Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 19 Kosningabanda- laginu spáð minnkandi fylgi iAindúnum, 28. mara. AP. EFTIR að hafa hafnað í þriðja scti í aukakosningum í Darlington, hefur fylgí kosningabandalagsins minnk- að til muna annars staðar, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar voru á sunnudag. Niðurstöður skoðanakönnunar þessarar, sem gerð var fyrir sjón- varpsþáttin „Weekend World“, leiddu einnig í Ijós fylgisaukningu fhaldsflokks Margrétar Thatcher, forsætisráöherra, en hann varð f öðru sæti í aukakosningunum í Darl- ington á fimmtudag. Roy Jenkins leiðtogi Sósíal- demókrataflokksins, sagði á sunnudag að hann væri reiðubú- inn að láta David Steel leiðtoga frjálslyndra taka við forystu bandalagsins. Þar til nú hafa Jenkins og stuðningsmenn hans einblínt á leiðtoga sósíaldemókrata sem leið- toga og forsætisráðherraefni kosningabandalagsins. Jenkins, sem er 62 ára að aldri er fyrrver- andi atvinnumálaráðherra Bret- lands og var einnig í forsæti framkvæmdaráðs EBE. Skoðanakönnunin, sem náði til 1000 kjósenda, leiddi í ljós að ef kosningar yrðu haldnar nú hlytu íhaldsmenn 43 prósent atkvæða, Verkamannaflokkurinn 35 prósent atkvæða og kosningabandalagið 21 prósent atkvæða. Aðrir smærri flokkar fengu eitt prósent at- kvæða í skoðanakönnuninni. Margrét Thatcher gaf í skyn í ræðu á laugardag, að hún væri að undirbúa kosningar áður en kjör- tímabilið er útrunnið, þ.e. fyrir lok maí 1984 þegar fimm ára tímabili hennar á að ljúka formlega. Njósnarinn Blunt látinn í London London, 28. nura. AP. ANTHONY Blunt, fyrrum listráð- gjafi Elísabetar II. Englandsdrottn- ingar, og sem á sfnum tíma játaði á sig njósnir fyrir Sovétmenn, lést sl. laugardag á heimili sínu f London. Hann var 75 ára að aldri. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, skýrði þingheimi frá þvi í nóvember árið 1979, að Blunt hefði njósnað fyrir Sovétmenn í stríðinu og eftir það, á sama tíma og hann starfaði fyrir MI-5, gagn- njósnaþjónustuna bresku. Blunt játaði njósnirnar árið 1964 en fall- ið var frá málssókn á hendur hon- um gegn því að hann segði allt, sem hann vissi, um bresku njósn- arana Kim Philby, Guy Burgess og Donald MacLean, sem allir flýðu til Sovétríkjanna. MacLean lést í Moskvu 6. mars sl. Blaðamaðurinn, Chapman Pincher, sem mikið hefur skrifað um njósnamál i Bretlandi, sagði i gær, sunnudag, að Blunt hefði svikið eina manninn sem Bretar höfðu á sínum snærum í innsta hringnum í Kreml á striðsárunum og auk þess valdið dauða fjöl- margra annarra manna í Austur- Anthony Bhint Evrópu. Stórblaðið Times of Lond- on, sem skrifaði allítarlega um Blunt látinn, sagði, að hvað sem liði sviksamlegum ferli Blunts, þá hefði hann lagt fram merkilegan skerf til breskrar listasögu og það yrði að meta án tillits til annars. ítalir krefjast brott- flutnings Sovétmanna Islamabad, PakisUn, 28. mara. AP. EMILIO Colombo, utanríkisráð- herra Ítalíu, krafðist þess f ræðu á sunnudag, að allir sovéskir hermenn yrðu kallaðir frá Afganistan þegar í stað til að stuðla að heimsfriði og slökun á spennu í heiminum. Talið er að sovéskir hermenn í Afganistan séu um 105.000 talsins. „Við fordæmum veru Sovét- manna í Afganistan, sem er brot gagnvart sjálfstæði landsins auk þess að vera mannréttindabrot," sagði Colombo í ræðu sinni. Hann sagðist telja að innrás Sovét- manna í Afganistan fyrir þremur árum væri ein meginástæða fyrir spennu milli austurs og vesturs og eitt stærsta vandamál nútímans. TOLEDO Virtasta fyrirtæki heims í vogagerö. SALTFISKVERKANIR SÍLDARSALTANIR Trílluhafnir Vöruafgreióslur Okkar lóð á vogarskálina 35% VERÐLÆKKUN Á PALLAV0GUM! Vegna hagstæöra magninnkaupa höfum viö náö 35% verðlækkun á TOLEDO stálpallavogum. Núna býöst ykkur 2ja tonna vog (150 X 150) frá kr. 84.809,-. Hún er viðurkennd fyrir nákvæmni. Frávik eru innan viö 500 gr. Hæö frá gólfi er aöeins 3 tommur (minni slysahætta). 2ja ára ábyrgö og góöir greiðsluskilmálar. 2ja tonna pallavogin úr ryöfríu stáll, lækkar úr kr. 245.000 í kr. 126.000. 500 kg vogir 1000 kg vogir 2000 kg vogir (90X90 cm) (120 X 120 cm) (150 X 150 cm) Verö kr. 74.480,- Verö kr. 79.580,- Verö kr. 84.809,- Gengisskr. 1.3. '83. ISTW Laugavegi40 S:26707 - 26065 Hvítvoðungur lést af völd- um sprengju NoU, fulíu, 28. nure. AP. ELDUR, sem kveiktur var með „Molotov-kokteil" eða bensín- sprengju varð fjögurra mánaða gömlu barni að bana og sex slösuð- ust í þessum litla bæ í nind við Nap- ólí, að því er segir í heimildum lög- reglunnar. Lögreglan sagðist þess fullviss að eldurinn hefði verið kveiktur með „Molotov-kokteiT sem kastað var inn í verslun með þeim afleið- ingum að eldur kviknaði og breidd ist hann hratt út i ibúðum sem staðsettar eru fyrir ofan verslun- ina. Colombo er i stuttri heimsókn í Pakistan um þessar mundir. Bilskúrshurðir Hagstætt verð/góð greiðslukjör Biðjið um mync/a/ista ísíma 18430 ▼ Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S .1843o/sKEIFAN 19 S. 85244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.