Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 íri til Liverpool Liverpool keypti á dögunum ungan írskan varnarmann frá Shamrock Rovers. Kappinn heitir Jim Beglin, og var hann keyptur fyrir 20.000 pund eftir þriggja vikna reynslutíma á Anfield. 17,33 í þrístökki Vestur-Þjóöverjinn Peter Bouschen setti nýtt landsmet og varö Þýzkalandsmeistari er hann stökk 17,33 metra í þrístökkinu á vestur-þýzka meistaramótinu í frjálsíþróttum, sem fram fór í Bremen um helgina. Bouschen er 23 ára gamall og eru framfarirnar miklar, þar sem hann átti bezt 16,74 frá í hitteð- fyrra, en á síðastliðnu ári stökk hann 16,69 metra. Bouschen er frá Dusseldorf. — ágás. Júnímót drengja í golfi Júnímót drengja í golfi fór fram í Grafarholti þ. 23 þ.m. Urslit uröu þessi: Án forgjafar: 1. Karl Ó. Karlsson 2. Sigurjón Arnarsson 3. Jón H. Karlsson Með forgjöf: 1. Heiöar Gunnlaugsson 2. Sigurhans Vignir 3. Eiríkur Guðmundsson 4. Gunnar Sigurösson Nýliöamót fór fram á Korpúlfsstaöavelli þ 1. Rúnar Gíslason 2. Almar Sigurðsson 3. Eyjólfur Bergþórsson Bezta skor: Lee Tian Choi 85 högg. 76 högg 84 högg 84 högg 90—27 = 63 högg 93—26 = 67 högg 92—23 = 69 högg 86— 17 = 69 högg i. 21. þ.m. Úrslit uröu þessi: 87— 30 = 57 högg 88— 30 = 58 högg 90—30 = 60 högg • Dan Corneliusson Styrktarmanna- klubburinn f jár- magnaði kaupin Þegar Stuttgart keypti Svíann Dan Corneliusson frá IFK Gautaborg fyrir skömmu var þaö styrktarmanna- klúbbur félagsins sem fjár- magnaöi kaupin. Formaður styrktarmanna- klúbbsins var einn þeirra sem komu meö liöinu í íslands- feröina á dögunum, og sagöi hann að félagiö sjálft heföi ekki haft efni á því að borga Corneliusson. Þetta væri ekk- ert einsdæmi — en máliö væri þannig, aö þegar Corn- eliusson yröi seldur aftur, ef þaö yröi gert, þá fengi styrkt- armannaklúbburinn þaö fé sem fengist fyrir hann. Aöaltekjur þessa styrkt- armannaklúbbar eru þær að hann hefur til umráöa sér- staka stúku á leikvelli Stutt- gart sem hann selur aögang að á leikjum liösins. íþróttafélagió Hlynur stofnað á Kópavogshæli HINN 14. júní sl. var stofnaö íþróttafélag þroskaheftra á Kópavogshælinu og hlaut þaó nafniö HLYNUR. Röskloga 50 manns sátu stofnfundinn og voru þeir bssöi úr rööum vist- manna, starfsmanna og for- eldra- og vinafélagsins. Einnig sátu stofnfundinn fulltrúar frá íþróttasambandi Fatlaöra og Ungmennasambandi Kjalarnes- þings. Þaö var ekki síst fyrir hvatn- ingu Sonju Helgason íþrótta- kennara og félagsráögjafanna Láru Björnsdóttur og Rannveigar Gunnarsdóttur og áhuga fleiri starfsmanna, aö félagiö var stofnaö. Tilgangur félagsins er aö efla útivist og íþróttaiökanir fyrir þroskahefta meö æfingum, nám- skeiöum og keppni. Er tilkoma þessa nýja félags einn þáttur i vaxandi íþróttastarfsemi fatl- aöra. í fyrstu stjórn félagsins voru kjörin: Kristján Sigurmundsson formaöur, Hansína Jónsdóttir rit- ari og Elísa Þorsteinsdóttir gjald- keri. í varastjórn voru kjörin: Guömundur Jensson, Halldór Jónsson og Elísabet Ólafsdóttir. — ágás. • Frá stofnfundinum á Kópavogshaelinu. Á efri myndinni ávarpar Siguröur Magnússon viöstadda, býöur þá velkomna og vonast eftir góöu samstarfi við þá. Á neöri myndinní er stjórn félagsins og varastjórn. • Edwin Moses svífur létt yfir grindurnar í landakeppninni viö Aust- ur-Þjóöverja um helgina. Hann vann sinn 76. aigur í röö (aérgrein ainni og lætur engan bilbug á sér finna, þótt háriö sé tekið aö þynnast. í 76 sigrar í röð hjá Edwin Moses í grind Bandaríski grindahlauparinn Edwin Moses vann enn einn sig- urinn í grein sinni, 400 metra grindahlaupi, i landskeppni Bandaríkjamanna og Austur- Þjóöverja í Los Angeles, á leik- vanginum þar sem Ólympíuleik- arnir veróa haldnir aó ári. Þaö þykir vart í frásögur fær- andi þó Moses vinni grindahlaup, en afrek hans er merkilegra sakir þess aö þetta var hans 76. sigur í Kratovchilova hljóp 400 á 48,82 Tékkneska stúlkan Jarmila Kratovchilova náöi bezta árangri Bryggare á 13,53 Finnski grindahlauparinn Arto Bryggare setti nýtt finnskt met í 110 metra grind á móti í Edinborg í Skotlandi um helgina, hljóp á 13,53 sekúndum. Bryggare átti sjálfur eldra metið og var þaö 13,56 sekúndur frá Evr- ópumeistaramótinu í Prag 1978, en hann vann til verölauna á því móti, og einnig Evrópumeistara- mótinu í Aþenu í fyrra, er hann hlaut bronzverölaun. Bezti árangur Bryggare í ár fyrir methlaupiö var 13,64 og í fyrra hljóp hann á 13,57 sek. — ágás. heims á þessu ári í 400 metra hlaupi, er hún hljóp á 48,82 sek- úndum á frjálsíþróttamóti í Prag um helgina. Kratovchilova skaust þar meö upp fyrir löndu sina Tatjönu Koc- embovu á afrekaskránni, því Koc- embova haföi hlaupiö nokkru áöur á 49,67 sekúndum. Marita Koch frá A-Þýzkalandi á heimsmetið, 48,16 sekúndur, en Kratovchilova hefur hlaupiö á 48,61. Kocembova er hins vegar i framför, hljóp á 50,41 i fyrra. Hún er aðeins 21 árs, en Kratovchilova 32, og Koch er þar mitt á milli. Á Evrópumeistaramótinu í Aþenu í fyrra hlaut Kratovchilova silfur- verölaun og Kocembova bronz, en gulliö féll Maritu Koch i skaut og setti hún heimsmet sitt í þvi hlaupi. — ágás. röö. Hann hefur veriö ósigrandi frá því hann tryggói sér þátttöku f Ólympíuleikunum 1976 á banda- ríska úrtökumótinu fyrir þá leiki. í millitíöinni hefur honum hlotn- ast öll þau verölaun, sem hægt er aö vinna til og slegið heimsmetiö nokkrum sinnum, síöast hljóp hann á 47,13 sekúndum í Mílanó 1980. Hann varö Ólympíumeistari 1976 í Montreal og heföi ugglaust gert hiö sama 1980 ef Bandaríkja- menn heföu tekið þátt í Moskvu- leikunum. Eins og nærri má geta þykir Moses líklegastur til sigurs á heimsmeistaramótinu í frjálsíþrótt- um, sem fram fer í Helsinki í sumar. Moses er 28 ára gamall. — ágás. Schmid hljóp 400 grind á 48,66 Evrópumeistarinn og methaf- inn í 400 metra grindahlaupi, Vestur-Þjóöverjinn Harald Schmid, hljóp í sérgrein sinni á 48,66 sekúndum um helgina, sem er bezti árangur Evrópubúa á þessu ári. Bezta tímann átti Rússinn Alex- ander Charlov, sem hljóp á 48,78 á móti í Moskvu í síöustu viku. Ný- veriö hljóp Svíinn Sven Nylander á 48,88, sem er þriöji bezti árangur Evrópubúa í ár, en þess má líka geta, aö eftir því sem næst veröur komist er Þorvaldur Þórsson ÍR enn meö þriðja bezta árangur Noröurlandabúa á þessu ári. Schmid náöi þessum árangri á vestur-þýzka meistaramótinu, sem haldiö var í Bremen um helgina. Schmid er Evrópumeistari frá í Prag 1978 og Aþenu í fyrra. Evrópumet hans er 47,48 sekúnd- ur, sett í úrslitahlaupinu í Aþenu, og aöeins heimsmethafinn Edwin Moses er betri, en met hans er 47,13 sekúndur. Auk þeirra hefur aöeins John Aki-Bua hlaupiö undir 48 sekúndum í 400 metra grinda- hlaupi, en hann hlaut 47,82 sek- úndur í sigurhlaupinu á Ólympíu- leikunum í Munchen 1972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.