Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983
41
Skammt stórra högga á milli hjá Egó:
Magnús hættur
og Norðurlanda-
ferðin úr sögunni
Það er
skammt stórra
högga á milli hjá
Egó þessa dag-
ana. Skýrt var
trá því á Járnsió-
unni um helgina, og
reyndar hafði
fréttin beðið
lengi eins og ann-
að efni síðunnar af
óviðráðanlegum
orsökum — að
hljómsveitin væri
á leið i
tónleikaferðalag
til Norðurlanda.
Sú ferð mun nú
vera dottin uppfyrir.
Það er þó ekki
versta áfallið, sem
dynur á sveitinni
þessa dagana.
Járnsíðan hefur
það fyrir satt, að
Magnús Stefánsson,
trommuleikari
hljómsveitarinn-
ar, hafi ákveðið að
segja skiliö viö hana.
Upphaflega mun sú
ákvöröun hafa
Grýlurnar
fara hins veg-
ar til Noröur-
landa í tón-
leikaferð
staðið í tengslum
við fyrirhugaöa
Norðurlandaferð,
en þegar hætt
var við hana stóð
karl fastur á sínu.
Þegar þetta er
skrifað er ekki vit-
að hver kemur i hans
stað, en víst er að
skaröiö verður
vandfyllt. Á sínum
tíma hljóp Ásgeir,
fyrrum Purrkur, í
skaröiö hjá Egó
vegna veikinda
Magnúsar, en nú er
hann fastamaöur í
Puppets.
Grýlur út
í staðinn
En þótt ekkert
verði af fyrirhug-
aöri utanlandsreisu
Egósins aö sinni
eru Grýlurnar
senn á faraldsfæti.
Þær munu leika víða
í Danmörku og
e.t.v. í Noregi og
Svíþjóö. Hefst ferð
þeirra nú upp úr
miðjum mánuöi og
stendur í nokkrar
vikur. Verður sveit-
in komin rétt tíman-
lega heim fyrir
brúökaup Herdís-
ar Hallvarðsdóttur
2. júlí. Fyrir þá allra
forvitnustu sakar
e.t.v. ekki aö geta
þess, að hún geng-
ur í hjónaband með
Richard Korn,
bassaleikara
Puppets.
Magnús Stefánsson í vígamóö.
Hallbjörn Hjartarson, sem fyrir löngu er orö-
inn þekktur um land allt fyrir kúrekasöngva
sína, sendi í síðustu viku frá sér þriöju sólóplötu
sína og nefnist hún Kántrý-ll. Platan var tekin
upp í lok mars. Á henni eru 12 lög, 10 eftir
Hallbjörn en tvö eftir Jóhann G. Jóhannsson.
Textarnir eru eftir ýmsa þekkta höfunda, m.a.
Jón Sigurðsson o.fl.
Um sjö ár munu nú vera liðin frá því Hallbjörn
sendi frá sér fyrstu plötu sína og hét hún Hallbjörn
syngur eigin lög og var gefin út af SG-hljómplöt-
um. Hallbjörn gaf aðra plötu sína út sjálfur,
Kántrý, og kom hún út fyrir tveimur árum. Seldist
hún mjög vel og hefur verið ófáanleg æ síðan.
Unnendur Hallbjarnar geta því bætt sér upp
skortinn á þeirri plötu með hinni nýju Kántrý-ll, en
þess má geta að gefiö veður út að nýju lítið upp-
lag af Kántrý fyrir þá, sem vilja verða sér út um
hana nú.
Á þessari nýjustu plötu Hallbjarnar kveöur
nokkuö við annan tón en á fyrri plötum hans.
Tónlistin er að vísu sú sama og á Knatrý, þ.e.
kúrekatónlist, en það er mál manna, að nú hafi
honum tekist enn betur upp en þá. Söngur hans
annar en var, lögin léttari og þá um leið fjölbreyti-
legri og síðast en ekki síst meiri fjölbreytni í út-
setningum.
Við gerð Kántrý-ll naut Hallbjörn aöstoðar ým-
issa færra manna, en upptökur annaðist Sigurður
Rúnar Jónsson í Stemmu. Útgefandi plötunnar er
HJH-hljómplötur.
„Það er skammarlega
lítið um íslenska tón-
list í fjölmidlunum“
„Þáttur íslenskrar tónlistar í
fjölmiðlum er skammarlega lítill,"
sagöi Hallbjörn Hjartarson,
kántrýsöngvari af Skagaströnd,
er Jórnsíðan ræddi við hann. „Sér
( lagi stendur sjónvarpið sig
hörmulega. Þaö er aö mínu mati
sterkasti menningarmiöillinn á
landinu og »tti aö gera miklu
meira fyrir íslenska tónlist en
raun ber vitni.“
Hallbjörn hélt áfram: „Yfirgnæf-
andi meirihluti tónlistar í útvarpi er
erlendur og í ofanálag innan ákaf-
lega þröngs ramma. Þaö er þetta
dæmigerða dægurpopp, sem tröll-
ríöur öllu. Þaö er enginn þáttur
sérstaklega ætlaöur íslenskri tón-
list. Sjónvarpið leikur varla nokk-
urn tíma íslenska tónlist nú oröiö.
segir kántrý-
söngvarinn
Hallbjörn
Hjartarson
Ég er alls ekki aö finna aö þátt-
um á borð viö Skonrokk, sem eru
mjög góöir til síns brúks, en þaö
verður aö gera eitthvað fyrir okkar
eigin tónlist. Þaö er óþarfi hjá
sjónvarpinu aö demba yfir okkur
erlendri tónlist, t.d. fyrir fréttir. Viö
fáum nóg af erlendri tónlist í út-
varpinu."
Inn á hvert heimili
Hvaö tónlist sína varðaöi sagöi
Hallbjörn það ekki nokkurn vafa,
að hún væri frumraunin hér á landi
í kántrý-tónlist. Plötur hans kynnu
því aö hafa mikiö söfnunargildi
þegar fram liðu tímar. „Þetta eru
plötur sem ég tel að ættu aö vera
til á hverju heimili,“ sagöi hann.
„Ekki endilega vegna þess, aö
tónlist mín sé eitthvaö betri en
annað, heldur vegna þess að hér
er um frumraun að ræða. Kannski
að ég þurfi aö hrökkva upp af til að
fá viðurkenningu. Þannig er það
iðulega erlendis," sagði Hallbjörn í
lokin og glotti.
Þess má geta að á næstu Járn-
síðu verður birt viðtal viö þennan
eina boðbera kántrýs á íslandi.
Hljómsveitin Grafík sendir nú sína aóra plötu frá sér.
nútímann og þau vandamál, sem að
fólki steðja í dag. Og þó ekki ein-
göngu vandamál, heldur kannski
hluti sem eru ofarlega á baugi. I einu
laginu er t.d. fjallað um líkamsrækt, í
öðrum um danska sæðisbankann, •
sem mörgum hefur orðiö hugleikinn.
Reyndar vorum við upphaflega að
hugsa um aö hafa enska texta viö
lögin, en hættum síðan við það. Þaö
má alltaf bæta úr því ef ástæöa er
til.“
— Geriö þið ykkur e.t.v. einhverj-
ar vonir um frama á erlendri grund?
„Ég veit það nú kannski ekki, en
vafalítiö lifa allir í voninni um slíkt.
Þessi fáu eintök, sem fariö hafa til
Bandartkjanna, hafa likað vel er
okkur tjáð og við höfum sent nokkur
kynningareintök af nýju plötunni
vestur um haf.“
Einhverjum kann að þykja merki-
legt, aö jafn fær sveit og Grafík komi
frá stað eins og isafiröi. Ekki svo að
skilja, að ísafjöröur sé eitthvað verri
staöur en hver annar, en einhvern
veginn er þaö nú svo, að maöur á
von á allt öðru en góöri tónlist úr
þeirri áttinni. Ég spuröi Rafn aö því
hvort Isafjöröur væri mikill tónlist-
arbær.
„Já, einhvern veginn er þaö svo,
að það hefur alltaf verið fjörugt tón-
listarlíf fyrir vestan. Núna starfa
a.m.k. sex hljómsveitir þar aö minna
eða meira leyti. Ég veit ekki skýring-
una á þessu, sumir staðir eru ein-
faldlega fjörugri en aörir aö þessu
leytinu til. Okkur nægir að nefna
Seyðisfjörð.“
Þeir félagar i sveitinni tóku upp
grunnana aö plötu sinni í haust. Voru
þeir teknir á sama 8-rása tækið og
reyndist svo vel á Út í kuldann. Síð-
an hvíldu þeir sig á lögunum í dá-
góðan tíma, en luku síöan við þau
í Stemmu með aöstoö Gunnars
Smára við hljóðblöndun. Þegar plat-
an var send utan í skurö duttu strák-
arnir í lukkupottinn því þeir fengu
skurðarmeistarann, sem átti aö
skera þlötu Mike Oldfield. Einhver
töf varð á henni og Grafík var næst í
röðinni. Komst því óvænt í hendur
topþ-skurðarmanns og slíkt skiptir
alltaf verulegu máli.
„Já, við eigum von á plötunni nú
allra næstu daga,“ sagði Rafn er ég
rabbaði viö hann. „Viö þurfum ekki
að selja nema um 600 eintök til þess
að standa undir kostnaði — þökk sé
upptökutækjum okkar sjálfra. Ætl-
unin er aö reyna aö fylgja henni eftir
með einhverju tónleikahaldi, en
þessa dagana hafa menn hægt um
sig vegna þrófanna.
Verði þessi plata ekki fjárhagslegt
„flopp“ er næsta víst, að við stefnum
ótrauðir að þriðju plötu okkar með
haustinu og ætlum henni að koma út
fyrir jól. Þá ætlum viö einnig að
koma okkur upp litlu hljóðveri hérna
fyrir sunnan í sumar til þess aö vera
betur í stakk búnir.“
Ekki neinn uppgjafartónn i þess-
um herbúðum, enda þýðir slíkt víst
lítið nú á dögum. Og þá er bara aö
bíða og sjá hvernig almenningur tek-
ur plötu Grafík, Sýn, þegar hún kem-
ur í verslanir.
— SSv.