Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins funda með námsmönnum erlendis: Það hafa orðið líflegar umræður — segir Birgir Isl. Gunnarsson „VIÐ höfum mætt bæði samherjum og andstæðingum á fundunum og það hafa orðið líflegar umræður,** sagði Birgir ísl. Gunnarsson, alþingismaður, f spjalli við Morgunblaðið, en þeir Geir H. Haarde, frambjóðendur 1 Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eru nýkomnir frá Norðurlöndum, en þar voru þeir til að kynna íslendingum stefnumál Sjálfstæðisflokksins við komandi alþingiskosningar. Birgir sagði að þeir Geir væru ánægðir með fundarsókn íslend- inganna og gat Birgir þess að um 60 manns hefðu mætt á fjölmennustu fundunum, en fundir hafa verið haldnir í níu borgum Norðurlanda á átta dögum. Á föstudagskvöld var haldinn fundur í Árósum, en á fimmtudagskvöld í Kaupmanna- höfn, en þann fund sóttu um 50 ís- lendingar. Birgir sagði að fundirnir hefðu verið miklir umræðufundir, þar sem einnig hefðu mætt pólitfskir and- stæðingar og hefðu farið fram fjör- ugar umræður. „Mér finnst að það mælist mjög vel fyrir hjá íslending- um að menn komi og ræði málefnin og stjórnmálaviðhorfið," sagði Birg- ir ísl. Gunnarsson. Oddur A. Sigurjóns- son fgrrv. skólastjóri er látinn LÁTINN er I Vestmannaeyjum Oddur A. Sigurjónsson, fyrrverandi skólastjóri. Oddur var fæddur þann 23. júlí 1911 á Grund i Svínadal í Austur- Húnavatnssýslu. Hann var sonur hjónanna Sigurjóns Oddssonar, sjómanns, og Ingibjargar Jósefs- dóttur. Oddur varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1935, lauk prófi í forspjallsvísindum frá Háskóla íslands árið eftir og tók kennarapróf árið 1937. Hann stundaði einnig nám ( orlofi í Bandaríkjunum veturinn 1957- 1958. Oddur var skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Neskaupstað árin 1937 til 1960 og skólastjóri Gagnfræðaskólans í Kópavogi varð hann árið 1960. Hann var vara- Oddur A. Sigurjónsson fulltrúi og aðalfulltrúi í bæjar- stjórn Neskaupstaðar árin 1946 til 1958 og sat þar í ýmsum nefndum. Eftir að Oddur lét af skólastjórn í Kópavogi fyrir aldurs sakir, gerðist hann blaðamaður við Alþýðublaðið og starfaði þar um nokkurra ára skeið. Síðustu árin bjó hann í Vest- mannaeyjum. Oddur skrifaði mikið um þjóðmál í blöð, þar á meðal i Morgunblaðið. Árið 1938 kvæntist Oddur A. Sig- urjónsson Magneu Bergvinsdóttur og lifir hún mann sinn. Albert á kappræðufundi í gærkvöldi: Alþýðubandalagið útilokar sig frá stjórnarsamvinnu — stöðvi það framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli ALBERT GUÐMUNDSSON, efsti maður D-listans ( Reykjavík, lýsti því yfir á fjölmennum og fjörugum kappræðufundi með Jóni Baldvin Hannibalssyni í gærkvöldi, að Al- þýðubandalagið útilokaði sig frá stjórnarsamvinnu, ef það reyndi að koma í veg fyrir að Alþingi tæki ákvarðanir um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. A-listinn spyr, hvað á að taka við og leitar auðvitað til okkar sjálfstæðismanna um svör, sagði Albert Guðmundsson. Þessi fund- ur er þess vegna mikil traustsyf- irlýsing á Sjálfstæðisflokkinn. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í inngangsræðu sinni, að það ætti að taka „tvíburaflokka verðbólg- unnar“ á orðinu og telja niður at- kvæði þeirra í komandi kosning- um. í svari við fyrirspurnum lýstu báðir frambjóðendur sig hlynnta þjóðaratkvæði í auknum mæli og báðir töldu þjóðaratkvæði eðlilegt til þess að skera úr um jöfnun at- kvæðisréttar í landinu. Albert Guðmundsson var spurð- ur, hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að taka fé til aukinna hús- næðislána og hvort Sjálfstæðis- flokkurinn ætlaði að gera það með því að vinna í happdrætti, og hann Jón Baldvin Hannibalsson: svaraði því, til að þjóðin myndi vissulega vinna í happdrætti ef Sjálfstæðisflokkurinn hlyti meiri- hluta á Alþingi. Jón Baldvin Hannibalsson var spurður um ástæður fyrir lélegri útkomu Alþýðuflokksins í skoð- anakönnunum á vinnustöðum, til dæmis ( Afurðasölunni og á Hótel Sögu, en samkvæmt þeim virtist flokkurinn vera að þurrkast út. Jón Baldvin Hannibalsson svaraði: Þú sagðir Afurðasölu og Hótel Sögu, ég á eftir að heimsækja þessa vinnustaði, þetta lagast kannski þá. Sja nanar a miðsiðu. Teljum niður atkvæði tvíbura- flokkanna í kosningunum Egilsstaðir: Ætlar að ganga yfir Vatnajökul KgikHtöóum, 26. mars. í DAG kom hingað með Flugleiðavél frá Reykjavík Roger nokkur Pichon, sem er foringi í björgunarsveitum franska hersins — en hann kom til landsins í gær. Erindi hans hingað er nokkuð sérstakt — en hann hyggst ganga yfir Vatnajökul á fjórum dögum. Pichon kvaðst fara beinustu leið með bifreið að Eyrarlandi í Fljótsdal, en þaðan mun Ingi- mar Jóhannsson aka honum á vélsleða um 100 km leið að rótum Brúarjökuls. Ferðinni yfir Vatnajökul kvaðst Pichon hafa skipt í fjóra áfanga — sem hver um sig tekur einn dag. Roger Pichon hyggst ganga yfir Vatnajökul á 4 dögum. Á fyrsta degi gerir hann ráð fyrir því að komast í Kverkfjöll, þaðan að Grímsvötnum, þá Esju- fjöllum og síðan að Öræfajökli — og fara niður af jöklinum ofan við Svínafell. Pichon kvaðst fara þessa ferð með vitund og vilja Flugbjörg- unarsveitarinnar, samkvæmt meðmælum frá björgunarsveit- um franska hersins. Pichon sagðist þaulvanur slíkum ferð- um — enda eru björgunarstörf ( frönsku ölpunum daglegur starfi hans, en hann býr í Gren- oble. Þá kvaðst hann mjög vel búinn til fararinnar, þótt talstöð hefði hann enga — enda væri hún of þung til slíkra göngu- ferða. Pichon er í leyfi frá störfum og kvaðst einfaldlega hafa feng- ið áhuga á Vatnajökli; hann væn ekki i neinum þjálfunarleiðangri heldur skemmtiferð. Pichon kvaðst mundu skrifa um ferð sína i frönsk blöð og jafnvel gera sjónvarpsþátt um hana. „Það er að segja — ef ég kemst einhvern tíma niður af jöklinum aftur“ — bætti hann við og brosti. — Ólafur Viggó Oddsson látinn LÁTINN er í Jóhannesarborg í Suður- Afríku Viggó Oddsson. Minningarat- höfn um hann verður haldin ( Dóm- kirkjunni í Reykjavik í dag, þriöjudag. Viggó Oddsson var fæddur 2. des- ember árið 1932 í Vatnskoti í Þing- vallasveit, en hann var sonur Odds Helgasonar, forstjóra, og Katrinar Símonardóttur. Viggó lauk gagn- fræðaprófi árið 1948 og að því loknu lagði hann stund á nám í rennismíði, en hóf síðan að læra loftmynda- kortagerð hjá Hauki Péturssyni, verkfræðingi i fyrirtækinu Forverk. Viggó fór siðan til Hollands til fram- haldsnáms og var til þess styrktur af Sameinuðu þjóðunum. Eftir að hafa unnið um hrið á Is- landi, réðist hann til bresks fyrir- tækis í Jóhannesarborg og starfaði Viggó Oddsson hann þar síðan. Viggó Oddsson skrifaði talsvert í Morgunblaðið fyrir nokkrum árum. Hann var ókvæntur og barnlaus. Egilsstaðir: Frambjóðendur Alþýðu- bandalagsins hætt komnir Kgilsstóðum, 26. mars. í NÓTT fór jeppabifreið út af þjóðveg- inum sunnan megin Reyðarfjarðar. í bílnum voru tveir frambjóðendur Al- þýðubandalagsins á Austurlandi, Helgi Seljan og Sveinn Jónsson, en þeir voru á leið til náttstaðar á Reyðarfirði eftir framboðsfund á Fáskrúðsfirði. Sluppu þeir ómeiddir að kalla — sem teljast verður hin mesta mildi — því að bíllinn er nær ónýtur eftir. Þeir munu báðir hafa haft bflbeltin spennt. f kosningabaráttunni 1979 mun þeim félögum einnig hafa hlekkst eitthvað á, að sögn heimildarmanns, á svipuðum slóðum. - Olafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.