Morgunblaðið - 18.05.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1983
53
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
^ TIL FÖSTUDAGS
‘Irwi/jArni&an'jJV
Þessir hringdu . . .
AC/DC á listahátíð
Símon og Emil í Vestmannaeyj-
um hringdu og höfðu eftirfar-
andi að segja: — Okkur langar
endilega að fá AC/DC á listahá-
tíð. AC/DC er langbesta þunga-
rokkhljómsveitin í dag og hefur
langskemmtilegustu sviðsfram-
komuna. Einnig nýtur hún
geysimikilla vinsælda hér á
landi.
AC/DC eða
Iron Maiden
Ingvar Hafbergsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: —
Ég tek undir það sem einhver
skrifaði um Smokie hérna í
þættinum. Ég vildi ekki fá þá á
listahátíð. Ég vildi frekar fá Iron
Maiden eða AC/DC. Hins vegar
tel ég að fáir mundu koma á
tónleika með Frank Zappa eða
Bruce Springsteen.
Sérlega góður þáttur
Kona hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar til
að þakka fyrir þáttinn um Nínu
Tryggvadóttur í sjónvarpinu
fyrra sunnudag. Einkum vil ég
færa stjórnandanum, Hrafnhildi
Schram listfræðingi, þakkir
fyrir góð tök hennar á efninu.
%
Er þetta ekki
rangt með farið?
1817-4952 hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: — Ég er með
hérna fyrir framan mig úrklippu
úr Morgunblaðinu fimmtudag
12. þ.m., en þar er minnt á kaffi-
sölu í nýja safnaðarheimilinu í
Laugarnessókn. f þessum orðum
er m.a. nefndur sr. Sigurbjörn
Einarsson og hann titlaður bisk-
up. Er þetta ekki rangt með far-
ið, eftir að hann hefur látið af
embætti og nýr biskup tekinn
við? Átti ekki að standa þarna
„fyrrverandi biskup"? Ég spyr,
af því að ég hef tvisvar eða
þrisvar heyrt þetta í útvarpinu,
en aðeins einu sinni var það leið-
rétt.
Annað sem mig langaði að
nefna er lagstefið sem leikið er
milli þátta í fréttaflutningi út-
varpsins. Mér finnst það þreyt-
andi og óþarft, og ég veit að það
finnst fleirum en mér. Þarna má
aiveg hefja fréttalesturinn milli-
liðalaust.
Hrafnhildur Schram.
Þetta var sérlega góður þáttur,
sem vert væri að endursýna hið
fyrsta.
AC/DC
GÆTUM TUNGUNNAR
Spurt var: Fékkstu nokkuð góðgæti að borða?
Rétt væri: Fékkstu nokkurt góðgæti að borða?
Hins vegar væri rétt: Fékkstu nokkuð að borða?
Einnig væri rétt: Fékkstu nokkuð gott að borða?
Kraftverk
snillinga eins og David Bowie,
Kraftwerk, Brian Eno og jafnvel
Iggy Pop og Mike Oldfield.
I sambandi við þetta vil ég
benda á, að David Bowie og
hljómsveitin Kraftwerk hafa verið
í fremstu röð í músíkinni, Bowie í
nýbylgjunni og Kraftwerk í tölvu-
tónlist. Bowie gaf t.d. út einhverja
þá bestu nýbylgjuplötu, sem
heyrst hefur, árið 1974, en það er
platan Diamond Dogs. Sama ár
gaf hljómsveitin Kraftwerk út
hreint út sagt fyrsta nýjabrumið í
tölvutónlist, þ.e. plötuna Auto-
bahn, eina af þeim bestu, sem
komið hafa út í þessum tónlist-
arstíl. Platan var rökkuð niður af
þýskum gagnrýnendum. Og það
var ekki fyrr en sex eða sjö árum
síðar, þegar þetta tónlistarform
var búið að festa rætur í alþýðu-
tónlist, að plötur Kraftwerk voru
hafnar upp til skýjanna og sagðar
listaverk. Það er líka þegar Gary
Numan og Ultravox hafa fengið
þann stimpil á sig að vera sagðir
brautryðjendur í tölvutónlist.
Þetta sýnir, hvað Kraftwerk hefur
verið langt á undan sinni samtíð.
Að lokum vil ég bæta því við, að
það eru þessir aðilar sem geta tal-
ist verðugir fulltrúar á listahátíð,
því að það eru þeir sem ráðið hafa
þróun þeirrar tónlistar, sem er
hvað vinsælust í dag.“
Duran Duran
og Michael
Jackson
á listahátíð
Ingvar Leifsson, 12 ára, skrifar:
„Velvakandi.
Ég vil að Duran Duran og Michael
Jackson komi á listahátíð. DD og MJ
þyrftu að halda útitónleika hér á Is-
landi vegna gífurlegra vinsælda
þeirra. T.d. er Rio með DD uppseld í
mörgum plötubúðum.
P.s. Birtu einhverja flótta mynd af
Michael Jackson."
Þökk sé rúm-
bestu versl-
un landsins
Helgi Steingrímsson skrifar:
„Það hefur lengi verið aðalsmerki
Velvakanda að ræða bæði jákvæð og
neikvæð mál, og hér eru nokkrar
jákvæðar línur.
Fyrir nokkrum árum keyptum við
parið hjónarúm, mjög vandað og
flott. Síðan höfum við í þrígang
þvælt því á milli íbúða, fyrir utan
það að rispa það, t.d. með hjáliggj-
andi barnarúmi. í bjartsýni okkar
sögðum við framleiðendunum frá
því, að farið væri að sjá á rúminu og
það þyrfti smá aðhlynningu. Og þeir
gerðu það ekki endasleppt við okkur.
Ekki aðeins sóttu þeir rúmið heim til
okkar, heldur gerðu það upp sem
nýtt, komu með það aftur, settu það
upp og harðneituðu að taka eyri
fyrir vikið.
Þökk sé rúmbestu verslun lands-
ins.“
BROSTU!
MYNDASÖGURNAR
KOMA ÁnJVDRGUN
Vikuskammtur af skellihlátri
SÍMASKRÁNA
íhlíföarkápu!
Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra
notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr
og þá geta skapast vandræði. Forðum því.
Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin.
Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót.
Fæst í öllum bóka- og ritfangaverslunum
Múlalundur
Símar: 38400 - 38401 - 38405 og 38667