Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 31 Réðst á bifreið og dældaði hana ÖKUMAÐUR einn, Viðar Pétursson að nafni, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á laugardaginn er hann ók Keflavíkurveg- inn, framhjá friðargöngunni á leið sinni suður með sjó. Sumarhátíð þroskaheftra EINS OG skýrt var frá í Mbl. 6. ágúst sl. er hér á landi stödd banda- ríska hljómsveitin „The River City Good Time Band“, en hana skipa fatlaðir tónlistarmenn og söngvarar. í kvöld gefst svo tækifæri til að hlýða á þessa sérstæðu hljómsveit því hún skemmtir á Sumarhátíð þroskaheftra og velunnara þeirra í Broadway, sem Landssamtökin þroskahjálp halda. Á skemmtuninni koma auk bandarísku gestanna fram þeir Magnús Ólafsson og Konni kokk- ur. Þá verður söngvakeppnin „Út um hvippinn og hvappinn“ haldin, gjafaafhending, ávörp flutt. Kynnar á Sumarhátíð þroska- heftra verða þeir Páll Þorsteins- son og Þorgeir Ástvaldsson. I ■ t 1 1 ■ 1 MMH II I I II 1 simi: 27211 10 Austurstiæti Poul Sehltiter, forsætisráðherra Danmerkur, og Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, fylgjast með heimsmeistara- mótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Helsinki um þessar mundir. Það fór vel á með þeim á fundi forsætisráð- herra Norðurlanda í Helsinki um helgina, en fundinum lauk í gær. Símamynd Nordfoto Fundur forsætisráðherra Norðurlanda: Deilurnar um Kattegat settu svip á fundinn — segir Steingrímur Hermannsson FUNDI forsætisráðherra Norðurlanda lauk í gær. Að sögn Steingríms Her- mannssonar settu deilur Svía og Dana um miðlínu Kattegat mikinn svip á fundinn. „Hins vegar var lítið komið inn á það mál á sjálfum fundinum. Þeir Palme og Schliiter áttu einkaviðræður um það og gerðu okkur síðan grein fyrir því að þeir teldu sig vera að nálgast hugsanlegt samkomulag, en þetta mál var lítið rætt á fundinum sjálfum," sagði Steingrímur Hermannsson. til þess að miðla málum. Það hafði enginn heyrt um þessa hugmynd og þeir sögðu að það væri ekkert um að ræða.“ Þurfti hann að stöðva bif- reið sína við hlið göngunnar vegna þess að tveir bílar höfðu stansað fyrir framan hann á veginum. Viðar þeytti gjallarhorn bifreiðarinnar þar sem hann vildi komast leiðar sinnar. Varð þetta til þess að einn göngumanna tók sig út úr hópnum og sparkaði í bifreið hans í tvígang með þeim af- leiðingum að hún dældaðist á tveimur stöðum. Þessi þátt- takandi friðargöngunnar hafði gert sér lítið fyrir og spyrnt í hægri framhurð bíls- ins og hægra afturbretti hans. Viðar sagði í samtali við Mbl. að framhurðin hefði gengið inn og afturbrettið hefði dældast og kvað hann hafa stórséð á bílnum. Viðar sagði að fjöldi fólks hefði verið vitni að atburðin- um, en þeir sem í friðargöng- unni voru vildu ekki kannast við að þetta hefði gerst þegar leita átti að vitnum. Hins vegar var þarna annar maður í bifreið, sem hafði verið á leið sunnan að og orðið vitni að atburðinum og gaf hann sig fram. Viðar leitaði til lögreglunn- ar um aðstoð við að hafa upp á manninum, sem ekki fannst. Sagði hann að þetta hefð borið svo brátt, að að hann hefði vart haft ráðrúm til að taka vel eftir hvernig maður- inn leit út. Viðari finnst þetta að von- um ákaflega bagalegt, þar sem hann þarf að bera tjónið sem á bifreiðinni varð að fullu ef ekki næst í manninn, sem tók þátt í friðargöngunni og réðist með fyrrgreindum afleiðingum á bifreið hans. Þegar haft var samband við lögregluna í Hafnarfirði í gærkvöldi hafði hún lítið um málið að segja en kvað skýrslu um atburðinn vera komna til Rannsóknarlög- reglunnar. Hann sagði fundinn hafa verið mjög óformlegan. Skipst hefði verið á skoðunum um hin marg- víslegustu mál sem borið hefði á góma. „Rætt var um efnahagsmál- in á öllum Norðurlöndunum og gefnar upplýsingar um það hvern- ig staðan er. Síðan var rætt um ýmislegt sem viðkemur Samein- uðu þjóðunum og nokkrar hug- myndir sem hafa komið fram í sambandi við norrænt samstarf. Síðan var rætt töluvert um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum, einkum af Olof Palme sem gerði grein fyrir þeirri hug- mynd sinni, sem hann hefur sett fram, eins og allir vita. Þetta voru nú svona meginatriðinsagði Steingrímur. Var eitthvað nánar rætt um hugmyndina um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum? „Já. Það var rætt um hana fram og aftur. Þetta eru ekki fundir þar sem ákvarðanir eru teknar, heldur til upplýsingar. Það var mjög fróðlegt að heyra -viðhorf manna til þess. Þetta er nú í fyrsta sinn sem ísland er ncfnt í þessu sam- bandi, Palme hefur gert það. Það var út af fyrir sig fróðlegt." Hvernig var andrúmsloftið á milli þeirra Schluters og Palme vegna deilunnar um Kattegat? „Það var ekkert að sjá að neitt bæri þar á milli." Það vakti mikla athygli um helgina að Politiken skyldi í leið- ara leggja til að Geir Hallgríms- syni yrði falið hlutverk sáttasemj- ara í þessari deilu Dana og Svía? „Já, það kannaðist enginn við þetta hér, enginn þeirra, og það var nú bara brosað að því. Þeir tóku það mjög skýrt fram að það kæmi ekki til mála að neinn yrði fenginn til að miðla málum á milli þeirra. Þeir myndu leysa það sjálfir. Svo ég veit ekki hvaðan sú hugmynd hefur komið. Það var nú í gamni sagt að við værum nú kannski ekki hlutlausir því við teljum nú Kolbeinsey vera grunnpunkt, svo að það var nú ekki talið, svona yfir kaffibollan- um, að við værum bestu mennirnir skódeild ★ dömudeikl ★ barnafatadeikl ★ herradeild ★ sportfatadeikl ★ heimiiisdeild

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.