Morgunblaðið - 09.08.1983, Side 19

Morgunblaðið - 09.08.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 19 Fjársjóðsleit ber árangur Menn úr hjilparsveitum og bæjarbúar umhrerfis sjúkrabfl í markaóstorginu ( hlnni fornu borg Baalbek í Líbanon, þar sem 15 biðu bana af völdum bflsprengju og 133 slösuðust „Sósíalískur agi“ hertur í Rússlandi Moskvu, 8. ágúst. AP. SOVÉSK yfirvöld hafa gert ráðstafan- ir til að koma á „sósíalískum aga“ í landinu, en síðan Yuri V. Andropov Verkamenn, sem vilja skipta um starf án góðrar ástæðu (vegna heilsubrests, samgönguerfiðleika, ynnu það illa. Þykir skýrslan raunsæ á ástand mála. South Welfleet, 8. ágúst. AP. BARRY Clifford sagði í dag, að leið- angur hans hefði fundið flak breska seglskipsins Whidah, sem sökk undan Cape Cod á austurströnd Bandaríkj- anna 1717. Líklegt er talið, að farmur þess hafi að geyma gull, silfur og skartgripi að verðmæti um 200 millj. dala. „Við höfum fundið ýmsa hluti úr skipinu og erum sannfærðir um, að flakið sé hið eina rétta," sagði Clif- ford. Sagnfræðingurinn Valerie Tal- madge sagðist ekki geta fullyrt hvort leiðangur Cliffords hefði fund- ið skipið, en sagan segir sjóræningja hafa rænt því skömmu áður en það sökk í stormi undan ströndum ríkis- ins. „Af lýsingunni að dæma eiga leiðangursmenn eftir að færa frekari rök fyrir máli sínu.“ Bresk blöð segja að hópur breskra og hollenskra kafara hafi fundið fjársjóð í kistli í Austur-Indíafarinu Uliegent Hart (Fljúgandi Hart), er sökk í Norðursjó 3. febrúar 1735. Skipið hafði þá nýlega lagt úr höfn í Hollandi með farm nýsleginnar myntar til hollensku Austur-Indía. 1 kistlinum voru 15 sekkir með 7.500 mexikönskum myntstykkjum úr silfri og um 2.000 gulldúkötum. Starf kafaranna hefur staðið í fjögur ár. Ný stefna hjá IRA Belf&st, 8. ágúst. AP. ÍRSKI lýðveldisherinn IRA hefur nú tekið upp nýja stefnu gegn uppljóstrur- um, en hermdarverkamennirnir hafa hingað til látið reiði sína aðeins bitna á uppljóstrurunum sjálfum. Nú hefur hins vegar eiginkonu, stjúpföður og 13 ára dóttur Harry Kirkpatrick, sem breska lögreglan mun innan skamms láta vitna gegn 18 IRA-mönnum, verið rænt og er Kirkpatrick hótað því, að þau muni drepinn, vitni hann gegn hermdar- verkamönnunum. IRA hefur eytt mörgum árum í það, að komast að fylgsni uppljóstr- ara. Einn þeirra var drepinn á 7. áratugnum í Bandaríkjunum, en hann aðstoðaði bresku lögregluna á 3. áratugnum. komst til valda í nóvember sl. hefur fjölskylduerfiðleika), verða að til- mikil áhersla verið lögð á það að herða aga meðal verkamanna og leiða efnahaginn inn á betri brautir. Kommúnistaflokkurinn sam- þykkti í gær ráðstafanir, sem eru fyrsta skrefið í átt til „sósíalísks aga“. Þær fela í sér refsingar fyrir drykkjuskap og leti, en verðlaun fyrir iðjusemi og mikil afköst í starfi. Miðstjórn Kommúnistaflokksins samþykkti meðal annars, að verka- maður, sem væri fjarverandi í meira en 3 klukkustundir án þess að hann gæti gefið góða ástæðu fyrir fjarvist sinni, yrði sviptur allt frá einum sumarleyfisdegi upp í tvær vikur af fjögurra vikna árlegu leyfi sínu. Þá munu þeir verkamenn sem eru oft fjarverandi eða drukknir verða fluttir í verr launað starf í þrjá mánuði og geta þeir ekki óskað eftir flutningi á meðan. kynna það með tveggja mánaða fyrirvara í stað tveggja vikna áður. Verkamenn, sem skemma fram- leiðsluvarning eða ef framleiðsla þeirra stenst ekki gæðakröfur, verða látnir greiða allt að þriðjungi mánaðarlauna í bætur. Meðallaun verkamanns eru 181 rúbla á mán- uði, eða um 6.400 íslenskar krónur. Skemmdir, sem drukkinn verka- maður er valdur að, verður hann að greiða að fullu. Verksmiðjustjóri hefur nú leyfi til að reka verkamann án samráðs við yfirvöld, hafi viðkomandi verið drukkinn í vinnu, en það álítur mið- stjórnin versta glæpinn. Vestrænir fréttamenn í Moskvu komust yfir skýrslu hóps hagfræð- inga í Novosiþirsk, þar sem þeir lýstu núverandi efnahagsástandi I landinu. Sögðu þeir m.a. að margir verkamenn byggju við lítinn aga, hefðu engan áhuga á starfi sínu og Olíuskipið dregið lengra frá landi Hördaborf{, Suóur-Afríku, 8. ágúst. AP. STARFSMENN á vegum stjórnar- innar unnu í nótt við að draga þann hiuta skrokks spænska risaolíu- skipsins Castillo de Bellver, sem enn var á floti, lengra frá iandi. Helmingur skipsskrokksins er sokkinn í sæ og streymir olía stöð- ugt úr þeim hluta. Hefur talsverð olíumengun orðið vegna þessa og stækkar olíuflekkurinn óðum. Eldur kom upp í olíuskipinu, þar sem það var á siglingu, og það brotnaði síðan í tvennt. Engin skýring hefur enn fengist á því hvað olli eldsvoðanum. Þrjátíu og einum úr áhöfn skipsins var bjargað, svo og tveimur farþeg- um. Þriggja úr áhöfninni er sakn- Stóð Sir Arthur Conan Doyle að baki gabbi aldarinnar? Eftir 7 ára rannsóknir á fundi Piltdown-mannsins, sem svo var nefndur á sínum tína og reyndist eitthvert stærsta gabb sögunnar, hefur þekktur bandarískur vísinda- maður, Dr. John Hathaway Winsl- ow, komist að þeirri niðurstöðu að bæta beri nýjum aðila við nöfn þeirra, sem taldir eru hafa getað staðið að baki gabbinu. Sá sem Winslow vísar til er eng- inn annar en Sir Arthur Conan Doyle, hinn heimskunni höfundur bókanna um Sherlock Holmes. Setur hann skýringar sínar fram í grein, sem birtast mun í septemb- erhefti tímaritsins Science. Conan Doyle lést árið 1930 og hafði yndi af því að blekkja fólk. Piltdown-gabbið komst hins vegar ekki upp fyrr en á sjötta áratugn- um, breskum fornleifafræðingum og sérfræðingum til mikillar hneisu, meira en tveimur áratug- um eftir andlát hans. Winslow telur það styðja kenn- Piltdown-maðurinn, eins og hann kom safngestum fyrir sjónir. Sir Arthur Conan Doyle. Stóð hann að baki gabbi aldarinnar? ingu sína, að Conan Doyle hefði notið þess til hins ítrasta að leika á forvígismenn breskra vísinda- manna, sem hent höfðu gaman að kenningum hans um spíritisma á efri árum. Conan Doyle var mikill áhugamaður um andatrú. Fundur höfuðkúpunnar í Pilt- down Common árið 1912 varð breskum vísindamönnum kær- kominn í meira lagi. Var „týndi hlekkurinn" margumræddi sagður þarna kominn. Það var lögfræð- ingur, mikill áhugamaður um fornleifafræði, sem fann hauskúp- una, þar sem hann var að róta í gryfju í Piltdown Common. Þegar loks komst upp að beinin voru ekki ósvikin kom í ljós, að gabbið var fremur einfalt og ekki sérstaklega vel um hnútana búið. Hins vegar var von breskra vís- indamanna um merkan fornleifa- fund svo mikil, að þeim yfirsáust tiltölulega einföld atriði í gleðinni yfir fundinum. Lögfræðingurinn, Charles Daw- son, var fljótlega grunaður um græsku í málinu og síðan var jesú- ítaprestur, Pierre Teilhard de Chardin, sakaður um aðild að gabbinu. Conan Doyle fór gjarnan í lang- ar gönguferðir frá heimili sínu, sem var í um 14 kílómnetra fjar- lægð frá Piltdown Common. Hann vissi einnig umn áhuga lögfræð- ingsins á fornleifafræði fyrir orð kunningja síns, sem bjó gegnt honum við sömu götu. Hvort sem Conan Doyle stóð að baki gabbinu í samráði við þessa tvo áðurnefnda eður ei, telur Winslow hann hafa haft ástæðu til þess að hafa breska vísinda- menn að leiksoppi með þessum hætti eftir að þeir lýstu kenningar hans um spíritisma ómerkar. að. Skipið var á leið frá Persaflóa með um 290.000 tonn af hráolíu. Mikill og olíumettaður reykj- armökkur steig upp frá skipinu við brunann og barst hann til strandar. Lagðist þunn slikja yfir akurlendi bænda við ströndina og óttuðust þeir að skemmdir yrðu á uppskerunni. Mikil úrkoma í nótt hefur að líkindum bjargað upp- skerunni því slikjan var að mestu horfin í morgun. Líkur eru taldar á, að olíu- flekkurinn kunni að berast til lands og hafa ráðstafanir þegar verið gerðar. Flekkurinn var í gær enn um 40 kílómetra vega- lengd frá ströndinni og á hagstæð vindátt sinn þátt í því, að hann hefur ekki rekið nær landi en raun ber vitni. Kínverskur flugmaður stakk af Seoul, Suður-Kóreu, 8. ágúst. FLUGMAÐUR úr kínverska flug- hernum lenti í gærmorgun MIG-21 þotu sinni á flugvelli skammt frá Seoul og bað um pólitískt hæli í ónefndu þriðja landi. Óvænt koma flugmannsins til landsins setti viðvörunarkéfi hers- ins í gang og kvað við sírenuvæl, hið fyrsta í þrjá áratugi, um allt landið. Öll umferð stöðvaðist víða og fólk þusti í skjól í neðanjarð- arbyrgjum. Heimildir AP-fréttastofunnar töldu að flugmaðurinn, Sun Ti- enchin, vildi til Taiwan. Flugmað- urinn mun fá jafnvirði 2,7 millj- óna dala í gulli haldi hann til Taiwan. Þetta er í annað sinn á 10 mán- uðum, að flugmaður úr flugher Kína hefur flogið MIG-21 þotu sinni til Suður-Kóreu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.