Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAf 1983 55 Fimm stærstu efnahagsstofnanir Vestur-Þýzkalands: Hægur efnahagsbati iðn- ríkjanna mun halda áfram Spá um 0,5% aukningu þjóðarframleiðslu að meðaltali Hcildarflutningar Hafskips juk- ust um tæplega 4% í tonnum talið á síðasta ári, þegar alls voru flutt 170.000 tonn, borið saman við 164.000 tonn árið 1981, að sögn Páls Braga Kristjónssonar, fjár- málastjóra félagsins. Þá liggur fyrir, að hagnaður varð af rekstri Hafskips á síðasta ári. Páll Bragi sagði, að innflutn- ingur félagsins hefði aukizt um liðlega 8%, en hins vegar hefði orðið um 5% samdráttur í út- flutningi, sem er töluvert minna en nemur almennum útflutn- ingssamdrætti á síðasta ári. „Ástæðan fyrir því er sú, að við erum með stöðugri útflutning en aðrir eins og kísilgúr, en minna í sjávarafurðum," sagði Páll Bragi. Páll Bragi sagði ennfremur, að verðmætaaukning flutninganna væri í raun meiri, en tonnatalan segir til um. Hvað varðar árið í ár, sagði Páll Bragi að Hafskipsmenn væru tiltölulega ánægðir með út- komuna. Flutningarnir væru heldur meiri en þeir hefðu gert ráð fyrir. Hafskip er að meðaltali með 7 skip í rekstri, en Hafskip er með fastar áætlunarsiglingar til Norðurlandanna, Bretlands, meg- inlands Evrópu og til Bandaríkj- anna. GENGISÞROUNIN VIKURNAR 18.-22.0G 25.-29.APRÍL 1983 Tuttugu milljónasti Volkswagen-bíllinn var framleiddur í desember sl. og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Ennfremur getur að líta einn af „þeim elztu“. 1982: Volkswagen tapaði 300 milljónum marka VOLKSWAGEN-bílaverksmiðjurnar vestur-þýzku töpuðu alls um 300 milljónum vestur-þýzkra marka á síðasta ári, sem jafngildir um 2.640 milljónum íslenzkra króna, en til samanburðar var hagnaður fyrirtæk- isins um 136 milljónir vestur-þýzkra marka á árinu 1981, sem jafngild- ir um 1.200 milljónum íslcnzkra króna á núverandi gengi. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi, sem aðalforstjóri VW, Carl Hahn boðaði til. Hann sagði aðalástæðuna fyrir slælegri útkomu VW vera gífur- legan sölusamdrátt í Bandaríkj- unum á síðasta ár. Sala fyrirtæk- isins á Volkswagen og Audi-bílum hefði dregizt saman um 28%. Enn- fremur hefði gengi fyrirtækisins ekki verið sem skyldi í Mið- og Suður-Ameríku. Hahn sagði stjórn fyrirtækisins hafa tekið ákvörðun um að mæla með því á aðalfundi, sem haldinn verður 30. júní nk., að enginn arð- ur verði greiddur til hluthafa í ár, en þeir eru um 150.000 talsins. Tveir stærstu eigendur VW, vest- Erlendar stuttfréttir ...! ur-þýzka ríkið og Neðra Saxland, hafa fyrir sitt leyti samþykkt þessa tillögu stjórnar fyrirtækis- ins, þannig að ljóst er að hún nær fram að ganga. Það kom fram í máli Hahn, að hagur fyrirtækisins á heimamark- aði hefði verið góður. Heiidarvelt- an var þar um 27 milljarðar vestur-þýzkra marka, borið saman við 26,4 milljarða vestur-þýzkra marka á árinu 1981. Þar hefði ver- ið um 33 milljóna vestur-þýzkra marka hagnaður af rekstrinum á síðasta ári. ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA Banda- ríkjamanna jókst um 3,1% á fyrstu þremur mánuðum ársins á árs- grundvelli, sem að sögn Wall Street Journal er mesta aukning þjóðar- framleiðslu á þriggja mánaða tíma- bili síðan í ágúst 1981 Nígería Nígeríumenn hafa óskað eftir því við nokkra erlenda banka að fá um 2 milljarða Bandaríkjadollara að láni á næstu sex mánuðum til að styrkja efnahag landsins, sem er mjög bágur um þessar mundir. Citicorp Citicorp, einn stærsti viðskipta- banki Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið, að hagnaður á 1. ársfjórð- ungi hefði verið um 18% meiri en á sama tíma í fyrra, og hefði num- ið um 228 milljónum Bandaríkja- dollara. Credit du Nord Credit du Nord, einn stærsti banki Frakklands, sem ríkisstjórn sósíalista þjóðnýtti á sínum tíma, hefur óskað eftir því við frönsku ríkisstjórnina, að fá fjárstuðning til að auka eigið fé bankans í kjölfar um 59,2 milljóna franskra franka tap á liðnu ári. Dollaraverð hefur hækkað um 30,21% — Brezka pundið um 26,27% — Danska krónan um 24,94% — Vestur-þýzka markið um 25,78% VERÐ á Bandaríkjadollar hækkaði um 0,46% í síðustu viku, en sölugengi hans var skráð 21,580 krónur í upphafí vikunn- ar, en 21,680 krónur sl. föstudag. Frá áramótum hefur Banda- ríkjadollar því hækkað um 30,21% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hans skráð 16,650 krónur. Brezka pundið Brezka pundið hækkaði um 0,87% í verði í síðustu viku, en í vikubyrjun var sölugengi þess skráð 33,589 krónur, en sl. föstu- dag hins vegar 33,880 krónur. Frá áramótum hefur brezka pundio því hækkað um 26,27%, en i árs- byrjun var sölugengi þess skráð 26,831 króna. Danska krónan Danska krónan lækkaði um 0,68% í verði í siðustu viku, en í vikubyrjun var sölugengi hennar skráð 2,4972 krónur, en sl. föstu- dag hins vegar 2,4802 krónur. Frá áramótum hefur danska krónan hækkað um 24,94% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. Vestur-þýzka markið Vestur-þýzka markið lækkaði um 0,63% í verði í síðustu viku, en í vikubyrjun var sölugengi þess skráð 8,8661 króna, en sl. föstudag hins vegar 8,8103 krónur. Frá ára- mótum hefur vestur-þýzka markið því hækkað um 25,78%, en í árs- byrjun var sölugengi þess skráð 7,0446 krónur. Kína — fjár- festing Kínversk yfirvöld reyna nú allt hvað þau geta til að fá erlenda aðila til að fjárfesta í landi. Það síðasta sem við fréttum þar að lút- andi eru tryggingar fyrir pólitísku ástandi. Haig Bandaríska fyrirtækið United Technologies hefur endurráðið Al- exander Haig, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, en hann starfaði hjá fyrirtækinu á árum áður. Hann verður ráðgjafi um viðskipti við Evrópu. Sviss Vöruskiptahalli Svisslendinga fyrstu þrjá mánuði ársins var um 2,35 milljarðar svissneskra franka, sem er um tvöföldun frá sama tíma í fyrra. Hyatt — Braniff Hyatt-hótelhringurinn hefur lagt áform sín um 35 milljóna Bandaríkjadollara fjárframlag til endurreisnar Braniff-flugfélags- ins á hilluna í bili, en bráðabirgða- samningur hafði verið undirritað- ur og gerði ráð fyrir 80% eignar- aðild Hyatt í Braniff, sem varð gjaldþrota á siðasta ári, eins og kunnugt er. Bretland - laun Laun hækkuðu um 7,75% á árs- grundvelli í Bretlandi í lok febrú- ar, en á sama tíma voru almennar verðhækkanir í landinu í ná- munda við 5,25%. Bretland — smásala Smásala jókst um 5% í Bret- landi í marzmánuði sl., borið sam- an við sama tímabil 1982 og gert er ráð fyrir, að hún muni enn aukast á næstu mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.