Morgunblaðið - 27.04.1983, Page 14

Morgunblaðið - 27.04.1983, Page 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 Aðgerðir til eflingar at- vinnu í Norðaustur-Englandi — eftir Sigurð Guð- mundsson, áœtlana■ frœðing 1. INNGANGUR Tínarsmiðjur Kldar hrenna yfir Tíni, eins og sterkir vitar skíni. MyrkriA Ijósin magnar óóum. Málmlog gjósa af hverri stó. Skolgrátt fljótió fram í sjó flýtur allt í rauóum glóðum, eins og járn í hundraó hlóóum herði sig í straumsins þró. Smiðjan hundrað hundruð mundir hreyfir einu hoði undir. Sigluhorgar hönd og kili hlakkar hendur steypa og slá. Námugrjótsins grunni á gna-fa skal hún yfir hyli, — hafsins horg með horði og þili háli og moldu sprottin frá. — I'annig lýsir Einar Benediktsson umsvifum í Tínardal í Norðaustur- Englandi í upphafi þessarar aldar. I»á var óvíða meira um að vera en þar í héraði: Námugröftur, málm- bræðsla, skipasmíðar, verzlun og viðskipti. Síðan hefur margt breytzt. Nú eru námurnar tæmdar og búið að loka flestum smiðjunum. í kjölfarið hefur orðið samdráttur í verzlun og þjónustu. Nú er atvinnuleysið óvíða meira en einmitt þar, sem flestar hendur þurfti áður. Yfirvöld telja sér að sjálfsögðu skylt að sporna gegn slíkri óheillaþróun og hafa þvf reynt ýmislegt til atvinnueflingar, þótt með misjöfnum árangri sé. í síðast- liðnum októbermánuði stóð sænska byggðarannsóknastofnunin ERU (Expertgruppen Tör forskning om regional utveckling) í Stokkhólmi fyrir námsferð til Norðaustur- Englands í því skyni að afla upplýs- inga um það helzta sem staðaryfir- völd og aðrir heimaaðilar eru að reyna að gera til að leysa atvinnu- vanda raeð því að stuðla að stofnun nýrra fyrirtækja og framleiðslu. Til fararinnar völdust menn með ólíkan bakgrunn og í ýmsum störfum, þótt allir eigi það sameiginlegt að vinna á einn eða annan hátt að eflingu at- vinnulífs og rannsóknum á atvinnu- þróun. Greinarhöfundi var boðin þátttaka í ferð þessari, og mun hér á eftir reyna að draga saman þau at- riði, er vöktu mesta athygli hans, ef þau mættu verða öðrum til gagns. Það svæði, sem hér er kallað Norðaustur-England er ekki sér- stök stjórnsýslueining. Á ensku er svæðið yfirleitt kallað Northeast en í opinberum skýrslum North. Svæðið er að mestu dreifbýli en þar eru tvö stór þéttbýlissvæði, í Tínardal og Teesdal. Stærsta borgin á nyrðra svæðinu er Newcastle-upon-Tyne, en Middles- brough á því syðra. fbúafjöldi svæðisins alls er um 3 milljónir, eða 6% af fjölda allra Breta. Upp- runalega varð hagvöxtur vegna kolanáms og síðar járnbræðslu, skipasmíða, og efnaiðnaðar. Þarna reis upp mikill fjöldi stórra fyrir- tækja, sem tóku syni verkamanna í vinnu þegar þeir luku skólanámi og aftur þeirra syni. Þannig urðu til stórir byggðakjarnar, algerlega háðir örfáum fyrirtækjum. Þarna þróaðist af gömlum merg svæðis- bundin alþýðumenning, með sína eigin tónlist og tungumál. Á ýmsu hefur gengið um at- vinnuþróun svæðisins, sem of langt mál yrði hér upp að telja. Alit frá byrjun sjöunda áratugar- ins hefur atvinnulífinu farið stór- lega aftur og hefur það leitt af sér gífurlegt atvinnuleysi. Kolanám- urnar hafa tæmst, járn- og stál- bræðslan er úrelt, skipasmíðar hafa að miklu leyti lagst niður og svo má lengi telja. f ágúst 1982 var svo komið að á svæðinu voru tæp- lega 240.000 manns atvinnulausir og þar af höfðu um 40% verið at- vinnulausir í meira en eitt ár. At- vinnuleysi er stöðugt að aukast á þessu svæði, eins og raunar í Bretlandi öllu. Alvarlegast þykir mönnum hversu mjög þeim fjölg- ar, sem verið hafa atvinnulausir lengur en eitt ár, og svo hversu gífurlega erfitt það er að fá vinnu að lokinni skólagöngu. Nefndar eru tölur um það að á sumum svæðum fái aðeins 5% útskrifaðra úr skólakerfinu vinnu. Mjög mikið er á sig lagt í Norð- austur-Englandi í þeim tilgangi að skapa ný störf. Margt af því, sem verið er að gera er áhugavert fyrir okkur íslendinga, enda þótt ljóst sé að það vandamál, sem Bretar eiga við að etja í atvinnumálum er svo gífurlegt að milli okkar og þeirra er engin samlíking. Þær að- ferðir sem þeir nota gætu vel leyst minni háttar vandamál, en alls ekki þann vanda, sem þarna er við að etja. Kom enda fram í viðræð- um að þetta er mönnum ljóst. Til að leysa þeirra vanda þarf miklu meira en það að heimskreppunni linni. Enda þótt allt færi á fleygi- ferð aftur í hagkerfi heimsins mundi aldrei nema lítill hluti þessa fólks, sem þarna er atvinnu- laust fá aftur vinnu. Til þarf að koma gjörbreytt viðhorf til vinnu- markaðarins: Styttri vinnutími, fleiri en einn maður um hvert starf, lækkaður eftirlaunaaldur o.s.frv. Hér á eftir verður reynt að gefa stutt yfirlit yfir þær aðgerðir, sem þátttakendum voru kynntar í þessari námsferð. Megináherzla var lögð á aðgerðir, sem upprunn- ar eru frá heimamönnum sjálfum, sveitarfélögum, stofnunum í hér- aði og samtökum einstaklinga. Því til viðbótar er gerð grein fyrir því helzta af aðgerðum af hálfu lands- stjórnarinnar, sem ekki nýtast öðruvísi en með framtaki aðila í héraði. 2. AÐGERÐIR SVEITARSTJÓRNA Sveitarstjórn í Englandi er í tveimur þrepum. Annars vegar eru hin svokölluðu Sýsluráð (County Council) en minnstu svæðiseiningarnar eru Hverfis- stjórnir (District Councils). Hinar síðarnefndu eru mikilvægari á þéttbýlissvæðunum, en þær fyrr- nefndu í dreifbýli. Bæði stig sveit- arstjórna standa fyrir aðgerðum til eflingar atvinnulffi. Mestur hluti þess fjár, sem til þessa er varið er upprunninn hjá land- stjórninni, eins og raunar meiri- hluti ráðstöfunarfjár sveitar- stjórna í Englandi. Þessar aðgerð- ir sveitarstjórna eiga sér ekki mjög langan aldur, enda má segja að þörfin fyrir þær sé heldur ekki gömul. Mörg sveitarfélög voru með iðnþróunarfulltrúa, sem hafði það hlutverk að auglýsa svæðið og annast samskipti sveitarstjórnar- innar við atvinnulífið. Þegar at- vinnulífið tók að dragast saman og atvinnuleysi að aukast fóru sveitarstjórnir að grípa til ýmissa annarra aðgerða, sem verða taldar upp hér á eftir. Auglýsingar Það hefur lengi tíðkast að sveit- arfélög auglýsi sig sem góða staði til atvinnurekstrar. Mörg sveitar- félög auglýsa í fjölmiðlum og senda fyrirtækjum bæklinga. Einnig eru settar upp stefnu- beindar auglýsingaherferðir, byggðar á markaðsrannsóknum. Er þá reynt að höfða til fyrirtækja í þeim greinum, sem komið hefur í ljós að hafi sérstakt erindi á stað- inn. Þannig leggja sveitarfélög á Norðaustur-Englandi t.d. mikla áherzlu á nálægð sina við olíulind- irnar í Norðursjónum til að ná til sín fyrirtækjum í olíugreinum. Aðalvandinn við þessa aðferð er að mjög lítið er af vaxtargreinum, sem geta valið sér stað og að mikl- um fjármunum er varið til inn- byrðis samkeppni milli héraða. Iðnaðarlóðir og húsnæði Að sjálfsögðu er mönnum ljóst að lóðir og húsnæði eru afar mik- ilvægar forsendur atvinnuefl- ingar. Þessi mál snúa að sveitar- stjórnum á ýmsa vegu. í fyrstu má nefna skipulag, þar sem gert er ráð fyrir atvinnuhúsnæði, á þann veg að sem minnstri röskun valdi fyrir aðra starfsemi í héraðinu og þannig að nægilegar lóðir verði til. Einnig má nefna að margar sveit- arstjórnir fylgjast með landi og iðnaðarhúsnæði og hafa á hverj- um tíma upplýsingar um hvað fá- anlegt er til leigu eða sölu. Þessi starfsemi tengist að sjálfsögðu auglýsingastarfseminni. Auk þessa hafa sveitarfélög töluverða möguleika til að eignast sjálf lóðir og byggja iðnaðarhús- næði. Á síðari hluta áttunda ára- tugarins komust mjög mörg sveit- arfélög að því að mikilvægast var Sigurður Guðmundsson að efla smáiðnað. Heppilegt hús- næði fyrir lítil fyrirtæki reyndist mjög af skornum skammti. í framhaldi af þessu réðust mörg sveitarfélög í að byggja húsnæði fyrir litlar verksmiðjur og verk- stæði. Slík starfsemi er nú lang mikilvægasta staðbundna aðgerð- in til atvinnueflingar í Englandi. Húsnæði fyrir lítil fyrirtæki er boðið fram á margan mismunandi máta. Auk þess að byggja nýtt húsnæði til leigu, eru til dæmi þess að gömlu íbúðarhúsnæði hafi verið breytt í verkstæði, og að stórum verksmiðjuhúsum hafi verið skipt upp fyrir minni fyrir- tæki. I sumum tilvikum eru ein- ingarnar með ákveðinn kjarna, þar sem er að finna skrifstofur, fundaraðstöðu og sameiginlega þjónustu, — sem stendur öllum leigjendum til boða. I nokkrum til- vikum eru ráðunautar á staðnum mönnum til aðstoðar. Leiguskilmálar eru mjög mis- munandi. Mest af iðnaðarhúsnæði er í eigu sveitarfélaga, en til eru dæmi um sameign með einkaaðil- um. Lengd leigutíma er einnig mjög mismunandi og allt er gert til þess að gera mönnum kleift að hafa sem rúmast um hendur varð- andi skuldbindingar. t sumum til- vikum er uppsagnarfrestur ein- ungis einn mánuður og leiga jafn- vel greidd vikulega. Sum sveitar- félög bjóða fyrirtækjum ókeypis leigu um tíma. Fjárhagsaðstoð við iðnað Aðalform fjárhagsaðstoðar við iðnað eru lán og styrkir. Annars vegar er um að ræða möguleika, sem byggjast á sérstökum lögum, og þá sérstaklega lög um aðstoð við iðnað í gömlum iðnaðarhverf- um inni í borgum. Hins vegar reyna sveitarfélög að nota sér leið- ir til aðstoðar utan við lagasetn- ingu. Heimildir þeirra til álagn- ingar gjalda, sem ekki eru eyrna- merkt til ákveðinna nota eru þó mjög takmarkaðar. Fyrirtæki fá lán hjá sveitarfélögum til fjárfest- ingar og jafnvel til flutnings inn á svæðið. Einnig er til í dæminu að styrkjum sé beitt til að greiða leigu eða vexti og jafnvel fjárfest- ingu. Þá hafa sveitarfélög gengið í ábyrgðir vegna lána hjá banka- stofnunum. Sveitarfélög í Eng- landi geta ekki sjálf átt hlutabréf í fyrirtækjum, en nokkur þeirra hafa látið eftirlaunasjóði starfs- manna sinna kaupa hlutabréf. Reynt hefur verið að láta sveitar- félög stofna sjálfseignarfyrirtæki, en það mun vera ólöglegt. Miklar deilur eru uppi um það hvort þessi starfsemi sveitarfélag- anna eigi rétt á sér. Margir eru þeirrar skoðunar að hér sé ekki farið vel með skattpeninga. Ljóst er að ekki er um miklar upphæðir að ræða úr hendi sveitarfélag- anna, þannig að ekki er hægt að snúa við þeirri gífurlegu öru at- vinnuleysisaukningu, sem víða er við að etja. Þá má efast um þekk- ingu starfsmanna sveitarfélag- anna til að leika peningamenn. Þeir starfsmenn sveitarfélaganna sem áður unnu við skipulag eru nú flestir farnir að vinna við eflingu atvinnu. Skólakerfið hefur ekki búið þessa menn undir slík störf og hefur þetta valdið nokkrum erfiðleikum. Þetta er þó að breyt- ast. Iðnaðarráðgjöf Flest sveitarfélög hafa iðn- þróunarráðunauta (Industrial Development Officer) eins og áður var á minnst. Þeirra hlutverk er að reyna að fá fyrirtæki til að flytja sig í sveitarfélagið, en þeim er einnig ætlað að aðstoða starf- andi fyrirtæki. Þeir hjálpa fyrir- tækjum í gegnum frumskóga kerf- isins í leit að aðstoð, við að finna nýtt húsnæði eða rétta ráðgjöf. Nokkur sveitarfélög reka ráðgjaf- arþjónustu fyrir fyrirtæki en önn- ur niðurgreiða þjónustu einkaað- ila. Til eru sveitarfélög, sem reka gagnagrunna um staðbundna framleiðslu, þjónustu og markaði. Þetta er gert í þeim tilgangi að efla staðbundin tengsl fram- leiðslufyrirtækja, þ.e.a.s. að þau kaupi af fyrirtækjum í sveitarfé- laginu í stað „innflutnings" frá öðrum svæðum eða útlöndum. Slíkar upplýsingar geta einnig verið gagnlegar til að sjá fram- leiðslumöguleika fyrir smáfyrir- tæki. Upplýsingarnar geta verið sveitarstjórninni sjálfri gagnlegar til að beina eigin innkaupum til fyrirtækja á staðnum. Sveitarfé- lög hafa einnig staðið fyrir vöru- sýningum til að auka innbyrðis tengsl fyrirtækja innan sveitarfé- lagsins og gera þeim kleift að kynnast hverju öðru. Samvinnufélög Samvinnufélög eru ekki mjög algeng í Bretlandi og í raun á allt öðru formi en við eigum að venj- ast. Algengast er að hópar iðnað- armanna vinni saman í samvinnu- félögum. Á síðustu árum hefur orðið algengara að starfsmenn stofni framleiðslusamvinnufélög, einkum á rústum gjaldþrota fyrir- tækja. Sveitarfélög hafa stutt stofnun samvinnufyrirtækis með stofnun Samvinnuþróunarstofn- ana, með því að útvega slíkum fyrirtækjum húsnæði og kosta þjálfun og kennslu fyrir stjórn- endur og almenna starfsmenn. Vísinda- og tæknigarðar Mjög mikil áhersla er lögð á þátt nýrrar tækni í sköpun nýrra atvinnutækifæra í framtíðinni. Allmörg sveitarfélög hafa ráðist í byggingu svokallaðra „vísinda- garða" (science parks) til þess að búa í haginn fyrir og draga til sín hátækniiðnað. Þetta hefur oft ver- ið gert í samvinnu við mennta- stofnanir, en einnig fyrirtæki í einkaeign. Framboð á slíkri að- stöðu er í dag langt umfram eftir- spurn og því er veruleg hætta á því að margir þessara vísinda- garða kollsigli sig, enda þótt hugmyndin sé í sjálfu sér mjög athyglisverð. Nokkur sveitarfélög hafa iagt sérstaka áherzlu á að stuðla að nýjum uppfinningum. í Gates- head, sveitarfélagi í grennd við Newcastle, hefur þannig verið komið upp Uppfinningamiðstöð (Innovation Centre). Þar fá upp- finningamenn að koma og smíða eftir hugmyndum sínum. Þeir hafa þarna aðgang að algengustu tækjum og fá aðstoð við öflun einkaleyfa. Einnig reynir miðstöð- in að koma þeim í samband við væntanlega framleiðendur. Sveitarfélög reyna að byggja upp glansmynd til að draga til sín fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.