Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 | s UiAHfrU FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Bújardir til sölu i Arnessyslu, á sunnan- verðu Snæfellsnesi og við Hrútafjörö. Hraunbær 2ja herb. rúmgóð og vönduö íbúð á 2. hæð. Suöursvalir. Ákv. sala. Viö Miðbæinn 5 herb. rishæð. Laus strax. Verð 1,1 millj. Álfheimar 4ra herb. vönduð íbúð á 4. hæð. 3 svefnherb. Svalir. Mosfellssveit Raðhús við Brekkutanga sem er tvær hæðir og kjallari. Á 1. hæð er dagstofa, boröstofa, eldhús og snyrting. Á efri hæð 4 svefnherb., baðherb., tvennar svalir. I kjallara 2 íbúöarherb., geymsla, þvottahús og snyrting. Innbyggður bílskúr. Helgi Ólafsson, löggiltur fasteignasali. Kvöldsími 21155. 2ja herb. íbúöir 60 fm hæð viö Barónsstig. 60 fm íb. í þrib.húsi v/ Grettisg. 60 fm kj.íb. v/ Barónsstíg. 3ja herb. íbúöir 80 fm 8. hæð v/ Hátún. 70 fm 2. hæð v/ Bragagötu. 90 fm 3. hæð ásamt 30 fm í risi og fullfrág. bílskýli v/ Selja- braut. 90 fm 2. hæð v/ Orrahóla. Bilskúrsréttur. Suðursvalir. 4ra herb. íbúöir 120 fm jarðh. í tvíb.húsi v/ Stapasel. 130 fm kj.íb. v/ Flókagötu. 100 fm 1. hæö í þríbýlishúsi viö Miðtún. Sérhiti. Steinhús. 110 fm íb. ásamt bílskúr v/ Austurberg. 115 fm efri hæð í þríbýlish. v/ Auöbrekku. Bílskúrar. 5 herb. íbúöir 115 fm efsta hæð v/ Rauöalæk. 150 fm miðhæð í þríbýlish. v/ Dyngjuveg. 125 fm 1. hæð í tvíbýlishúsi við Bræðraborgarstíg. ibúöin er öll nýstandsett. Sérhiti. 140 fm 2. hæð v/ Lindargötu. 117 fm 1. hæð ásamt bílskúr v/ Skipholt. Parhús á tveimur hæðum, um 140 fm samt geymslurisi við Kögursel. Raöhús Kjallari, tvær hæðir við Tungu- veg. Vönduð eign. í smíöum Erum með á söluskrá eignir í smíðum á ýmsum byggingar- st. á Stór-Reykjavíkursvæöinu. Höfum kaupendur sem eru búnir að selja og eru tilb. að kaupa eftirtaldar eignir: 3ja—4ra herb. íb. í Hliöum eöa vesturbæ. 2ja íb. í Árbæ eða Seljahverfi. 2ja herb. íb. i Heima- eða Háa- leitishverfi. 3ja herb. íb. í Fossvogi eöa þar í grennd. 4ra herb. íb. í Árbæjarhverfi. Raðhús í Bökkunum í Breiö- holti. Eignaskipti Erum með á söluskrá mikiö af eignum þar sem óskaö er eftir alla vega eignaskiptum. Ef þú átt eign og vilt skipta, haföu þá samband. Kannski höfum við eignina sem þig vantar. AUSTURSTRÆTI 10 A 5 HÆÐ Sfmi 24850 og 21970. Helgi V. Jónsson hrl. Kvölds. sölum. 19674 - 24850. Grenimelur Falleg efri hæö og ris í þríbýli. Á hæð 2 stofur, 2 svefnherb., hol, eldhús og baö. i risi 2 góö herb. og snyrting. Sér inng. Verö 2,2 millj. Kópavogur 160 fm fokhelt parhús á tveim hæðum með bílskúr. Afh. til- búiö aö utan en ófrágengið aö utan. Teikn. á skrifstofunni. Völvufell Rúmgott 147 fm raðhús á einni hæð. Góðar innr. Fullfrágeng- inn bílskúr. Verð 2,4 millj. Furugeröi Mjög vönduð og falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Stórt þvottahús innaf eldhúsi. Eign í sérflokki. Eingöngu í skiptum fyrir 2ja herb. íbúö í sama skólahverfi. Fífusel Falleg 4ra herb. íbúð á 2. hæð. Vandaöar innr. Þvottahús innaf eldhúsi. Gæti losnaö fljótlega. Hrafnhólar 4ra herb. íbúð á 3. hæð i lyftu- húsi. Snyrtileg og vel skipulögö. Verð 1350 þús. Baldursgata 3ja herb. íbúö á góöum stað. 2 samliggjandi stofur og svefn- herb. Verð 1200 þús. Veitingastaður Til sölu gróinn og þekktur veit- ingastaður í hjarta borgarinnar. Lítill og kyrrlátur en mikiö af föstum viðskiptavinum, velbú- inn tækjum og góð vinnuaö- staöa. Uppl. aðeins á skrifstof- unni. LAUFÁS SÍÐUMÚLA 17 Magnús Axelsson V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamidill! Ghandi-frumsýning á íslandi: Agóðinn rennur til indverskra barna Á MIÐVIKUDAG verður frumsýnd í Stjörnubíói kvikmyndin um Ghandi, sem hefur vakið gífurlega athygli og gengið í kvikmyndahúsum um allan heim að undanrórnu. í tilefni af því hafa Stjörnubíó og Columbía-kvik- myndafélagið fallist á að gefa allan ágóðann af frumsýningardeginura á íslandi til hjálparstarfs á Indlandi, á vegum Indlandsvinafélagsins, en það kostar þegar fæði og uppeldi nokkurra munaðarlausra barna í Suður-Indlandi. Og gæti þá með þessu fé bætt við einhverjum börn- um, því uppeldið á ári kostar ekki nema 200 dollara. Verður miðaverð- ið hækkað ofurlítið í því skyni á frumsýninguna. Þóra Einarsdóttir, formaður Indlandsvinafélagsins, sem verið hefur á Indlandi og gengist fyrir þessari hjálp til barna í neyð, sagði að hver eyrir nýttist óskipt- ur með þessari aðferð. Richard Keiton, sem var mikill vinur Ghandis og stóð fyrir fram- kvæmdum á hans áhugamálum eftir lát hans, er forseti íslands- vinafélags i Kodaikanal, þar sem nunnuregla í klaustri sér fyrir þessum börnum, og hefur ís- landsvinafélagið eftirlit með hjálpinni þar. En Þóra kom þess- ari hjálp við munaðarlaus börn á, þegar hún var sjálf á staðnum. Á miðvikudag verður fyrst boð- sýning kl. 5 fyrir gesti, að við- stöddum forseta íslands, en til landsins koma af þessu tilefni sendiherra Indlands á fslandi og í Noregi M. Bhalla og kona hans, sem er sendiherra í Danmörku og verða þau viðstödd. Menntamála- ráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, mun flytja ávarp. Síðar um daginn verður kvikmyndin frumsýnd fyrir almenning og þá selt inn til ágóða fyrir munaðarlaus börn á Indlandi. Yfirlýsing frá Sigmund Jóhannssyni: Vegna framleiðslu á Sigmundsbúnaðinum YFIRLÝSING frá Sigmund Jóhannssyni í Vestmannaeyjum vegna ummæla yfirmanna í öryggismálum sjómanna varðandi Sigmundsbúnaðinn og fram- leiðslu á honum, en Siglingamálastofnun ríkisins hefur viðurkennt þann búnað og gert er ráð fyrir honum í lögura um öryggisbúnað íslenzka flotans. Sigmund gaf íslenzkum sjómönnum hugmynd sína, sem hefur verið þróuð og reynd með svo góðum árangri í Vestmannaeyjum að Siglingamálastofnun hefur samþykkt búnaðinn og erlendir aðilar hafa sýnt honum mikinn áhuga. „Varðandi Sigmundsgjöfina svokölluðu, gálga þann sem ég hannaði til aukins öryggis í sjó- setningarbúnaði björgunarbáta og gaf íslenzkum sjómönnum, vil ég taka fram eftirfarandi: Ég hef set- ið undir þeim áburði yfirmanna í öryggismálum sjómanna að ég hafi einokað framleiðsu á Sigmundsgálganum, svokallaða, í Vélsmiðjunni Þór í Vestmanna- eyjum. Eg vil því að gefnu tilefni geta þess að mín gjöf fólst í því að gefa íslenzkum sjómönnum hug- myndina að þessu björgunartæki og þar í fólst vinna mín í tvö og hálft ár og auk þess vinna margra aðila sem hafa lagt hönd á plóg- inn. Ég fór ekki fram á neina álagningu af minni hendi við framleiðslu á búnaðinum, en hef ávallt verið boðinn og búinn til þess að fylgjast með framleiðsl- unni, sem ég taldi bezt komna í Vélsmiðjunni Þór, þar sem sú smiðja hefur smíðað þennan bún- að frá upphafi og verið með í öll- um tilraunum með hann. Ég harma því að mér hafi verið borið það á brýn að ég hafi stuðlað að einokun á framleiðslu öryggisbún- aðarins. Ég gerði það sem ég taldi bezt fyrir íslenzka sjómenn og þykir leitt til þess að vita að Sigl- ingamálastofnun hefur ekki enn fengizt til að ganga frá björgun- arbátum í umræddan búnað eins og ég geri ráð fyrir, en allar til- raunir hafa sýnt að sú aðferð sem ég hef þróað sé sú bezta. Hér er um nýjung að ræða, sem vankantar hafa verið sniðnir af og það þekkja þeir menn bezt sem hafa fylgzt náið með öllum til- raunum. Framleiðsla á þessum búnaði varðar líf manna og á miklu veltur að rétt sé að verki staðið. Ég tilkynnti yfirmönnum í öryggismálum sjómanna á sínum tíma að ég væri reiðubúinn að skipuleggja smíði á öryggisbúnað- inum með það fyrir augum að fleiri smiðjur kæmu inn í fram- leiðsluna, en undir eftirliti Vél- smiðjunnar Þórs í Vestmannaeyj- um. Engin ósk hefur hins vegar komið frá sjómönnum eða sam- tökum þeirra að þessi búnaður væri framleiddur annars staðar. Hér er um að ræða mál sem mér finnst ástæða til að sýna meiri al- vöru í framkvæmd en gert hefur verið og ég endurtek mótmæli mín gegn dylgjum embættismanna sem virðast stefna að því að klúðra þessu öryggismáli sjó- manna. Sigmund Jóhannsson Vestmannaeyjum. H Bladid sem þú vaknar vió!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.