Morgunblaðið - 15.04.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1983 47
Ó F R J Ó S E M 1 II H m T 1
egar um ófrjósemi er aö
ræöa, má í allt aö því
40—50% tilvika rekja
ástæöur hennar ýmist
beint og að öllu leyti eöa
þá aö nokkru leyti til karlmannsins.
Á síöastliönum 40—50 árum hafa
orðið mjög miklar breytingar á
viðhorfum í læknisfræöi aö því er
varðar þann þátt, sem karlar eiga í
ófrjósemi. Nú á dögum er fariö aö
líta á hlutdeild þeirra í þeim vanda-
málum, sem tengjast ófrjósemi
hjóna, allt öðrum og raunsærri
augum.
Hér áöur fyrr var litið svo á, aö
ófrjósemi ætti fyrst og síðast rætur
sínar aö rekja til konunnar. Konan
var látin gangast undir víðtækar
prófanir og alls konar læknisfræöi-
legar athuganir geröar á henni, áö-
ur en farið var jafnvel aö ýja í þá
átt, aö karlmaðurinn kynni að eiga
einhvern þátt í ófrjósemi hjónanna.
Margir karlmenn voru auk þess
einkar ófúsir aö láta sýnishorn af
sæöi sínu til læknisfræðilegra at-
hugana á rannsóknarstofum. Þaö
er langt frá því aö þessi viðhorf
karlmannsins séu meö öllu horfin.
Sú skoðun, sem ríkti fyrir um
mjög víða, að ófrjósemi hjóna gæti
aðeins í örfáum tilvikum stafaö af
völdum karlmannsins, hefur nú
orðiö aö víkja aö fenginni staðbetri
vitneskju, þar sem í Ijós hefur
komið, aö í um það bil helmingi
tilvika er þaö einmitt karlmaður-
inn, sem er aöal orsakaþáttur
ófrjóseminnar.
Of fáar sáðfrumur
Þetta mat á því háa hlutfalli,
sem ófrjóir karlmenn eru taldir
eiga í heildartölum um ófrjósemi
hjóna, hefur tekiö aöeins smá-
vægilegum breytingum eftir aö vís-
indalegri athugun lauk fyrir
skömmu, en hún beindist einkum
að því aö geta skilgreint á nýjan
leik, hver þyrfti að vera lágmarks-
tala sáöfruma í sáðfalli viö getnaö
til þess að karlmaður geti talizt
frjór.
Hin venjulega orsök ófrjósemi
karlmanna, það er að segja of lítill
fjöldi sáöfruma eöa tregar hreyf-
ingar sáöfrumanna í sæðisvökvan-
um, stendur í engu sambandi viö
styrkleika kynhvatarinnar eöa karl-
mennsku viökomandi manns. Þrátt
fyrir þann liffræðilega mismun,
sem er á sjálfri kynhvötinni og
frjósemi karlmanns eöa karl-
mennsku hans, — mismunur, sem
ætti að vera öllu nægilega kunnur
— er samt sem áöur enginn vafi á
því, aö ófrjóir karlar leggja mjög
oft þetta tvennt, ýmist tilfinninga-
lega eöa jafnvel vitsmunalega,
næstum alveg aö jöfnu.
Krafan um aö hafa samfarir við
konu sína samkvæmt fastri fyrir-
fram ákveöinni áætlun og eins aö
leggja fram sýnishorn af sæöi sínu
til athugunar á rannsóknarstofu
veröur æriö oft til að íþyngja sál-
arlífi karlmannsins. Honum getur
því verið mikill léttir í því aö ræöa
þessar hliöar málsins viö lækni
sinn, og eins getur það oröiö hon-
um veigamikil hjálp aö gerast
þátttakandi í stuöningshópi ófrjó-
samra hjóna til þess aö koma í veg
fyrir, aö hann falli t sjálfsáliti, sök-
um rangra hugmynda um þaö, í
hverju ófrjósemi hans sé í raun og
veru fólgin.
Sæðissýni allrafyrst
Þær aðferöir, sem mest tíðkast
nú á dögum viö aö meta frjósem-
isstig karlmanns, eru aöallega
ferns konar og í nánum tengslum
hver viö aöra. í fyrsta lagi tekur
læknirinn skýrslur af sjúklingnum,
framkvæmir líkamlega skoöun,
lætur rannsaka sæöi hans og i
fjóröa lagi er svo framkvæmd sér-
stök skoöun á konunni eftir aö
hjónin hafa haft samfarir.
í flestum tilvikum, þegar hjón
leita læknishjálpar vegna ófrjó-
semi, er þaö frásögn sjúklinganna
sjálfra af vandkvæöunum, sem
kemur fyrst, og læknirinn skrifar
því næst skýrslu sína um aödrag-
anda sjúkdómstilfellisins. Því næst
framkvæmir læknirinn nauðsyn-
lega skoöun, og aö lokum fara svo
fram prófanir á rannsóknarstofum.
Aö því er varðar athugun á frjó-
semi karlmannsins, eru athugan-
irnar oft geröar í þveröfugri röö viö
það, sem lýst var hér aö ofan.
Algengast er, aö þaö sé konan
eöa þá hjónin bæöi saman, sem
leita til sérfræöings í kvensjúk-
dómum. Þaö kemur því oft fyrir, aö
þessi sérfræðingur fari fram á, aö
gerö veröi athugun á sæöi eigin-
mannsins á rannsóknarstofu, án
þeSs aö hafa fyrst einu sinni skoö-
aö hann. Karlmanninum er því aö-
eins vísað til sérfræðings í þvag-
færasjúkdómum, ef athuganir á
sæöi hans hafa leitt í Ijós, aö um
óeölilega lága tölu sáöfruma sé aö
ræöa í sáðfalli hans, eða aö sáö-
frumurnar hreyfi sig mjög tregiega.
Þaö er þessi greining á sæöi
karlmannsins, sem fyrsrtf öllu ber
aö framkvæma, þegar fram fer
læknisfræöileg athugun á ófrjó-
semi hjóna. Slík greining á ástandi
sæðisins á einnig þá fullan rétt á
sér, þótt karlmaöurinn hafi áöur
getið börn; meö árunum geta orð-
iö breytingar á frjósemi karl-
mannsins til hins verra.
Greining á sæði
Þegar sæöissýniö hefur borizt
rannsóknarstofunni, er fyrst gerð
athugun á magni sáöfruma — þaö
er skráö hve margar milljónir
sáöfruma sé aö finna í hverjum
rúmsentimetra. Þá er gerö athug-
un á kviki sáöfrumanna, þaö er aö
Útdráttur úr bókinni
„Að verða þunguð á 9.
áratugnum(í eftir dr.
Robert H. Glass og dr.
Ronald J. Ericsson
í eftirfarandi grein,
sem er önnur í röðinni
í greinaflokki um
ófrjósemi eftir þá dr.
Robert H. Giass og dr.
Ronald J. Ericsson,
sem birtist hér í biað-
inu, ræða höfundarnir
lífeðlisfræðilegar og
sálfræðilegar ástæður
þess, að oft reynist
eitthvað það að hjá
karlmanninum, sem
veldur því að hjón geta
ekki eignazt börn.
segja hve há hundraðstala sáö-
frumanna sé á öflugri hreyfingu í
sæöinu. Einnig fer fram athugun á
morphologíu sáðfrumanna eöa
sköpulagi þeirra, og sú hundraðs-
tala sáðfruma, sem virðast að öllu
leyti eölilegar í útliti, skráö niöur.
Venjulegast finnast allmargar
bólgufrumur, þ.e.a.s. hvít blóðkorn
í sáöfallinu, og sé fjöldi þeirra afar
mikill, táknar þaö, aö um sýkingu
sé aö ræða.
Þaö eru tveir þættir, sem geta
virkað truflandi á rétta túlkun
læknisins á greiningu rannsókn-
arstofu á sæöinu. i fyrsta lagi eru
þaö þau frávik, sem veröa á sæö-
iseinkennum í sáöfalli sama karl-
mannsins í mismunandi skipti. Þaö
kemur í Ijós, að oft er um mjög
mikinn mismun aö ræöa í fjölda
sáöfruma sama karlmanns, þegar
sýnin eru tekin úr fleiri sáðföllum
hans. Þannig kom í Ijós, aö ein-
staklingur, sem lagöi fram fleiri
sýni af sæöi sínu, haföi viö talningu
sáðfruma í rannsóknarstofu ýmist
3 milljónir sáöfruma í rúmsenti-
metra sæöis, 55 milljónir á
rúmsentimetra og svo 10 milljónir
á rúmsentimetra í þremur sýnum,
sem tekin voru í röö til athugunar,
og þaö án þess aö unnt væri aö
merkja nokkrar breytingar á
heilsufari hans eöa á líkamsstarf-
semi. Þaö ætti því aö taka að
minnsta kosti þrjú sýni af sæöi
karlmanns til athugunar og grein-
ingar, áöur en fariö er aö flokka
hann annaöhvort sem heilbrigöan
og eölilegan í þessum efnum, undir
frjósemismörkunum eöa ef til vill
með öllu ófrjóan, ef engar lifandi
sáðfrumur finnast í sæöi hans.
Tímabundin ófrjósemi
Ófrjósemi karlmanns kann jafn-
vel aö vera aöeins tímabundiö
fyrirbrigöi, þegar engar sáöfrumur
reynast vera í sæöi hans af völdum
eiturverkana, sem viðkomandi ein-
staklingur hefur þó aðeins oröiö
fyrir aö vissu marki og skamman
tíma. Þaö tekur unga frumu í kyn-
kirtlum karlmannsins 74 daga aö
þroskast upp í fullgeröa sáðfrumu,-
og þaö kann því aö taka aö
minnsta kosti allan þann tíma, eftir
aö karlmaðurinn hefur oröið fyrir
einhverjum þannig kvilla — til
dæmis haft háan hita eöa sýkst af
vírussjúkdómi — þar til eölilegur
fjöldi sáöfruma fer aftur að finnast
í sáöfalli hans.
Þá er þaö einnig annar þáttur,
sem veldur erfiöleikum viö mat
lækna og túlkun þeirra á niöur-
stööum sæöisgreiningar. Þessir
erfiöleikar felast í þeim ríkjandi
ágreiningi sem uppi er um þaö,
hvaö teljast skuli eölilegur lág-
marksfjöldi kvikra sáðfruma í sáö-
falli karlmannsins. Margar læknis-
fræðilegar rannsóknarstofur og
margir læknar halda sig viö lág-
markstöluna 60 eða 80 milljónir
sáðfruma í rúmsentimetra sæöis,
þrátt fyrir ýmsar vísindalegar at-
huganir, sem virka mjög sannfær-
andi og benda eindregið til þess,
aö tala þungana taki ekki aö
minnka fyrr en fjöldi kvikra sáö-
fruma í sáðfalli karlmannsins sé aö
staðaldri oröinn minni en 20 millj-
ónir á rúmsentimetra.
Alvarleg mistulkun
Þessi ágreiningur um þaö, hvar
mörkin fyrir ófrjósemi karla liggi,
getur svo leitt til þess, aö margir
karlmenn, sem samkvæmt nútíma
skilgreiningu læknisfræðinnar hafa
til aö bera nægilega getu til eöli-
legs getnaöar — það er aö segja
meö 20 milljónir kvikra sáöfruma í
rúmsentimetra sæöis eða meira —
eru teknir til læknismeðferðar sem
ófrjóir væru, og sú ákvöröun lækn-
isins verður þá aö teljast byggö á
röngum upplýsingum og þar meö á
röngum forsendum. í slíkum tilfell-
um beinist þá athygli læknisins frá
konunni, þótt einmitt hjá henni
kunni að finnast aðal tálminn á því,
aö til getnaöar komi. Það er full
ástæða til þess aö benda aftur á
það, aö þegar 20 milljónir sáö-
fruma finnast í rúmsentimetra
sæöis eöa jafnvel minni fjöldi, hef-
ur reynslan sýnt, aö fjöldi þungana
er sæmilega mikill. Þaö kynni vel
að vera, aö upplýsingar um fjölda
kvikra, eölilega skapaðra sáö-
fruma í sáöfallinu sé mun betri
grundvöllur til að dæma frjósem-
ismörk karlmannsins eftir, en eins
og er, liggja ekki fyrir nægilega
áreiöanlegar tölur um hlutfall
þungana miöaö viö fjölda kvikra
sáöfruma í sáövökva karlmanns-
ins.
Læknisfræðilegar
leiðbeíningar
Hafi fyrsta sýniö af sæöi til at-
hugunar á rannsóknarstofu reynzt
vera óeölilegt í samsetningu sinni,
er mjög ráölegt aö láta annaö sýni
úr öðru sáöfalli koma til sams kon-
ar athugunar hjá sömu rann-
sóknarstofu, áöur en karlmaöurinn
leitar til sérfræöings í þvag-
færasjúkdómum, sem kann aö
hafa „áhuga á ófrjósemi“. Margir
sérfræöingar í þvagfærasjúkdóm-
um hafa afar takmarkaöan áhuga
á þeim vandamálum, sem standa í
sambandi viö ófrjósemi, og eru þar
af leiðandi ekki alltaf sem bezt aö
sér í þeim efnum. Af þessum sök-
um getur oft á tíðum reynzt mikil
hjálp í því aö spyrjast einfaldlega
fyrir hjá öörum læknum, hvort
nokkur af nálægum starfsbræör-
um þeirra, meö þvagfærasjúk-
dóma sem sérgrein, njóti sérstaks
álits vegna mikillar þekkingar og
reynslu í meðferð ófrjósemi hjá
körlum.