Morgunblaðið - 09.08.1983, Page 7

Morgunblaðið - 09.08.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 7 Útsala útsala Mikil verölækkun Dragtin Klapparstíg 37 ARHAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verö. Steinull — glerull — hólkar. Armula 16 sími 38640 ÞORGRlMSSQN & CO Gombi-Camp á haustverói Eins og undanfarin ár bjóöum viö nú haustverö á Combi-Camp tjaldvögnum og búnaði. Verð ffrá 40.000.- BENCO Bolholti 4, sími 91-21945/ 84077 Konur starfi innan stjórnmála- flokkanna Auður Auðuns, fyrsti kvenlögfræðingur, fyrsti kvenborgarstjóri og fyrsti kvenráðherra landsins, sagði m.a. í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnu- dag: „Ég get tekið undir það, að konur verði að koma sér áfram innan flokkanna. Ég tel núverandi ástand kon- um sjálfum að kenna. Auð- vitað geta konur látið meira að sér kveða innan flokkanna og úti í þjóðfé- laginu yfirleitL Hins vegar verð ég að segja það, að eftir því sem ég eldist og umræður um jafnrétti harðna, verður mér æ oftar hugsað til bamanna. Hvernig er hægt að koma því við, að foreldri geti sinnt börnunum hvort um sig? Það verður að finna grundvöll, sem slík verkaskipting á að byggja á. Við núverandi aðstæður verður ekki hjá því komist, að böm séu að talsverðu leyti alin upp a stofnunum. Þetta á ekki að vera stefn- an. Það þarf að finna annan gmndvöll verka- skiptingar karla og kvenna, svo hjá þessu verði komist. Ástæða þess, að ég nefndi að konur eiga að koma sér áfram innan flokkanna er sú, að í póli- tískum kosningum er kosið í pólitískar stöður. Svo- nefnt þverpólitískt kvenna- framboð leysir ekki vanda kvenna. I pólitík verða menn að taka afstöðu til hinna ólíkustu málefna, ekki bara til mála sem sér- staklega varöa konur. Um sérframboð, kvennafram- boð, sem fram kynnu að koma innan stjórnmála- fiokkanna gegnir öðru máli. Þar væri um að ræða hóp með sömu pólitíska af- stöðu.“ Karlaveldi í launþegasamtökum „Hinsvegar tel ég eðlilegt að t.d. innan stéttarfélaganna tækju konur meö ólíkar stjórnmálaskoðanir höndum saman til þess að vinna að framgangi hagsmunamála sinna innan samtakanna og hnekkja því karlaveldi, sem þar viðgengst. Hugsaðu þér t.d. allan þann fjölda kvenna, sem starfar hjá því opinbera og lætur karla ráöskast meö kjaramál sín. Þar, eins og í pólitíkinni, eru konurnar almennt of hlédrægar. Ella væri því launajafnrétti, sem við höfum á pappírnum, ekki jafn ábótavant í fram- kvæmd og reyndin er.“ (Auöur Auöuns, fyrrv. ráðherra, í viötali viö Morgunblaðið 7. ág. sl.) Enginn kven- ráðherra í vinstri stjórnum Hlutur kvenna í sveitar- stjórnum og á Alþingi hef- ur verið rýr gegnum tíðina. Þó hefur miðað nokkuð f rétta átt. Sjálfstæðisfiokk- urinn hefur brotið ís að þessu leyti, bæði í sveitar- stjórnum og á AlþingL Fyrsta konan, sem kjörin var á Alþingi, Ingibjörg I Bjarnason, árið 1922, var í hópi stofnenda Sjálfstæðis- flokksins. Auður Auðuns varð fyrst kvenna til að taka sæti í borgarráði Reykjavíkur, gegna borgar- stjórastarfi og ráðherra- starfi, en hún var dóms- og kirkjumálaráðherra í ráðu- neyti Jóhanns Hafstein, sem myndað var 1970. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, er önnur í röð kvenna til að gegna ráðherraembætti á Islandi. Engin kona befur átt sæti í vinstri stjórn á ís- landi, sem hafa þó verið fleiri en hollt hefur verið « fyrir þjóðarbúskapinn. Þar kom áhugi vinstri manna á jafnstöðu kvenna og karla fram í verki. Vinstri menn eru meira fyrir að tala en framkvæma; sýnast en vera. Þeir tala eins og hríðskotabyssur um kven- réttindi, einkum og sér í lagi síðustu vikur og daga fyrir kosningar. Lengra nær áhugi þcirra ekki. Þeg- ar vinstri stjórnir ganga í stjórnarráðið er aldrei kona í hópi ráöherra. Vinstri menn gera sig og gildandi í verkalýðshreyf- ingunni. En hver er hlutur kvenna í stjórn ASÍ, VMSÍ eða BSRB? Hvert er launa- jafnréttið í reynd? Vinstri menn, sem gjarnan vilja telja sig ráðandi afi í mót- un launastefnu í landinu og í forystu launþegasam- taka, verða þá einnig að axla ábyrgð af launastöðu kvenna; „veldur hver á heldur", segir máltækið. Konur sem þingmenn Konur, sem setið hafa á Alþingi, hafa sízt verið eft- irbátar í störfum eða stefnufestu. Ingibjörg Bjarnason, fyrsta þingkon- an, fór fyrir þeim sem stuðluðu að byggingu Landspítala. Guðrún Lár- usdóttir, kjörin 1930, var ieiðandi þingmaöur i menningar- og mannúð- armálum. Aðrar sjálfstæð- iskonur, sem setið hafa sem aðalfulltrúar á þingi, eru m.a. Kristín Sigurðar- dóttir, Ragnhildur Helga- dóttir, Auður Auðuns, Sig- urlaug Bjarnadóttir, Sal- ome Þorkelsdóttir, auk þeirra sem setið hafa íengri eða skemmri tíma á þingi sem varaþingmenn. Aðrir flokkar hafa einnig haft ágætum þingmönnum úr röðum kvenna á að skipa, en Sjálfstæðisflokk- urinn hefur þó vinninginn, þegar grannt er að gáð að hhit kvenna í íslenzkum stjórnmálum. Líkur benda til að hlutur kvenna í stjórnmálum fari vaxandi ■ næstu framtíð. GHLRNT STATION SÆTAAKLÆÐI NÝ GERÐ vönduö og falleg „ATLANTIC“ Litir: Brúnt, blátt og rautt. „EXPRESS" Litir: Brúnt, blátt og grátt. Verð frá kr. 297.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.