Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 43 kvætt í eina átt, að tryggja raun- vexti minnkandi sparifjáreignar. En sparifé hlýtur að minnka þeg- ar saman fara minnkandi atvinna og auknar álögur. Hins vegar gátu fyrirtæki allt frá stríðslokum fjárfest auðveldlega í skjóli lágra vaxta, verðbólgu og hagvaxtar. Án efa standa sum þessara fyrirtækja vel en önnur búa við of mikla og ranga fjárfestingu miðað við snarminnkandi hagvöxt. Það ligg- ur í augum uppi, að ekkert fyrir- tæki, í nýfjárfestingu eða með mikil rekstrarlán, á að hafa tekjur til þess að greiða 40% —50% vexti, og oft meira, nema það sé innifalið í verði framleiðslunnar, og þá eru vextirnir verðbólguvaldur. Verðlagseftirlit hefur verkað sem aðhald en enn meira sem bráðabirgðaráðstöfun, hækkunum frestað. Það er erfitt að koma auga á hvernig framkvæmd við verðlagseftirlit á að vera þegar opinber gjöld og ýmsar hækkanir eru sjálfvirkar og þar sem því verður við komið er tekið mið af verðbólguspá. Við núverandi aðstæður, vísi- tölukerfi með ýmsum skerðingum, fara laun lækkandi i viðmiðun við aðra þætti, verðbólgu og láns- kjaravísitölu. Ráðstöfunarfé minnkar einnig með minnkandi atvinnu og auknum álögum. Að auki bætist svo við rýrnandi verð- gildi peninganna, minnkandi kaupmáttur. Bilið eykst milli lægstu og hæstu launa þar sem prósentan mælir, og er svo komið að misrétti eða launabil hefur aldrei verið meira. Minnkandi ráðstöfunarfé verður meira á hendi þeirra launahæstu. Höfuð- stóll þjóðfélagsins eru einstakl- ingarnir. Séu þeir sterkir, siðferði- lega og fjárhagslega, menntun al- menn og fjölþætt, þá er höfuð- stóllinn tryggur. Gangi ríkið of langt í eignatöku sinni með álög- um á þegnana, þá hefur það var- anleg og gagnvirk áhrif þar sem einstaklingarnir gera enn meiri kröfur til samfélagsins en áður. Síbreikkandi bil milli hæstu og lægstu launa leiðir til átaka fyrr eða síðar. En þetta bil mun óvið- ráðanlega breikka og dýpka, sennilega hratt, vegna menntunar og þekkingar. Menn skipta sér þá meira í hagsmuna- og menning- arhópa, pólitík skiptir minna máli. Vinnandi starfsmenn í landinu eru 110 þúsund, þar af 26 þúsund í opinberri þjónustu, 5 þúsund sjó- menn, 4 þúsund bændur og 28 þús- und í iðnaði (fiskiðnaði, matvæla-, efna- og málmiðnaði), aðrir starfa í ýmsum þjónustu- og verslun- argréinum, þar af 16 þúsund manns, við heildv., smásölu og ýmsar peningastofnanir, sjóði og banka. Heildarafli á botnfiski verður að öllum líkindum heldur minni en meðaltal sl. 3 ára, en annar afli eitthvað meiri en með- altal sl. 3 ára. Ekki er hægt að búast við mikilli verðmætaaukn- ingu eða markaðshækkunum sem skipta sköpum á móti rýrnandi afla á næstu tveim árum. Sjávar- afurðir hafa verið 78% af útflutn- ingsframleiðslunni en iðnvara 22% (þar með ál og hrájárn). Fjárfesting hins opinbera er um 50% af heildarfjárfestingu lands- manna. Löng erlend lán eru milli 30 og 40% af heildarþjóðarfram- leiðslu. Hvað ber að gera? Hugsanleg leið en það er síður en svo að hún sé sú eina: 1. Gengi íslensku kr. sé bundið og miðist við US$. Það endur- skoðist á 6 mánaða fresti nema hreyfing sé veruleg á erl. markaði, vægi 10%. 2. Fiskverð sé bundið og miðist við US$ til hækkunar/lækkun- ar með virkni tveim vikum síð- ar. 3. Laun séu bundin svo og verð- lag landbúnaðarafurða. Báðir þessir liðir hækki/lækki í samræmi við gengi US$ með virkni tveim vikum síðar. 4. Draga úr innflutngingi um 30% næstu tvö árin, sérstak- lega á óþarfa með verndartoll- um eða tímabundnum sér- ráðstöfunum. 5. Lækka vexti í áföngum næstu fjögur árin um minnst 50%. 6. Skuldir útgerðarinnar endur- skoðaðar og greiðslur lengdar og gengið sé útfrá meðalafla sl. 5 ára (haft til viðmiðunar). 7. Skuldir húsbyggjenda við hús- næðismálastofnun séu bundn- ar í krónutölu, þær lengdar um 50% og vaxtatala 3% P/A. 8. Verðlagning á öllum innflutt- um vörum sé gefin frjáls með eftirfarandi frávikum: A. Verð á olíu og bensíni sé bundið og það miðað við US$. Opinberar álögur séu engar umfram vegagjald. 3% skal samt leggja á sem sett sé í verðjöfnunarsjóð til þess að mæta erl. hækkunum, uppgjör á hálfs árs fresti (strangt verðlagseftirlit). B. Verð á innl. orku, rafmagni og hita sé bundið. C. Söluskattur lagður niður á allar vörur til og frá iðnaði. 9. Öll skipasmíði og viðgerðir fari fram innanlands. Bannað að flytja inn eða leigja skip í fjögur ár nema brýna nauðsyn beri til. 10. Öll launatengd gjöld séu felld niður hjá fyrirtækjum. Sömu- leiðis skal fella niður greiðslu- skyldur fyrirtækja um opinber gjöld og ýmsa sjóði fyrir hönd launþega. Fyrirtæki greiði í sameiginlegan örorkusjóð fyrir alla landsmenn. 11. Tekjuskattur sé felldur niður af tekjum að 200 þús. á ári og fari stighækkandi að 300 þús. og hækki ekki eftir það. 12. Opinberum starfsmönnum fækki um 25% — eða 5000—6000 — á fjórum árum. Einnig séu mennta-, heilbrigð- is- og félagsmál endurskipu- lögð með það fyrir augum að spara um 25% af opinberu fé. Taka þarf tillit til mun fleiri þátta, svo sem fjárfestingar sveit- arfélaga og starfsgrundvallar Framkvæmdastofnunar/Byggða- sjóðs. Þessar tillögur ná að vísu ekki nógu langt, en þær miða að því að halda uppi atvinnu fyrst og fremst og að gengið sé út frá því að er- lendar skuldir greiðist á lengri tíma. Það er sem sagt US$ sem ræður ferðinni. Aðal vandinn er að finna rétt gengi dollarans og það ætti að finnast með því að finna eða ákveða fiskverðið fyrst. Stöð- ugt gengi er forsenda fyrir því að árangur náist, og hér er miðað við endurskoðun eða leiðréttingu á sex mánaða fresti. Vægi ýmissa þátta má finna með gefinni forsendu um lág- markstekjur, framleiðslu, meðal- tal sl. 5 ára? Lægstu laun þarf að hækka, t.d. ættu lægstu laun ekki að vera undir 15 þús. p.m. miðað við 160 stundir p.m. við núverandi að- stæður. Kostirnir við þessa stefnu, eða svipaða stefnu, eru þeir, að það er auðvelt að hverfa frá henni (stefn- unni) þegar hún hefur virkað, með hægum og átakalitlum breyting- um. En ókostirnir eru þeir sem reyndar eru alltaf fyrir hendi, að hinir ráðandi auki álögur hins opinbera í skjóli verð- og kaup- bindingar. Vaxtastefnan er t.d. mjög mikið vandamál og það er vert að athuga hvort allar skuldir ættu ekki að bindast samtímis með 5% eða 8% vöxtum. Samtímis verður að endurskoða lánakerfi bankanna, sérstaklega Seðlabankans, með tilliti til fjárþarfar atvinnuveg- anna. Stefna sem bindur gengi, kaup og að hluta verðlag verður að hafa frið i að minnsta kosti 4 ár en gagnkvæman skilning þarf hún strax í upphafi. • Með þökk fyrir birtinguna. Höíundur greinarinnar, Haukur Sveinbjarnarson, er framkvæmda- stjóri hji Bátaióni í Hafnarfirði. Garður: Krían í flokkum flýgur (>arði, 8. maí. STÓR kríuhópur, líklega 12—15 hundruð stykki, settist í morgun við sýkið sem er stór tjörn á sjávar- kambinum. Var auöséð að þær komu langan veg og virtist sem þær fengju ekki málið fyrr en líða tók á daginn, en þá hófst einnig fæðuleit og böð- un. Nokkrum klukkustundum síðar var allur hópurinn horfinn. Garð- urinn hefir því aðeins verið við- komustaður. Nokkuð er um að krían verpi í heiðinni en á undanförnum árum hefir það farið mjög í vöxt að mannskepnan sæki í varpið til að ná sér í egg til matar. Með sama áframhaldi má búast við að lítið verði um kríuvarp á þessum slóð- um, því miður. Æðarfluglinn hefir nú parað sig eftir miklar og harðar sviptingar. í mörgum tilfellum eru tveir eða fleiri karlar sem vilja eiga sömu kerlinguna. Verður þá uppi mikill hasar bæði í lofti og á legi sem endar með sigri þess sterkasta eins og alltaf. Mikið er um varginn niður við höfn. Mætti mannfólkið gera meira af því að hirða undan hon- um eggin sem eru ágæt og mat- armikil. Arnór. Gódan doginrt! Allir þekkja Don Pedro gæðanna vegna Nú « M KARATX Kaffi við allra hæfi... Lúxuskaffi KARAT 100 ÁRA REYNSLA Í KAFFI... HEILDSÖLUBIRGÐIR IWCO 8F SMIÐSHÖEQA.12REYKJAVJK.. 3ÍMJr81339.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.