Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.08.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 45 m hji' VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Enn um Listahátíð Sjónvarpsþátt með Bowie Þórunn Rut Kristjánsdóttir skrifar: Velvakandi. Mig langar að koma á fram- færi ósk minni um að hljómsveit- in Culture Club gerði á Listahá- tíð ’84. Ég hef verið á tónleikum með þessari hljómsveit í Noregi, Hol- landi, Danmörku og Bretlandi og liðsmenn Culture Club eru æðis- legir á sviði, sérstaklega söngv- arinn Boy George. Þá þætti mér einnig gaman að vita hvort Culture Club-merkið fæst hér á landi og hvar. Með von um að fá Culture Club á næstu Listahátíð. Ragna B. Garðarsdóttir skrifar: Kæri Velvakandi. Um tíma stóðu vonir til að söngvarinn David Bowie kæmi hingað til lands og urðu margir fyrir sárum vonbrigðum þegar svo fór ekki. Væri kannski hægt að bæta það með sjónvarpsmynd af ferðalagi hans eða viðtali? Lesið í tún Sigurður Þorkelsson skrifar: „A ferð um landið sjáum við hvernig grænar túnskákirnar ganga út frá bændabýlunum og ná víða landamerkja á milli, og hvað græni liturinn getur verið mis- grænn eftir því hvernig heyskapn- um miðar. Á þessum árstíma sjá- um við þetta örvandi græana lita- spil hvar sem farið er um sveitir. Við sjáum, hvað miðað hefur frá ári til árs með ræktun túnanna. Ein skákin leggst að annarri og þær urðu stærri og stærri. Það er hægt að lesa í túnin um ferð bónd- ans úr fátækt til bjargálna. En það sést líka hvað orðið hefur að sitja á hakanum — bíða betri tíma — það vantar í græna litinn lit- brigði skógarins. Én eftirvæntingin liggur í loft- inu. Áratuga gamlir skógarreitir ungmennafélaga og héraðsskóg- ræktarfélaga eru orðnir leiðarljós þeirrar farar sem bændur, rækt- unarmenn landsins, eru að leggja í. Að vekja til lífs á ný viðivaxið land milli fjalls og fjöru. Eins og með túnin, byrjið út frá bæjum ykkar, heimilsgarðinum sunnan undir í skjólinu við húsið. Nægur áburður er heima við og geislar sólarinnar ávallt reiðubún- ir. Bjargálna menn planta til bændaskóga, megi það verða Grettistak næstu aldamótakyn- slóðar." Lífgum upp á Öskjuhlíðina María hringdi: Oft hef ég leitt að því hugann hvort ekki megi lífga upp á borg- ina okkar. Hér eru margir staðir og mannvirki sem heldur betur eru í bágbornu ástandi. Vil ég sem dæmi benda á tank- ana í Öskjuhlíðinni, sem fáum finnast fallegir. Af hverju eru þeir ekki málaðir með fallegum litum og formum eins og gert hefur ver- ið við svipaða tanka á Suðurnesj- um. Mætti jafnvel koma af stað samkeppni meðal listamanna af yngri kynslóðinni og leyfa þeim að spreyta sig á verkefninu. Góð morgunorð Margét Sigurðardóttir hringdi: Velvakandi góður Það voru sannarlega athyglis- verð morgunorðin sem Hilmar Baldursson flutti í útvarpinu að morgni 5. ágúst s.l. um þögnina. Væri möguleiki á að fá þennan pistil Hilmars birtan á prenti? Þannig er að margir eru á ferð til vinnu á þessum tíma og heyra því ekki þáttinn, sem var stórgóður. Mikið væri Hilmar Baldursson vænn ef hann yrði við þessari beiðni. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þeir þekkja hvorn annan. Rétt væri. Þeir þekkja hvor annan. Oft færi best: Þeir þekkjast. Sölustörf Handbókin íslensk fyrirtæki þarf aö ráöa nokkra sölumenn í tímabundin störf. Störfin veröa frá 15. ágúst—15. okt. 1983. Um er að ræöa heilsdagsstörf. Umsækjendur þurfa aö nota bifreiðar viö vinnu sína. Þeir menn og konur sem áhuga hafa á þessum störfum, hafi vinsam- legast samband viö hana Erlu hjá okkur. Frjálst framtak, Ármúla 18, sími 82300. Nú mælum við barnaherbergið og gefum barninu okkar vönduö og hentug húsgögn. Hér er tegund 2024, bekkur meö hillum yfir, til í furulit. Stærö: hæö 167, lengd 197, breidd 75. Verö með dýnu og 3 púöum 9.430.-, útborgun 2.000,- og rest á 6 mán- uðum. Bekkurinn stakur kostar 6.290.-. Hér er gagnlegur hlutur þar sem vantar klæöaskápa í herbergi. Teg. 2033, er til í furulit. Stæröir eru: hæð 167, lengd 274, breidd 75. Verð meö dýnu og þrem púöum. 13.290.-, útborgun 3.000.- og rest á 7 mánuöum. Hringdu til okkar eöa líttu inn, við höfum geysilegt úrval húsgagna sem henta vel í lítil barnaherbergi. HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA HDSGA6NAHÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVlK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.