Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983
í
Ævintýri j
fyrir sælkera 3
Einu sinni bjó afbragðs kokkur í Austuriöndum nær.
Hann hóf að baka brauö meö fyllingu úr kjöti og
grænmeti. Rétturinn sló í gegn svo um munaði.
Löngu seinna barst uppskriftin í gegnum grískan
kokk upp til íslands. Og auðvitaö sló pítan, eins og
rétturinn heitir, samstundis í gegn. Um það vitna
fastagestir Pítunnar á Bergþórugötu. Og þaö er eng-
inn smáhópur. Ef þú smakkar pítu þá ert þú sam-
stundis kominn í þann hóp.
Pítan er fyllt meö:
Lauk, papriku, tómötum, gúrkum og dressing.
Og þú ræður hvort hún er framreidd meö:
• buffi • kótilettum • fiski eöa • kjúklingi
PÍTAM
Bergþórugötu 21
sími 13730
Vantaði Óla Jó
Kvíkmyndir
ÓlafurM. Jóhannesson
íslenska revían í Gamla Bíói.
Höfundar: Geirharður markgreifi og
Gísli Rúnar, ásamt leikhópi.
Leikstjóri: Gísli Rúnar Jónsson.
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson.
Tónlist: Magnús Kjartansson.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
„Ég er búinn að veðsetja ritvélina
mína, leikstjórinn konuna sína!“
segir Geirharður markgreifi höf-
undur íslensku revíunnar, sem nú
prýðir fjalir Gamla Bíós. Tja, mikið
er lagt undir enda gagnrýnendum
hálfpartinn hótað byssukúlu í sýn-
ingunni standi j)eir sig ekki vel og
lofi fyrirtækið. Því miður get ég ekki
hrópað húrra (geng í skotheldu
vesti) fyrir íslensku revíunni, þó ég
hrópi ferfalt húrra fyrir Revíu-
leikhúsinu og j)eim stórhug sem býr
að baki sýningarinnar í Gamla Bíói.
Ekki veitir nú af að kýla á menning-
armafíuna og rífa stjórnmálamenn-
ina upp á rassinum, nóg er nú samt
af meðalmennskunni í voru þjóðfé-
lagi. En mér finnst bara að hin sí-
endurteknu skot á menningarmafí-
una missi marks er líður á sýning-
una. Það er einhvern veginn svo að
maður vill fá gamla góða grínið á
Lúlla með gleraugun, Geir með grát-
stafinn og óla Jó með rolluröddina.
Það er ekkert voða spennandi að
fylgjast í 2 tíma með misheppnuðum
leikhópi berjast við að færa upp
klassísk stykki. Að vísu heillar það
gagnrýnandann að sjá hversu vel
hinum ungu leikurum tekst að
„leika“ hina misheppnuðu leikara.
Slíkt krefst meiri ögunar en margan
grunar.
En vill þá hinn almenni leikhúss-
gestur ekki að revían taki á sig nýtt
gervi með breyttum aðstæðum og
nýjum tímum? Ég get aðeins svarað
fyrir mig að vissulega hlýnar manni
um hjartaræturnar að sjá hversu vel
er hér vandað til sviðsmyndar og
alls búnaðar og sannarlega er vel
fylgt eftir gríninu á menningarlífið
hér í borg, en ég vil halda í revíuna
sem grínmaskínu er malar allt undir
sig og hlífir engu. Kannski er ekki
eins auðvelt og áður að gera grfn að
mönnum og málefnum. Þegar borgir
þenjast út kannast menn síður
hverjir við aðra og persónulegt grín
að mönnum og málefnum missir
frekar marks, en við höfum þó alltaf
fyrirbrigði eins og Steingrím, Kjart-
an og Guðmund jaka dags daglega
fyrir augunum, ef ekki á skjánum þá
í snilldarmyndum meistara Sig-
mund. Ég er ekki viss um að menn
hafi til dæmis kannast við Ólaf
Jónsson gagnrýnanda í íslensku reví-
unni. Hvað um leikritahöfundinn
fégráðuga, átti þar að vera á ferð
Kjartan Ragnarsson? Maður verður
eiginlega að þekkja þá sem gert er
grín að — geta hlegið að þeim fyrir-
fram. Þá verður helst að ýkja sér-
kenni mannsins og draga fram van-
kanta hans. Auðvitað er skepnu-
skapur að fara svona með mæta
menn, en það hafa sagt mér eftir-
hermur að sárreiðastir séu þeir
stjórnmálamenn sem gleymist í sjó-
inu.
En nú ætla ég að þrengja umfjöll-
unina, því þótt ég hafi ekki verið
ánægður með sýninguna í heild, það
er grunnhugmynd sýningarinnar, þá
var ég býsna ánægður með einstaka
atriði. Vil ég þar sérstaklega nefna
atriðið með stóra tillanum úr Gullna
hliðinu — hreint sprenghlægilegt og
hvað um upptökuna í útvarpssal?
Þar er á ferð klassískt atriði sem ber
vott um hugmyndaríki og útsjónar-
semi. Ég hefi líka þegar lýst yfir
ánægju minni með hina ungu leik-
ara. Að vísu fá stúlkurnar lítt að
njóta sín í sýningunni, eru nánast
eins og puntudúkkur. Finnst mér
það heldur skítt því við eigum ágæta
grínieikara úr röðum kvenna, eins
og til dæmis Lilju Þorvaldsdóttur og
Soffíu Jakobsdóttur svo einhverjar
séu nefndar. Þær Guðrún Alfreðs-
dóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga
Jónsdóttir eru kannski ekki sérlega
þekktar í gamanhlutverkum en það
má þó gefa fólki smáséns.
Karlpeningurinn í íslensku revf-
unni naut sín mun betur. Ég þarf
ekki að fjalla náið um frammistöðu
Þórhalls Sigurðssonar, slíkur heim-
ilisvinur sem hann er nánast á
hverju íslensku heimili. Ég hef löng-
um furðað mig á hæfileikum Þór-
halls Sigurðssonar og tek svo djúpt í
árinni að líkja honum við Peter heit-
inn Sellers. Stöku sinnum rekst
maður á svona undramenn — helst á
Musica Nova
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Anna Áslaug Ragnarsdóttir, pí-
anóleikari, flutti á vegum Musica
Nova píanótónlist eftir A. Satie,
Messiaen, Berio, Stockhausen, Liszt
og frumflutti þrjár prelúdíur eftir
Hjálmar H. Ragnarsson. Fyrstu
verkin á efnisskránni voru Gnossi-
ennes 3,5 og 4 eftir Satie, sem hann
samdi 1890. Þessi nærri hundrað
ára gömlu verk voru fyrir margt ný-
stárleg. Höfundurinn notar ekki
taktstrik og sérkennileiki verkanna
stafar af endurteknum stefbrotum
yfir fremur kyrrstæðum bassa. Það
er sagt að fyrstu píanóverkin eftir
Satie minni á „kúbisma", þar vanti
þá fjardýpt sem í tónlist fæst með
markvísu hljómferli frá einni tón-
tegundinni til annarrar. Gnossienn-
es er eins og röð sérkennilegra ljós-
brota á sama fleti, sí endurtekin
sýn, næstum ávallt eins, án þróunar
og niðurlags sem jafn skyndilega
hverfa og þau birtast. Urðardepill-
inn eftir Messiaen var næsta verkið
og var það nokkuð harkalega leikið.
Eitt besta verkið í fyrri hluta tón-
leikanna var Rounds eftir Berio.
Klaverstuck IX eftir Stockhausen er
frá þeim tíma, er gerðar voru
merkar tilraunir sem enn í dag má
heyra endurteknar í verkum yngri
tónskálda, án þess þó að nokkru sé
við bætt. Þegar Stockhausen var að
brjóta sér leið, var hann í rauninni
að brjóta af sér viðjar tólf-tóna aka-
demíunnar fram til frjálsrar og
óheftrar tónsköpunar. Árátta hans
og annarra tónskálda að skilgreina
sjálfan sig leiddi til nýs „akadem-
isma“, sem nú er eins konar vöru-
merki þeirra er lært hafa við virtar
tónmenntastofnanir.
Þrjár prelúdíur eftir Hjálmar H.
Ragnarsson eru að nokkru I anda
„nýakademíunnar", en bera mjög
sterk séreinkenni. Það er eitthvað
hrópandi í þessum verkum, hömlu-
laust og krefjandi en án svars.
Prelúdíurnar eru oft ótrúlega ein-
faldar í tónskipan og stundum við
mörk tómleikans vegna endurtekn-
inga. Það verður fróðlegt að heyra
þær tvær sem vantar inn á milli
þessara þriggja og tónskáldið lauk