Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 38

Morgunblaðið - 09.08.1983, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 + Eiginmaður minn, sonur, faðir og tengdafaðir, FRIDRIK ÞÓRÐUR BJARNASON, tollvörður, Baldursgaröi 5, Keflavík, jj andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 7. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Guörún Bjarnadóttir, Sigurborg Sumarliöa Jónsdóttir, Bjarni Friöriksson, Ágústfna Sigurgeirsdóttir. + Faðir okkar, GUDMUNDUR GUÐMUNDSSON frá Blómaturvöllum, Stokkseyri, andaöist i Elliheimilinu Grund 7. ágúst sl. Lilja Guómundsdóttir, Guömundur Helgi Guömundsson. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HULDA K. LILLIENDAHL, Birkimel 8A, lést 7. ágúst. Karl Lilliendahl, Hermfna Lilliendahl, Dagný Lilliendahl, örn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, KARL HJÁLMARSSON, fyrrverandi póst- og sfmstjóri, Hringbraut 43, andaöist laugardaginn 6. ágúst. Frióbjörg Davfösdóttir. + Maöurinn minn, SKÚLI PÁLSSON, Noröurtúni 6, Keflavík, ■ lést í Landakotsspítala laugardaglnn 6. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Hallveíg Þorsteinsdóttir. + Móöir okkar, HELGALAUFEY THORODDSEN, Barmahliö 24, lést 29. júli. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Börnin. + Sambýliskona mín og móöir, ANNA LOVÍSA PÉTURSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Kópavogskirkju miövikudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Anton Ármannsson, Jódfs Norman. + Konan mfn, HALLDÓRA ELÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Baröavogi 9, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Jón Guömann Jónsson og fjölskylda. Lokað frá kl. 13.00 í dag vegna jaröarfarar Kristins K. Albertssonar. Segull, Skipaljós hf., Eyjagötu 7, Reykjavík. Minning: Magnús Pétursson tónlistarmaður Við foreldrar sem horfum á börnin okkar vaxa úr grasi eigum fáar óskir heitari þeim til handa en að þau megi þroskast til að verða vandaðar, heilsteyptar manneskjur og nýtir þjóðfélags- þegnar. Á okkar tímum hefur uppeldi barna óhjákvæmilega flust að stórum hluta af herðum foreldra yfir á skólana. Það er því mikils virði að vel takist til er börn stíga sín fyrstu skref í skóla. Og það er hamingja hverra foreldra að vita börn sín í höndum góðra uppal- enda. Uppeldi í skóla felst ekki ein- göngu í bókarlærdómi. Öll menn- ingarleg samskipti eru þar jafn mikilvæg af því að í þeim felst undirstaða að farsæld í þjóðfélag- inu. Þetta kemur í hugann þegar Magnús Pétursson er kvaddur hinstu kveðju. Börnin okkar voru svo lánsöm að njóta tilsagnar Magnúsar í tónmennt og hljóðfæraleik. Við fundum strax að hann hafði mik- inn skilning á gildi söngkennslu. Það var athyglisvert hve vel hon- um tókst að laða fram sönggleði hjá börnum og hve lítið hann virt- ist hafa fyrir því. f kennslunni komu fram miklir hæfileikar hans til þess að gera námið fjölbreytt og auðugt. Tónsmíðar, skáldskap- ur og píanóleikur virtist honum í blóð borin. Með leikþáttum sínum gaf hann nemendum fleiri og opnari leiðir til túlkunar og tján- ingar og glæddi skilning þeirra og áhuga á sígildum bókmenntum. Magnús var sannur listamaður og kennari sem vann verk sín af hógværð og lítillæti. Hann náði að þroska með nemendum sínum næma tilfinningu fyrir tónlist. Það er auðlegð sem frá engum verður tekin en er gæfa hverjum manni. Börnin okkar þakka Magnúsi Péturssyni leiðsögn hans og fyrir hana þökkum við einnig. Eigin- konu Magnúsar og öðrum ástvin- um vottum við okkar dýpstu sam- úð. Ásta Valdimarsdóttir og Hannes N. Magnússon Það er ætíð erfitt að kveðja, ekki síst þegar kallið kemur full- snemma. Hinsvegar ber að varast biturð og beiskju út í lífið því það er eigingjarnt. Fremur ber að horfa á það fallega við að fá að syrgja, finna tilfinningarnar, sjálfan spegil þeirrar góðu sálar er Magnús hafði að geyma. Við syrgjum hann öll. Magnús var ríkur maður og hann gaf margt. Jafn ósjálfselsk- an mann hefi ég ekki þekkt. Ríki- dæmi hans var sá andi og viska sem í honum bjó, sem hann miðl- aði m.a. gegnum list sína. Þar fór hann á kostum, enda natinn því sem hann tók sér fyrir hendur, stórt og smátt. Fyrir mér er hann sérstakur maður, já mikill maður því sál hans er rík. Frá þeim stutta tíma sem ég þekkti Magnús náið á ég fagrar minningar, minn- ingar sem orð mín megna ekki að lýsa. Okkur saman auðnaðist að gera ýmislegt en áttum einnig margt ógert, það verður að bíða síns tíma ef Guð lofar. Ég er Magnúsi þakklátur fyrir þá hlutdeild sem hann veitti mér í lífi sínu, fyrir dóttur hans, unn- ustu mína, og fleira af hans góða fólki. Hann var góður fjölskyldu- faðir og gaf þar mörg heilræðin. Hér er eitt og sýnir hann: „Auðnist þér um ævisjó andans rúnir skilja og öðlast gleði, frið og fró fegurð, trú og vilja." Guð styrki ykkur öll sem áttuð Magnús að og blessuð sé minning hans. Gunnar Hrafn Richardson Jón Magnús Pétursson, tón- menntakennari við Melaskóla, er látinn. Hann varð bráðkvaddur að kvöldi dags hinn 28. júlí sl. Útför hans verður gerð frá Fossvogskap- ellu í dag, þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Magnús fæddist á Akureyri 12. febrúar 1930. Móðir hans var Rósa Soffía Þorsteinsdóttir ættuð frá Upsum í Svarfaðardal. Hún lést árið 1956. Faðir hans er Pétur Jónasson, skrifstofumaður í Reykjavík. Magnús ólst upp á Ak- ureyri hjá móður sinni og í skjóli afa og ömmu. Ungur tók hann þátt í skátastarfi undir leiðsögn Tryggva Þorsteinssonar, kennara og síðan skólastjóra. Þess tíma minntist Magnús með mikilli gleði. Tónlistargáfur hans komu snemma í ljós og hann mun ekki hafa verið nema sjö ára þegar hann byrjaði að læra á orgel hjá Sigurgeir Jónssyni. Magnús gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi 1947. Jafn- hliða gagnfræðanámi var hann einnig við nám í Tónlistarskólan- um á Akureyri. Árið 1948 hélt Magnús svo til Reykjavíkur til náms í Tónlistarskólanum þar. Hann lauk prófi í hljómfræði það- an árið 1951. Þar kynntist hann og var nemandi dr. Róberts A. Ottóssonar, sem hann mat ákaf- lega mikils. Næsta áratug og vel það hafði Magnús atvinnu af hljóðfæraleik. Hann lék á ýmsum skemmtistöðum, í dansskólum, í leikhúsum, einkum hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og í útvarpinu. Hann lék undir með morgunleikfimi út- varpsins í 25 ár. Á þessum tíma fékkst hann einnig við kennslu. Hann kenndi við Harmónikku- skóla Karle Jónatanssonar og líka kenndi hann á eigin vegum. Hann var hvarvetna eftirsóttur undir- leikari. Haustið 1963 settist Magnús í söngkennaradeild Tónlistarskól- ans og brautskráðist þaðan sem + Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, HERMANNS ERLENDSSONAR, Mávahlíö 32, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Guörún Þorvarðsdóttir, Sverrir Hermannsson, Guðrún Jóhannesdóttir og barnabörn. Lokað Vegna útfarar Kristins K. Albertssonar, bakarameist- ara, veröur lokaö frá kl. 13.00 í dag. Bakaríiö Álfheimum 6, Bakaríið Hagamel 67, Brauö hf., Skeifunni 11, K. Albertsson hf., Skeifunni 11. tónmenntakennari vorið 1965. Það sama haust hóf hann störf við Melaskóla og starfaði þar óslitið eftir það eða í 18 ár. Það var mikið happ fyrir skólann þegar Magnús Pétursson réðst þangaö sem kenn- ari, gæfa að fá að njóta listrænna hæfileika hans sem voru óvenju fjölþættir. Þar skipaði tónlistin öndvegi en hann var líka prýðilega ritfær og hagmæltur og myndlist- in átti sterk ítök í honum. Magnús samdi fjöldann allan af dans- og sönglögum og vann til verðlauna og viðurkenningar á því sviði. Má þar nefna að lag eftir hann var valið á plötu sem svissn- eska Unicef-nefndin lét gera í til- efni barnaársins 1979. Fljótlega eftir að Magnús kom í Melaskóla gerðist það eins og af sjálfu sér að undirbúningur jóla- skemmtana og vorskemmtana hvíldi að mestu á hans herðum. Hann vann ómetanlegt starf í því sambandi. Efni við hæfi barna er fremur af skornum skammti til þess að hafa um hönd á slíkum skemmt- unum og því var það að Magnús samdi iðulega sjálfur leikrit (söngleiki) til flutnings á þessum skemmtunum. Hann byggði þessi verk sín gjarnan á sögum eftir H. C. Andersen eða á íslenskum þjóð- sögum. Nokkrir söngleikir hans hafa verið fluttir í útvarp og sjón- varp. Skemmst er að minnast þess að „Litla stúlkan með eldspýturn- ar“ og „Nýju fötin keisarans" voru sýnd í sjónvarpinu á liðnum vetri. Magnús var góður kennari og hann er stór nemendahópurinn sem minnist hans með þökk og virðingu. Hann var frábær starfs- félagi og góður drengur í þess orðs upprunalegustu og bestu merk- ingu. Hann var hlédrægur, hlýr í viðmóti en gat verið svolítið glett- inn. Oft skemmti hann okkur starfsfélögunum með snjöllum stökum sem urðu til á kennara- stofunni og fjölluðu um menn og málefni líðandi stundar. En undir niðri bjó alvaran. Hún birtist greinilega í litlu ljóði sem hann gerði í vor sem leið og nefndi „Vorbæn". Út úr fræinu sem blundað hefur í myrkri og kulda langa vetrarnótt teygir sig lítill sproti. Hann leitar upp — upp móti ljósi vorsins. í ljóma þess mun hann ummyndast í undurfagurt blóm. ó, Drottinn, leyfðu því að lifa til haustsins. Eftirlifandi kona Magnúsar er Ragnheiður Hannesdóttir. Þau eignuðust tvö börn: Hannes og Rósu Þóru. Hannes er gerlafræð- ingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Elizabeth Cook og eiga þau eitt barn. Rósa býr í foreldra- húsum og stundar nám við Há- skóla íslands. Við fráfall Magnúsar hefur ver- ið höggvið stórt skarð í hóp kenn- ara við Melaskóla, skarð sem verð- ur vandfyllt. Starfsfélagarnir syrgja góðan félaga en eru þakk- látir fyrir að hafa átt hann að samferðamanni. — Það er óskilj- anlegt að píanóleikur hans skuli aldrei framar eiga eftir að óma um sali skólans. Aðstandendum Magnúsar eru sendar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Ingi Kristinsson Það er alltaf jafn sviplegt að frétta af fráfalli félaga og vinar. Það er þó sýnu meira áfall þegar við vitum ekkert af neinum að- draganda, auglýsing f útvarpi sviptir okkur góðum vini í einni sjónhendingu. Magnús Pétursson píanóleikari, eða Maggi Péturs, eins og við köll- uðum hann í okkar hópi niðri í leikhúsi, kom alltaf af og til inn í starfið niðri í gömlu Iðnó síðustu 15 árin. Hann var okkar helsti undirleikari, hvort heldur við vor- um að færa upp revíu, eða þá leik- rit með söngvum í. Maggi Péturs var alltaf fyrsta lausnin ef við komumst af með eitt píanó. Og það höfum við sjálfsagt gert í fleiri tilfellum en ella einmitt af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.