Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 37

Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ' nyr/jAjr^uM'u i? Kannski er tíminn naum- ari en margur hyggur 7395-4991 skrifar: „Kæri Velvakandi. Mikið hefur verið skrifað um spíritisma í dálkum þínum undan- farið, sumir með, aðrir á móti, eins og gengur. Ég hef fylgst af áhuga með þessum skrifum og nú langar mig til að biðja þessa fróðu menn að svara fyrir mig spurning- um sem lengi hafa vafist fyrir mér. Ég hef lengi haft áhuga á trú- málum almennt, spíritisma sem öðru. Oft hef ég velt því fyrir mér, hvernig geti staðið á því, ef það er Þessir hringdu . . Nýjasta tækni og vísindi og Dave Allen Arnbjörn Elíasson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að láta í ljós þá ósk mína að þátturinn Nýjasta tækni og vísindi verði hafður oftar en verið hefur upp á síð- kastið, og alls ekki sjaldnar en aðra hverja viku. Þá leyfi ég mér einnig að taka undir óskir þeirra sem beðið hafa um að Dave Allen komi á skjáinn á nýjan leik. rétt, að það sé myrkrahöfðinginn sjálfur, sem stendur á bak við þau verk sem spíritistar byggja kenn- ingar sínar á, að hann telji sig hafa gagn af því að auka og efla með þessu fólki trú og traust á Guði föður. Einhverjir einlægustu trúmenn sem ég hef kynnst, hafa verið úr röðum spíritista. Þessir menn og konur hafa elskað Guð og borið óbifanlegt traust til handleiðslu hans. Þeir hafa lagt sig fram um að hjálpa meðbræðrum sínum og bæta og þroska sjálfa sig. Sagði ekki Jesú einmitt, að það væri æðsta boðorðið að elska Guð af öllu hjarta, öllum mætti, öllum huga og allri sálu sinni og náunga sinn eins og sjálfan sig. Hvað græðir þá Satan á því að efla á þennan hátt trú fólks á Guð og kærleika til náungans? Þeir miðlar og huglæknar sem ég hef kynnst hafa ávallt byrjað á því að faa með Guðs orð og fela viðstadda forsjá hans. Gaf ekki Jesú okkur loforð um það, að hvar sem tveir eða fleiri væru saman komnir í hans nafni, þar væri hann á meðal þeirra. Hvernig get- ur það þá gerst, að Satan komist upp með að blekkja og afvegaleiða þetta fólk, sem er að enda við að fela sig forsjá Guðs í Jesú nafni? Heilög ritning er skrifuð með höndum manna, en með orðum, sem komin eiga að vera frá Guði sjálfum. Samt gefur hún okkur ekki skýrari fyrirmæli um vilja Guðs um það, að í 2000 ár hafa staðið deilur um túlkun hennar og hvað það sé, sem Guð er raunveru- lega að segja okkur. Þetta hefur orðið til þess, að margir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir Guði og tilgangi lífsins. Hvernig er þá hægt að halda því fram, að sá, sem af einlægni og í trunaðartrausti á handleiðslu Guðs reynir að rata rétta leið, sé Guði síður þóknan- legur en hinn, sem tekur eina túlk- un góða og gilda sem hina einu réttu, en hafnar öilum hinum? Er Guð þá slíkur harðstjóri, að hann gefur börnum sínum, sem hann þó elskar, svona óljós fyrir- mæli að fara eftir, og útskúfar svo þeim, sem þrátt fyrir einlægan vilja og viðleitni hitta ekki á einu réttu leiðina? Hvernig útskýra þeir, sem ekki trúa á framhaidslíf, þau fyrirbæri sem fólk á banabeði verður fyrir eða þeir sem hafa verið úrskurð- aðir látnir, en komist aftur til lífs- ins? Ef þetta eru verk Satans: Hvað getur hann grætt á því að létta fólki dauðastundina og fylla hug þess af trú og friði? Ég vona, að fróðir menn vilji svara þessu fyrir mig og aðra, sem velt hafa þessum málum fyrir sér. Ég vona líka að þú, Velvakandi góður, sjáir þér fært að koma þessu á framfæri, því að ég veit, að það eru margir, sem hafa áhuga á að fá svör við þessum spurningum. Spíritismi er kannski ekki mik- ilvægasta mál í heimi, heldur hvort það mál, sem getur fært mennina nær Guði og getur glætt vilja þeirra og vitund til að bæta sjálfa sig og heiminn um leið. Og kannski er tíminn naumari en margur hyggur." Frá mínu saklausa viti, get ég ekki nefnt neina óperusöngk- onu hér á landi fyrir utan Sig- linde Kahmann sem hefði getað tekið slík hlutverk og flutt þau með prýði og sóma eins og hún hefur gert. Hér er spurningin ekki, hvort söngkona er eigin- kona Péturs eða Páls. Aðal- atriðið er, að hún geti gert sínu hlutverki skil og áheyrendur fái sitt fyrir peningana sína, auk ánægjunnar. Eins og þú getur vel skilið, fór ég á allar fjórar „Tosca" sýningarnar til að hlusta og leitaði í hvert skipti að þér, til að heyra þinn sérstaka dóm um „Cavaradossi", hann Kristján Jóhannsson. Þú mundir senni- lega hafa verið ánægð með hann i þetta skiptið. Maður má nefnilega aldrei vera of fljótur að dæma eða hæla. Sem betur fer, er nú komin upp sú „íslenska ópera" sem er alveg prýðileg og nauðsynlegt „stökkbretti" fyrir ungt söng- fólk úr Söngskólanum. Við verðum að vera sérstaklega þakklát honum Garðari Cortes, sem stofnaði af dugnaði bæði þessi fyrirtæki. Mikið er nú um að vera í ís- lensku sönglífi og maður nær varla að fylgjast með öllu sem boðið er upp á. Eins og alltaf er sumt gott og annað miður. Nú hlökkum við ofsa spennt til að heyra og sjá óperuna „Ca- valleria Rusticana" eftir Masc- agni í Þjóðleikhúsinu. Vonandi fáum við að heyra fyrsta flokks „Turiddu" frá... ? Virðingarfyllst þinn kollegi.“ jl I r Wlilll M1 % Plastumbúðir og Búra-ostur Jóhanna G. Baldvinsdóttir skrif- ar: „Kæri Velvakandi. Fyrir nokkrum árum las ég í dönsku blaði grein, sem varaði fólk við að nota litaða plastpoka utan um matvörur, hvort sem þær væru ferskar eða frystar, vegna litarefnis í plastinu, sem gæti haft óæskileg áhrif á vöruna. í einu dagblaðanna hér las ég svo fyrir nokkru grein, sem fjall- aði um það, hvort plastumbúðir utan um osta gætu verið krabba- meinsvaldur. Eg er nú lítil osta- manneskja, en nota samt þó nokk- uð af þeim. Fyrir fáum árum datt ég niður á ostategund, sem mér þykir ákaflega góð. Þessi tegund heitir Búri. Sumum finnst hann nokkuð dýr, en þessi ostur hefur það fram yfir margar aðrar teg- undir osta, að hann helst mjúkur til síðustu sneiðar. En það sem mér hefur ekki líkað vel er að Búranum er pakkað inn í eldrautt plast, fremur þykkt, og nú vil ég spyrja framleiðendurna, hvort þeir sjái sér ekki fært að skipta um umbúðir á ostinum; setja hann í glært plast og líma bara flottan rauðan miða utan á. Með kveðju." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt van í þessari vinnu er enginn dagur eins. Rétt væri: I þessari vinnu eru engir tveir dagar eins. Eða: í þessari vinnu er enginn dagur sem annar. Opið til í kvöld NYSLATRAÐ SVINAKJÖT Á ELDGÖMLU VERÐI ★ Svínalæri 1/1 m/beini 99,00 kr. kg ★ Svínalæri úrbeinaö 198,00 kr. kg ★ Hryggir 1/1 190,00 kr. kg ★ Svínabógar þverskornir 1/1 99,50 kr. kg ★ Svínabógar hringskornir 1/1 109,90 kr. kg ★ Svínabógar úrbeinaöir 144,25 kr. kg ★ Reyktur bógur, hringskorinn 1/1 121,20 kr. kg ★ Reyktur bógur, úrbeinaður 176,40 kr. kg ★ Svínahnakki m/beini 109,00 kr. kg ★ Svínahnakki, úrbeinaöur 162,60 kr. kg ★ Reyktur svínahnakki, úrbeinaöur 184,10 kr. kg ★ Hamborgarhryggur m/beini 199,00 kr. kg ★ Hamborgarhryggur án hryggbeins 280,30 kr. kg ★ Reykt svínalæri 1/1 135,00 kr. kg ★ Reykt svínalæri, úrbeinaö 223,98 kr. kg ★ Svínaskankar 31,15 kr. kg ★ Svínalundir 306,80 kr. kg ★ Svínakótilettur 239,55 kr. kg ÞYKKVABÆJARHANGIKJÓTIÐ LANDSFRÆGA ★ Reykt læri 1/1 hlutað ★ Reyktur frampartur hlutaöur A Reykt læri úrbeinað ★ Reyktur frampartur úrbeinaður LÉTTREYKT LAMBAKJÖT ★ Hamborgarhryggir ★ Hamborgarhryggir úrbeinaöir ★ London Lamb ÚRBEINAÐ LAMBAKJÖT ★ Lambalæri úrbeinaö ★ Frampartur úrbeinaöur ★ Hryggir úrbeinaöir FUGLAKJÖT ★ Rjúpur ★ Kjúklingar 5 stk. í poka 114,90 kr. kg 69,30 kr. kg 178,00 kr. kg 129,00 kr. kg 98,00 kr. kg 199,40 kr. kg 148,50 kr. kg 150,50 kr. kg 119,99 kr. kg 177,40 kr. kg 86,00 kr. stk. 96,00 kr. kg DILKAKJOT I HEILUM SKROKKUM Á GAMLA VERÐINU Kynning í dag: Unnar kjötvörur Electrolux-örbylgjuofn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.