Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 ■ 1982 UniytfMl Pren Syndlcm Hérr\(\. ..Segéu mömmu þinniak uið séum úti. Hún trúírméir -ckkíi-" Á Sólheimum í Grímsnesi. Ast er ... ... að brosa út undir eyru. TM Reg U.S Pat Ott —all rights reserved 61983 Los Anyeles Times Syndicate Listamaðurinn er um margt óvenjulegur, t.d. er hann einstak- lega rangeygður. HÖGNI HREKKVlSI wHVECMIG (SEMGOR. /MEP GÖNö/N/ P/*Pl P" Á sólbjörtum degi á Sólheimum í Grímsnesi Ingimundur Stefánsson skrifar: Sunnudaginn 24. apríl sl. skrapp ég austur að Sólheimum í Gríms- nesi. Þetta barnaheimili þar stofnaði Sesselja H. Sigmunds- dóttir 10. maí 1930 og hóf þar með hið mikla og merka brautryðjend- astarf sitt. Sesselja hafði dvalið mörg ár erlendis og kynnt sér stjórn og rekstur barnaheimila og uppeldi vangefinna barna. Hún stundaði nám við „Stutt- garter Lehrer-Seminar", sem starfaði samkvæmt kenningum Dr. Rudolf Steiners og einnig kynnti hún sér heimili fyrir van- gefin börn, sem störfuðu eftir kenningum hans (Heilpádagogik). Skólar dr. Steiners og uppeldis- stofnanir njóta mikils álits og starfa víða um heim, en skoðanir manna á heimspekikenningum hans eru skiptar. Þegar Sesselja kom heim stofn- aði hún barnaheimilið Sólheima, með hliðsjón af þeirri reynslu, sem hún fékk á Steinersheimilun- um. Hún lagði áherslu á, að heim- ilið starfaði í samræmi við þjóð- legar aðstæður og á þjóðlegum grunni. Sesselja batt sig aldrei með trú- arlegri þröngsýni við neinar ákveðnar kennisetningar. Hún valdi jafnan það, sem hún taldi réttast, og stóð með báðar fætur á jörðu, enda lítil fótfesta f skýjun- um, að hennar áliti. A Sólheimum var lögð mikil áhersla á listræna starfsemi í tíð Sesselju. Söngur var æfður og vistmönnum kennt að leika á hljóðfæri, t.d. hörpu eða flautur Alltaf þegar á þurfti að halda voru við höndina æfðir vistmenn til að syngja, leika á hljóðfæri og jafnvel dansa. Leiklist var snar þáttur í starf- semi Sólheima og Sesselja skildi vel hið mikla uppeldisgildi leik- listarinnar, enda voru Sólheimar þekktir fyrir leikstarfsemi um hennar daga. Og það var einmitt erindi mitt til Sólheima að þessu sinni að sjá leiksýningu þar. Vistmenn á Sólheimum, ásamt starfsfólki, sýndu heimagjört leik- rit, „í Sólheimalandi". Leikstjór- arnir voru Helga Eiríksdóttir og Guðmundur Benediktsson garð- yrkjufræðingur. Eftir margra ára samstarf á Sólheimum þekki ég vel leiklist- aráhuga Guðmundar. Hann hefur átt mörg spor á sviðinu i Sólheim- um og leyst allt jafn vel af hendi, hvort hann var heldur hinn frægi Arthur konungur í Parzival eða hann glettist við hana Evu í Para- dfs. Leiksýningin tókst mjög vel og eiga allir aðstandendur hrós og heiður og bestu þakkir fyrir, og vonandi kemur meira af svona góðu. Sunnudaginn 24. apríl sl. var foreldradagur á Sólheimum, sem forstöðumaðurinn, Halldór Júlí- usson, boðaði til. Foreldradagarnir hafa löngum verið vel séðir meðal aðstandenda nemendanna, enda fjölmenntu þeir og aðrir velunnarar staðarins þennan dag og meira en fylltu gamla samkomusalinn á Sólheim- um. Móttökurnar voru hlýjar og innilegar, jafnt hjá hinum elsku- legu íbúum og hinu fagra um- hverfi staðarins, myllunni gömlu og hollvættum Sólheima. Já, það var hlýtt í lofti og hlýtt í sál, og hlýtt í hverju hjarta þenn- an sólbjarta dag. Halldór, sálfræðingur, Júlfus- son tók við forstöðumannsstarfinu á Sólheimum um síðustu áramót. Hann er kvæntur Ólínu Guð- mundsdóttur hjúkrunarfræðingi og starfar hún þar að hjúkrun- armálum. Halldór metur mikils hið merka brautryðjendastarf Sesselju og vill halda í heiðri gamlar venjur og hefðir á Sólheimum og kynnast sem best sögu og starfi skólans á fyrri árum. Halldór vill ekki að hin gömlu vináttutengsl Sólheima slitni, hvort heldur sem er innan lands eða utan. Ég hvet alla velunnara Sól- heima jafnt og ráðamenn lands og héraða, að styrkja og efla staðinn, bæði vegna sögu hans og hinna miklu framtíðarmöguleika þar. Ég endurtek þakkir mínar til aðstandenda hins ágæta leikrits og þakka jafnframt Pálma Gunn- arssyni og Ólafi Þórarinssyni ágæta tónlist. Að lokum óska ég Sólheimum til hamingju með hinn nýja forstöðu- mann og vona að þau hjónin eigi eftir að starfa þar lengi. Ham- ingja og gifta fylgi þeim og störf- um þeirra. Ég þakka þennan ánægjulega dag og bið guð að blessa framtíð Sólheima." Þessir hringdu . . . Miðarnir eru númerslausir GJ. nemi hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: Það er ákveðið mál, sem mér leikur hugur á að fá upplýsingar um, en það er í sambandi við Sunnudagsgetraunina svoköll- uðu. Mér finnst vera vissir form- gallar á þessu getraunahapp- drætti, bæði nú og fyrr. Ég er raunar efins um, að það sé for- svaranlegt að veita leyfi fyrir því eins og það er framkvæmt. Maður kaupir miða fyrir 75 krónur og miðinn tekur ekki gildi, nema öllum spurningunum sé rétt svarað. Ef við tökum sem viðmiðun getraunir íþrótta- hreyfingarinnar, þá hefur sá mesta möguleika, sem hefur flest svörin rétt. En það er fleira. Miðinn, sem maður kaup- ir í Sunnudagsgetrauninni, hef- ur ekkert númer. Síðan verður maður að senda hann frá sér með nafni, en hefur ekkert afrit í höndunum um það, að maður hafi yfirleitt keypt nokkurn miða. Hvernig er hægt að bjóða fólki upp á þetta? Fyrirspurn til gatnamálastjóra íbúi við Fellsmúla hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að koma á framfæri fyrir- spurn eða öllu heldur tilmælum til gatnamálastjóra. Er ekki unnt að fyrirbyggja það, að stórum vöru- flutningabílum sé lagt niður með Fellsmúlanum? Bílarnir skyggja algerlega á útsýni í báðar áttir, þegar komið er út úr innkeyrslu fjölbýlishúsanna þar, og þó aðal- lega við hús nr. 10—12 og 14—22. Þarna skapast augsýnileg slysa- gildra, ekki síst fyrir börn, sem koma hjólandi niður Fellsmúlann. Gæti gatnamálastjóri ekki beint þessum bílum annað, t.d. að stæð- um við Grænmetisverslunina hin- um megin við götuna? Kvenréttindakona skrifar: „Velvakandi góður. Ég hef heyrt ýmsa fetta fingur út í það tiltæki Geirs Hallgríms- sonar að taka með sér þingkonur Sjálfstæðisflokksins til viðræðna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.