Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 31
39 ósérhlífni, sem átti sér örugglega fáar hliðstæður. Hann lét ekkert aftra sér frá gönguferðum með börnin og þau voru ófá sporin eftir alls kyns duttlungum smáþjóðar- innar. Á sínum yngri árum var Torfi mikill áhugamaður um fótbolta, spilaði með Val árum saman og var alla tíð Valsari í anda. Hann var lítið fyrir að láta á sér bera, maður hæglátur en viðræðugóður og vildi allra vanda leysa. Á stundum var með ólíkindum hversu margir þekktu þennan hægláta mann, en sama segul- magnið og dró öll börn að honum virtist ekki láta aðra samferða- menn ósnortna heldur. Núna á krossgötum í samskipt- um okkar Torfa er áleitin hugsun- in um áhrifin, sem hann hafði inn- an fjölskyldunnar. Ætíð rólegur, yfirvegaður og skilningsríkur, en umfram allt vinur í raun. Sem eig- inmaður og faðir átti hann örugg- lega fáa sína líka. Torfi bar ekki tilfinningar sínar á torg og þakka skyldi almættinu að í lokin var honum hlíft við löngum sjúkra- húslegum. Um leið og ég bið um styrk til handa hans allra nánustu, sem nú eiga erfiðar stundir þykist ég þess fullviss að hans bíði á öðru tilverustigi hinar bestu móttökur. Hjá hinum eftirlifandi stendur minningin um góðan dreng og þakkir fyrir lærdómsríka sam- fylgd. Jónatan Ólafsson Tilvalin tœkifœris gjöf Soda Stream tækiö er tilvalin gjöf við öll tækifæri. Geriö sjálf gosdrykkina og sparið meira en helming. Sól hf. Þverholti 19, sími 91-26300 hreint og meira að segja soðnu eggin hennar ömmu brögðuðust betur en nokkur önnur, að ekki sé minnst á „ömmukökuna". Hennar ævistarf var unnið háv- aðalaust inni á heimilinu, eins og var hlutskipti flestra kvenna af hennar kynslóð. Sjö mannvænleg- um börnum skilaði hún út í lífið og öllum var hún góð. Amma var vel greind kona og metnaðargjörn á sinn hógværa hátt. Barnaskólann á Látrum rækti hún af kostgæfni og einnig stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á ísafirði vet- urinn 1916—1917. Ekki var slík skólaganga algeng þar í sveit á þessum tíma og ber það ljósan vott um framfarahug og trú á gildi menntunar, að faðir hennar gerði henni kleift að stunda þetta nám. Gaman þótti okkur systkinun- um að sögunni um „baráttuna um efsta sætið" í barnaskólanum. Amma hafði Iegið veik og ekki komizt í skólann. Einn skóla- bræðra hennar hugsaði sér gott til glóðarinnar að hreppa nú efsta sætið á prófinu um vorið, en mikil voru vonbrigði hans, þegar amma birtist, gangandi um langan veg þó lasin væri, til að taka prófið og hélt sínu sæti eins og venjulega. Þessi einstaka seigla og baráttu- vilji einkenndi hana alla tíð og gaf henni styrk til að rísa undir ýms- um áföllum, sem hún varð fyrir á langri ævi, svo sem ástvinamissi og heilsuleysi. Amma fór vel með allar Guðs gjafir og hafði megnustu skömm á notkun áfengis og tóbaks og er það haft að orðtaki meðal okkar unga fólksins, sem höfum svipaða af- stöðu, að hann/hún séu af „Mið- víkurættinni", þ.e. eins og amma. Þrátt fyrir söknuð og eftirsjá, gleðjumst við nú, þegar amma er laus við fjötra þessa útslitna lík- ama, því seinustu árin voru henni erfið. Allt var gert, sem í mann- legu valdi stóð, til að gera henni tilveruna bærilega, en enginn gat gefið henni starfsorkuna aftur. Getan var orðin svo lítil en hug- urinn stór sem fyrr og það tók í hjartað að sjá þessar órólegu hendur, sem flögruðu yfir sængina og gátu ekkert lengur. En nú er löngu og viðburðarríku lífi lokið og hafi nokkur átt skilið góða heimkomu, þá er það hún amma. Afi, Sveinarnir hennar báðir og Sigríður hafa vafalaust tekið þar á móti henni og við biðj- um Guð að geyma hana og gefa okkur styrk til að reyna að lifa lífinu eitthvað í líkingu við það sem hún gerði. Sigríður og Theódór Vinnubillinn frá MAZDA með mörgu möguleikana E 1600 pallbíllinn frá MAZDA hefur þegar sannað ágæti sitt við fjöl- breyttar aðstæður í íslensku atvinnulífi. Hann er frambyggður, með 1 tonns burðarþoli, byggður á sterkri grind og með tvöföldum afturhjólum. Hann er óvenju þægilegur í hleðslu og afhleðslu, þar sem pallgólfið er alveg slétt og án hjólskála og hleðsluhæðin er að- eins 73 cm með skjólborðin felld niður. Örfáir bílar til afgreiðslu strax á sérstöku afsláttarverði. Verð áður kr. VERÐ NÚ KR. 174.198 GENGISSKR. 1.3.83 Athugið: Verð þetta getur hækkað verulega eftir 6. apríl næstkomandi. mazDa BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.