæru, sem hann átti yfir höfði sér þar í landi. Ný vopn í baráttunni viö skæruliöa á N-írlandi: Fullkomnar tölv- ur settar í alla lögreglubfla Bclfast, 22. tnars. AP. LÖGREGLAN f Ulster-héraði á Norður-írlandi hefur í hyggju að út- búa allan bílaflota sinn með tölvu- búnaði til þess að auðvelda barátt- una gegn skæruliðum, að sögn yfir- manns lögreglunnar, Jack Hermon. Til þessa hefur 45 milljónum punda verið varið til þess að und- irbúa þessar framkvæmdir og 65 milljónir punda til þessa sérstaka verkefnis eru á fjárlögum næstu þriggja ára. Tilgangurinn með öllu saman er að tengja alla lögreglu- bílana saman með fullkomnum búnaði til þess að auðveldara verði að undirbúa skipulagðar skyndi- aðgerðir gegn skæruliðum. Að sögn Hermon er lögreglan á Norður-trlandi nú einhver sú best útbúna í heimi hvað þetta varðar. Sagði hann það þakkarvert, á þessum síðustu og verstu tímum samdráttar í efnahagslífi um heim allan, að tekist hefði að afla nægilegs fjármagns til þessa sér- staka verkefnis. Tölvur þessar eru þannig útbún- ar, að lögreglumenn á eftirlitsferð í bílum sinum geta fyrirhafnarlít- ið fengið greinargóða lýsingu á öllum þeim mönnum, sem lögregl- an hefur á skrá í móðurtölvunni. Það er ekki svo lítill fjöldi því alls mun tæpur helmingur hinna 1,5 milljón íbúa Norður-írlands vera á skrá lögreglunnar. Þessu litla fangelsi er sem fyrr segir ætlað að hýsa þá, sem á ein- hvern hátt komast í kast við lögin. Sér í lagi er verið að hugsa til þeirra, sem gerast full djarfir í klæðaleysi og gæta ekki að siða- vöndum áhorfendum og þeirra, sem fá sér full hraustlega neðan í því og gerast kærulausir um stund. Allir þeir, sem á hinn bóginn gera sig seka um alvarlegri glæpi eiga yfir höfði sér gistingu í fylkisfangelsinu. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL: Jan .............. 5/4 Jan .............. 18/4 Jan .............. 3/5 ROTTERDAM: Jan .............. 6/4 Jan .............. 19/4 Jan .............. 4/5 ANTWERPEN: Jan .............. 23/3 Jan .............. 7/4 Jan .............. 20/4 Jan .............. 5/5 HAMBORG: Jan .............. 24/3 Jan .............. 8/4 Jan .............. 22/4 Jan .............. 6/5 HELSINKI: Helgafell ........ 15/4 Helgafell ........ 13/5 LARVIK: Hvassafell ....... 28/3 Hvassafell ....... 11/4 Hvassafell ....... 25/4 Hvassafell ....... 9/5 GAUTABORG: Hvassafell ....... 29/3 Hvassafell ....... 12/4 Hvassafell ....... 26/4 Hvassafell ....... 10/5 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ....... 30/3 Hvassafell ....... 13/4 Hvassafell ....... 27/4 Hvassafell ....... 11/5 SVENDBORG: Hvassafell ....... 31/3 Hvassafell ....... 14/4 Hvassafell ....... 27/4 Hvassafell ....... 28/4 Hvassafell ....... 12/5 Árhus: Hvassafell ....... 31/3 Hvassafell ....... 14/4 Hvassafell ....... 27/4 Hvassafell ....... 28/4 Hvassafell ....... 12/5 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ....... 23/4 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ....... 24/3 Skaftafell ....... 25/4 ^SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Bambus- borð Stærð 46x46. Kr. 1.057.00. Stadgreitt 1.005.00. Fleiri gerðir fyrirliggjandi. Sendum um land allt. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. sími 86112. BAMBUS- HÚSGÖGN 2ja sæta sófi kr. 3.002 staögreiddur kr. 2.852. Stóll kr. 1.915 staðgreiddur kr. 1.820. Borð kr. 1.366 staðgreitt kr. 1.298. Fleiri gerðir af stólum fyrirliggjandl. Gólf- hillur 2 geröir Stærð: Breidd 58 cm, hæð 115 cm, afborgun kr. 1.489, staðgreiddar kr. 1.415.00 Stærð: Breidd 5 cm, hæö 147 cm. Afborgun kr. 2.122. Staögreiðsla kr. 2.016. Gólf- hillur Bogar 2 gerðir Stærð: Breidd 65 cm, hæð 130 cm, afborgun kr. 2.088, stað- greiösla kr. 1.984. Stærö: Breidd 80 cm, hæð 175 cm. Afborgun kr. 3.524. Staögreiösla kr. 3.348.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.