Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 13 Ljósm. Kristján Einarason. Sótti slasaða konu inn á Arnarvatnsheiði ÞYRLA frá Landhelgisgæsl- unni sótti þýska konu sem slasast hafði á Arnarvatns- heiði síðdegis á miðvikudag. Þyrlan flutti konuna til Reykjavíkur og var lent fyrir framan Borgarspítalann kl. 20 í gærkvöldi. Það var kl. 17.30 í gær að beiðni barst frá héraðslækninum á Hvammstanga um það að þýsk kona, sem var í ieiðangri á veg- um Arinbjarnar Jóhannssonar frá Brekkulæk, yrði sótt inn á heiðina. Ferðalangarnir voru þar á hestum og mun konan hafa dottið og lærbrotnað. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þyrlan lenti við Borgar- spítalann í gærkvöldi. Yfirlitssýning á Sauðárkróki: Þáttur íslands í Menningar- kynningunni í Bandaríkjunum Menntamálaráðuneytið og Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna á ís- landi hafa í samvinnu unnið að upp- setningu yfirlitssýningar á þætti Is- lands í Norrænu menningarkynning- unni í Bandaríkjunum. Sýningin er í máli og myndum og opnar í Safnahúsinu á Sauð- árkróki föstudaginn 1. júlí kl. 20.30. Sýningin verður opin sem hér segir: I>augardaginn 2. júlí kl. 14—18, sunnudaginn 3. júlí kl. 14—18, mánudaginn 4. júlí kl. 15—19, fimmtudaginn 7. júlí kl. 19.30—22.00, laugardaginn 9. júlí kl. 14—18 og sunnudaginn 10. júlí kl. 14—18. Frá Sauðárkróki fer sýningin til ísafjarðar og verður opnuð þar 14. júlí. ins og myndunarsaga þess út- skýrð. Stansað verður á nokkrum stöðum eftir því sem tími leyfir. Esjan er öll mynduð á ísöld. í henni skiptast á hraunlög frá hlýskeiðum og móberg og bólstra- berg frá jökulskeiðum. Þar finnast og rústir af tveimur megineld- stöðvum, Kjalarnes- og Stardals- eldstöðvunum. Þær hafa verið lík- ar Kröflueldstöðinni í hátt, m.a. hefur eldvirknin hagað sér líkt. Gangakerfi Kjalarneseldstöðvar- innar sést við Tíðaskarð. Gang- arnir stefna NA-SV eins og vera ber. Akrafjall og Skarðsheiði eru að mestu úr tertíerum hraunlögum, en efst í báðum þessum fjöllum er elsta jökulbergslagið að finna; þar eru því mörkin milli tertíer og ís- aldar. Hraunlögunum hallar til suðausturs inn að virka gosbelt- inu. Kiðafellsárós (stansað). Við ósinn er elsta jökulbergslag aust- an Hvalfjarðar. Þar er og ágætt snið í jarðlög frá fyrri hluta ísald- ar, en á þeim tíma voru hlýskeiðin (hraunlögin) mun meira áberandi en jökulskeiðin (móbergið). Skammt utan við Kiðafellsá eru jökulmyndanir, sem talið er að hafi myndast á Álftanesstigi, fyrir um 12.000 árum. Meðalfell er nokkru yngra en jarðlögin við Kiðafell. Nú er farið að bera meira á móbergsmyndun- um. í fellinu utanverðu er mjög þykkt móbergs- og bólstrabergs- lag, leifar af móbergsfjalli. Lagið þynnist hratt til austurs og síðast sést í það austan undir Meðalfelli. Móbergslagið er klippt sundur af allstóru misgengi utan til i fellinu. Sandfell er liðlega hundrað metra hár, skriðurunninn mó- bergshnúkur uppi á fjallinu ofan við Vindáshlíð. Það mun hafa myndast við gos undir jökli á síð- asta jökulskeiði, enda stingur það mjög í stúf við bergið í kring. Grindagil (stansað) skerst upp í gegnum jarðlög frá miðbiki ísald- ar. Þar skiptast á móbergslög og hraunasyrpur. Hér er móbergið orðið enn meir áberandi, þ.e. jök- ulskeiðin eru orðin lengri og harð- ari. í hlíðinni má sjá merki um þrjú jökulskeið og þrjú hlýskeið. Þórufoss (stansað) fellur fram af hraunlögum frá miðbiki ísaldar en vestan við ána er grágrýtis- hraun frá síðasta hlýskeiði. Það mun eiga upptök inn á Mosfells- heiði en runnið þaðan niður í Kjós. Stóröxl er hnúkurinn innan og ofan við Þórufoss. Þar er mjög fal- legt misgengi og hefur barmurinn vestan megin sigið niður. Mosfellsheiði er að mestu hulin jökulruðningi frá síðasta jökul- skeiði en undir honum mun nær allsstaðar vera grágrýtishraun frá síðustu hlýskeiðum ísaldar. Yngsta hraunið er komið frá Borgarhólum. Stardalseldstöðin er milli Grí- mannsfells og Esju. í henni mynd- aðist grunn askja, um 6 km í þvermál, sem seinna barmafylltist af gosefnum. Mjög lítið sést nú af henni þar sem yngri grágrýtis- hraun hylja hana að mestu. Star- dalshnúkur er innskotslag sem troðist hefur inn í öskjufylling- una. Móskarðshnúkar mynduðust er súr bergkvika leitaði upp með öskujaðrinum. Norður- og Suður-Reykir eru mestu jarðhitasvæðin í nágrenni Reykjavíkur. Jarðhitasvæðið í Mosfellssveit er eitt af þremur mestu lághitasvæðum landsins. Nú er dælt þar upp um 1.200—1.300 lítrum á sek. af 80—100°C heitu vatni. Heita vatn- ið er úrkoma að uppruna og mun hafa fallið til jarðar í fjalllendinu norðaustur af Esjunni. Vatnið hefur síðan streymt djúpt í jörðu, hitnað við snertingu við heitt bergið og að lokum steymir það til yfirborðs eftir NA-SV-sprungum og misgengjum í Mosfellssveit. SUMIR VERSLA DÝRT- AÐRIR VERSLA HJÁOKKUR Ný fersk kr.QQ.50 yu bakkinn Safaríkarfuu-js&í.. steikur '*>&*** og glæsilegir grillpinnar ... og nú tilbúið á Grillið: T , Ekkert veseri ... r| nQ Bakkinn settur beint á grillið JÍM'M.t.MMJd — engin óhreinindi!. engin fita á glóðina! frampartar , niðursagaðir Smjör Vi kg Isl. Tómatar .00 pr. kg. 73« 72-“ 55 Nýjaverðiö 91.95 Nýja verðið 96.35 Kindahakk Lambalifur AÐEINS 7^1pr.kg. .00 49 Nýja verðið 89.80 BESTU KAUPIN: AÐEINS kr. GriHkol ^ kg. ^48*00 Nýr lax Opið til kl. 7.00 í kvöld Opið í hádeginu á föstudögum. Lokað á laugardögum í sumar AUSTURSTRÆT117 STARMYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.