Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 3 Blaðberar Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn: Dýflissurnar í Krón borgarkastala þóttu merkilegastar „KRAKKARNIR voru svo spenntir að við vorum komin í Tívolí klukkutíma áður en tæk- in þar voru opnuð,“ sagði Viktor Urbancic, starfsmaður Morgun- blaðsins, sem fylgir blaðberum Morgunblaðsins á ferð þeirra í Kaupmannahöfn í boði blaðs- ins. „Við vorum komin í Tívolí klukkan 11 og dvöldum þar allan sunnudaginn til klukkan níu um kvöldið. Þá voru þau líka orðin svo uppgefin að það lá við að þau sofnuðu á leið- inni heim á hótelið. Farið var í öll helstu tækin sem boðið er upp á í Tívolíinu og krakkarn- ir vildu helst fara aftur og aftur í tækin," sagði Viktor ennfremur. Blaðburðarfólkið fór út á laugardaginn og þegar komið var til Kaupmannahafnar var farið beint á hótelið sem dval- ið er á, enda þá orðið kvöld- sett. Á sunnudeginum var Tí- volíið heimsótt eins og fyrr sagði og í gær var Krónborg- arkastali úti á Helsingör skoðaður og sagði Viktor að þar hefði krökkunum þótt merkilegast að sjá dýflissurn- ar undir kastalanum, þar sem fangar voru geymdir fyrrum. í gærkveldi var farið á kvik- myndina Flash-Dance, sem er dans- og söngvamynd í svip- uðum dúr og Saturday Night Fever. í dag verða ritstjórn- arskrifstofur Politiken heim- sóttar. Síðar í vikunni verður dýragarðurinn meðal annars heimsóttur, hús Jóns Sigurðs- sonar skoðað og fleira. Selja kola beint á ferskfiskmarkad NeskaupsUd, 5. ágúst. NÝLEGA var keyptur hingað 26 tonna bátur frá Bakkafirði, Már NS 87. Kaupandi er Karl Jóhann Birg- isson. Báturinn er gerður út á dragnót í sumar og verður kolinn fluttur út í kæligámum til Bretlands og seld- ur þar á ferskfiskmarkað. Með því að selja kolann beint á markað í Englandi, fæst um tífalt meira verð fyrir hann, heldur en fengist með því að selja hann til fiskkaup- anda hérlendis. Að sögn Karls Jó- hanns eru útgerðarmenn minni báta mjög óánægðir með það, að ekki skuli leyfðar veiðar með fisk- troll í Héraðsflóanum, en þar fæst eingöngu koli og ekki verður öðr- um veiðarfærum komið við. Sigurbori!. Aðeins tveir íslendingar á hvern ferkílómetra ÞETTBÝLI landsins er ekki mikið eins og kunnugt er, en ef tölur um íbúa á hvern ferkflómetra eru skoð- aðar kemur í Ijós, að 2 íslendingar eru um hvern. Til samanburðar má nefna, að í Danmörku eru 119 íbúar á hvern ferkílómetra, en þar er þéttbýli mest á Norðurlöndunum. í Svíþjóð eru íbúarnir 18 á hvern ferkíló- metra og í Noregi eru íbúarnir 13 á hvern ferkílómetra. Þá má geta þess, að í Bandaríkj- unum eru 24 íbúar á hvern ferkíló- metra, en í Bretlandi er þéttbýlið hins vegar hvað mest í nágranna- löndunum, en þar eru 230 íbúar á hvern ferkílómetra. Af framansögðu er ljóst, að lið- lega 100 sinnum fleiri íbúar eru á hvern ferkílómetra í Bretlandi en á íslandi. Það kostar aðeins 3.306,00 krónur að taka hann Sigga með í Tívolíferð til Kaupmannahafnar. Sumarið er löngu komið í Kaupmannahöín og Tívoligarðurinn er kominn í „íuld sving" með leiktœkjum, leiksýningum, tónleikum og veitingastöðum við allra hœíi. Ef þú vilt taka börnin með þér og leyfa þeim að njóta œvintýra í hinu eina sanna Tívolí, þó er tilvalið að bjóða þeim með í Kaupmannahafnarferð með Flugleiðum. Þriggja-daga-ferðir Flogið á laugardagseftirmiðdegi til Kaupmannahafnar. Komið heim d þriðjudag. Verð írá kr. 11.318.- íyrir fullorðna. Verð frá kr. 3.306.- fyrir börn 2-11 ára með íullorðnum í herbergi. Vikuferðir Verð frá kr. 15.568.- fyrir íullorðna, en kr. 4.988.- íyrir born. Gengl 2.8. '83 Innifalið í báðum feróum: Flug, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður. Flugvallar- . skattur og íerðir til og frá llugvöllum ekki innifaldar. Brottför alla laugardaga. Allar nánari upplýsingar hjá sölu Flu ’ J" - erðaskrifstofum og umboðsmönnum um all FLUGLEIÐIR Gott fólkhjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.