Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 Þessi mynd er reyndar ekki tekin í Austurbæjarbíói, en er engu að síöur af Fall. Tónleikar Morals, iss!, Þeys og The Fall: Sannkölluð jólastemmning hjá öllum litlu ..grísunum" Þaö hlýtur að hafa veriö ofsalega gaman hjá öllum litlu „grísunum“ í Austurbæjarbíói á föstudagskvöld. Grenjandi fyllirí og gaman og tónleikarnir í sjálfu sér algert aukaatriöi, eöa svo var a.m.k. að sjá og heyra framan af. Annars var bara nokkuð fjölmennt ef út í þaö er farið, á bilinu 600—650 manns. Mórall Þaö skiptust á baul og fagnaö- aróp þegar Bubbi Morthens birtist á sviöinu meö Mórals-sveitinni. „Boo yourselves arseholes," öskr- aði Mikki Pollock á lýöinn og rétti þeim „Ijótan fingur“ því til árétt- ingar. Auk þessara tveggja voru þeir Þorleifur, fyrrum bassaleikari úr Egó, Beggi, gítarleikari Egó, og Kormákur Geirharösson, tromm- ari, eitt sinn í Taugadeildinni og Q4U, í hljómsveitinni. i heildina séð komst Mórall mjög vel frá sínu. Greinilegt var, að samæfingin var ekki neitt óskap- leg, en ánægjan af spilamennsk- unni virtist þeim mun meiri. Sér í lagi fór ekki á milli mála, aö bæöi Þorleifur og Mikki nutu þess að standa á sviöinu á ný. Lokalag þeirra, sem ég held hafi heitið Hvíti hesturinn eöa eitthvað ámóta og fjallaöi um heróínböl, var sérstak- lega áhrifaríkt. Iss! Iss! kom fram næst á eftir viö talsveröa hrifningu fólks. Mér gengur ennþá dulítiö illa aö átta mig á tónlist þessarar sveitar, sem virðist sannast sagna verulega leit- andi ennþá. Þaö sama má segja um Iss! og Móral, aö lokalagiö var mjög traust. Hugsa held ég það sé kallaö og er bara skrambi gott keyrslulag. Annars ber iss! tals- veröan keim af áhrifum Einars Arnar Benediktssonar, einhvers sérstæöasta persónuleika yngri kynslóðar rokksins, og er e.t.v. ekki að undra. Tónlistin er talsvert „ööruvísi“, en hljómsvitin á enn eftir aö slípast verulega. Þeyr Þeysarar voru síðastir í rööinni af upphitunarsveitunum þremur og komu mér Verulega á óvart. Sann- ast sagna haföi ég misst alla trú á þessari hljómsveit, sem i eina tíö bar höfuö og herðar yfir allar aörar íslenskar sveitir í mínum huga. Trúin kom aö vissu marki aö nýju viö að sjá Þeysara þetta kvöld og svo virðist blessunarlega sem sveitin sé að rífa sig upp úr þeim öldudal, sem einkennt hefur feril hennar í nær heilt ár. Vissulega vantar enn mikið þegar Þorsteinn Magnússon er ekki til staöar. Pöpullinn veinaöi af kæti þegar Killer Boogie var leikiö og stappaöi og klappaöi hamstola í lokin í þeirri von sinni aö fá aö heyra Rudolf. Þrátt fyrir einhverja buröugustu uppklappstakta, sem heyrst hafa hérlendis í langan tíma, dugöi þaö ekki til aö særa Rudolf fram úr fylgsni sínu. Fall Eins og eðlilegt má teljast voru það Fall-arar, sem ráku smiös- höggiö á þessa samkundu. Þótt undarlegt megi viröast þusti stór hluti „grísanna" út eftir aö Þeysar- ar höföu lokið leik sínum. Eftir sat því eldri hluti tónleikagesta, negld- ur niöur í sætin, og klappaði aö því er virtist helst fyrir kurteisissakir. Þannig var því a.m.k. farið meö undirritaöan. Ég man eftir Fall frá heimsókn þeirra hingað til lands í október 1981. Mér fannst alls ekki gaman aö þeim þá. Nú höföu þeir bætt viö sig trommuleikara og það fannst mér góö breyting. löulega brá fyrir mjög skemmtilegri samvinnu trommaranna, en þar meö var þaö líka upptalið aö mínu mati. Ég held ég hafi gefist upp eftir 6 lög, þá haföi ég fengið nóg. Reyndar tals- verö framför frá því 1981. Þá tolldi ég í 3 lög á fyrri tónleikunum, sem ég sá, 4 á þeim síöari. Ég ætla ekki aö fara aö hnýta í tónlist Fall, til þess er hún mér allt of fjarlæg. Vafalítiö hafa margir notiö tónlistar þeirra fimmmenn- inganna á föstudag, en fyrir minn smekk var hún óskaplega „mónó- tónisk“ og er ég þó nokkuð vanur tónlist af slíkum meiði. Fall er bara ekki fyrir mig. F í K plötuna Sýn og fleira ■ m „íslensk popptónlist hefur til- tölulega lítiö breyst á undanförnum tveimur árum, það er í heildina séö. Ég er þeirrar skoöunar að Grafík hafi breyst meira en flestar aörar íslenskar hljómsveitir á þessum tíma,“ sagöi Rafn Jónsson, einn meölima hljómsveitarinnar Grafík, er Járnsíöan ræddi viö hann fyrir skömmu. Þessa dagana er önnur breiöskífa hljómsveitarinnar aö lita dagslns Ijós. Ber hún nafniö Sýn. Haustiö 1981 gaf Grafík út plötuna Út i kuld- ann og var henni mjög vel tekið, jafnt á meöal gagnrýnenda og al- mennings. Þar var að finna „öðru- vísi“ tónlist en menn voru vanir frá íslenskum hljómsveitum og ekki geröi þaö undrunina minni, aö hljómsveitin kom frá ísafiröi. Fyrir þá, sem ekki hafa fylgst lengi meö íslenskri popptónlist, sakar ekki að geta þess, að allir meölimir Grafík voru áöur í ísfirsku sveitinni Ýr, sem m.a. gaf út eina hljómplötu. Reyndar er Rafn eini maöurinn í Grafik, sem var í upprunalegri útgáfu Ýr, en hinir bættust síöan allir í hópinn, aö ein- um undanskildum. Hljómsveitin Grafík er i dag eins skipuö og þegar hún gaf út plötuna Út í kuldann, utan hvaö Ólafur Guö- mundsson, sem lagöi til söng á þeirrí plötu, hefur haldiö á brott. í hans stað hefur komiö maöur, sem kýs aö nefna sig Ramó. Aörir meölimir í Grafík eru sem fyrr segir Rafn Jónsson, trommuleikari, Örn Jóns- son, bassi, Vilberg Viggósson, hljómborö og Rúnar Þórisson, gítar og söngur. Tiltölulega stutt er síöan allir meö- limir hljómsveitarinnar settust aö í höfuöstaönum, ýmist vegna vinnu eöa náms. Ég spuröi Rafn aö því hvort Grafík heföi ekki verið óeöli- lega lítiö á feröinni frá því Út í kuld- ann leit dagsins Ijós. „Jú, viö höfum t.d. mjög lítiö spil- aö hérna í Reykjavík. Komum reynd- ar fram á tónleikum á Hótel Borg um daginn. Þaö var helst að við spiluö- um fyrir vestan.“ — Hvernig seldist Út í kuldann hjá ykkur? „Hún hefur nú selst í 1150 eintök- um og viö erum bara mjög sáttir viö þaö. Af þessari tölu hafa um 900 eintök selst hér innanlands, en 250 stykki fóru á sínum tíma vestur um haf til Greenworld-dreifingarfyrir- tækisins í Kaliforníu. Þessi 250 ein- tök hafa farið býsna víöa og nú stendur til aö senda 200 eintök til vlöbótar. Þaö eru engin ósköp, en þaö munar vissulega um allt." — Hefur oröiö mikil breyting á tónlist ykkar frá því Út í kuldann kom út? Táragas og læti á tónleik- um Clapton Lögreglan í Róm varð aö grípa til táragass til þess að sundra hópi ólátaseggja, sem reyndu án afláts að komast inn f Palazzo Dello Sport (flókið nafn fyrir jafn einfaldan hlut og íþróttahöll) rétt fyrir utan Róm á mánudagskvöld. Fyrir löngu var uppselt á tón- leikana, 14.000 sæti, en hvorki fleiri né færri en 6000 manns sátu eftir meö sárt ennið og enga miða, en húktu fyrir utan tónleikana á enda í von um aö komast inn. Þegar mönnum tók aö leiöast biöin greip einhver til þess ráös aö lífga upp á kvöldiö meö því aö hleypa af skammbyssu. Það var þá, sem lögreglan lét til skarar skríöa. Að sögn tals- manns hennar var þremur skot- um hleypt af, en engin meiösl uröu á fólki. Og hvaö var svo um aö vera? Er það nema von, aö fólk spyrji. Blúsrokkarinn síungi Eric Clap- ton var aö leika af alkunnri snilld í Palazzo Dello Sport. Big Nós Band með tvöfalt siðgæði Þrátt fyrir krepputal í öllum landsmönnum um þessar mund- ir, og þaö hreint ekki aö ástæóu- lausu, hefur Járnsíöan fregnaö, aö von sé á nýrri breiöskífu frá til þessa lítt þekktri sveit — nefni- lega Big Nós-Bandinu hans Pét- urs Stefánssonar. Eftir því sem Járnsíöan kemst næst munu vera alls 14 lög á þessari breiöskífu, sem tekin var upp í vetur undir stjórn Tony Cook. Mun afkvæmiö bera nafniö Tvöfalt siögæöi og vera komiö alla leiö í skurö þessa dagana. Grunur leikur á, aö ýmsir liprir hljómlist- armenn hafi lagt Bignós-bandinu lið, en slíkt fékkst ekki staöfest. Viö skýrum frekar frá öllum staö- reyndum um leiö og nánari fregnir berast. „Já, ég vil meina, aö tónlistin hjá okkur hafi breyst talsvert. Reyndar mátti heyra á fyrstu plötunni okkar hvert stefndi og því tel ég aö hér sé aö nokkru leyti um rökrétt framhald að ræöa. Þaö er helst, aö tónlistin sé á heldur breiöara sviöi en hún var. Viö erum einnig meö hljóöfæri nú, sem viö ekki notuöum þá og má þar nefna saxófón, sem þeir Þorleifur Gíslason og Sigurður Flosason blása í fyrir okkur af snilld, einnig harmon- ikku og xylofón og svo gítar- og trommuhljóðgervla, en þá notum við á dálítiö annan hátt en venja er.“ Aö sögn Rafns hefur einnig sú breyting oröið hjá hljómsveitinni, aö meira er um aö einstakir meölimir hennar semji einstök lög og texta. Áöur var meira um innbyrös sam- vinnu, en nú eru aöeins þrjú laganna skrifuö á tvo eöa fleiri meölimi. Alls eru lögin á nýju plötunni 11 talsins, auk upphafs- og endastafs. — Um hvaö semja menn nú á dögum í textum sínum? „Textarnir held ég fjalli mest um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.