Morgunblaðið - 01.07.1983, Blaðsíða 32
BÍLLINN
BfLASALA SlMI 79944 SMIÍXJUVEGI4 KOR4VOGI
RAY
CHARLES
Á ÍSLANDI
fimmtudaginn 7. júli kl.
20.00 og 23.00 á Broadway.
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1983
LÖGREGLAN hefur nokkra undanfarna daga, stöðvaö bifreiðir og fært þær til skoðunar ef ástæða hefur þótt
til.
Ein slík skyndiskoðun var framkvæmd í gærkvöldi. Að sögn Hilmars Þorbjörnssonar, varðstjóra hjá
umferðardeild lögreglunnar voru 70—80 bifreiðir færðar til skoðunar í Bifreiðaeftirlitinu og sagði hann,
að þessu yrði haldið áfram næstu daga. Hilmar sagði að skoðun væri seinna á ferðinni, en hún hefði verið
undanfarin ár. Morsunbitðið/Guðjón.
Selir í loðdýrafóður
Þessir útselir, sem Ari Albertsson f Ólafsfírði skaut fyrir skömmu, voru
lagðir inn á loðdýrabúið að Böggvistöðum á Dalvík, þar sem þeir voru
hakkaðir í fóður handa refum og minkum. Eggert E. Bollason, bústjóri þar,
sagði að þetta virtist ágætt fóður og að þeir ætluðu að nota sel í 5%
fóðursins til reynslu, sem gerði 30—40 tonn af sel á ári fyrir þeirra bú, svo
framalega sem kostnaður við að afla þeirra yrði ekki of mikill og hring-
ormanefnd borgaði veiðimönnunum fyrir að skjóta selinn. Fyrir þessa tvo
seli sem voru samtals um 600 kíló að þyngd getur veiðimaðurinn hafa
fengið um 8.000 krónur í verðlaun frá Hringormanefnd, 2.000 krónur fyrir
kjálkana Og 6.000 krónur fyrir kjötið. Mor?unblaóid/Svavar B. Magnússon.
Kjarasamningar hafa ekki náðst á Blöndusvæðinu:
Framkvæmdir byrja ekki
fyrr en samningar nást
Þórarinn sagði að Landsvirkjun
hefði sent frá sér útboðsgögn með
skiladegi 12. ágúst nk., en í út-
boðsgögnum er fyrirvari, sem lýt-
ur að því að skiladegi kunni að
verða breytt, ef kjarasamningar
hafi ekki náðst fyrir þennan tíma.
„Það má því raunverulega segja,
að kjarasamningarnir séu for-
senda þess, að hægt verði að hefja
framkvæmdir við Blönduvirkjun í
haust," sagði Þórarinn.
„Það eru nokkrir þættir hinna
svokölluðu öræfasamninga sem
svæði, en tvö meginágreinings-
málin eru annars vegar greiðslur
vegna ferðalaga starfsmanna og
hins vegar ágreiningur um for-
gangsrétt starfsmanna í héraði til
að sitja að störfum.
Þeir verktakar, sem verða á
svæðinu, eru flestir staðsettir hér
sunnanlands og eru með sína
starfsemi og menn hér. Þar eru
menn sem hafa verið í vinnu við
stórframkvæmdir af þessu tagi
árum saman. Við treystum okkur
því ekki til að semja um að þessir
menn verði skilyrðislaust að víkja
fyrir heimamönnum. Það myndi
tvímælalaust tefja fyrir fram-
kvæmdum vegna reynsluleysis
starfsmanna, auk þess sem mark-
aðurinn á svæðinu getur ekki ann-
að nema broti af þörfinni yfir há-
annatímann, þegar starfandi
verða á svæðinu 450—500 starfs-
menn,“ sagði Þórarinn.
Aðspurður sagði Þórarinn að
væntanlega yrði næsti samninga-
fundur haldinn í næstu viku, þar
sem málin yrðu reifuð, en það
þyrfti að ræða um framangreind
ágreiningsefni og önnur minni.
Verkalýðsfélögin á svæðinu eru
fimm talsins, en auk þess taka
fulltrúar ASÍ þátt í viðræðunum.
„ÞAÐ ERU NOKKUR meginágreiningsefni, sem hafa staðið í vegi fyrir
samningum til þessa, en við gerum okkur eigi að síður von um að samning-
ar takist og viðræðum verður því haldið áfrarn," sagði Þórarinn V. Þór-
arinsson, aöstoðarframkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, í
samtali við Mbl. er hann var inntur eftir gangi mála í samningaviðræðum
vinnuveitenda og verkalýðsfélaga á virkjunarsvæði Blöndu.
við teljum, að eigi ekki við á þessu
Bifreiðaeftirlitið með skyndiskoðanir
Forsetaskrifstofan átti að
hafa samband við mig
— segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, um aðdraganda bókmenntaverðlaunanna
„VITANLEGA á það ekki að vera fjármálaráðherra sem leggur þetta fyrir
mig, það á að vera forsetaembættið. Ég hef sagt að ég geri ekki athuga-
semd og á þá viö það. Síðan hefði ég þá að sjálfsögðu tekið þetta upp í
ríkisstjórninni. Ég og forsetinn höfum rætt þetta og það er allt á hreinu
okkar á milli,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra m.a. í
viðtali við Mbl. í gær í tilefni af þvf hvernig staðið var að undirbúningi
bókmenntaverðlauna forseta íslands.
Steingrímur sagði mikinn mis-
skilning hafa átt sér stað vegna
þess að haft hefði verið eftir hon-
um að hann hefði ekki vitað um
málið. Hann sagði í því sambandi
að spurning virtist nú vera
hvenær hann hefði vitað um það
og sagði í framhaldi af því:
„Þriðjudagsmorguninn 21. júní er
ég á fundi og er kallaður út af
honum á milli kl. níu og tíu og
Albert segir mér þau tíðindi, að
forseti hafi haft samband við sig
og leitað samþykkis fyrir því að
þessi verðlaun verði veitt. Forseti
hafði ekki talað neitt við mig fyrir
þann tíma. Albert segir mér jafn-
framt að málið sé orðið hálfopin-
bert og að hann sé því meðmælt-
ur. Ég sagði því að ég myndi fyrir
mitt leyti samþykkja það, enda
yrði það svo samþykkt í ríkis-
stjórn og á Alþingi. Þetta gerðist
tveimur dögum áður en fjölmiðlar
skýra frá því.“
Steingrímur var þá spurður
hvort þetta svar hans við mála-
leitan fjármálaráðherra í fram-
haldi af beiðni forsetans til hans
sé ekki jafngilt samþykki hans
sem forsætisráðherra og hvort
hann hefði þá ekki, miðað við
stöðu málsins, átt að kalla saman
ríkisstjórnarfund. Hann svaraði:
„Það er forsetaskrifstofan se;n
á að hafa samband við mig, en
ekki fjármálaráðherra og ég er að
segja að ég geri ekki athugasemd
við það. Þrátt fyrir það sá ég í
gegnum fingur mér og ákvað að
styðja þetta í ríkisstjórninni."
Varðandi það að kalla saman rík-
isstjórnarfund þar sem hann væri
æðsti maður hennar og að því
leyti yfirmaður fjármálaráð-
herra, sagði hann: „Hann hefði
ekki átt að hringja í mig. Hann
hefði átt að benda forsetanum á
að hafa samband við mig, en for-
setinn var farinn af stað þennan
morgun." Hann sagði einnig að
ríkisstjórnarfundur hefði verið
daginn áður, mánudag.
Forsætisráðherra var þá spurð-
ur álits á skrifum prófessors
Björns Þ. Guðmundssonar í Mbl.
sl. miðvikudag þar sem hann spyr
m.a. hvað forsætisráðherra meini
með þeim orðum sínum að hann
sé málinu hlynntur, þó ekki hafi
verið farið eftir ströngustu regl-
um og hvort hann sé með því að
meina að skattborgarar þurfi ekki
að fara að lögum, ef þeim finnist
þau ströng. Steingrímur svaraði:
„Ég verð nú að segja við pró-
fessorinn að hann fer þarna dálít-
ið villur vegar, ef hann heldur að
ég haldi að ég sé löggjafarvald í
þessu, því þetta er allt háð sam-
þykki Alþingis og Alþingi getur
kosið að fella þetta. Ég verð nú að
segja eins og er að ég ber mikla
virðingu fyrir þessum unga
manni, en ég veit ekki hvað hann
er að fara.“
Ernir hafa gert
usla í æðavarpi
ERNIR hafa gert nokkurn usla í
æðavarpi í Barðastrandarsýslu í
ár og síðastliðið ár. Sem dæmi
um það er Morgunblaðinu kunn-
ugt um að á einni eyju þar sem
340 kollur urpu árið 1981, urpu
80 í fyrra og aðeins ein núna.
AIIs eru það um 70 eyjar og
hólmar, sem hafa að einhverju
leyti orðið fyrir barðinu á þessu.
Talið er að um fimm erni sé
að ræða, allt saman flökkufugla.
Þegar örninn flakkar og verpir
ekki, þá sest hann að máltíð þar
sem hann drepur bráðina. Þá
helgar hann sér heldur ekki
svæði og hrekur aðra erni burt
eins og hann gerir, þegar hann
gerir sér hreiður.
Æðabóndi einn á þessum slóð-
um, sem skilaði inn 39 kílóum af
æðadún 1981, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann byggist
ekki við að fá nema 10 kíló af
æðadún í ár.
„Vinnuálagið
stofnar flug-
öryggi í hættu"
„ÞAÐ gefur auga leið að þetta
vinnuálag stofnar flugörygginu í
hættu,“ sagði Hallgrímur Sigurðs-
son, formaður Félags íslenskra
flugumferðarstjóra, í samtali við
Morgunblaðið í gær í framhaldi af
því að takmarka varð flug um
Reykjavíkurflugvöll í fyrrakvöld
þar sem ekki fengust flugumferð-
arstjórar á kvöldvakt frá klukkan
19.30 til 23.30.
„Þessar umraeddu vaktir hafa
verið mannaðar algjörlega með
aukavinnu og menn eru gjarnan
pressaðir beint á þessar vaktir í
framhaldi af venjulegri vakt,
sem stendur í 12 stundir," sagði
Hallgrímur. í dag eiga flugum-
ferðarstjórar fund með full-
trúum fjármála- og samgöngu-
ráðuneytis út af þessum auka-
vöktum.
Sjá nánar á bls. 2.