Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR1. JÚLl 1983
19
Kynningarfund-
ur um taknfræði
KYNNINGARFUNDUR um semiotik
(táknfræði) verður haldinn á morgun,
laugardaginn 2. júlí, á milli klukkan
14 og 17 í stofu 308 í Árnagarði.
Fluttir verða þrír fyrirlestrar.
Fyrst flytur Vésteinn Ólason fyrir-
lestur sem hann nefnir „Að tala um
semiotik á íslensku". Síðan talar
Michael Dal um „Litteraturens
Karneval" og loks ræðir Keld Jörg-
ensen um „Fiktion og Galskab".
Fundurinn er haldinn á vegum
semiotik-hóps, sem starfar innan
Norræna sumarháskólans og er öll-
um opinn.
Fisheries
Yearbook
1983 komin út
HJÁ lceland Review er nú komið út
nýtt hefti af árbók sjávarútvegsins á
íslandi. Bókin er á ensku og í henni er
fjallað um allt það helsta sem varðar
fiskveiðar, fiskvinnslu og markaðsmál
á árinu 1982. Uar að auki er í bókinni
ýmiskonar fróðleikur um íslenskan
sjávarútveg almennt.
Af efni bókarinnar má nefna yfir-
litsgreinar eftir fjölmarga frammá-
menn og sérfræðinga á hinum ýmsu
sviðum sjávarútvegsins, töflur yfir
afla, vinnslu og útflutning, lista yfir
opinberar stofnanir og fyrirtæki á
íslandi, sem með einum eða öðrum
hætti tengjast sjávarútveginum,
söluskrifstofur erlendis og þannig
mætti lengi telja. Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, sem
gegndi embætti sjávarútvegs-
ráðherra þegar bókin fór í prentun,
ritar inngang að bókinni.
Þetta er í þriðja sinn sem Fisheries
Yearbook kemur út og telja útgef-
endur nú fyllilega komið í ljós að
þörf er fyrir rit af þessu tagi. Les-
endur ritsins eru einkum í Vestur-
Evrópu og Norður-Ameríku, en einn-
ig hafa borist pantanir frá fjarlægari
löndum svo sem Japan og Suður-Afr-
íku. Þá er og mikið um að íslensk
fyrirtæki og stofnanir, sem tengjast
sjávarútvegi og útflutningi, sendi er-
lendum viðskiptavinum sínum bók-
ina.
Fisheries Yearbook 1983 er 64
blaðsíður að stærð og prýdd fjölda
mynda, kostar krónur 240 að við-
bættum söluskatti. Ritstjóri er sem
fyrr Haraldur J. Hamar.
(FréUalilkynning.)
fyrir fæti og kom okkur saman um
að hann tæki við öðrum báti, sem
honum var boðin skipstjórn á og
var hann með þann bát og fleiri
skip, bæði sín eigin og annarra,
þar til hann hætti sjómennsku 58
ára gamall. Fór hann þá að starfa
í landi, og var húsvörður um ára-
bil. Innan við sjötugsaldur fór
hann að finna til sjúkleika og
hætti þá störfum og settist í helg-
an stein. Þó að hann væri heilsu-
veill á þessum síðustu árum hélt
hann reisn sinni og glæsimennsku
þar til um síðustu áramót, að
hann varð að leggjast á Borgar-
spítalann og dvelja þar að undan-
teknum fáum dögum, sem hann
var heima, uns yfir lauk þann 15.
júní.
Þessar fáu línur, sem ég skrifa
til minningar um hinn látna fé-
laga, vil ég enda með þeim orðum
að hann var glæsimenni og góður
drengur. Minningin um það mun
verða til huggunar ástvinum hans,
afkomendum og eiginkonu sem
annaðist hann af alúð í veikindum
hans.
Ég og kona mín vottum þeim
innilega samúð okkar.
Karl O. Jónsson
SUMARTILBOÐ
Litstækkun á aðeins9kc
filmur (35mm 135-12, 24,36) hjá okkur á
tímabilinu 24. maí til 1. september 1983,
bjóðum við þér eina litstækkun 20x25 á
aðeins 9 kr., gegn framvísun 5 filmupoka
á þínu nafni til staðfestingar um viðskiptin.
LJOSMYNDAÞJÓNUSTAN HF.
LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK SiMI 85811
Litmyndir samdægurs
Filman í framköllun fyrir kl. 11.
Myndirnar tilbúnar kl. 17.
Verið velkomin!