Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Afkoma Seðlabanka íslands mun betri í fyrra en árið á undan: Eiginfjárhlutfall batnaði verulega Vaxtatekjur umfram vaxtagjöld um 263 milljónir kr. AFKOMA Seðlabanka ís- lands var mun betri á árinu 1982, en á árinu áður. Þá voru gjöld umfram tekjur 233,8 milljónir króna, en í fyrra varð tekjuafgangur um 106,5 milljónir króna. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Halldórs Ásgrímssonar, formanns bankaráðs Seðla- banka Islands á ársfundi sl. mánudag. Halldór Ásgrímsson sagði þessa útkomu skýrast að tals- verðu leyti af lakari stöðu inn- lánsstofnana gagnvart Seðla- bankanum á árinu 1982 en á fyrra ári. Eigið fé Seðlabankans hefur þróast þannig sl. þrjú ár, að árið 1980 var það sem hlutfall af heildarfjármagni um 11,7%. Féll niður í 9,0% árið 1981 og tók síð- an stökk upp í 15,1% á síðasta ári. Ef litið er á eigið fé bankans sem hlutfall af þjóðarframleiðslu kemur í ljós, að það var 2,1% árið 1980. Féll niður í 1,7% á árinu 1981 og tók síðan stökk upp á við í fyrra og var um 3,3%. Vaxtatekjur bankans umfram vaxtagjöld á síðasta ári voru um 263 milljónir króna, en á árinu 1981 voru vaxtagjöld umfram vaxtatekjur um 158 milljónir króna. Rekstrarkostnaður bankans var um 47,3 milljónir króna á síð- asta ári og hafði hækkað um 57% frá árinu á undan. Þá námu gjöld til opinberra aðila um 9,1 milljón króna á síðasta ári, borið saman við 5,5 milljónir króna á árinu 1981, sem er um 65% hækkun. í efnahagsreikningi fyrir síð- asta ár kemur m.a. fram, að ef miðað er við gengi dollara hafa erlendar eignir í frjálsum gjald- eyri, að frádregnum erlendum skuldum til skamms tíma, lækk- að úr 206 milljónum dollara í 114 milljónir dollara. Nettóstaða innlánsstofnana var í árslok 1982 sú, að skuldir þeirra við Seðlabankann voru hærri en innistæður um 1.300 milljónir króna, en árið áður var staða þeirra þannig, að innistæð- ur voru 504 milljónum króna hærri en skuldir. Þá var nettóstaða bankans við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn skuld að fjárhæð um 36,8 milljónir SDR í árslok 1982, en var um 9,8 milljóna SDR skuld árið áður. Mikill uppgangur hjá SAAB-bílaverksmiðjunum sænsku: Um 18% söluaukning á fyrsta ársfjóröungi Hafa ekki undan í framleiðslu, þrátt fyrir stöduga aukningu SAAB-bíIaverksmiðjurnar sænsku seldu alls 25.800 bfla fyrstu þrjá mánuði ársins, borið saman við 21.900 bfla á sama tíma í fyrra. Sölu- aukningin milli ára er því tæplega 18%. Talsmaður fyrirtækisins sagði á dögunum, þegar þessar tölur voru kynntar, að söluaukningin hefði í raun getað orðið mun meiri, fyrir- tækið hefði einfaldlega ekki haft undan í framleiðslu. Talsmaðurinn sagði að fram- leiðsla yrði aukin jafnt og þétt á næstunni, eins og hefur reyndar verið gert undanfarið. „í ársbyrj- un 1982 var framleiðsluhraðinn um 75.000 bílar á ári. 1 júní 1982 var hann kominn upp í um 87.000 bíla og í desember sl. var hann kominn í liðlega 90.000 bíla. í lok marzmánaðar var framleiðslu- hraðinn kominn í 93.000 bíla og dugði alls ekki til,“ sagði talsmað- urinn. Það hefur því verið tekin ákvörðun um að auka framleiðslu- hraðann upp í um 95.000 bíla í júní næstkomandi og að hann verði kominn yfir 100.000 bíla í október nk. „Framleiðsluhraðinn mun því ef að líkum lætur aukast um lið- lega 33,3% á tímabilinu janúar 1982 til október 1983, eða um 25.000 bíla,“ sagði talsmaðurinn ennfremur. Það kom ennfremur fram, að á þessu ári, þ.e. janúar-desember, mun SAAB væntanlega framleiða um 95.000 bíla og salan verður í svipuðum dúr, þar sem birgðir um áramót voru engar. Talsmaðurinn sagði það stefnu fyrirtækisins, ">ð selja a.m.k. liðlega 100.000 bíla á næsta ári, en miðað við þróun síð- ustu missera mætti búast við því, að enn þyrfti að auka framleiðsl- una. AXIS, ný húsgagnalína frá Axel Eyjólfssyni hf.: Stefnum jafnt á útflutn- ing sem sölu innanlands — segir Eyjólfur Axelsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Húsgagnaframleiðendhafa átt töluvert undir högg aö sækja undan- farin ár, sérstaklega vegna síaukins innflutnings. Þó eru nokkur fyrir- tæki, sem hafa fyllilega staðið af sér hina hörðu samkeppni. Eitt þeirra er Axel Eyjólfsson hf., sem hefur sér- hæft sig í smíði fataskápa síðustu misserin. Á dögunum boðuðu for- svarsmenn fyrirtækisins til blaða- mannafundar, þar sem þeir sögðu samkeppnina sífellt fara harðnandi og til að snúa vörn enn frekar í sókn í markaðsmálum húsgagna og inn- réttinga hefði verið tekin um það ákvörðun á síðasta ári, að hefja þróun nýrra framleiðsluvara, sem gætu orðið til útflutnings jafnt sölu hér innaniands. „Við leituðum eftir samstarfi við Pétur B. Lúthersson, hús- gagnaarkitekt, en hann hefur get- ið sér gott orð á undanförnum ár- um fyrir húsgögn, bæði hér á landi og á alþjóðlegum sýningum. Næg- ir þar að nefna Tabella-skrifstofu- húsgögnin og Stacco-stólinn, sem kynntur var á sýningunni í Kaup- mannahöfn 1981, og selst nú í þús- undatali víða um heim,“ sagði Eyjólfur Axelsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Pétur B. Lúthersson og stjórn- endur Axels Eyjólfssonar hf. hafa síðan lagt saman víðtæka þekk- ingu á hönnun húsgagna, neyt- endakröfum og framleiðslu til að þróa nýjar húsgagnagerðir í háum gæðaflokki undir Vörumerkinu AXIS. „Við teljum AXIS-húsgögnin standast hæstu gæðakröfur í hrá- efnisvali og útlitshönnun. Mikil áherzla hefur verið lögð á nota- gildi. Allar hirzlur eru gerðar þannig, að rýmið nýtist sem bezt, einingum er raðað saman eftir þörfum neytandans og eru val- kostirnir því ótrúlega margir. Við höfum síðan ákveðið að kynna MAXIS-hillusamstæðunni má raða upp á ótal vegu. TAXIS heita nýju svefnherbergishúsgögnin. AXIS-húsgögnin á Alþjóðlegu húsgagnasýningunni í Kaup- mannahöfn 4.-8. maí og láta reyna á það hvort hægt er að hefja útflutning," sagði Eyjólfur enn- fremur. Það má skipta hinum nýju hús- gögnum í fjóra flokka, TAXIS, sem eru svefnherbergishúsgögn, sem framleidd eru úr ljósum aski. Þá er það REXIS, sem forsvars- menn fyrirtækisins kalla „kon- ung“ klæðaskápanna. Hann er framleiddur úr dökkum viði og ljósum aski. MAXIS er ný hillu- og skápa- samstæða, sem setja má saman á ótal vegu og gefur því mikla möguleika. Einingarnar eru fram- leiddar úr ljósum aski og dökkum viði. Loks er það PRAXIS, sem er borðasamstæða. Borðin eru ein- göngu úr tré, enginn málmhlutur kemur þar inn í, þannig að verk- færi eru óþðrf við samsetningu þeirra. Húsgagnaverzlun Axels Eyj- ólfssonar var stofnuð fyrir 47 ár- um, en árið 1970 var fyrirtækinu breytt í hlutafélag. Eftir stækkun og endurskipulagningu verksmiðj- unnar 1981 er hún síðan eitt bezt búna framleiðslufyrirtæki hér á landi. Vélar og tæki eru með því fullkomnasta, sem til er í dag. Eyjólfur Axelsson sagði að með jafn vel búinni verksmiðju og raun ber vitni og með síaukinni þekk- ingu á hráefnum og framleiðslu hefði fyrirtækinu tekizt að verða fyllilega samkeppnisfært í verði í hinni hörðu samkeppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.