Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 27 Phil Mahre varð heimsmeistari þriðja árið í röð: „Ég hef ekkert annað markmið en það að hafa ánægju af íþróttinni áá PHIL MAHRE var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem vann heimsmeistara- titil í skíðagreinum og nú þriðja árið í röð. í síðustu viku sigraöi hann sænska skíöakónginn Ingemar Stenmark og aðra keppendur í Aspen og Vail í Colorado í Bandaríkjunum og varði þar með heimsmeistara- titil sinn í skíðagreinum. „Evrópubúar eru ekki svo miklir ferðamenn og af er látið,“ sagöi Mahre í meðaumkunartón. „Þeir sakna fjallanna sinna.“ Stenmark saknar heimsmeistaratitilsins: „Ég er vonsvikinn,“ sagði fyrrverandi konungur skíðaíþróttarinnar og þrefaldur sigurvegari á undan Phil Mahre. „Mér er til efs að ég verði nokkru sinni heimsmeist- ari aftur.“ Svo miklir eru yfirburöir Mahres. Heimsmeistaratitíllinn í kvennagreinum hafnaði einnig í Bandaríkj- unum þetta árið. Hin 20 ára Tamara McKinney bar sigurorð af öðrum keppendum og er það jafnframt í fyrsta skípti sem sá heimsmeistara- titill hafnar hjá Bandaríkjamanni. „Ég trúi þessu varla ennþá, en mér líður stórkostlega," sagði McKinney. „Ég var óneitanlega dálítíð tauga- óstyrk í keppninni í dag, en ég keyrði eins hratt og ég gat.“ Þegar fyrrverandi heimsmeistari, Erika Hess frá Sviss, varð fyrir því óláni aö detta í keppninni í síöustu viku, komst McKinney upp úr þriðja sætinu og skaut bæöi Hess og Hanni Wenzel frá Liechtenstein aftur fyrir sig. Þessa daga, sem hún kallar sjálf bestu daga sína á skíðaferlinum, sigraði hún í tveimur stórsvigskeppnum, sem voru hennar fjóröi og fimmti sigur á þessum vetri. „Ég tefldi á tvær hættur og lagöi allt í sölurnar,“ sagöi hún. Phil Mahre haföi ekki, þar til í síöustu viku, unnið eina einustu keppni, þó svo samanlagður árangur hans í svigi, stórsvigi og bruni væri sá besti. En sigrar hans tveir í stórsvigi glöddu hann meira en heimsmeistarabikarinn sjálfur. „Ég veit þaö ekki, þaö er einhvern veginn þannig, aö hver einstök keppni er mér meira viröi. Maöur hugsar ekki um bikarinn fyrr en eftir á. Keppnirnar eru hápunktur skemmtunarinnar og ég tek þátt í þeim ánægjunnar vegna." Þrátt fyrir bjart og áhyggjulaust líf og mikla velgengni í skíöagrein- inni, viröist þaö ekki hafa stigið Phil Mahre til höfuös. Hann er orö- inn svo frægur í Evrópu, aö þegar hann, fremsti skíöamaöur heims, kemur heim til Bandaríkjanna er hann feginn því aö enginn tekur eftir honum. „Líklega eru fáir Am- ertkanar sem gera sér grein fyrir afrekum mínum," segir Mahre. „Þaö er miöur fyrir skíðaíþróttina, en gott fyrir mig. Ég er ekkert fyrir frægö og frama.“ Sjálfum finnst honum hann ekkert einstakur. „Ég óist upp í snjó,“ sagöi hann og yppti öxlum, „og þar þótti sjálf- sagöur hlutur aö börnin færu á skíöi eftir skólatíma." Þaö geröu einnig hin níu Mahre-systkini. Faöir þeirra, Dave Mahre, fram- kvæmdastjóri „White Pass“-skíða- svæðisins, gaf öllum börnunum skíöaútbúnaö og dálitla ævintýra- þrá. Á síöasta ári barst honum fregnin um heimsmeistaratitil son- ar síns frá litlu feröaútvarpstæki þar sem hann hékk í kaöli utan á fjallinu Mount Everest, þá 55 ára aö aldri. „Til allrar hamingju," heldur Phil Mahre áfram, „haföi ég hæfileika og sem betur fer átti ég tvíbura- bróöur, sem kom inn hjá mér þeirri hvöt aö þurfa alltaf aö vinna hann. Og samt voru á sama tíma sigrar hans sem mínir. Þaö er ekki svo gott aö útskýra þetta." i fyrra hafnaöi Steve Mahre í þriöja sæti á eftir bróöur sínum Phil og Stenmark. í vetur átti hann viö meiðsli aö stríöa í annarri öxl- inni og var í níunda sæti i síöustu viku. Fyrir 25 árum (á fæöingar- degi þeirra) var Steve fjórum mín- útum á eftir bróöur sínum, enda segir hann í gamansömum tón: „Ég hef veriö aö reyna aö ná hon- um allt frá þeirri stundu." Það er honum huggun, aö hann minnkaði bilið niöur í eina sekúndu í keppni einni niöur brattar fjallshlíðar. Þaö er fleira líkt meö þeim bræörum en fallegt, breitt bros og hár sem er aö þynnast. Þeir eiga báöir nýfæddar dætur og þrá aö komast heim í Cascades í Wash- ington. „Feröalögin eru ekkl svo • Svíinn Stenmark é ekki von é þv( að hann endurheimti nokkurn tíma heimsmeistaratitil sinn aftur. • Besti skíðamaður heims, Bandaríkjamaöurinn Phil Mahre. Heimsmeistari é skíðum síöastliöin þrjú ér. • Hin tvftuga Tamara McKlnney é framtíöina fyrir sér. Hún var aö vinna sinn fyrsta heimsmeistara- titil. skemmtileg lengur,“ sagöi Phil, „og óæskileg fyrir fjölskyldulíf. Ég ætla aö taka mér frí í sumar og sjá svo til.“ Ólympíuleikarnir myndu án efa opna honum leiöina til Sarajevo, Júgóslavíu, nk. febrúar, en hann segir sjálfur: „Ég hef í rauninni ekkert annaö markmið en þaö aö hafa ánægju af íþróttinni. Ef ég fer á Ólympíuleikana verö ég aö vera vel upplagður og heppinn einhvern ákveöinn dag.“ j Lake Placid áriö 1980 varö hann í ööru sæti á eftir Stenmark, en hann hefur nú flutt lögheimili sitt til Monaco vegna skattbyröar í heimalandi sínu og er oröinn atvinnumaöur í skíðaíþrótt- inni og hefur þar meö bundiö endi á keppnisferil slnn á Ólympíuleik- um. Samkvæmt áhugamannareglum hefur Phil Mahre líklega ekki nema nokkur hundruð þúsund dollara í aöra hönd. „Éf ég lendi í þriöja sæti á Ólympíuleikum og hef gam- an af keppninni, þá er ég salla- ánægöur,“ sagöi Mahre. Hvaö fjárhaginn snertir er Phil Mahre vel settur. Maöur sér ekKi mynd af Phil né öörum skíöakappa án þess aö á þeim séu einhver auglýsingaheiti. Þegar Phil var spurður hvort hann ætlaöi aö Ijúka keppnistímabilinu í Japan, svaraöi hann: „Vissulega, ef ekki fyrir mig sjálfan, þá fyrir fyrirtækin mín.“ Billy Kidd, fyrrverandi skíöa- kóngur í Bandaríkjunum um 1960, var áhorfandi þegar Phil Mahre kom sem sigurvegari í markiö í Aspen og furðaöi sig á því hvaö Phil metur lítils titla og frægö. „Viðurkenningar, fé og bækur,“ sagöi Kidd, „lætur hann sér fátt um finnast. Þaö eina sem kemgt aö hjá honum er aö hafa gaman af keppninni. Þó ber ekki svo aö skilja aö hann geti aldrei veriö al- varlega þenkjandi. Þaö er hreint ótrúlegt aö hann, sem hugsar svona, skuli vera svona góöur. Umfram allt er hann góöur íþrótta- maður.” Á skólaárum sínum stundaöi Mahre alls kyns íþróttir og naut sín best í fjörugum og ærslafullum boltaleikjum. Kvöldið fyrir loka- keppnina um heimsmeistaratitilinn á skíöum áriö 1981, en þar þurfti hann aö ná einu af þremur efstu sætunum til þess aö veröa heims- meistari og þá jafnframt fyrsti bandaríski heimsmeistarinn, lék Phil Mahre körfubolta í þrjár klukkustundir, þrátt fyrir ítrekaöar aövaranir félaga sinna. Þegar tvíburabræðurnir eru ekki aö keppa í skíöagreinum, leggja þeir stund á kappakstur og fær ekkert þá ofan af þeirri iöju. „Mörgum finnst ég brjálaður,“ seg- ir Phil, „en þetta eru allt leikir og leikir eru til þess aö hafa ánægju af þeim.“ Fyrir þaö hvaö Phil er mikill íþróttamaöur og í góöri líkamlegri þjálfun, getur hann tekiö svo frá- bærar beygjur í skíöabrautinni sem raun ber vitni; aörir meö minni áhuga fyrir íþróttum myndu líklega aldrei reyna aö leika þaö eftir. Hann markar svo skörp skíöaför í snjóinn, aö þeim sem á eftir honum koma og lenda í þeim, á undantekningalaust eftir aö hlekkjast á í brautinni. McKinney hefur mjög fallegan stil og svo mjúkan og llpran aö sagt er aö hún „kyssi snjóinn“ í brautinni, og mikill hraöi er henni aö skapi. Vist er aö Bandaríkjamenn eiga lengi eftir aö hreykja sér af þessari „tvennu“. Og eins og Mahre sagöi: „Ef til vill eygja margir Bandaríkja- menn frægöarvon í skíðagreininni á næstu árum.“ Eftir keppnina í Aspen stóöu Phil Mahre og Stenmark hliö viö hliö og köstuöu mæöinni eftir keppnina. Mahre var berhöföaöur en Stenmark bar húfu meö dúski á höföi. Dúskurinn sveiflaöist til þar sem margfaldur heimsmeistari skíöagreinarinnar hristi höfuöið, tók síöan í hönd heimsmeistarans Phil Mahre. Stuttu seinna spuröi Stenmark hvernig hann ætlaöi aö gera sér dagamun. „Ja, þaö veit ég ekki,“ sagöi Mahre. „Kannski fæ ég mér súkkulaöiköku.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.