Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR1. JÚLÍ1983
Nýir aðilar sjá um rekstur rakarastofunnar „Garðar“
Nýir artilar hafa tekið við rekstri rakarastofunnar „Garðar“ í Nóatúni 17. Það eru þær Inga Hrönn Þorvalds-
dóttir og Eygló Jónsdóttir sem reka stofuna nú í stað Garðars Sigurgeirssonar og bjóða þær upp á alla almenna
hárþjónustu.
Rannsókn Manneldisráðs á næringu 10 ára barna í Reykjavík:
af járni, en skort-
B- og D-vítamíni
Nóg
ur á
NÝLEG rannsókn Manneldisráðs íslands á næringu og heilsu 10 ára reyk-
vískra skólabarna leiddi í Ijós að járnskortur er fátíður, en D-vítamín og
B-vítamínið fólínsýra virðist vera af skornum skammti í fæðu sumra barna.
Mælt var raunverulegt innihald þessara efna í blóðinu, en fyrri rannsóknir
Manneldisráðs á neysluvenjum skólabarna benti til skorts á þessum efnum.
Það var Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur sem stjórnaði þessari
rannsókn, sem var gerð í fyrravor og haust. 198 börn úr Laugarnesskóla,
Breiðholtsskóla og Olduselsskóla tóku þátt í rannsókninni, en sýnin voru
rannsökuð á rannsóknarstofum Landspítalans, Hjartaverndar og borgarspít-
alans.
Laufey Steingrímsdóttir sagði að
aðeins eitt barn hefði sýnt greini-
leg merki járnskorts, þ.e.a.s. lækk-
að gildi blóðrauða og lækkað ferr-
itin í sermi. Sagði Laufey að
sennilega væru margar ástæður
fyrir þessari góðu útkomu. í fyrsta
lagi er hefðbundin íslensk fæða
nokkuð járnrík, kjöt og fiskneysla
er mikil hér á landi, og börn á
þessum aldri virðast alla jafna
ekki fara varhluta af j)ví, þrátt
fyrir allt sælgætisátið. I öðru lagi
er járnbætt fæða ríkur þáttur í
fæði margra barna á þessum aldri,
og er þá fyrst og fremst um að
ræða pakkakorn ýmis konar, svo-
kallað morgunkorn. Þessar vörur
eru verulega járnbættar og afar
vinsælar meðal barna, en tveir
þriðju barnanna sögðust borða
slíka fæðu svo að segja daglega.
Síðast en ekki síst hefur neysla
ávaxta og ávaxtasafa aukist mjög
hin síðari ár, ekki síst meðal
barna. Ávextir eru að vísu járn-
snauðir, en að sama skapi því
C-vítamín auðugri. C-vítamín eyk-
ur r.ýtingu járns úr fæðunni, eink-
um úr kornmat.
Þessi niðurstaða úr könnun
Laufeyjar virðist við fyrstu sýn
ekki vera í samræmi við niður-
stöður neyslukannana þeirra
Baldurs Johnsen (1977—’78) og
Jóns Óttars Ragnarssonar
(1979—’80), sem bentu til verulegs
járnskorts skólabarna. En Laufey
sagði að niðurstöður þeirra Bald-
urs og Jóns Óttars hefðu verið
þær, að skorturinn væri mestur
hjá unglingsstúlkum á aldrinum
10 til 14 ára, en tiltölulega lítill
eða enginn hjá börnum 7 til 10
ára. Það væri því fullkomið sam-
ræmi á milli niðurstaðna könnun-
arinnar núna og hinna fyrr. Um
mælingar á B- og D-vítamíni sagði
Laufey:
„Samkvæmt fyrri neyslukönn-
unum Manneldisráðs er fólkinsýra
eitt það B-fjörefnið sem helst
virðist skorta í íslenskt fæði. Gildi
fólinsýru í blóðvökva barnanna
mældust einnig verulega lægri en
gengur og gerist meðal flestra
annarra vel nærðra þjóða. Ástæða
þessa er að öllum líkindum lítil
neysla grænmetis hér á landi, en
grænmeti er einmitt sá fæðuflokk-
ur sem auðugastur er af þessu
fjörefni, sem gegnir mikilvægu
hlutverki fyrir eðlilega blóðmynd-
un.
Niðurstöður D-vítamín mælinga
sýndu, að D-vítamín í blóðvökva
mældist lægra að vori en hausti
meðal þeirra barna sem ekki kváð-
ust taka lýsi eða lýsispillur reglu-
lega. Enginn slíkur árstíðamunur
mældist meðal þeirra barna sem
kváðust taka lýsi, en það var um
helmingur barnanna.
Þetta bendir til þess að líkam-
inn geti myndað nægilegt D-víta-
mín úr sólarljósinu hér á sumrin.
Og jafnframt það, að engin ástæða
er til þess að börn hætti að taka
lýsi.“
Auk rannsókna á þessum þrem-
ur efnum mældi rannsóknarstofa
Hjartaverndar kólesteról í sermi.
Sagði Laufey að blóðfita barna,
engu síður en fullorðinna, ákvarð-
aðist að hluta til af mataræði, en
einnig af erfðum og öðrum þátt-
um. 1 þessari rannsókn mældist
serum kólesteról barnanna 188
milligrömm í desilíter að jafnaði,
sem er mjög hliðstætt því sem
tíðkast í bandarískum og norræn-
um rannsóknum, að Finnlandi
undanskildu, því þar er serum kól-
esteról mun hærra. .
afsláttur
af nokkrum
sýningarinnréttingum
vegna breytinga
Nu eru aðeins tvær eldhúsinnréttingar og ein
baðinnrétting eftir og í dag er síðasti dagurinn
til að gera kostakaup.
Notið tækifæriö.
Kaimar
SKEIFAN 8 - 108 REYKJAVlK - SlMI 82011
Ólafur Bjömsson, útgerðarmaður í Keflavík:
Dragnótin hentug-
asta veiðarfærið
— sparar olíu og fer bezt með fiskinn
„ÉG hef verið að berjast fyrir
dragnótaveiðinni síðastliðin 20 ár
og síðustu 10 árin áður en hún var
leyfð var ég mest einn í þessum
barningi. Margir vina minna héldu
þá að ég væri orðinn hálfskrýtinn,"
sagði Olafur Björnsson, útgerðar-
maður í Keflavík, er Morgunblaðið
ræddi við hann um dragnótaveiðar.
„Af langri reynslu á sjó og af
nær öllum veiðarfærum, sem eru
notuð hér við land, er ég ekki í
nokkrum vafa um að dragnótin er
hentugasta veiðarfærið fyrir báta
af þeirri stærð sem hæfir drag-
nótinni. Hún er ódýr og olíuneyzla
við dragnótaveiðar er í lágmarki.
Þá skilar ekkert veiðarfæri eins
góðu hráefni, togtími er aðeins 15
til 20 mínútur og meðalhal tekur
aðeins um eina klukkustund.
Þessi slagur minn hefur staðið
um það hvort kolinn hér í Faxa-
flóa yrði nýttur. Hingað til hefur
hann verið vannýttur á sama
tíma og allir aðrir stofnar eru
ofnýttir. Margir „sveitamenn"
hafa haldið því fram að dragnótin
væri skaðræðis verkfæri og dræpi
allt, sem í henni lenti, en með
aukinni þekkingu og tækni hefur
sannazt að svo er ekki. Eftir að
möskvinn í dragnótinni var
stækkaður hefur komið í ljós að
hún sorterar betur en flest önnur
veiðarfæri. Við erum nú að verða
komnir á það stig, að við höfum
sárafáa menn, sem búa yfir þekk-
ingu til þess, að ná góðum árangri
með dragnót. Dragnótin er ekki
síður hagkvæm á annan fisk en
kola og nú eru Norðmenn farnir
að átta sig á ágæti hennar og við
Norður-Noreg er hún nú notuð
nánast allt árið en var áður hér
um bil óþekkt veiðarfæri þar.
Það væri fróðlegt að láta
nokkra báta reyna sig á dragnót-
inni umhverfis landið í eitt ár.
Það hlýtur að vera leyfilegt, þrátt
fyrir boð og bönn, a.m.k. í nafni
vísindanna að reyna að finna út
hvernig fiska megi á ódýrastan
hátt.“
Hvað finnst þér um aukna
ásókn i dragnótaveiðar í Faxa-
flóa?
„Þegar ákveðið var að leyfa
kolaveiðar í dragnót í Faxaflóa,
var jafnframt ákveðið, að sá koli,
sem veiddist, skyldi fullunninn
enda er það forsenda þess, að gott
verð fáist fyrir hann. Hámarks-
afli er um 1.200 lestir og það þótti
hæfilegt að þrjú frystihús keyptu
búnað til vinnslu á kolanum og
hefðu hvert um sig tvo báta, eða 6
alls. Það liggur ljóst fyrir að þetta
er nægilegt til að nýta og ná leyfi-
legu aflamagni.
Á síðasta ári fékkst sjötti bát-
urinn ekki fyrr en í september, en
nú er mér sagt að 16 hafi sótt um.
Þar á meðal menn, sem nýlega
hafa keypt báta og menn, sem
voru í hópi þeirra, sem börðust á
móti dragnótinni, þegar ég reyndi
að fá opnað fyrir hana. Vafalaust
mæla viss rök með því að þessu
verði eitthvað skipt, en mér finnst
hæpið að þeir, sem hafa nýlega
keypt báta, geti vikið okkur frá,
sem höfum verið að bíða eftir
þessu árum saman og hófum veið-
arnar. Þá verður að líta á þá stað-
reynd, að vinnslustöðvarnar, 3em
hafa keypt sér búnað til að vinna
kolann, gætu orðið fyrir veru-
legum skakkaföllum meðan óvan-
ir menn eru að reyna að ná tökum
á þessum veiðum. Af þeirri
ástæðu kemur ekki til greina að
skipta um alla bátana í einu. Að
lokum má benda á það, að vand-
fundinn er sá mannskapur, sem
getur kúttað allt að 10 lestum af
kola á dag, slíkt klára ekki nema
úrvals menn,“ sagði ólafur.
Borgarráð:
Árni Vilhjálmsson
varaformaður stjórn-
ar Landsvirkjunar
Borgarráð samþykkti að tilnefna
fyrir sitt leyti Árna Vilhjálmsson
varaformann stjórnar Landsvirkj-
unar, en á fundinum lét Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir gera svohljóð-
andi bókun vegna tilnefningar
formanns stjórnar Landsvirkjunar
á síðasta fundi ráðsins:
„Á fundi borgarstjórnar í
febrúar s.l. var Kvennaframboð-
ið andvígt frumvarpi að lögum
um Landsvirkjun, m.a. vegna
þess, að skv. lögunum fá stjórn
Landsvirkjunar og ráðherra
orkumála alfarið stefnumótandi
framkvæmda- og fjármálavald
stofnunarinnar í hendur. Við
teljum slíka valdsöfnun ekki
samræmast hugmyndum um
Iýðræðisþjóðfélag. Með þeirri
tilnefningu stjórnarformanns,
sem nú liggur fyrir, er gengið
enn lengra á sömu braut, þar
sem tilnefndur er sá maður, sem
jafnframt er æðsti yfirmaður
þeirrar fjármálastofnunar, sem
hefur milligöngu og eftirlit með
erlendum lántökum fyrirtækis-
ins.
í þjóðfélagi, sem kennir sig við
lýðræði, á eitt af grundvallarat-
riðunum að vera dreifing valds.
Hér er gengið þvert á þetta meg-
insjónarmið og því er Kvenna-
framboðið andvígt þessari til-
nefningu."