Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 49 fólk í fréttum Á. Diana ófrísk aftur + Er Díana prinsessa oröin ófrísk aftur? Já, eða svo hefur móðir hennar, Frances Shand-Kydd, að minnsta kosti gefið i skyn. Hún var með þeim Díönu og Karli í Ástralíu og varð eftir þegar þau fóru heim, en þó skemur en hún ætlaði sér. Þegar hún kom heim til Englands, sagði hún frétta- mönnum, að ástæðan fyrir heimkomunni væri fjöl- skyldumál. Mjög gleðileg tíð- indi reyndar, sagði hún. Þeg- ar hún var spurð hver þau væru, sagði hún að það væri leyndarmál. Englending- ar eru ekki í neinum vafa um hvert það leyndarmál er, nefnilega, að dóttir hennar sé ófrísk. Skattsvik Sophiu og Pontis fyrnd + Sophia Loren og maður hennar, Carlo Ponti, mega nú aftur tylla niður tá á sinni ástkæru fósturjörð, Ítalíu, en áfrýjunardómstóll þar hefur úr- skurðað, að skattsvik þeirra séu nú fyrnd. Eins og kunnugt er, var Sophia í ítölsku fangelsi í nokkrar vikur á síð- asta ári vegna þessa máls og kom það- an niðurbrotin manneskja. „Hjóna- bandið rjúkandi rúst“ + Tennisstjarnan Jimmy Connors og kona hans, Patti, ætla nú að fara að skilja. „Hjónabandið er ein rjúk- andi rúst, sem aldrei verður endurreist," segir Patti. Þau Patti og Connors giftu sig í Tókýó fyrir fjór- um árum og eiga þriggja ára gamlan son. Hjóna- bandið hefur lengi þótt standa fremur völtum fót- um og í vetur þóttust menn ekki þurfa lengur vitnanna við þegar í ljós kom, að Patti hafði brugðið sér í austurrískan fjallakofa með Adam Faith, fyrrum popp- söngvara en núverandi kaupsýslumanni og plötuút- gefanda. Patti er hinn mesti myndarkvenmaður og skreytti einu sinni síður tímaritsins Playboy. Viðskiptavinir athugið Allar deildir Kristjáns Ó. Skagfjörðs veröa lokaöar á föstudaginn 13. maí vegna orlofslengingar. Tölvuviögeröarmenn veröa þó á vakt til aö sinna brýnum viögeröarverkefnum. KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRD HF Hólmsgata 4- pósthólf 906- sími 24120 -121 Reykjavík ALLTAF Á FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR KOMA Át MORGUN > I Vikuskommtur afskellihlátri SPUNNIÐ UIVl STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN á kostum og göllum samstarfsmanna sinna, að Stalín sé óhollur og ruddalegur. Stalín sárna enn þessi orð. En það er bót í máli, að Lenin gagnrýnir Trotsky fyrir óheyrilegt sjálfstraust. Og Búkharin: að vafasamt sé, að hann geti talizt „algjör marxisti". Það er einkennilegt, að Lenin skuli hafa hitt naglann svona vel á höfuðið, þegar hann talar um þá hina, en flaskar svona kyrfilega, þegar hann talar um Stalín. Jú, auðvitað hafði hann einnig flaskað á Búkharin, þegar hann getur þess, að hann sé „mesti og verðmætasti fræðimaður flokksins". Stalín hristir höfuð- ið. Nei, Lenin var ekki mannþekkjari. Ekki alltaf. Sumir vildu halda því fram, að Búkharin væri bezt gefni lærisveinn Lenins. En Stalín eyddi fljótt þeirri goðsögn. Og hann gleðst nú yfir þeim árangri, sem hann náði með réttarhöldunum. Stillti jafnvel kompásinn hjá auðtrúa samfylgdarmönnum sovézka kommúnismans um allan heim. Það var afrek út af fyrir sig. Búkharin var eins og mús í kjaftinum á Koba, eins og Stalín var kallaður í byltingunni. Kötturinn lék sér að músinni, en lét jörðina um að gleypa hana að lokum. Blindir kettlingarnir létu köttinn um blóðugan terror- inn. Hann hafði lært hann á götunum í Tíflis. Hitler var einskis verður smáborgari, sem vildi ekki verða verka- maður, sagði Trotsky. Stalín skítmenni úr göturæsum Grúsíu. Skemmti sér við að skera kindur á háls og kveikja í mauraþúfum við sveitasetur sitt. Maður, sem hefur komið heilli keisarafjölskyldu fyrir kattarnef, lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. En nú var Trotsky dauður. Ekki hann! Söguleg efnis- hyggja velur úr beztu kostina. Hvort sem menn eru fæddir til forystu eða ekki, þá stjórnar hann þessu víð- lenda ríki, en ekki þeir hinir. Það er allt og sumt! Og Stalín gleðst með sjálfum sér. Júdasarnir eru dauð- ir. Páskasól kommúnismans í hádegisstað. Búkharin kunni ekkert fyrir sér í faginu. Og Stalín brosir með sjálfum sér. Bókstaflega ekkert frekar en Trotsky. Kamenev og Zinoviev báru þó hönd fyrir höfuð sér! Og nú hugsar Stalín um það í fyrsta sinn, hvernig á því hafi eiginlega staðið, að þeir hreyfðu hvorki legg né lið sjálfum sér til bjargar. Og ekki var Búkharin að koma vinum sínum til hjálpar. Hafði hann ekki sagt um fangels- anir Kamenevs og Zinovievs: Ætli það sé ekki eitthvað til í þessu. í okkar landi er fólk ekki handtekið að tilefnis- lausu. ójú, ekki heyrði hann annað. Og hann, sem heyrði allt! Molotov og Kaganovich kunnu sér ekki hóf frekar en venjulega. Sögðu strax eins og fífl: Það á að skjóta Búkharin! En sjálfur sagðist hann vera á bandi Búkharins. Öllu var óhætt, enda var hann í kvennastússi um þær mundir. Þá eru menn auðveld bráð. Að láta sér detta í hug að kvænast 22ja ára stúlku, maður á hans aldri! Auðveld bráð 1937, með unga konu og son á fyrsta ári. Honum var nær: Koba er með mér! Ég er hættur við hungurverkfallið. Ég fæ að standa á grafhýsinu í haust! Og umfram allt: Ég verð ekki rekinn úr Flokknum! Það skipti víst mestu máli. Hvílíkur barnaskapur! Já, þeim var nær. Stalín stendur upp og kveikir á útvarpinu. Hann ætlar að hlusta á, hvernig Dynamo, knattspyrnuliði sovézku öryggislögreglunnar, NKVD, vegnar í landsleiknum. Hann er stoltur af þessu liði. Það sýnir hvers hinn nýi sovétmaður er megnugur. Á meðan þeir Bería sýna fólki þessa aðlaðandi ásjónu, eru gerðar tilraunir með eitur og lyf á fórnardýrum í ljótustu afkim- um Lúbjanka-fangelsis. Þar sem þúsundir manna eru pyntaðar, niðurlægðar, svívirtar. Einnig tryggir flokks- menn, jafnvel hetjur úr borgarastyrjöldinni. Nú svikarar! Merkilegt hvað Himmler komst langt í þessu. Gyðingar ... skítur! Mátulegt á þá, þessa zinovievsku djöfla! En hann skilur ekki, hvernig Malenkov nennir að stússa í þessu skítuga svartholi. Hann hlýtur að vera eitthvað undarlegur. Bezt að kanna það nánar. Allir þekkja Bería. Nóg að hafa auga með honum! Enginn hefur sýnt holl- ustu sína betur en hann. Sendi jafnvel hálfáttræðan stjúpföður sinn í vinnubúðir til að sýna hug sinn til ríkisins og þeirrar kenningar, sem er holdi klædd í per- FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.