Morgunblaðið - 18.05.1983, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
BREIÐABLIK
45
„Yona að við völdum
ekki vonbrigðum"
MAGNÚS Jónatansson, 34 ára
kennari, er þjálfari Breiðabliks í
ár. Hvernig leggst mótið í þig,
Magnús?
„I>að leggst nú ekki illa í mig.'
l>að má segja að Breiðabliksliðið
sé spurningarmerki í byrjun móts-
ins og óvíst hvernig gengur þegar
út í slaginn er komið. Þó ekki hafi
gengið vel í vorleikjum tel ég að
við séum á réttri leið og mætum
óhræddir í mótið."
Nú er þeta fyrsta árið þitt hjá
Breiðabliksliðinu. Hver er helsti
munurinn að þjálfa hjá þeim og
t.d. hjá ÍBÍ?
„AAstaðan er auðvitað mikið
betri hér. Hérna er ég með alla
leikmennina á sama stað en ekki á
tveim, eins og hjá ÍBÍ, fram að
móti. Leikmenn Breiðabliks eru
upp til hópa teknískari og yngri en
ég hef áður haft. Meðalaldur
Breiðabliksmanna er t.d. 21 ár en
var 24 ár hjá ísfirðingunum. Það
Magnús Jónatansson
er auðvitað meiri hætta á að svo
ungir leikmenn þoli ekki mikla
pressu en því má ekki gleyma að
þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir
margir reynslu með t.d. landsliði."
Viltu spá um stöðuna í sumar?
„Það stefnir allt í það að Vík-
ingarnir verði sterkir eins og í
fyrra og ÍA mun einnig verða
sterkt. Valsarar munu verða
verðugir andstæðingar ef þeir
spila eins og seinni part sumars
í fyrra. ÍBV og KR standa þess-
um liðum ekki langt að baki en
það mun líklegast verða hlut-
skipti ÍBK, ÍBI, Þórs og Þróttar
að berjast í neðri hluta deildar-
innar. Þó gætu Keflvíkingar
komið á óvart og blandað sér í
toppbaráttuna.
Ég kýs að halda hlutleysi
mínu og halda Breiðablik fyrir
utan þessa spá. Við mætum í
mótið með ákveðið markmið í
huga og munum gera okkar
besta til að ná því. Tíminn mun
síðan leiða í ljós hve langt þetta
fleytir okkur í deildinni.
„Tel að við séum
á réttri Ieiö“
Ólafur Björnsson 24 ára há-
skólanemi er fyrirliði Breiðabliks-
liðsins. Fyrsta spurningin sem við
lögðum fyrir Ólaf var hvernig mót-
ið legðist í hann: „Það leggst ágæt-
lega í mig. Við erum líkamlega vel
undir það búnir og göngum ótrauð-
ir til baráttunnar. Undirbúningur-
inn hefur verið markviss þannig að
ég vona að við völdum ekki eins
miklum vonbrigðum og í fyrra.“
Nú hafa gengið í raðir ykkar
Breiðabliksmanna nýir leikmenn,
á þetta ekki eftir að styrkja liðið?
„Jú, það er gefið mál og breidd-
in í liðinu í dag er mjög mikil. En
við megum ekki gleyma því að við
höfum misst menn síðan í fyrra
sem voru meira og minna í liðinu.“
Nú hefur gengið fremur illa
hjá ykkur í vorleikjunum t.d.
Litlu bikarkeppninni. Hver er
ástæðan?
Ólafur Björnsson
„Ætli það sé ekki helst af því
að litið hefur verið á þessa leiki
sem upphitun og æfingu fyrir ís-
landsmótið. Æfingar hafa verið
jafn stífar jafnvel þótt leikir
væru á dagskránni. Magnús hef-
ur lagt meiri áherslu á æfingar
og fá fullt út úr þeim frekar en
leikjunum. En hinu er ekki að
leyna að árangurinn hefur verið
slappur en við skulum vona að
þetta sé bara vorslen sem hverfi
með sumrinu."
Myndirðu vilja spá um röð lið-
anna í deildinni?
„Ég myndi vilja fá að sleppa
Breiðabliki en hinum liðunum
myndi ég skipta í tvo hópa sem
ég tel að muni berjast á toppnum
og á botninum. I fyrri hópnum
myndi ég telja ÍA, Víking, ÍBV,.
KR, Val og í seinni ÍBK, ÍBÍ, ÞóiÁ
og Þrótt."
„Mótið leggst vel í migu
Jón Ingi Ragnarsson, málara-
meistari á besta aldri, er formaður
knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Við lögðum fyrir hann hina klass-
ísku spurningu, hvernig mótið
legðist í hann:
„Það leggst vel í mig enda er ég
bjartsýnismaður að eðlisfari. Ég
vona að liðið mitt eigi eftir að
standa sig og strákarnir sýni hvað í
þeim býr.“
Ef við snúum okkur aðeins frá
meistaraflokknum og að yngri
flokkum félagsins þá er Breiða-
blik ekki lengur það veldi sem
það var fyrir nokkrum árum í
unglingaknattspyrnu. Hvað
veldur?
„Breiðablik vann það einstæða
afrek árið 1974 að vinna ís-
iandsmótið í 3., 4. og 5. flokki og
er mikið af þeim strákum kjarn-
inn í meistaraflokknum í dag.
Það má segja að við höfum sofn-
að á verðinum eftir þetta og
Jón Ingi Ragnarsson
haldið að þetta myndi ganga af
sjálfu sér. Ekki var staðið nógu
vel að unglingastarfinu og brátt
vöknuðum við upp við það að
yngri flokkarnir voru orðnir
mjög slakir. Þá var reynt að
snúa vörn í sókn og má segja að
í fyrra hafi það byrjað að gefa
ávöxt þegar 2. flokkurinn varð
íslandsmeistari. 6. flokkur
Breiðabliks er nú líklegast einn
sá sterkasti á landinu og í 5.
flokknum eru margir mjög efni-
legir leikmenn."
Ef við snúum okkur nú aftur
að 1. deildinni. Viltu spá um
stöðuna?
„Ég vil sem minnst um það
spá. A síðustu árum hefur okkur
Breiðabliksmönnum verið spáð
velgengni en það dæmi hefur
ekki gengið upp. Ég hef nú samt
trú á því að bæði Víkingur og ÍA
komi sterkt út úr mótinu eins og
í fyrra og ég vona auðvitað að
Breiðablik geti blandað sér í
toppbaráttuna. Ég vil engu liði
það að falla í 2. deild, því mun ég
ekki spá meiru um röðina."
Heiðar B. Heiðarsson,
20 ára, nemi, miðjuleik-
maður
Þorsteinn Hilmarsson, Sigurjón Kristjánsson,
21 árs, háskólanemi, 21 árs, nemi, miðjuleik-
miðjuleikmaður maður
Guðmundur Ásgeirsson, Hákon Gunnarsson, 23 Sævar Geir Gunnleifs-
24 ára, húsgagnasmiður, ára, háskólanemi, sókn- s®11. 20 ára, verslunar-
markvörður armaður, maður, sóknarmaður
Benedikt Guömunds- Björn Þór Egilsson, 22 Ingvaldur Gústavsson,
son, 21 árs, bókagerðar- ára, háskólanemi, bak- 19 ára, nemi, sóknar-
maður, bakvörður
vörður
maður
Sigurður Grétarsson, 21 Þorsteinn Geirsson, 19 Vignir Baldursson, 27
árs, rafvirki, sóknarleik- ára, nemi, miðjuleik- ára, trésmiður, miðju-
maður maður leikmaður
Jóhann Grétarsson, 21 Ómar Rafnsson, 20 ára,
árs, kerfisfræðingur, húsasmiður, bakvörður
miðjuleikmaður
Valdimar Valdimarsson, Jón Gunnar Bergs, 20 Theódór Guðfinnsson,
25 ára, skrifstofumaður, ára, háskólanemi, 24 ára, tæknifræðingur,
miðvörður miðjuleikmaður miðvörður
Trausti Ómarsson, 20
ára, nemi, miðjuleik-
maður
Haraldur Stefánsson, 23 Pétur Ómar Ágústsson,
ára, bankastarfsmaður, liðsstjóri
miðvörður
S fi!