Morgunblaðið - 18.05.1983, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
37
Bláa lónið í Svartsengi:
Alþjóðleg
heilsustöð?
— eftir Valdimar Ólafs-
son formann Samtaka
psoriasis- og
exem-sjúklinga
Eins og ég gat um í grein minni
um Bláa lónið í Svartsengi —
baðstað psoriasis-sjúklinga —
hafði ég áhuga á að skrifa um þau
framtíðaráform sem upp hafa
komið varðandi uppbyggingu
heilsustöðvar við Svartsengi.
Hugmynd okkar, sem um þetta
höfðum fjallað, er sú að byggja við
Svartsengi alhliða heilsustöð, ekki
bara fyrir psoriasis-sjúklinga,
heldur alla þá sem hugsanlega
gætu haft not af vatninu í Bláa
lóninu. Við viljum meina að þessi
stöð þyrfti að vera allstór, ekki
fyrir færri en 200—300 manns.
Hótel og veitingarekstur ætti að
vera á staðnum, svo og aðstaða
fyrir hús- og tjaldvagna. Byggja
þarf yfir aðstöðuna í Bláa lóninu
svo og yfir útivistarsvæðið þar
sem aðstaða væri fyrir ýmiskonar
íþróttir og trimm. Þá þarf að vera
aðstaða fyrir sólböð og ljósböð.
Hjúkrunardeild þarf að starfa á
staðnum og vera þar margvísleg
önnur aðstaða, til þess að dvöl
gestanna yrði sem allra árang-
ursríkust, má þar nefna ýmsa af-
þreyingaraðstöðu fyrir börn og
fullorðna og barnagæslu.
Af þessu má sjá að hér er um
stórar hugmyndir að ræða, sem
þurfa góðan undirbúning og
skipulagningu. Þeir aðilar, sem
forgöngu hafa haft um þetta mál
eru auk samtaka psoriasis- og
exemsjúklinga, Hitaveita Suður-
nesja og Samband sveitarfélaga á
Suðurnesjum.
Vegna umfangs málsins og
áhrifa þess á ferðamál, umhverf-
ismál og heilbrigðismál hafa þess-
ir aðilar, þ.e. Samtök psoriasis- og
exem-sjúklinga, Hitaveita Suður-
nesja og Samband sveitarfélaga á
Suðurnesjum ákveðið að efna nú í
vor til sérstakrar ráðstefnu um
þessa uppbyggingu. Allir þeir sem
áhuga kunna að hafa á þessu máli
eru beðnir að hafa samband við
skrifstofu Samtaka psoriasis- og
exem-sjúklinga.
Ráðstefnu þessari er ætlað ann-
ars vegar að varpa ljósi á þá
möguleika sem við höfum við
Svartsengi fyrir heilsustöð, og
hinsvegar með hvaða hætti ætti
að standa að uppbyggingu hennar,
stærð og umfangi öllu.
Það er augljóst að slík heilsu-
stöð yrði ekki einungis fyrir
Reykvíkinga eða Suðurnesjabúa
hedur fyrir alla íslendinga svo og
útlendinga. Okkur hafa borist
ýmsar fyrirspurnir víðsvegar að
og til okkar hafa komið psoriasis-
sjúklingar frá Norðurlöndum og
Bandaríkjunum til að baða sig í
Bláa lóninu.
Það er ótrúlegt hvað fólk hefur
lagt mikið á sig til að komast
hingað, bæði hvað varðar tíma og
fjárútlát.
Formenn Samtaka psoriasis-
sjúklinga á Norðurlöndum heim-
sóttu okkar nú í haust og leist
þeim mjög vel á Bláa lónið, sem
heilsulind og má í því sambandi
segja frá því að danski formaður-
inn vildi vinna að því að senda nú
í sumar 40—50 manna hóp frá
Danmörku til að stunda Bláa lón-
ið. Því miður er ekki hægt að svo
stöddu að taka við svo stórum hóp.
Að mörgu þarf að hyggja áður
en hafist er handa um uppbygg-
ingu stöðvarinnar. Ljóst er að
uppbyggingin verður ekki gerð
nema í áföngum, en við þurfum
samt sem áður, að gera okkur ljóst
hvert takmark okkar á að vera,
því í upphafi skal endirinn skoða.
Áður en ég læt lokið þessum
hugleiðingum mínum vil ég benda
á að við þurfum að leggja niður
fyrir okkur strax í upphafi
hverskonar félags- og rekstrar-
form ætti að vera á slíku fyrirtæki
sem svona heilsustöð á og rekur.
Hvernig á að standa að söfnun
fjármagns? Hvert er hægt og
hvert á að leita eftir styrkjum
o.s.frv?
Við sem um þessi mál höfum
hugsað fram til þessa erum þess
fullvissir að hér er um að ræða
gifurlegt hagsmunamál fyrir ótal
aðila og heitum því á alla góða
menn að veita okkur lið.
Enn uppselt á
rokkhátíðina
KKKKKT lát er á vinsældum
rokkhátíðarinnar sem verið hefur á
Broadway nú um nokkurt skeið. A
laugardagskvöldið var rokkað í 15.
skipti fyrir troðfullu húsi og voru
M 200 manns á biðlista. Það stóð
til að þetta yrði síðasta rokkhátíðin
að sinni, en Björgvin Halldórsson
tónlistarmaður sagði { samtali við
Mbl. í gær að uppi væru raddir um
að endurtaka skemmtunina einu
sinni til tvisvar { viðbót.
„Það var geysileg stemmning á
laugardagskvöldið," sagði
Björgvin, „efnisskráin var lengd
og undir lokin dönsuðu gestir í
halarófu um allt húsið, sennilega
um þúsund manns. Ragnar
Bjarnason skemmti með okkur
að þessu sinni og Ómar Ragn-
arsson, en hann hefur fylgt
okkur meira og minna. Þá var
einn gestur heiðraður sérstak-
lega en hann hafði komið á allar
rokkhátíðirnar nema eina. Og í
eitt skiptið lét hann sig hafa það
að mæta með fjörtíu stiga hita.
Þetta kallar maður áhuga."
SVISSNESKA
FORMUL4N..
Flestir vita hversu hagkvæmt það er að leggja peninga
inn í banka í Sviss. En það er líka hagkvæmt að leggja
inn í Sparisjóðina. Heimilislán Sparisjóðanna,
sem veita rétt til láns eru svo hagstæð að við köllum
útreikninginn á þeim „Svissnesku formúluna".
Dæmi A: Þú leggur inn 1000 krónur í 3 mánuði
og hefur að því loknu til ráðstöfunar
6.210 krónur.
DæmiB: Þú leggur inn 1000 krónur í
6 mánuði og hefur að því loknu til ráð-
stöfunar 14.235 krónur.
Dæmi C: Þú leggur inn 1000 krónur í
9 mánuði og hefur að því loknu til ráð-
stöfunar 24.225 krónur.
Þetta köllum við svissneska formúlu! Þú getur líka
lagt inn 2000 kr.f 3000 kr. eða 4000 kr. á mánuði
og hefur þá ásamt því er sparisjóðurinn lánar þér til
ráðstöfunar 2,3 eða 4 sinnum hærri upphæð en í
dæminu að ofan.
Athugaðu heimilislán sparisjóðanna
svissneska formúlan svíkur ekki!
«SAMBAND
SPARISJÖÐA
* Lántöku- og stimpilgjald dregst frá við afhendingu heimilislánsins.