Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ1983 45 Atríðid úr Gullna hliðinu. skemmtistöðum vel við skál — en afar sjaldan á leiksviði. Ég hefi áður getið þess í leikdómi að Kjartan Bergmundsson hafi hinn kómíska neista, það er ekki að sjá að sá hafi kulnað. Pálmi Á. Gestsson og Örn Árnason eru vaxandi leikarar, sem ráða yfir mikilli tækni á sviði radd- beitingar og líkamsbeitingar. Ég hef áður lýst ánægju minni með leik- mynd Steinþórs Sigurðssonar sem ljósahönnuðurinn Ingvar Björnsson lýsti fagurlega og ekki skemmdi tónlist Magnúsar Kjartanssonar. Að lokum er bara eftir að hrópa ferfalt húrra fyrir Revíuleikhúsinu; það lengi lifi en gleymið ekki óla Jé næst. ekki við fyrir þessa tónleika. Síðasti hluti tónleikanna var helgaður Franz Liszt. Verkin eru öll frá síð- ustu árum Liszts og fjórði Mefisto- valsinn (útg. 1952), eitt þeirra verka er hann lauk ekki við. Liszt hefur allt fram á okkar daga verið mis- skilinn og ekki metinn að verðleik- um. Fyrst er það að stór hluti verka hans hefur ekki verið gefinn út enn og fá verka hans leikin á tónleikum. Nú er að vakna áhugi á verkum þessa mikla snillings og ber að fagna framtaki Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur, að taka upp merki hans. La Lugubre Gondoia I og II (útg. 1916) er í rauninni sama verkið og talið að Liszt hafi ekki hugsað þaö seinna sem endanlega gerð, heldur líklega ætlað þau flutt sem eitt verk. í Unstern (útg. 1927) not- ar hann stækkaða ferund, tón- skrattann og kallar þar fram óheill þau er hann vill túlka í verkinu. 1 Nuages gris (útg. 1927) er Liszt að leggja niður fyrir sér tóntúlkun sem síðar gekk undir nafninu „impress- ionismi" og í Bagatelle sans Tonal- ité, sem fannst fyrir skömmu, er Liszt ríflega hálfri öld á undan Schönberg með að takast á við hugmyndina sem kalla mætti tón- tegundaleysi. í upphafi „Faust- sinfóníunnar", er hann semur 1857, er Liszt að gæla við tólftónahug- myndina og það er sjötíu árum fyrr en Schönberg. Það er vitað til þess að um 1830 var Liszt að gæla við hugmynd, sem kalla mætti „alls- herjartóntegund" og um 1885 er vit- að að hann vann við samningu bók- ar, sem heimildarmaður sagði titil- inn vera „Uppkast að hljómfræði framtíðarinnar". Þessi bók er glötuð eins og reyndar margt af verkum hans. Anna Áslaug Ragnarsdóttir er kraftmikill píanóleikari og væri fróðlegt að heyra hana glíma meira við tónlist eftir meistara Liszt. Amerískur - ogum þad þarf ekki f leiri oró. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 Fullt verö kr. 472.920,- Sérstakur afsláttur af árg. 1982 85.120,- 387.800,- Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri Aflhemlar - Hituð afturrúða - Electronisk kveikja Deluxe innrétting - Litað gler - Hallogen framljós *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.