Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983 Fimmtán Norðurkollubúar á íslenskunámskeiði hér Nú er að ijúka námskeiði í íslensku hér á landi fyrir svokall- aða Norðurkollubúa, en Norðurkollubúar kallast þeir Skand- inavar sem búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands. Nafnið Norðurkolla er þýðing á sænska orðinu Nord- kalotten og er þannig til komið að þetta svæði Skandinavíu þykir að útliti líkjast mjög höfuðfati páfans, en kalotten á sænsku merkir páfahúfa. Á námskeiðinu að þessu sinni eru fimmtán Norðurkollubúar, fimm frá hverju landi, en þetta er í sjötta sinn sem námskeið af þessu tagi er haldið hér á /slandi. Námskeiðið er haldið á vegum norrænu félaganna í Svíþjóð og á fslandi, en fjögurra manna nefnd á þeirra vegum sér um fram- kvæmdahlið málsins. Nefndina skipa þau Stefán Ólafur Jónsson, Anna Einarsdóttir, Erling Aspe- lund og Karl Jeppesen. Námskeið- ið er haldið í Húsmæðraskólanum í Reykjavík þar sem nemendur dveljast í góðu yfirlæti og þegar blm. bar að garði til að fræðast lítillega um námskeiðið voru þeir að enda við að háma í sig skyr og annað góðgæti og mátti heyra að vel var látið af því sem á borðum var. „Hópurinn sem er hér núna er mjög áhugasamur“ Ingrid Westin er annar kennar- anna við námskeiðið, en hinn er Aðalsteinn Davíðsson. Hún hefur kennt á öllum þeim námskeiðum sem haldin hafa verið hér og auk þess hefur hún einnig kennt á þeim níu námskeiðum sem haldin hafa verið í Svíþjóð og mun núna um helgina hitta þá íslendinga sem fara í sumar á tíunda nám- skeiðið. „Þetta er góður hópur sem er hér nú að læra íslenskuna en það segir ekki alla söguna því þeir hafa allir verið góðir," sagði Ingrid og brosti þegar hún var spurð um gengi Skandinavanna við að læra íslenskuna. „Þó svo að mörgum finnist þetta alveg kjörið tækifæri til að koma hingað og kynnast landi og þjóð, þá leggja þeir sig eigi að síður fram við málanámið og þessi hópur hefur verið mjög áhugasamur og ég held mér sé óhætt að segja að hann hafi lært heilmikið. Kennsludeginum er skipt þann- ig að fyrir hádegið eru kennslu- stundir þar sem lögð er áhersla á málfræði og framburð m.a., en eft- ir hádegið hlýða þau á fyrirlestra sem eru um fsland og íslenska menningu. Seinni partur dagsins er svo notaður í skoðanaferðir á söfn og annað, og einnig hefur ver- ið farið á hljómleika. Upptökin að þessum námskeið- um átti Ragnar nokkur Lassin- antti," sagði Ingrid aðspurð um upphafið að þessu öllu saman. „Hann er landshöfðingi í Norr- botten í Svíþjóð og mikill dugnað- arforkur. Hann gerði sér grein fyrir því að bætt tungumálakunn- átta fólks á þessu svæði yrði um Ieið til að stórbæta samskipti þess svo hann gerðist hvatamaður að því að tungumálanámskeiðum yrði komið á. Ragnar hefur einnig komið hingað til lands nokkrum sinnum og eftir eina ferð sína hingað fannst honum það prýðis- hugmynd að íslendingar og Svíar fengju tækifæri til að kynnast tungumáli hvors annars. Hann hafði nefnilega verið hér á ferð um landið og þá komið á bæ þar sem heimilisfólkið talaði dönsku en ekki neina sænsku og þar sem hann var ekki kunnáttumaður í danskri tungu þá þurfti hann á túlk að halda. Nú er svo komið að í Norður-Svíþjóð hafa verið haldin níu námskeið í sænsku fyrir Finna, (Norðmenn) og Islendinga og svo er þetta sjötta námskeiðið sem haldið er í íslensku hér,“ sagði Ingrid Westin að lokum. „Margt líkt með norsku og íslensku“ Roald E. Hansen er einn af þátttakendunum í námskeiðinu og kemur hann frá Hammerfest í Noregi þar sem hann hefur starf- að við kennslu og sjálfstæða blaðamennsku. „í Norður-Noregi þar sem ég bý er mikill áhugi fyrir fslandi því margt er sameiginlegt með þessum tveimur stöðum," sagði Roald. „Fiskveiðar og sjáv- arútvegur eru helstu atvinnu- greinarnar og svo borðum við líka harðfisk. Það er sumt sem er erfitt að læra í íslenskunni," svaraði hann þegar hann var inntur eftir því hvernig námið gengi," en það er líka margt líkt með norskunni og íslenskunni svo ég á gott með að skilja málið þó þetta sé í fyrsta sinn sem ég er hér á fslandi. Mér finnst skemmtilegt að koma hingað og kynnast Islendingum og landi þeirra því við erum ekki ein- ungis komin hingað til að læra málið, við viljum einnig kynnast landi og þjóð. Mér virðist sem hér búi þjóð sem er ákaflega vel með- vituð um menningu sína og sögu Anna Einarsdóttir, meðlimur nefnd- arinnar sem sér um komu Norður- kollubúanna hingað. Ester Sundvall frá Luleá í Svíþjóð. Roald E. Ilansen hinn norski. og til að lifa í nútíðinni og byggja upp framtíð þá þurfa menn að þekkja vel til fortíðar sinnar. Ég er líka ákaflega hrifinn af því hve íslendingar lifa í nánum tengslum við náttúruna og hvað þeir eru eðlilegir. Ég hef fengist lítillega við kvikmyndagerð og gerði m.a. stutta kvikmynd um norðlæga eyju sem Seiland heitir, en þar er tvo minnstu jökla Noregs að finna og þar stunda Lappar hreindýra- rækt. Það er þjóð sem lifir í nán- um tengslum við náttúruna og það er á vissan hátt heillandi. Ég á eftir að vera hér í viku eftir að námskeiðinu lýkur og þá fæ ég tíma til að skoða mig um og kynnast landi og þjóð betur," sagði Roald við okkur að lokum. „Stefni að því að geta lesið íslenskar bækur á íslensku“ Ester Sundvall er fyrir ferða- Þátttakendur námskeiðsins, Norður kollubúarnir, sitjandi á tröppum Húsmæðraskólans ásamt kennurum sínum. löngunum frá Skandinaviu en hún kemur frá Luleá í Svíþjóð en þar starfar hún sem námsráðgjafi. „í Norður-Svíþjóð er talsverður áhugi fyrir íslandi en ég get ekki sagt að það sé mikill áhugi fyrir málinu," sagði Ester en hún er jafnframt formaður Norræna fé- lagsins í Luleá. Skammt frá Luleá er skólinn þar sem íslendingar og Finnar hafa sótt sænskunám- skeiðin og hún þekkir því marga íslendinga auk þess sem hún hefur komið hér áður og er hún eina manneskjan í hópnum sem það hefur gert. „Ég stefni að því að læra íslenskuna það vel að ég geti lesið íslenskar bækur og hver veit nema ég laumist til að líta í ís- landsklukkuna þegar heim kem- ur.“ Ester vildi að lokum taka það fram að íslendingar væru gest- risnir, glaðlegir og vingjarnfegir og að sér fyndist þeir ekki vera eins þungir á brún og svo mörgum. Anna Einarsdóttir, en hún er ein þeirra sem haft hafa veg og vanda af komu fólksins hingað, sagði að námskeiðahaldið hefði gengið mjög vel. Húsmæðraskól- inn væri alveg kjörinn staður til námskeiðahalds sem þessa og gestirnir væru hinir ánægðustu með bæði allar aðstæður og mót- tökur. Einn ferðalanganna sagði raunar að móttökurnar væru eins og væri verið að taka á móti kóngafólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.