Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983
Það yrði eftirminnilegur dagur á
þessu heimili ef maturinn væri til-
Maðurinn minn veit ekki hvað r búinn þegar maður kemur í mat-
svefnleysi er! inn!
HÖGNI HREKKVÍSI
nijhnr-
Eitt skipa Hafskips í Reykjavíkurhöfn.
Það er hægt að reka
íslensk fyrirtæki vel
„Reykvíkingur“ skrifar:
„Allir landsmenn þekkja hinn
mikla barlóm, sem einkennt hefur
málflutning flestra þeirra er
eitthvað koma nærri rekstri at-
vinnufyrirtækja hér á landi hin
síðari ár. Víðast hvar kveður við
sama tón: Tap, samdráttur, erfið
rekstrarfjárstaða, fjármagns-
kostnaðurinn er að sliga atvinnu-
lífið, uppsagnir blasa við og svo
framvegis.
Allt eru þetta kunnar stað-
reyndir, og vitað mál, að helst er
um að kenna örðugleikum í efna-
hagslífi hér á landi, enda vandséð
hvernig á að reka fyrirtæki í 50 til
70% verðbólgu ár eftir ár, og í
stanslausri gengisfellingu, auk si-
vaxandi skattbyrði á einstaklinga
og fyrirtæki.
t öllum þessum harmagráti, við
allar þessar erfiðu aðstæður, kem-
ur það þó fyrir að íslensk fyrir-
tæki eru rekin með hagnaði, og
þau eru til sem þrátt fyrir allt eru
að auka umsvif sín. Það gladdi
mig til dæmis mjög er ég sá i blaði
um daginn, að Hafskip hf. hefði
aukið flutninga sína verulega á
síðasta ári, á sama tíma og flest
skipafélög veraldar hafa verið að
draga saman seglin. Ég veit ekki
hvort hagnaður varð á rekstri
Hafskips á síðasta ári, en svo mik-
ið þykist ég þó sjá af þessum frétt-
um, að félagið er á réttri leið. Það
er þrátt fyrir allt hægt að reka
íslensk fyrirtæki vel, og það jafn-
vel í samkeppni við erlenda aðila
sem hafa mátt horfa upp á sam-
drátt á undanförnum árum og
áratugum. Ég gladdist yfir þessari
frétt um Hafskip, og vona að
fyrirtækið haldi áfram á þessari
braut.“
Sigurður Demetz Franzson
skrifar:
Kæri kollega, Guðrún Á.
Símonar.
Ég er nú aldeilis hissa á,
hvernig þú lætur í Velvakanda
okkar þann 6.3.
Finnst þér ekki, að við þurf-
um að vera þakklát honum koll-
ega og framkv.stjóra Sinfóníu-
hljómsveitar íslands, Sigurði
Björnssyni, fyrir allt sem hann
hefur boðið okkur í sambandi
við óperuflutning í konsert-
formi? Fimm heilar óperur!!!!
Sem sagt 14 kvöld með aðsókn
samtals 13.664 áheyrendur. Og
allt gekk með prýði og sóma.
Bara einu sinni var Traviata-
konsert aflýst hálftíma fyrir
sýningu.
Ég get sagt þér, að fyrir utan
mína persónulegu ánægju, var
ennþá ánægjulegra að verða
vitni að, hvað íslenskir óperu-
unnendur voru hrifnir. Auðvit-
að er einn og einn maður
kannski ekki alveg sammála.
Meira um Tosca
Sérstaklega í hópi gamalla og
ungra óperusöngvara. Það var
víst synd, að þú gast eða vildir
ekki koma sjálf og taka eftir
hvað þessi síðasta „Tosca" hans
Puccini vakti mikla hrifningu.
Verk sem tekið er til flutn-
ings, er fyrst og fremst gert
fyrir almenning, án þess að
skapa aðstandendum svefn-
lausar nætur vegna þess hvað
Petra eða Pálína (þú veist
hvern ég meina) mundu hugsa
eða segja.
Maður verður líka að ráða
söngfólk sem getur staðið sig í
hlutverkinu. Operan „Fidelio"
eftir Beethoven var flutt með
þýskum söngvurum sem þýska
sendiráðið bauð íslenskum
áheyrendum. Fyrir „Othello" og
„Aida“ eftir Verdi var nauð-
synlegt að flytja inn útlenda
tenóra, af því, eins og þú, sem
óperusöngkona og söngkennari
í Söngskólanum, veist, eigum
við engan íslenskan tenór sem
gat tekið þess konar hlutverk
að sér.
Og svo? Hvað um sópran?
Sigurður Demetz Franzson og Guðrún Á. Sfmonar f Tosca.