Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÍJLÍ 1983
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir LYDIU CHAVEZ
Flóttafólk frá El Sahador kemur til Honduras. Mikill fjöldi fólks í E1 Salvador hefur valið þann kost að flýja
hörmungar stríðsins til nágrannalandanna.
Stjórnarherinn hyggst
sigra á tveimur árum
John D. Waghelstein, fráfarandi yfirmaður þeirra bandarísku hemaðar-
ráðunauta sem starfa í El Salvador, sagði á fundi með fréttamönnum á
þriðjudag, að allt of fáir gerðu sér grein fyrir því, að algert stríð geisaði nú í
El Salvador. Þannig hefðu 30 manns fallið í bardögum við skæruliða í
síðustu viku, og hefðu þar verið jafnt óbreyttir borgarar og hermenn sem
létu þar lífið. Þarna hefði verið um stórátök að ræða, þar sem 2.000
stjórnarhermenn hefðu byrjað gagnsókn gegn skæruliðum, sem áður höfðu
náð á sitt vald tveimur af stærstu raforkuverum landsins i öflugri árás.
Waghelstein kvaðst þó eftir
sem áður telja, að stjórn-
arherinn í E1 Salvador gæti unnið
stríðið á tveimur árum, ef banda-
rískri hernaðaraðstoð væri haldið
áfram og sömuleiðis fyrirhugaðri
eflingu stjórnarhersins. Hann
kvaðst hins vegar ekki vera í nein-
um vafa um, að það myndi koma
að því, að Bandaríkjamenn yrðu
tilneyddir til þess að senda herlið
til El Salvador, ef Bandaríkjaþing
felldi niður alla hernaðaraðstoð
við landið. „Ef við viljum komast
hjá því að senda herlið til E1
Salvador, þá verðum við að halda
áfram að Íáta landinu í té þá að-
stoð, sem þörf er á,“ sagði Wagh-
elstein. „Ef þeir menn eru virki-
lega fyrir hendi í Washington, sem
álíta, að nú verði að senda her-
menn hingað, þá er það mín skoð-
un, að það verði því aðeins nauð-
synlegt, ef þingið fellir alla hern-
aðaraðstoð niður.“
Því er hvarvetna gefinn gaum-
ur, sem Waghelstein segir. Hann
hefur dvalizt í E1 Salvador í 15
mánuði og þekkir landið og íbúa
þess mjög vel. Hann hefur verið
helzti ráðunautur stjórnvalda í E1
Salvador í baráttunni gegn upp-
reisnarmönnum, og í ráðlegging-
um sínum hefur hann lagt mikla
áherzlu á félagslegar og efna-
hagslegar umbætur í landinu. „Ef
menn missa einhvern tímann von-
ina um, að þessi stjórn — sem er
lýðræðisleg og hefur lýðræðið að
markmiði sínu, hvaða annmarka
sem menn kunna svo sem að finna
á henni — geti komið fram slíkum
umbótum, þá verður það til þess,
að æ fleiri eiga eftir að ganga í lið
með skæruliðum."
„Umbæturnar verða að fá að
halda áfrarn," segir Waghelstein
ennfremur. „Ástæðan fyrir því, að
það kom til uppreisnar, var sú, að
það var fyrir hendi djúpstætt fé-
lagslegt, stjórnmálalegt og efna-
hagslegt misvægi í landinu. Það er
ekki hægt að skella allri skuldinni
á stjórnvöld á Kúbu og í Nicar-
agua, enda þótt þau hafi vissulega
notfært sér ástandið."
Þegar ofurstinn kom til E1
Salvador 1982, var aðferð stjórnar
hersins í baráttunni við skæruliða
sú að grípa í skyndi til gagnárás-
ar, er þeir síðarnefndu gerðu áraá.
Þessar gagnárásir voru oft ekki
nógu vel skipulagðar né heldur var
þeim fylgt nógu vel eftir. Frá síð-
ustu áramótum byrjaði stjórnar-
herinn á lengri og umfangsmeiri
hernaðaraðgerðum og farið var að
senda út eftirlitssveitir á nóttinni
og á ýmsan hátt teknar upp betri
og virkari aðferðir í baráttunni við
skæruliða. „Ég fullyrði ekki, að við
höfum nú náð að gera allt, sem
þurfti," segir Waghelstein, „en
þetta er að minnsta kosti allt ann-
að en var.“ Hann viðurkennir, að
skæruliðum hafi líka „farið fram".
„Þeir samræma hernaðaraðgerðir
sínar betur nú en áður.“
Ofurstinn lagði áherzlu á, að
bandarísk stjórnvöld sem aðrir
yrðu að sýna þolinmæði. Sigur
ætti eftir að nást í E1 Salvador, en
það tæki langan tíma að efla
stjórnarherinn nægilega og
tryggja nauðsynlegar efnahags-
legar og félagslegar framfarir í
landinu. Ennfremur þyrfti að
tryggja betur mannréttindi í land-
inu. „Ég tel, að þau hafi verið
efld,“ segir Waghelstein, „en
stjórnvöld geta gert enn betur.“
„Þessi þjóð á svo sannarlega
stuðning skilið," segir Waghel-
stein ennfremur. „Við fórum fram
á 110 millj. dollara aðstoð en feng-
um 55 millj. Þannig fengum við
aðeins helming þess, sem við báð-
um um. Þetta þýðir, að okkur
verður aðeins kleift að gera helm-
inginn af því, sem við höfðum í
hyggju að gera. Á næstu tveimur
árum er ætlunin að fjölgja í her E1
Salvadors um 12.000 manns, þann-
ig að hann verði 36.000 manns.
Jafnframt mun stjórn landsins
hafa yfir að ráða 10.000 manna
gæzluliði."
(N.Y. Times News Service)
f borgarastyrjöldinni í El Salvador er beitt öflugum, nýjum brynvögnum.
Myndin sýnir stjórnarhermenn að verki í átökum við uppreisnarmenn.
Reglur um ávis-
anaviðskipti
hertar verulega
Á FUNDI Samvinnunefndar banka og sparisjóða 23. júní sl. voru samþykkt-
ar endurskoðaðar reglur um tékkaviðskipti. Þær eru byggðar á tillögum
sérstakrar undirnefndar um tékkamál, sem starfað hefur um alllangt skeið.
Hinar nýju tékkareglur, sem taka gildi hinn 1. júlí, lúta m.a. að auknu
aðhaldi gagnvart viðskiptamönnura sem og innlánsstofnunum og fela í sér
nokkrar nýjungar.
Skilyrði fyrir opnun tékkareikn-
inga verða hert. Til að hindra að
aðilar, sem misnotað hafa tékka-
reikninga, geti haldið áfram út-
gáfu tékka, þrátt fyrir lokun á ein-
um afgreiðslustað, mun lokun eins
tékkareiknings hér eftir leiða af
sér lokun annarra tékkareikninga
hjá sömu eða öðrum innlánsstofn-
unum.
Bankar og sparisjóðir munu í
ríkari mæli en áður innleysa tékka
hverjir á aðra að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum. Þó er það aðal-
regla sem fyrr, að innlausn tékka
fyrir reiðufé fari fram í þeim
banka eða sparisjóði, þar sem
reikningurinn hefur verið stofnað-
ur.
Stefnt er að auknu samstarfi við
dóms- og lögregluyfirvöld í því
skyni að skapa betri yfirsýn og
hafa aukið eftirlit með tékkamis-
ferli. Unnið verður að útgáfu full-
komnari persónuskilríkja, m.a.
með því að bætt verði rithandar-
sýnishorn inn á nafnskírteini og
ökuskírteini.
Aukin áherzla verður lögð á
fræðslu um meðferð tékka, þar á
meðal um skyldur útgefenda og
móttakenda, til að auka öryggi
tékka sem greiðsluforms. Þá verð-
ur unnið að því að taka upp alhliða
bankakort, eftir því sem bein
tenging afgreiðslutækja í bönkum
og sparisjóðum við Reiknistofu
bankanna kemst á. Kort þessi
yrðu m.a. notuð með tékkum.
Tékkanotkun er mikil og al-
menn hér á landi eins og kunnugt
er. Voru um 17 milljónir tékka-
færslna bókaðar hjá Reiknistofu
bankanna árið 1982 og fjöldi
hreyfðra tékkareikninga er um
115 þúsund talsins. Njóta tékkar
því almenns trausts sem greiðslu-
form. í frétt frá Samvinnunefnd-
inni segir, að samt sé tilefni til að
setja hinar nýju reglur til að
styrkja það enn frekar. Sé í raun
áríðandi, að viðskiptamenn meti
mikilvægi þess.
Jarðfræðiferð
um Kjós og
Mosfellssveit
NÝLEGA voru stofnuð Náttúru-
verndarsamtök Suðvesturlands og
eru fyrirhugaðar nokkrar ferðir á
vegum þess í sumar. Tilgangurinn er
meðal annars sá, að vekja umræðu
um náttúrugripasafn og þar sem
slíkt safn er ekki opið almenningi,
vilja forystumenn samtakanna bjóða
fólki í stuttar ferðir út í náttúruna
þar sem tækifæri gefst til að kynnast
„lifandi náttúrugripasafni".
1 > sumar er ráðgert að fara í
tvær fræðslu- og skoðunarferðir
um Suðvesturland, þar sem jarð-
fræði svæðisins verður kynnt.
Fyrri ferðin verður farin næst-
komandi laugardag 2. júlí og verð-
ur farið frá Norræna húsinu kl.
1.30. Hér fer á eftir grein Hauks
Jóhannessonar jarðfræðings um
svæði í Kjós og Mosfellssveit, en
þangað verður farið í fyrstu ferð-
ina.
Jarðsögu íslands er vanalega
skipt í þrjú tímabil. í fyrsta lagi
tertíer jarðlög (eldri en 3,1 milljón
ára), sem mynda berggrunninn á
mest öllu Vestur-, Norður- og
Austurlandi. Þar eru fjöll hlaðin
úr reglulegum basalt hraunlögum,
einu ofan á annað og oftast eru
þunn rauð leirlög á milli hrauna.
Leirlögin munu vera forn jarðveg-
ur að uppruna. Loftslag á tertíer
var mun hlýrra en nú og framan
af munu vetur vart hafa verið svo
harðir að frosið hafi að gagni en
loftslag fór þó kólnandi með tím-
anum, uns jöklar tóku að myndast.
í öðru lagi eru jarðlög frá ísöld og
er þá miðað við hina íslensku hefð,
að láta hana hefjast fyrir 3,1
milljón ára eða við neðsta út-
breidda jökulbergslagið, sem
finnst í jarðlagastaflanum. ísöldin
var ekki einn samfelldur fimbulv-
etur heldur skiptust á Jökulskeið
og hlýskeið. Loftslag á hlýskeiðum
hefur að líkindum verið svipað og
nú á tímum en var mun kaldara á
jökulskeiðum. Á þeim þrem millj-
ón árum, sem liðin eru frá upphafi
hennar hafa komið um 25—30 jök-
ulskeið og munu þau hafa verið
tiltölulega væg framan af en
hörðnuðu er á leið. Á jökulskeið-
um myndaðist mest móberg og
bólstraberg við gos undir jöklum.
en á hlýskeiðum runnu hraun. I
þriðja lagi eru jarðlög frá nútíma
og ber þar mest á lausum jarðlög-
um og hraunum. Nútíminn er tal-
inn hefjast er meginjöklar síðasta
jökulskeiðs hörfuðu af láglendi.
Það mun hafa átt sér stað hér á
Suðvesturlandi fyrir um
12—13.000 árum.
í fyrri ferðinni verður hugað að
jarðlögum frá tertíer og ísöld og
myndun þeirra útskýrð, en í seinni
ferðinni verður einkum hugað að
eldstöðvum og hraunum frá nú-
tíma. Nú á laugardaginn kemur
verður ekið um Mosfellssveit og
Kjalarnes og þaðan inn í Kjós, um
Kjósarskarð og Mosfellsheiði til
baka. Á leiðinni verður bent á það
markverðasta í jarðfræði svæðis-